Morgunblaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. Júlí 1959 1IORGU1SBLAÐ1Ð 3 Þolurnar tvær stönzuðu ekki lengi í Keflavík, aðeins meðan verið var að endurnýja eldsneytis- birgðirnar. Þotan, sem er nær, er farkostur Nixons, en hin er varaþota, sem fylgdi hinni á eftir til þess að ekki þyrfti að verða nein töf á för Nixons, enda þótt einhverrar bilunar yrði vart í Keflavík. — Bandarísk þota sló rússneska metið: New York — Moskva á 8klst. 45 mín. MOSKVU, 23. júlí — Bandarísk farþegaþota flaug í gær í einum afanga á 8 stundum og 45 mínútum frá New York til Moskvu. — Þetta er nýtt hraðamet á flugleiðinni, því meðalhraðinn var 888 km á klst. (555 mílur) — og á köflum flaug þotan með 976 km (610 mílna) hraða á klukkustund. — Nixon i Keflavík Framh. af bls. 1 áll fór í þessa för í sérstöku boði Kozlovs. varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna, en þeir hittust í Bandaríkjunum. er Kozlov var á ferð þar fyrir skemmstu. Rússneskir leiðsögumenn Með flugvél Nixons voru 3 rússneskir flugliðar, sem munu annast leiðsögn flugvélarinnar eft ir að hún kemur yfir rússneskt land og aðstoða við aðflugið til flugvallarins í Moskvu. Flugvél Nixons hafði aðeins einnar klukkustundar viðdvöl á Keflavíkurflugvelli, en þaðan var flogið beint til Moskvu og var flugtími áætlaður 41/2 klst. Varaflugvél Skömmu eftir að flugvél Nixon lenti á Keflavíkurflugvelli, lenti þar önnur flugvél af sömu gerð ©g var þar um aukaflugvél að ræða, sem flugher Bandaríkja- manna ætlaði að hafa til taks. ef einhver smábilun kæmi fram á flugvél varaforsetans við brott- förina frá Keflavíkurflugvelli. Ekki kom til þess að not yrði fyrir þessa flugvél og hélt hún áfram til Þýzkalands skömmu eftir að Nixon var lagður af stað til Moskvu. Áttatíu blaðamenn í sérstakri flugvél Um svlpað leyti og Nixon dvald ist á Keflavíkurflugvelli. flugu 80 bandarískir blaðamenn fram hjá Islandi á leið til Moskvu. Þeir voru um borð í farþegaþotu frá Pan American flugfélaginu og var flugvél þeirra af gerðinni Boing 707-21 og hefur þessi flug- vélargerð all miklu meira flugþol en hin venjulega 707. enda ber hún 50 þús. pundum meira elds- neyti. Blaðamennirnir flugu frá New York beinustu leið til Moskvu án viðkomu og lá leið þeirra yfir Gander og skammt fyrir sunnan ísland. Áætlað var að flugið til Moskvu tæki 9 tíma og 6 mín. og áttu blaðamennirnir að lenda í Moskvu um einni klst. á undan flugvél varaforsetans. Þetta mun vera fyrsta farþega- flug Pan American til Moskvu og jafnframt fyrsta flug þeirra með þessa gerð flugvélar yyfir Norð- ur Atlantshaf. — B.Þ. TAIPEI, 22. júlí. NTB-AFB — Stjórn. þjóðernissinna á Formósu hefur farið þess á leit við alþjóð- lega Rauða krossinn að hann snúi sér til valdhafanna í Kína með það fyrir augum að fá heim- ild handa flugvélum frá For- m^su, sem ekki eru herflugvél- ai', til að fljúga inn yfir megin- ian^. Kma til að varpa niður Þota þessi er af Boeing-707 gerð og flutti bandaríska blaðamenn til Moskvu, en þeir ætla að fylgj- ast með heimsókn Nixons þang- að austur. Fyrra hraðamétið á flugleið- inni New York—Moskva • átti rússneska skrúfuþotan TU-114, sem flaug vegalengdina á 9 klst. 48 mín., er hún flutti Kozlov, að- stoðarforsætisráðherra, heim úr Bandaríkjaförinni á dögunum. ★ Þotan, sem setti hraðametið í dag, flaug án viðkomu, eins og matvælum og öðrum nauðsynj- um. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnin á Formósu hefur tjáð sig fúsa til að hafa samband við Pekingstjórnina fyrir milligöngu þriðja aðila. Formósustjórn legg- ur til að Rauði krossinn setji upp sérstaka nefnd, sem hafi um- sjón með hjálparstarfi Formósu- manna við íbúana á meginland- inu. — fyrr greinir. Hún er af hinni upprunalegu Boeing-707 gerð, heldur aukin og endurbætt, ef svo mætti segja: Stærri og hrað- fleygari. 1 GÆR var kosið í fastanefndir í báðum deildum Alþingis og eru einstakar nefndir skipaðar sem hér segir: Nefndir í efri deild. Fjárhagsnefnd: — Gunnar Thoroddsen, Gísli Jónsson, Eggert Þorsteinsson, Bernharð Stefánsson og Hermann Jónas- son. Samgöngumálanefnd: — Sig- urður Bjarnason, Guðlaugur Gíslason, Björn Jónsson, Björg- vin Jónsson og Bernharð Stefáns son. Landbúnaðarnefnd: — Sigurður Óli Ólafsson, séra Gunnar Gísla- son, Finnbogi Rútur Valdimars- son, Páll Zóphóníassoh og Vil- hjálmur Hjálmarsson. Sjávarútvegsnefnd: — Gísli Jónsson, Guðlaugur Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson, Björgvin Jónsson og Vilhjálmur Hjálmars- son. Iðnaðarnefnd: — Gunrar Thor oddsen, ..uðlaugur Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson, Björgvin Jónsson og Páll Zóphoníasson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: — Sigurður Óli Ólafsson, Einar Ingimundarson, Björn Jónsson, Karl Kristjánsson og Páll Zóphóníasson. Mennlamálanefnd: — Gunnar Thoroddsen, séra Gunnar Gísla- son, Finnbogi Rútur Valöimars- son, Bernharð Stefánsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. AHsherjarr.efnd: — Sigurður Bjarnason, Einar Ingimundarson, Björn Jónsson, Hermann Jónas- son og Páll Zóphóníasson. Nefndir í neðri deild Fjárhagsnefnd: — Jóhann Haf- stein, Matthías Á. Mathiesen, Lúðvík Jósefsson, Skúli Guð- mundsson og Björn Pálsson. Samgöngumálanefnd: — Sig- urður Ágústsson, Þorvaldur Garð ar Kristjánssor., Steindór Stein- dórsson, Óskar Jónsson og Björn Björnsson. Þota fréttamannanna lagði upp frá New York 90 mínútum eftir að þota Nixons, hin upprunalega „hægfleyga" Boeing-707, fór frá Friendship flugvellinum miðja vegu milli Washington o ' Balti- more. Flugtími þeirrar þotu til Moskvu var 10 stundir og 54 mín. að frádreginni stuttri viðdvöl í Keflavík. Landbúnaðarnefnd: — Ingólf- ur Jónsson, Jón Árnason, Gunn- ar Jóhannsson, Ásgeir Bjarna- son og Ágúst Þorvaldsson. Sjávarútvegsnefnd: — Sigurð- ur Ágústsson, Jón Árnason, Lúð- vík Jósefsson, Gísli Guðmunds- son og Björn Pálsson. Iðn.iðarnefnd: — Jónas G. Rafnar, Ingólfur Jónsson, Hanni bal Valdimarsson, Ágúst Þorvalds son og Þórarinn Þórarinsson. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: — Ragnhildur Helgadótt- ir, Kjartan J. Jóhannsson, Hanni bal Valdimarsson, Þórarinn Þór- arinsson og Óskar Jónsson. Menntamálanefnd: — Ragn- hildur Helgadóttir, Kjartan J. Jóhannsson, Steindór Steindórs- son, Páll Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson. Allsherjarnefnd: — Björn Ól- afsson, Jónas G. Rafnar, Stein- dór Steindórsson, Ólafur Jó- hannesson og Björn Pálsson. Sigurvegarinn hlaut 5.000 pund LONDON’ 23. júlí — Lokið er keppninni um það hver fljótastur væri í förum milli Marmarabog- ans í London og Sigurbogans í París. Charles Maughan úr brezka flughernum sigraði — og komst þessa 214 mílna vegalengd á 40 mín. 44 sek. Hann er orustu- flugmaður, enda notaðist hann við þotu yfir Ermasund og þyril- vængju til og frá flugvelli. Um 200 tóku þátt í keppninni hvora leið. sumir oftar en einu sinni Keppnin var haldin í tilefni þess, að 50 ár eru liðin síðan Frakkinn Bleriot flaug fyrstur manna yfir Ermasund. Lundúnablaðið Daily Mail galt honum þá 1.000 punda verðlaun, en sigurvegarinn í þess- ari keppni hlaut 5.000 punda verð laun frá blaðinu. — Bleriot flaug á 36 mín. 30 sek. milli Galais og Dover. Þrir rússneskir flugmenn voru í áhöfninni á þotu Nixons. — Hlutverk þeirra var að veita aðstoð, ef með þyrfti, þegar komið yrði inn yfir Rússland, sérstaklega með tilliti til viðskipta við flugumferðarstjórnina rússnesku. Þeir eru frá vinstri: Komarov, Kirillov og Gorhatov. Formósumenn vilja gefa Kínverjum mat Fastanefndir í deildum Alþingis STAKSTEIMAR Vonbrigði Hermanns Hermann Jónasson vonaJB fram á síðustu stund. að sér tæk- ist að endurreisa V-stjórnina og stöðva kjördæmamálið. Hana taldi sig eiga þau ítök hjá komm únistum, að þrátt fyrir allt mundi unnt að fá flokk þeirra til al bregðast í kjördæmamálinu. Tíminn segir í gær: ,.Kjördæmamálið verður af- greitt í þingdeildum en ekki í sam einuðu þingi“. Framsóknarmenn og komm- únistar hafa saman meirihluta i neðri deild. Ef sá meirihluti hefði komið að tilætluðum notum. taldi Hermann sig geta knúð Alþýðu- flokkinn til uppgjafar og leiðina til valda opna á ný. Allar þessar ráðagerðir fóru út um þúfiur, þegar tókst að ná ör- uggu samkomulagi milli Sjálf- stæðismanna, Alþýðuflokks og kommúnista um að hraða af- greiðslu stjórnarskrárbreytingar og kosningalaga á þessu þingL Þetta samkomulag lýsti sér í sam eiginlegu kjöri forseta og annarra trúnaðarmanna á Alþingi. Timinn veit ofurvel, að það samkomulag haggar ekki afstöðu þeirra. sem að því standa til núverandi stjórn ar. En það gerir að engu vonir Framsóknarmanna um endur- reisn V-stjórnarinnar nú. Þesa vegna segir Tíminn yfir þvera for síðuna í gær: ..Raunverulegt stjórnarsam- starf hafið undir forustu Bjarna Ben. og Einars". „Með alla sína galla og stefnur“ f sömu grein Tímans í gær segir: ..Vegna gamallar helgi er em bætti forseta sameinaðs þings eitt það allra virðingarmesta, sem hægt er að fela einum manni hér á landi. Mun mörgum finnast að veðrabrigðin á stjórnmálaheimili Einars Olgeirss. hafi bæði orðið snögg og algjör, fyrst hann fann engan annan hæfari í forsetaem- bættið en Bjarna Bénediktsson. Á undanförnum árum hefur flokkur Einars Olgeirssonar, mál- gagn hans og Einar sjálfur, virzt lifa og hrærast til þess eins að gera Bjarna Benediktsssyni allt til svívirðingar. Þjóðviljinn hefur þráfaldlega haft þess konar orð- bragð um Bjarna. að samkvæmt því, ætti hann að vera allra manna illræmdastur og mestur óþokki á íslandi. Bjarni hefur hins vegar notið góðs af ofstæki kommúnista og haft eftir þeim setningar um sig sjálfan. sér til framdráttar í pólitískri baráttu. En nú virðist hann hafa gleymt slíkum umsögnum kjörvina sinna á Alþingi. Ótaldar eru þær svívirðingar, sem kommúnistar hafa látið dynja á Bjarna út af varnarliðs málum. Þeir hafa talið hann mesta hernámssinna og fylgis- mann Nato á íslandi. Nú verður ekki annað séð en kommúnistar hafi tekið bæði varnarliðið og Atlantshafsbandal. í sátt. því auð vitað hlýtur Bjarni að setjast með alla sína galla og stefnur í forseta stól sameinaðs þings — varla lok ar hann þær úti“. Það er vissulega rétt hjá Tím- anum. að „Bjarni hlýtur að setj- ast með alla sína galla og stefnur í forsetastól sameinaðs þings“. Jafnvel Timanum kemur ekki til hugar að bera honum það á brýn, að hann hafi — eins og sum ir — lofað að gera eitthvað. — t.d. reka herinn — sem hann svikl jafnskjótt og hann er kominn i stólinn. Afstaða Sjálfstæðismanna til kommúnista er hin sama og áður. En þeir láta ekki ágreining um annað trufla sig í að tryggja 1 framgang kjördæmamálsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.