Morgunblaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 6
MORVUIVBLAÐIÐ FSstudagtir 24. jölí 1959 Carlo Schmid gerði kenningu Machia- vellis merkileg skil VESTUR-ÞÝZKI stjórnmála- maðurinn og fræðimaðurinn dr. Carlo Schmid prófessor, hélt fyrirlestur í hátíðasal Há skólans sl. þriðjudag um skilning rithöfundarins Nicolo Machiaveilis á manninum. Fer hér á eftir stuttur úidráttur úr fyrirlestrinum. >AÐ kann að þykja undarlegt, að þýzkur prófessor skuli halda fyr- irlestur á íslandi um viðhorf Machiavellis, þar sem ísland er vígi demokratískra erfðahug- mynda og rótgróins siðgæðis á öilum sviðum opinbers starfs, en Maohiavelli aftur á móti boðberi samvizkulausra kennmga, sam afneita öllu siðgæði í stjómmál- um. En hvernig svo sem því er varið, þá eru hugmyndir Evrópu- þjóða um, hvað pólitík er, unct'r verulegum áhrifum frá Machia- velli og hafa meira að segja haft áhrif þar sem kenningar Flórens- búans sjálfs hafa mætt mót- spyrnu. — Ég vil aðeins minnast á Friðrik mikla í Prússlandi, sem hefur farið eftir kenningum Machiavellis meir en nokkur annar og lét sig samt hafa það að „hrekja" skoðanir Machia- vellis í riti á æskuárum sínum. Alkunna er og að Shakespeare var undir áhrifum frá Machia- velli, og sýnir það, hve gífurleg áhrif hugmyndaheimur þessa manns hefur haft, og það á hugi menntuðustu manna. >að, sem mestu máli skiptir í hugsun Machiavellis, er, að hann greinir stjórnmál frá siðgæðis- legri guðfræði, hann spyr ekki lengur, hvað manni beri að gera tál þess að forða sálarheill smr.i frá voða, þót't hann fáist við stjórnmál, heldur hvað manni beri að gera til þess að komast að settu marki á útreiknanlegan hátt. I>áð eru ekki óskir okkar segir Machiavelli, ekki hugmynd ir okkar um það, sem ætti að vera, sem ráða gangi málanna, heldur staðreyndirnar og þær or- sakir, sem til þeirra liggja. Þess vegna á sá, sem ætlar að breyta pólitískt, eingöngu að spyrja sjálfan sig: Hvaða öfl eru hér að verki? H að ber mér að gera íil þess að hafa þau áhrif á þessi öfl, að þau stefni að því mark- miði, sem mér er hagstæðast? Heimur Machiavellis er að öllu leyti hér á jörðu. Sem stjórnmála maður hefur hann engan áhuga á eilífðinni. Hann segir ekki, að maðurinn verði að breyta illa, en hann segir, að maðurinn verði að vera fær um að breyta illa, ef hann geti ekki náð nauðsynlegu marki í pólitík á annan hátt. Þannig gegnir sagan engu til- gangshlutverki í augum Mach'.a- vellis. Hún á sér ekkert takmark, í henni skiptast sífellt á ris og föll. Engin æðri stjórn er á rás viðburðanna og engin framför. Þar sem við þykjumst sjá eitt- hvað þess háttar eygjum við ósk- ir okkar, en ekki söguna. Heim- urinn er ávallt hinn sami. Kraft- ar þeir, sem eru að verki í heím- inum, eru hinir sömu, þeir eru að eins að verki meðaí mísmunandi þjóða á hinum ýmsu tímum. Þannig eru það aflfræðileg lcg- mál, sem ráða gangi sögunnar. Stjórnmálamanninum má þannig hiklaust líkja við verkfræðing- inn, sem notfærir sér þekkingu sína á lögmálum náttúrunnar við smíði véla, sem hann síðan notar til að gera sér náttúruna undir- gefna. Machiavelli hefur orðið á undan Francis Bacon í því, sem hinn síðarnefndi orðaði: natura parendo vincitur. Því verður þó gkki neitað, að í þessari heims- mynd, sem byggir svo mjög á aflfræðinni, eru þó nokkrir há- spekilegir „blettir“. Tvær guð- legar verur stjórna rás viðburð- anna, virtú og fortúna: viljinn, sem stjómast og beinist að á- kveðnu marki af skynseminni (virtú), og og raunveruleiki staðreyndarinnar, sem getur jafn vel grandað hinum marksækn- C a r1o Schmid asta manni, áður en hann hefur náð settu marki. Manninum er aðeins fært að vefa úr þráðurn fortúnu, en ekki að slíta þá. Und- ir áhrifum þessara krafta gerist sagan. Efni hennar er eingöngu pólitísk hegðun mannsins, en hún er aftur ekki annað en viljinn til sjálfsákvörðunar og mátturinn til að sigra. Sérhver verknaður gerist á tveimur sviðum, á siðgæðissvið,- inu og á aflfræðilega sviðinu í rás viðburðanna, þar sem ekki er um að velja hugtökin „gott“ og „illt“, heldur „rétt“ og „rangt". Þetta tvíhliða ástand hefur í för með sér, að breytnin á pólitíska sviðinu lýtur öðrum lögmálum en breytnin á siðgæð;s sviðinu. Sá, sem ætlar að reynast mikill á þessu síðara sviði, verð- ur í breytni sinni að hlýða kal:i kærleikans, en það þýðir, að hún má aðeins verka á sigurinn y‘ir honum sjálfum, en ekki á árang- urinn. Sá, sem hins vegar ætlar sér að breyta rétt á pólitíska sviðinu, verður að miða gerðir sínar við þarfir tækninnar, sem eru skilyrði fyrir árangrinum, án þess að hann taki nokkurt tiilit til boðorða siðgæðisins. Pólitíkin, sem þannig ber að líta á sem til- gang eingöngu, leyfir alls ekki, að spurt sé um „gott“ eða „ilit“, heldur um „verkandi“ og „ekki v.erkandi", eða „rétt“ og „rangt". Enginn er skuldbundinn til að fara inn á svið stjórnmálanna, það er ef til vill betra að gera það ekki, ef mönnum er umhugað um sálarheill sína. Ef menn af*ur á móti fara inn á þetta svið, eru menn dæmdir til að fara jftir lögmálum þeim, sem þar gilda, að viðlagðri algerri misheppnan. Þessi mynd sögunnar kann að virðast ómannleg, en enginn mun geta neitað því, að hún hefur vissan mikilfengleik til að bera. Og það mun. hafa verið þessi eig- inleiki, sem hefur hrifið svo mjög menn eins og Shakespeare, Ric- helieu, Filippus II Spánarkonung, Napóleon og Lenin. Sjötugur; Gestur Guðmundsson í Reykjahlíð MER ER það í barnsminni þegar móðir mín sagði mér frá því, er þekkt og ástsæl ljósmóðir hér í Reykjavík hélt yngsta bróður hennar undir skírn. Sveinninn skyldi heita Kjartan, en „ljósan" var heyrnarsljó, og er prestur- inn spyr, hvað barnið eigi að heita, er svarið: Gestur. Og því nafni var barnið skirt. Afi minn á þá að hafa sagt: Þetta er ekki verra nafn, þótt það sé ekki sótt í Laxdælu. Og nú á Gestur Guðmundsson frá Bergsstöðum í Reykjavík, 70 ára afmæli í dag. Hann hefir með starfi sínu komið talsvert við sögu hér í okkar bæ. Löngum kallaði hann sig ökumann og það með réttu. Áður en bílaöldin rann upp annaðist hann hvers konar flutninga á vörum og efni. Hafði hann þá jafnan úrvals hesta, sem fór það mikið orð af, að jafnvel „danskir" töluðu um, að „Púlli“ og „Sóti“ gæfu ekki eftir klárunum í Kaupmanna- Svíar svara Rússum STOKKHÓLMI, 22. júlí. NTB-TT — Östen Undén, utanríkisráðherra Svía, afhenti í dag svar sænsku stjórnarinnar við yfirlýsingu Rússa í sambandi við þá ákvörðun Krúsjeffs að heimsækja ekki Norður- lönd í sumar, eins og ráð hafði verið fyrir gert. ekki komið í veg fyrir þá andúð, sem Rússum hefur verið sýnd í Svíþjóð, þá vill stjórnin benda þeim á að í Svíþjóð ríkir bæði prentfrelsi, málfrelsi og funda- frelsi, sem byggt er á sænskum erfivenjum og sænskum lögum. Kveðst stjórnin harma yfirlýs- ingu Rússa frá 19. júlí, þar sem sagt er að heimsókn Krúsjeffs hafi verið frestað, því að heim- sóknin hefði getað stuðlað að auknum skilningi milli Svía og Rússa og eflt samstarf landanna. Þá segir að ástæðurnar, sem Rúss ar færi fram fyrir frestuninni séu þær, að sænsk blöð, félagasamtök og einstakir stjórnmálamenn hafi barizt gegn heimsókninni og sýnt Krúsjeff óvirðingu. Sænska stjórnin vill benda á að Rússar gera alltof mikið úr þessari and- úð, ekki sízt þar sem þeir lýsa því yfir í sömu andrá að vinátta Rússa og Svía sé alkunn stað- reynd. Þegar Rússar áfellast sænsku stjórnina fyrir að hafa Danir svara ekki Frá Kaupmannahöfn berast þær fréttir að danska svarið við orðsendingu Rússa verði afhent á morgun í Moskvu danska sendi- herranum. Svarið er í stórum dráttum sama efnis og yfirlýsing H. C. Hansens á dögunum í sam- bandi við þá ákvörðun Krúsjeffs að heimsækja ekki Danmörku, að því að danskir blaðamenn segja, en svarið verður ekki birt opin- berlega fyrr en á morgun. skrifar úr. daqlega lifinu ] Miður hlýleg framkoma við viðskiptavin INGIMAR Jónsson, forstjóri Bólsturgerðarinnar hf. skýrði Velvakanda í gær frá alveg fá- heyrðum dónaskap, sem hann varð nýlega fyrir. Hann kvaðst oftast hafa dvalið einhverja daga á hverju sumri á sumarhótelinu í Bifröst, og líkað það vel. Nú í sumar hringdi hann þang- að uppeftir rétt eftir að hótelið var opnað, upp úr miðjum júní, og talaði við hinn nýja hóte.- stjóra. Bað hann um að fá þar gistingu fyrir fjóra í góðum her- bergjum frá því þriðjudaginn 14. júlí og fram á næsta sunnudag, og jafnframt um veiðileyfi í tvo til þrjá daga í ánni Þverá sem hótelið ráðstafar að einhverju eða öllu leyti. Það var sagt alveg sjálfsagt, tekin niður nöfn beggja mannanna, sem ætluðu að koma þangað með konur sínar, og skýrt t-Á því hvað veiðileyfið kostaði, hvernig komizt yrði bezt að ánni, rædd veiðin í henni o. s. frv. Ekki meira þó ég . sviki þig TVEIMUR dögum áður en ferða fólkið ætlaði svo að halda í Borgarfjörðinn, hringdi Ingimar þangað. Þá brá svo við, að hótel- stjórinn kannaðist ekkert við að hann hefði nokkurn tíma beð- ið þar um herbergi, hvað þá veiði leyfi. Eftir nokkurt þjark kvaðst hann þó finna í bókum sínum að hann hefði lofað herbergi í einn dag, en engu veiðileyfi. Og það væri óumbreytanlegt. Ingimar kvaðst ekki geta skoð- að þetta öðru vísi en sem bem svik við sig. ___ Það er ekki meira þó ég svíki þig, heldur en þegar þú sveikst hjón sem ég þekki um sð senda þeim innskotsborð, svarið sem hann fékk. Fannst Ingimar þetta furðuleg framkoma af hendi manns, sem hann hafði aldrei heyrt nefndan og ekki þekkir einu sinni í sjón. Hann sneri sér því til Hjartar Hjartar, sem mun hafa með B.f- röst að gera. Hjörtur virtist alveg forviða á þessari framkomu, rengdi frásögnina ekki, lofaði að hringja uppeftir, athuga málið og láta Ingimar síðan vita. Það hef- ur ekki gerzt enn. Ingimar er að vonum gramur yfir þessari framkomu við hann, einkum þar eð hjónin sem hann hafði boðið uppeftir höfðu af sér ferð til Austfjarða. Gæsirnar komu fram með dularfullum hætti SL. miðvikudag birtist hér dálkunum úídráttur úr bréfi frá konu nokkurri, sem sagði alið upp, en svo hurfu 20. júní ásamt ungum sínum úr hreiðurs- stað sínum suður á Seltjarnar- nesi. En endirinn á sögunni er svo flókinn að Velvakandi verð- ur að viðurkenna að hann skilur ekki vel hvað gerzt hefur, en leggur málið fyrir lesendur sína til lausnar. Kvöldið áður en frásögnin birt- ist í blaðinu fékk Velvakandi skilaboð frá umræddri konu, Ástríði Sigmundsdóttur, um að var gæsirnar væru komnar fram og hefði lögreglan sleppt þeim á Tjörnina. En blaðið var komið í prentun og ekki hægt að kippa bréfinu til baka. f gær barst svo bréf frá Sig- urði Runólfssyni, sem hefur það starf á hendi að gefa fuglunum. Hann segir, að skv. dagbók sinni hafi gæsirnar verið komnar í Hljómskálagarðinn að kvöldi 21. júní, og þá verið látnar inri í andagirðinguna, en fluttar út úr henni 19. júlí. Þariia er úm sömu gæsir að ræða, því kvenfuglinn bar merkið 85. Velvakanda skilst nú helzt, að gæsirnar hafi labbað sér með unga sína niður í Hljómskála- garð eftir að þeir skriðu úr eggj^ unum, og viljað koma þeim á vatn, en engum dottið í hug að leita þeirra þar. Eða getið þið fundið nokkra betri skýringu á höfn, sem flyttu Carlsberg milli kránna. En Gesti var þaö í blóð borið, að hann leit ’ hestana sem vini sína og félaga. En Gestur má vera okkur a8 öðru leyti eftirminnilegur. Hana er, að öðrum ólöstuðum, í röð fremstu jarðræktarmanna hér 1 Reykjavík. Þegar hann hófst handa á því sviði, voru ekki fyr- ir hendi traktorar, jarðýtur eða slik tæki — en Vatnsmýrin, NorS urmýrarblettirnir og síðar Foss- vogshlíðin fengu að finna fyrir handatiltektum hans. Kargaþýfi og mýrarflóum kom hann í rækt. Er hann fluttist frá Bergsstöðum reisti hann sér bú að Reykjahlíð. sem nú er löngu komii inn I byggð bæjarins. En áður var blóm legt að horfa yfir slétt og gró- in tún frá bústað hans niður á Hafnarfjarðarveginn. Gestur hafði löngum mikinn búrekstur hér í bænum. Nú er þetta af eðlilegum ástæðum mikl- um erfiðleikum bundið. Gestur hefir þó ekki gefizt upp. Mér er fortalið, að hann sé enn í röð fremstu fjáreigenda hér í Reykja vík og nágrenni — en nú þarf hann að hafa í seli — hefir fé sitt á jörðum nálægt bænum. Og maðurinn sjálfur? Hann er enn sjálfum sér líkur. Hár, grann ur, karlmannlegur, yfirvara- skeggið mikið og strítt. Þannig sá ég hann að Lágafelli fyrir nokkrum dögum, er hann var þar staddur við jarðarför. í tali er hann einnig sá sami: einþykk- ur og nokkuð óþjáll, þegar um hluti er að ræða, sem honum finnast skerða athafnarfrelsi sitt — en að öðru leyti hressilegur og oft gamansamur. Og í dag er Gestur sjötugur. Ég vil ljúka þessum fáu línum með því að árna honum, hans góðu konu og börnum allra heilla. — O.G. sögu tveggja gaesa, sem hún hafðimálinu? Heimsmeistaramót unglinga í skák HEIMSMEISTARAMÓT ungl- inga í skák hófst í Sviss þann 17. þ.m. og mun standa yfir til 8. ágúgt; fer keppnin fram í borg unum Múnchenstein og Basel, og senda 30 þjóðir einn þátttakanda til keppninnar hver. Meðal .þátttakenda, sem MbL er kunnugt um, eru Svend Ham- ann, Danmörku, A. Mostafa, Eg- yptalandi, C. Bielicki, Argentínu, R. F. J. Wostyn, Belgíu, J. Steí- anov, Búlgaríu, D. Grimshaw, Kanada C. Clemens, Vestur- Þýzkalandi, U. Kúttner, Austur- Þýzkalandi. D. E. Rumens, Eng- landi, F. Kuijpers, Hollandi, R. Primavera, Ítalíu, B. Parma, Júgóslavíu, C. Maalouf, Líbanon, R. Biever, Luxemburg, J. J. A. Munoz, Mexico, J. R. Philips, Nýja-Sjálandi, R. Hoen, NoregL W. Weinwurn, Austurríki, H. Naseer, Pakistan, H. Halén, Sví- þjóð, W. Erny, Sviss, J. A. Mast- ro, Spáni, V. Hort, Tékkóslóva- kíu og A. Tomson, Sovétríkjun- um, en auk þeirra taka þátt i mótinu unglingar frá FinnlandL Frakklandi, írlandi, ísrael, Filips- eyjum og Póllandi. Túnasláttur kom- inn vel á veg í N-ls. ÞÚFUM, ?1. júlí. — Síðustu viku var enginn þerrir, svo hey hefir safnazt fyrir. Á sunnudag og mánudag var góður þurrkur. Náð ist þá nokkuð inn og sumt komið vel á veg með þurrk. Gras er orðið ágætt, enda gróðrartíð á- kjósanleg, heitt og votviðri. Þeir sem hafa súgþurrkun hafa hirt nær allt. Túnasláttur kominn vel á veg víðast hvar, en sumsstað- i ar var byrjað seint eða nýlega. — PP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.