Morgunblaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLABIÐ
LAU5?arðaEUr 4. tólí 1959
Ní ÓNOTUÐ
Pfafí saumavél
af nýjustu gerð til sölu. Vélinni fylgir taska.
Upplýsingar hjá
Heildverzlun JÓNS BERGSSONAR
Laugavegi 168 — Sími 35335.
Gaddaskór
NÝKOMNIR
Stærðk: 39 — 45 kr. 242.
Vindsœngur
Kr. 250. — og 446. —
V E R Z L U N
Hans Petersen hff.
Bankastræti 4 — Sími 13213.
Eitt htsndrað þusund krónisr
í ríkistryggðum skuldabréfum til 15 ára til sölu.
Tilboð merkt: „Peningar — 9373“ sendist Mbl. íyrir
mánudagskvöld.
.'TIVOLl' '
TÍVOLÍ
Útiskemmtun í Tívol í kvöld. — Opnað kl. 8.
Listamennirnir LOTT og JOE ANDERS
sýna margskonar þrautir á háum hjólum.
Kynnir BALDUR GEORGS, sem jafnframt sýnir töfrabrögð.
DANSAÐ verður á palli
STRATOS kvintettinn leikur.
Söngvari: Jóhann Gestsson.
Fjölbreytt skemmfitæki
Bflabraut — Rakettubraut •— Parísarhjól — Bátarólur
— Skotbakkasalur -- Automatar — Speglasalur —
Bátar.
FJÖLBREYTTAR VEITINGAR
TlVOLlBlð sýnir teikni- og gamanmyndir, sem ekki hafa
verið sýndar áður hér á landi.
FJÖLBREYTT DYRASYNING
Strætisvagn ckur frá Miðbæjarskólanum frá kl. 8.
Siml 15300
Ægisgötu 4
MÁLNINGARSPRAUTUR
AUKAMUNN ST YKKI
AUKAKÖNNUR
Sendum gegn póstkröfu
MYNDLISTAR fyrirliggjandi
REYKTO EKKI
í RÚMINO!
Húseigendafélag
Reykjavíkur
f jr
Amokstrarkrani
á vörubíl, til sölu. — Upplýs-
ingar í síma 33599.
l
Trilla
Til sölu góð 1 tonna trilla. —
j Verð 8000. —- Upplýsíngar í
síma 50622. —
Aðeins ein trúarbrögð vinna nú
á, í vaxandi mæii, í heiminum:
I SLAM
Hvað vitið þér um þessi trúar-
brögð? — Þér fáið ókeypis upp-
lýsingar á sænsku sða ensku ef
þér skrifið „Ahmadíja hreyfing
Islams“, Gunnar H. Eiríksson,
Báltgatan 4. Stockholm, Svíþjóð.
Húsmæðraskólinn Holbæk
í fögru umhverfi. Um klukku-
stundar ferð frá Kaupmanna-
höfn. Tekur á móti ungum stúlk-
um á 5 mánaða námskeiði í heim
ilisstörfum frá 4. nóv. og 4. maí.
3ja mánaða námskeið byrjar 6.
jan. Skólaskrá og uppl. sendar
eftir beiðni.
. . . & .
SKIPAUTGCRB RIKISINS
HERÐUBREIÐ
austur um land íhringferð
hinn 9. þ.m. — Tekið á móti
flutningi á mánudag til Horna-
fjarðar. Djúpavogs, Breiðdals-
víkur, Stöðvarfjarðar, Borgar-
íjarðar, Vopnafjarðar. Bakka-
fjarðar og Þórshafnar. — Farseðl
ar seldir árdegis á miðvikudag.
Samkomur
K. F. U. M. —
Almenn samkoma annað kvöld
kl. 8.30. Gunnar Sigurjónsson
cand theol. talar.
Félagslíf
7 daga ferð um
suð-austurland
hefst 4. júlí. —
8 daga hringferð um ísland 8.
júlí. — Þúrsmerkurferð laugar-
daginn kl. 14. — Ferð í Surtshell
ir laugardaginn kl. 14.
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar,
Hafnarstræti 8, sími 17641.
Gunnar
Bergskála
F. 18. okt. 1901.
D. 30. apríl 1959.
GUNNAR Einarsson var fæddur
að Varmalandi í Sæmundarhlíð
í Skagafirði á fyrsta ári aldar-
innar. Fátækra manna og við
f rumstæð skilyrði þeirra tíma
ólst hann upp.
Ungur réðst hann í það fram-
tak að ganga í Hvítárbakkaskóia
Sigurðar Þórólfssonar, er var á
þeim tíma ein af fáum leiðum
fátækra sveitadrengja til þess að
afla sér almennrar þekkingar og
andlegs þroska. Langskólaleiðin
var torsótt af slíkum, og því fá
sótt. Og hinn ungi kennaraskóli
íslands honum sennilega of dýr.
í skóla þessum dvaldi hann tvö
skólaár (1918—T9). — Heim
kominn aftur í hlíðina sína fögru,
stundaði hann svo næstu íjögur
árin barnakennslu þar og víðar
í Staðarhreppi. Á þeim árum
öndverðum kvæntist hann og
gerðist fjölskyldufaðir. Konan,
Hildur Jóhannesdóttir, var ung
ljósmóðir í Staðarhreppi, mynaar
kona og vel geíin. í hjónabandi
sínu (1922—1931) eignuðust þau
mörg börn. En aðeins 3 þeirra
komust til fullorðinsára: Dætur
tvær Fjóla og Ragna nú starfandi
konur í Keflavík og Reykjavík.
Einn sonur, Jóhann Þór dó full-
orðinn. Hafði þá lært smíðaiðn,
var mjög efnilegur ungur maður.
Á þessu nefnda tímabili eða fram
til 1930 stundaði Gunnar ýmist
unglingakennslu á heimilum í
Staðarhreppi eða sjómennsku og
aðra veiðimennsku á Sauðár-
króki og víðar.
Árið 1930 réðist Gunnar til
barnakennarastarfs í Skefilstaða
hreppi (Hvamms- og Ketusókn-
um). En það svæði er öll strand-
lengjan austan á „Skaganum",
allt frá Skagatá og inn til botns
Laxárdals. En sá dalur liggur frá
Skaga og suður með Tindastóli
vestanverðum. En vestan Skag-
ans liggur Skagaheiði allt til
byggða Skagastrandar. — Slíkt
byggðarlag með dreifðum býlum
á löngum útskaga gegn norðri,
vantandi hentuga kennslustaði
hvað þá heldur fast heimavista-
setur hlýtur að vera erfitt
kennslusvæði. En Gunnar hófst
handa. Reisti sér nýbýli, -byggði
myndarlegt hús ,ræktaöi land í
kring og hóf barnakennslu í sveit
inni. Vann einnig að öðrum trún
aðarstörfum sveitarinnar. Gjörð-
ist nú fjölskyldufaðir á ný. Unnu
þau nú, hann og síðari kona hans
Halldór Traustadóttir Reykdal
samhentum traustum höndum og
hiklausum vilja að heill og hags-
munum fjölskyldu sinnar og sveit
arinnar og þá einkum barnanna
í þessu nýja umhverfi. Af 5 börn-
um þeirra eru nú uppkomin,
dóttir gift burtu og sonur rúml.
tvítugur, efnilegur piltur, sem nú
reynir á til forstöðu með móður
sinni. Þrjú börn yngri. Öll eru
börnin mannvænleg.
Sá, sem þetta ritar og sem hef-
ir um áratugi unnið að forustu-
störfum í Kennarafélagi Skaga-
fjarðar, hefir þar verið samfélagi
Gunnars Einarssonar, flytur hér
þessi kveðju- og minningarorð
ekki einungis fyrir sakir skyld-
unnar heldur og af innri þörf og
þökk til hans. Og þá ekki sérstak
lega og ekki fyrst og fremst fyrir
allt það, sem honum var ósjálf-
rátt vel gefið, sem var margt,
því að hann var óvenjulega fjöi-
hæfur maður. Og þess ber að
sjálfsögðu að geta. Hann var
skarpgreindur maður, ágætlega
skáldmæltur, glöggu-r vel að hugs
un og dómgreind, og alveg sér-
staklega vissi hann glögg skil á
ýmis fyrirbrigði eigi síður efnis-
leg en andleg. — Hann var sterk-
þroskað náttúrubarn að gerð með
óvenjusterka eðlisávísunargáfu
SVEIlVBJÖRN DAGFINNSSON
EINAR VIDAR
Málflutningsskrifslofa
, Hafnarstræti 11. — Sírni 19406.
Einarsson
I
— minning
þess, snerpur og næmleik í beit-
ingi hennar. Þess vegna var hann
m.a. slíkur veiðimaður á láði og
legi að fádæmi eru.
Haft er t.d. fyrir satt, að hann
muni hafa ráðið niðurlögum
h. u. b. 2000 meindýra í Skaga-
heiði og annar staðar. Enda gat
hann með raunhæfri nákvæmm
rakið háttu og „hugsangang" hins
íslenzka refs, svo að undrun
sætti) — Þau gagnmerku átök
hans í viðskiptum á því sviði
höfðu líka a. m. k. í eitt skipti
nær kostað hann lífið: Er skot-
vopnið bilaði og skaðaði hann
svo að hann dróst nær dauða en
lífi til mannabyggða með sprengt
augo og skothylki fast í andlitinu.
Eitt hinn mörgu dæma þess úr
sögu mannlegs lífs, hvilíkar
hörmungar maðurinn getur þol-
að, og þó með dáð hetj unnar
komist lifandi frá. — Skal það ei
frekar rakið hér. En hér er þegar
byrjað að drepa á það, er miklu
fremur ber að minnast og mjög
að þakka, hversu Gunnar beitti
fjölhæfni gáfna og eiginda, það
sem honum fór sjálfrátt um hug
og hendur í striti og starfi líð-
andi stundar.
Ber þess þá sérstaklega að
minnast, hvílíkur kennari barna
og leiðtogi hann reyndist við erf-
iðar aðstæður. Um það ber ljóst
vitni, hversu vinsæll og vel lát-
inn hann var af forsjármönnum
barnanna, og hve ástsæll hann
var meðal barnanna sjálfra, er
hann umgekkst með kærleik og
skilningi á eðli þeirra • og þörf-
um. Enda lagði hann sérstaka
áherzlu á það í starfi sínu að
vinna að trúarlegu og siðferði-
legu uppeldi barnanna.
Slíkir kennarar eiga sín laun,
sína fögru heillaríku umbun í
sjálfu starfinu, því að þar er það
Drottinn sjálfur, sem ávöxtinn
gefur.
Vér stfcttarbræður Gunnars, og
um leið starfsbræður hans og fé-
lagsbræður um aldarfjórðungs-
skeið, töldum oss hann traustan
og vakandi útvörð barnafræðslu
og menningarmála í einu afskekkt
ásta og erfiðasta kennslusvæði
héraðs vors, Skagafjarðar. Og
v’ér lögðum framt á að fá hann
með á fundi vora, þar sem rædd
voru málefni stéttar og starfs og
blandað geði með góðum vinum.
Og nú, þegar þessa er eigi fram
ar kostur, er hér með flutt kveðja
vor og kær þökk fyrir líf hans
og starf og einnig samstarf að því
leyti sem um slíkt var að ræða.
Góði vinur! — Vanmáttugur
til hjálpar fylgdist ég með
í þinni löngu og þungu sjúk-
dómsþraut. — Ég vildi að hún
hefði endað á annan hátt, með
annarskonar sigri. En Drott-
inn vildi annað. Og verði hans
vilji. Hann blessi ástvinum
þínum sorgina og söknuðinn
en líka endurfundavonina. —
Hann leiði þig sjálfan á eilífð-
arbrautinni á landi lifenda-
J. Þ. Bj.