Morgunblaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 18
18 MORGVN BL'AÐlh Laugardagur 4. júlí 1959 LiÖsmenn Noregs hafa sam- tals leikið 260 landsleiki Norðmenn gera tvær breytingar a lidi sinu frá leiknum við Dani • f GÆRKVÖLDI var væntanlegt hingað til iands landslið Noregs í knattspyrnu, en liðið leikur landsleik við ísland á Laugardalsleik- vanginum á þriðjudagskvöldið. Sá leikúr er einn leikjanna I 1. riðli I vrópudeildar undankeppni Ólympíuleikanna — og er þriðji leik- t*rinn í riðlinum. t hinum fyrsta vann Danmörk Island með 4:2 og I öðrum leiknum unnu Danir Norðmenn með 2:1. Frá báðum leikj- Uum hefur áður verið sagt. Norðmenn hafa valið lið sitt og er það þannig skipað: Rolf Pedersen Harald Hennum Björn Borgen Kjell Christiansen Per Kristoffersen Ragnar Larsen Thorbjörn Svenssen Arne Legernes Reidar Christiansen Arne Natland Asbjörn Hansen Tvær breytingar Frá leik sínum við Dani í Kaup mannahöfn gera Norðmenn tvær breytingar á liði sinu. Reidar Christiansen kemur inn sem bak- vörður í stað hins sterka Edgar Falck, en hann meiddist í Kaup- mannahafnarleiknum. Þá kemur og Kjell Christiansen inn sem v. innherji. Hvorugur þeirra er þó nýliði. Reidar hefur leikið 14 landsleiki og er núverandi Nor- egsmeistari og bikarhafi og Kjell hefur leikið 22 landsleiki. Liðsmennirnir Reyndar einkennir það norska liðið öðru fremur hve leikmenn eru reyndir. Reyndastur er fyrir- liði liðsins, miðframvörðurinn, Thorbjörn Svenssen. Hann leikur nú hér sinn 84. landsleik. Hann er kunnastur norskra knatt- spyrnumanna frá stríðslokum, Finnskt met í 5000 sterkur í vörn svo af ber, dug- legur og harður í horn að taka þrátt fyrir sín 35 ár, fljótur, stór og kröftugur. Meðal varamanna er elzti mað- ur liðsins, Gunnar Thoresen, 39 m hlaupi Á ÍÞRÓTTAMÓTI á Olympíu- leikvanginum í Helsingfors sl. þriðjudagskvöld setti Finninn Matti Huttonen nýtt finnskt met l 1500 m. hlaupi. Tími Huttonens var 13.51.8 min. og er hann fyrsti Finninn, sem hleypur þessa vega lengd undir 14 mín. Fyrra metið átti Olavi Vuoris- alo, en það var 14.01.6. í 1500 m hlaupi sigraði Finninn Olavi Salonen á tímanum 3.45,0, annar var Norðmaðurinn Hamm- arsland á 3.45.8 og þriðji Þjóð- verjinn Böthling á 3.46.6. Stangarstökkið vann Finninn Landström, stökk 4.48 metra. Per Kristoffersen ára, og hefur leikið 65 landsleiki. En svo gengið sé á röðina frá markmanni, þá er Asbjörn Han- sen 30 ára og hefur leikið 40 landsleiki. Arne Natland er 32 ára og hefur leikið 7 landsleiki, Legernes er 28 ára og hefur leik- ið 31 landsleik, Ragnar Larsen er Norðmenn ætla sér að vinna Islendinga — og siðan Dani i september I>AÐ er engin ástæða til að gráta. Við höfum eftir sem áður mikla möguleika til að komast í úrslita- keppni Olympíuleikanna í Róm á næsta ári, sagði framkvæmda- stjóri norska knattspyrnusam- bandsins Nicolai Johansen við blaðamenn áður en norska lands- liðið flaug frá Kaupmannahöfn á- leiðis til Rykjavíkur. Og svo bætti hann við: Að vísu hefði allt verið bjartara hefðum við unnið í Höfn, en þar sem við vorum aðeins sigraðir með 1 marks mun, höfum við tækifæri til að ná Dönum með því að vinna ísland og síðan Dani er þeir koma til Oslo. Og við skulum ekki vera þeir svartsýnismenn að halda að sigur yfir Dönum í Oslo 13. sptember sé ómögulegur. Dan- ir töldu það upp á líf og dauða fyrir sig knattspyrnulega séð að sigra okkur á fimmtudagskvöld- ið. Og þennan dag heppnaðist okk ar liðsmönnum fátt af því sem þeir reyndu, en enginn getur talið mér trú um að norska liðið sé það miklu lakara en hið danska eins og í ljós kom í fyrra- kvöld. 28 ára og hefur leikið 10 lands- leiki, Björn Borgen er 22 ára og er einn leiknasti knattspyrnumað ur Noregs, mjög hættulegur leik maður, en misjafnlega upplagð- ur. Per Kristofferssen er 22 ára og hefur leikið 14 landsleiki, Har- ald Hennum er 31 árs og hefur leikið 36 landsleiki, Kjell Kristi- ansen er 34 ára og hefur leikið 23 landsleiki. Rolf Pedersen er yngsti maður liðsins, tvítugur að aldri, en hefur þegar leikið 5 landsleiki. Hann er fljótur og skoraði t. d. eina mark Norð- manna gegn Dönum, glæsilegt mjög. Leikur norska liðsins hefur þó oftast einkennzt af mjög sterkri vörn og hættlegum upphlaupum upp kantana, en á þeim eru hættu legustu sóknarleikmenn liðsins. í norska hópnum sem hingað kemur eru samtals 23 menn að fararstjóranum, þjálfara og lands 1 ðsnefndarmönnum meðtöldum. í ráði er að liðið fari ferð í boði líkisstjórnarinnar til Þingvalla og Hveragerðis, auk ferða hér innan bæjar, en ekki er enn vitað, hvað Norðmenn vilja láta lið sitt ferð- ast mikið fyrir leikinn. Eftir leikinn verður hóf fyrir liðsmenn í Sjálfstæðishúsinu og síðan kveðjudansleikur. — Heim heldur flokkurinn á miðviku- dagsmorgun. Dómari í þessum leik verður skozkur maður, J. P. Barkley að nafni. í kappróðrl Kappróðramót FYRSTA róðrarmót á þessu sumri, innanfélagsmót Róðrarfé- lags Reykjavikur, verður á morg un, sunnudag, og hefst kl. 10 f.h. suður í Nauthólsvík Það er Róðrarfélag Reykja- víkur, sem stendur fyrir móti þessu, en er haldið snemma sum- árs ár hvert. Kepp-.in verður , þrem liðum: 1. Milli A og B liðs RfR. 2. Milli byrjenda. 3. Bændaróður, en þá verður valið í liðin á keppnisstað. A og B lið munu róa 800 metra, en bæði byrjendaliðin og lið þau sem veljast í bændaróðri munu róa 400 metra. Allar keppnirnar mun hefjast í Fossvogi innan- verðum og enda í Nauthólsvík. Undanfarin ár hefur verið keppt milli Róðrardeildar Ár- manns og Róðrarfélag Reykja- víkur á þessu móti, en í ár fellur hún niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Að mótinu loknii verður skírð- Reykjavík 64 stig Málmey 41 ur nýr róðrarbátur gerður fyrir 4 ræðara og stýrimann. RfR fékk bát þennan frá Þýzkalandi í vet- ur. Er hann hið fegursta fley. Mun forseti Í.S.Í. Benedikt G. Waage. framkvæn.a athöfnina. Ferðir á vegum Páls Arasonar FERÐASKRIFSTOFA Páls Ara- sonar efnir til fjórðu hringferð- arinnar umhverfis landið, 8. júlí n.k. Verður ekið norður yfir Kjöl í þessari ferð. Um síðustu helgi fóru bílar Páls yfir Kjöl og voru það fyrstu bilarnir sem farið hafa nú í sumar. Gekk ferðin að óskum. Á laugardaglnn hefjast 4 ferð- ir á vegum Páls og er ein um Suðausturland, sem er 7 daga ferð og 10 daga ferð um Norður- land og loks ferð í Þórsmörk, 2 daga ferð og jafnlöng í Surtshelli. Fyrsta skemmtiferðin til Græn- ÞRIGGJA daga vígslumót Laugardalsleikvangsins hófst í gærkvöldi, með ræðuliöldum og fyrri hluta keppni í frjáls- íþróttum milli úrvalsliðs Málmeyjar í Svíþjóð og Reykjavíkur. Eftir fyrri dag- inn hafa íslendingar foryst- una með 64 stigum gegn 41. Er mótið hófst gengu lið borg- anna fylktu liði til ieiks. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti á- varp, bauð alla keppendur og fulltrúa héraðssambandanna vel- komna, svo og hina sænsku gesti. Hann ávarpaði gestina á sænsku og afhenti síðan íþróttavalla- stjórn Laugardalsvöllinn. Fulltrúi Málmeyinga, Helge Lþfgren, mælti nokkur orð og færði kveðjur og gjöf til Reykja víkur. - Þá talaði Gísli Halldórsson, form. ÍBR, þakkaði bæjarstjórn og borgarstjóra fyrir völlinn sem væri tákn þess velvilja er yfir- völd bæjarins sýndu íþróttamönn um. 1 keppninni sem getið verður hér síðar urðu þessir sigurvegar- ar: 100 m. hlaup: Nordbeck 10,8. 110 m. gr.hl.: Guðjón Guð- mundsson 15,1. Kúluvarp: Wachenfelt 15,13 m. Hástökk: Jón Pétursson 1,80 m. 400 m. hl.: Hörður Haraldsson, 49,3 sek. 1500 m. hl.: Svavar Markússon 3:58,6 mín. Langstökk: Einar Frímannsson 6,87 m. Kringlukast: Þorst. Löve 45,80. 3000 m. hl.: KristL Guðbjörns- son 8:42,6 mín. / stuttu máli IKAIRÓ. —— Dag Hammarskjöld kom í dag til Kairó að ræða við 4x100 m boðhlaup: Reykjavík Nasser um ferðir ísraelsskipa um 42,9 sek. I Súezskurð. Vigslumótið i Laugardal Reykjavík „landið" hápunkturinn i dag MÓTIÐ hefst með fimleikasýn- ingu kvenna, sýna stúlkur úr Ár- manni undir stjórn frú Guðrún- ar Nielsen, síðan verður glímu- sýning, sýna glímumenn úr UMF R og Ármanni undir stjórn Lár- usar Salómonssonar. Keppni milli B-liðs Reykjavik- ur og utanbæjarmanna í frjáls- um íþróttum hefst kl. 14,30. — Verður keppt í þessum grein- um: 110 m grinuahlaupi — lang- stökki — kringlukasti — 100 m hlaupi — hástökki — 400 metra hlaupi — 3000 m hlaupi og kúlu varpi og 4x100 m boðhlaupi. Að þessari keppni lokinni verð ur keppt i knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 16.05. Leikur úr- valslið Reykavíkur gegn utan- bæ j armönnum. Keppni hefst síðan aftur um kvöldið kl. 20.00. Verður fyrst leikfimisýning karla úr KR, ÍR, og Ármanni. Siðan sýna karlar frá íþróttafélagi ísfirðinga. Síðari hluti bæjakeppninnar milli Reykjavíkur og Málmeyjar hefst kl. 20,30, og verður keppt í þessum greinum: 200 m — stangarstökk — spjót kast — 800 m hlaup — 400 m hlaup — þrístökk — sleggjukast — 5000 m hlaup og 4x400 metra boðhlaup. Stjória íþrótfavallanna falið að sjó um Ieifavonginn í Langordol Á bæjarstjórnarfundi í gær bar Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn ályktar að fela stjórn íþróttavallanna fram- kvæmdastjórn cg rekstur leik- vangsins í Laugardal". Borgarstjóri sagði, að svo sem kunnugt væri hefði Laugardals- nefndin lokið störfum og skilað af sér leikvanginum. Væri eðli- legast, að stjórn íþróttavallanna væri falin framkvæmdastjórn og rekstur leikvangsins og væri nauðsynlegt að taka ákvörðun um það efni nú þegar, en reglu- gerð og rekstur íþróttavallanna yrði endurskoðaður siðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.