Morgunblaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1959, Blaðsíða 8
8 MORCTlNnT. 4ÐIÐ Föstudagur 24. júlí 1959 ALLT írá landnámsöld hafa byggðir ísafjarðardjúps komið mikið við sögu. Beggja vegna Djúpsins bjuggu löngum stórlát- ir og umsvifamiklir höfðingjar, sem jafnan seldu hlut sinn dýrt þótt við ríka væri að deila. Stórir menn gera staðina fræga og nafn- kunna, óðul þeirra taka í arf rausn og höfðingsskap, sem stend ur oft föstum fótum þótt kyn- slóðir komi og hverfi. Enn í dag halda ýms þessi fornu höfuðból við ísafjarðardjúp reisn sinni og tignarsvip þótt ásýnd þeirra hafi nokkuð breytzt með nýjum starfsháttum og bættum húsa- kosti. — Eitt fegursta og glæst- asta óðalið sem auganu mætir ef farið er um ísafjarðardjúp, er stórbýlið Vigur, sem rís skrúð- græn úr bláum bárum, utarlega í álnum, þegar komið er inn fyr- ir Arnarnes. Hér sitja hin þekktu rausnar og myndarhjón, Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri og odd- viti, sem í dag er sjötugur að aldri og kona hans, Björg Björns- dóttir, sem einnig fullnaði sjö- unda tuginn hinn 7. þ. m. Að þessum þjóðkunnu hjónum standa traustir og merkir ættar- stofnar. Foreldrar Bjarna voru hjónin séra Sigurður Stefánsson í Vigur, hinn kunni gáfu- og mælskumaður, frá Heiði í Göngu skörðum og Þórunn Bjarnadóttir dbrm. frá Kjaransstöðum á Akra- nesi. Foreldrar Bjargar voru Björn Jónsson, hreppstjóri og dbrm. á Veðramóti í Skagafirði og kona hans Þorbjörg Stefóns- dóttir frá Heiði, alsystir séra Sigurðar í Vigur. Eru því Vigur- hjónin Bjarni og Björg systkina- börn að skyldleika. Þau hjónin giftust órið 1914 og tóku við bús- forráðum í Vigur, úr höndum prestshjónanna árið 1919. Um bú- skap og búsýslu þeirra Vigur- hjóna mætti rita langt mál og fróðlegt, þótt eigi verði það gert með þessum línum. Hitt má full- yrða að mikil birta og heimilis- hamingja hefir ávallt hvílt yfir sambúð þeirra og samstarfi öilu. Búrekstur þeirra stóð ávallt með sérstæðum blóma og rausn, heim- ilið var mannmargt og athafna- samt, enda verkefnin mörg og margþætt við „lands og sjávar arð“. Hin fagra gjöfula eyja var ræktuð og grædd og hörðum mó- um breytt í véltækt tún, mat- jurtagarðar voru stækkaðir, æð- arvarpið aukið fyrir sérststæða alúð og aðhlynningu og sjávar- gagn nytjað þegar hentast var og tími vannst til. Heimilið allt og heimilishættir báru augljóst vitni um þá reglusemi, árvekni, ráð- deild og smekkvísi, sem báðum hjónum var í blóð borin. — Flest- um munu minnisstæðar móttök- urnar í Vigur. Heimilið breiddi opinn faðm móti þeim er að garði bar, þar lá í lofti hlýja, glað- værð og sá hressandi blær sem einkenndi Vigurhjónin og fjöl- skyldu þeirra. Ósjaldan var ferðamannahópum kippt í land úr Djúpbátnum, er hann fór þar um, svo að þeir fengju notið hressingar og hvíldar áður en lagt var í langa ferð. Mun flestum er þess nutu minnisstæð alúðin og beinleik- ,Stíilkan á loftinu4 á Húsavík HÚSAVÍK, 22. júlí. — Leikflokk- ur Róberts Arnfinnssonar sýndi gamanleikinn „Stúlkan á loftinu" I samkomuhúsinu á Húsavik í gærkvöldi. Var húsfyllir og fékk leikurinn mjög góðar undirtekt- ir. Þetta var 19 sýning á „Stúlkan á loftinu" og hefur flokknum allsstaðar verið vel tekið. Leik- flokkur þessi hefur með sér full- komin leiktjöld, sem selja mik- inn svip á sýningar hans. — Fréttaritari. arnir og hin snöggu viðbrögð hús- bænda að hafa veitingar til reiðu áður en stíga þurfti aftur á skip. Eins og að líkum lætur voru Bjarna í Vigur snemma falin margvísleg trúnaðar- og óbyrgð- arstörf fyrir hérað sitt og hrepps- félag. Það mun láta nærri, að nú á þessu merkisafmæli hans, hafi hann haft með höndum hreppstjórn, oddvita- og sýslu- nefndarstörf í Ögurhreppi um 40 SJÖTTA MAÍ s.l. voru liðin hundrað ár frá andláti hins heimskunna vísindamanns Alex- ander von Humbolt. í tilefni þess, var haldin sér- stök minningarathöfn í Berlín, dagana'18. og 19. maí 1959. Auk fulltrúa allflestra vísinda- samtaka Þýzkalands, innanríkis- ráðherra landsins, aðalborgar- stjóra Berlínar, Villy Brandt og sendiherra fjölmargra erlendra ríkja, tóku þótt 1 athöfn þessari yfir tvö hundruð Humbolt styrk- þegar af fimmtíu þjóðernum und- ir forystu Nobelsverðlaunahafans Verner von Heisenberg. Alexander von Humbolt var á sínum tíma einn þekktasci per- sónuleiki Evrópu. Hann var alda- vinur Goethe allt frá því, að þeir sóttu sameiginlega fyrirlestra í líffærafræði við Háskólann í Jena. Lætur Goethe svo um mælt í bréfi til Eckermann að A. v. Humbolt eigi ekki sinn líka hvað viðvíkji lifandi vizku og þekk- ingu. Theodor Heuss minntist Humbolts í nýársboðskap sínum 1959 sem hinns óforlega en viður- kennda sendiherra hins sanna vís indaanda. Alexander von Humbolt var fæddur Berlínarbúi, 14. desem- ber 1769. Átján ára hóf hann nám í náttúruvísindum og fornleifa- fræði við háskólana í Jena, Frankfurt, Oder. Göttingen og Freiburg. Berlín var { þann tíð ekki háskólabær. Að loknu há- skólanámi gekk Humbolt í þjón- ustu námaVinnzlunnar þýzku, en brátt varð honum það svið of þröngt og leið hans lá til Parísar. París var þá þekktasta mið- stöð náttúruvísinda. Þar kynnt- ist hann sínum franska vini grasa fræðingnum og lækninum Aimé Bonpland. Það varð upphaf af fimm ára ferðalagi til Ameríku (1799—1804), ferðar sem átti eft- ir að færa Humbolt heimsfrægð í skaut. Lagt var af stað frá La Coruna á Spáni, yfir Teneriffa til Cum- aná og Carácas í Venesuela. í Fjalllendinu umhverfis Carácas gerði Humbolt þýðingarmiklar landfræðilegar mælingar. Þaðan héldu félagarnir til Orinoco, til þess svæðis er það fellur i Rio ára skeið. Eins og vökumaður á varðbergi hefir hann gætt mál- efna sveitar sinnar og héraðs, enda jafnan til kvaddur að fylgja þeim málum úr garði, er fram skyldu ganga og vandi var að leysa. Hin síðustu ár hefir hon- um meðal annars verið falin framkvæmdastjórn í hinu nýja Ræktunarsambandi Djúpmanna. Enn í dag er Bjarni í Vigur hinn hugreifi starfsglaði athafna- Negro. Þar fann Humbolt fyrst- ur manna hið eðlilega samband (Punto Naturale) milli fljótanna Orinoco og Amasonas. Þessu næst lá leið Humbolts til Cuba, yfir Columbien, eftir fljótinu Magda- lena til Honda og loks til Bogotá. Dvöl Humbolt í Columbien varð upphaf ævarandi vinskapar milli hans og hins þekkta grasafræð- ings Mutis. Sameiginlega fóru þeir í fjölmarga vísindaleiðangra. Auk þess er hér segir ferðaðist Humbolt til Quito í Equador og gekk hann meðal annars á fjallið Chimborasso sem er 5700 m hátt. 1802 gerði Humbolt fyrstur lærðra manna víðtækar rannsókn ir á hafstraumum við Peru. Haf- straumur þessi nefnist síðan jöfnum höndum Peru- eða Hum- bolt-straumur. Næsta ár dvöldu vísindamenn- irnir í Acapulco í Mexiko. Frá Mexiko fór Humbolt til Norður- Ameríku í boði Bandaríkjafor- seta, Thomas Jefferson, m. a. til að ræða fyrirhugaða byggingu Panamaskurðarins, og viðskipta- lega þýðingu hennar. Að loknu fimm ára þrotlausu vísindaferðalagi, lá leið Humbolt aftur til Parísar. Það tók Humbolt 20 ár að vinna úr öllu því eíni er hann hafði viðað að sér í þessari ferð, og árangurinn: 30 bækur í stóru broti, einstætt vísindaafrek, sem kemur inn á flest svið menningar og náttúruvísinda svo sem landa- fræði, jarðeðlisfræði, stjörnu- fræði, hagfra^ði, mannfræði, haf- fræði, dýrafræði, grasafræði, fornleifafræði o. s. frv. Eftir 15 ára fjarveru frá heim- kynnum sínum flutti Humbolt aftur til Berlínar, sumpart vegna fjárhagsörðugleika, því að í ferð- ina, sem hann að öllu leiti hafðí kostað fór meiri hluti eignanna, og afganginn notaði hann til að gefa út hið mikla rit KOSMOS, þekktasta rit Humbolts. Humbolt varð aldrei háskóla- kennari en sem meðlimur vísinda akademíunnar, flutti hann nú fyrirlestra á vegur hins nýstofn- aða háskóla í Berlín, fyrir stöð- ugt vaxandi áheyrendafjölda yfir eðlisfræðilega jarðlýsingu. En Humbolt var ekki seztur í maður. Hann er ávallt hlaðinn einhverjum innra krafti og áhuga sem gerir hann vígreifan að berjast fyrir þeim málum er hann telur til heilla horfa. Hann hefir einnig ávallt tamið sér að taka hvert málefni, er leysa þarf, fastatökum og skygna þau niður í kjölinn. Þess vegna hafa störf hans ávallt reynzt raunhæf og farsæl. Og þótt starfsþöl hans sé naumast hið sama og áður er á- huginn jafn lifandi, hugsunin jafn ljós — og dómgreindin jafn skýr við viðfangsefni líðandi stundar. Og ef hitamál dagsins bpr á góma þá leiftra augu hans og mál hans verður heitt og kjarnmikið. — Allir er til þekkja vita, að Bjarni í Vigur hefir ávallt staðið í röð hinna athafna- sömustu bænda um framkvæmd- ir og stórhug í jarðræktarmálum. Hann þekkir og skilur til hlitar hve gróðurmoldin á Vestfjörðum er auðug og kostarík. Þar vaxa lífgrös í hverri rein, sé að þeim hlúð. Þar er uppskorið eftir því sem til er sáð. — En óvíst er hvort formaðurinn og sjósóknar- inn Bjarni í Vigur stendur bónd- anum nokkuð að baki. Minnsta kosti hefir hann sótt margan hollan og mikilsverðan feng í skaut Ægis, og ávallt stýrt knerri sínum heilum til hafnar, þótt aldan hafi bólgnað og blás- ið hafi úr Skörðum. Og Bjarni í Vigur siglir ávallt með björtu og hreinu trafi. Það er hans fáni. Hann er í öllum lífsháttum sín- um, orðum jafnt sem athöfnum, heill maður hreinhuga og heil- steyptur. Hann fer aldrei í graf- götur með hug sinn og skoðanir, hann kann ekki þau hálfyrði, þekkir ekki þann feluleik, sem jafnan vill eiga útgöngudyr 1 margar áttir. Skapgerð hans er helgan stein. í boði Rússakeisára hélt hann af stað í mikinn rann- sóknarleiðangur til Asíu, yfir Uralfjöll allt að latndamærum Kína og til baka um Kaspíhaf. Ferð þessi varð undanfari mikilla áætlana um uppbyggingu á al- heimskerfi til rannsókna á segul- magni jarðar og veðurfari. Hug- mynd sem mikið var rædd á jarð eðlisfræðiárinu 1958. KOSMOS, þekktasta rit Hum- bolt, í fjórum stórum bindum, hefir að geyma vísindalegar nið- urstöður varðandi byggingu nátt- úrunnar, og hefst á fyrirlestri sem fjallar um fjölbreyttni nátt- úrunnar og vísindalega grundvöll un heimslögmálanna. í þesu riti leitast Humbolt við, með sinni al- fast mótuð og tryggð hans traust og fjallgróin. Þess vegna er bóndinn í Vigur einnig jafnvin- sæll og virtur og raun ber vitni um. Þeim Vigurhjónum, Bjarna og Björgu, varð 6 barna auðið, þriggja sona og jafnmargra dætra. Tveir synir þeirra, Bald- ur og Björn, hafa fyrir nokkru tekið við búsforráðum í Vigur og halda þeir í hvívetna með rausn og myndarbrag á lofti því merki sem foreldrar þeirra höfðu reist. Sigurður, alþingismaður Norð- ur-ísfirðinga, er ritstjóri við Morgunblaðið, Þorbjörg er skóla- stjóri við húsmæðraskólann á Isafirði, Þórunn er kennari við Gagnfræðaskólann á Akranesi og Sigurlaug er gift frú í Reykjavík. Vigurhjónin hafa notið mikill- ar hamingju á samleið sinni í ástríku hjónabandi, í hinu fagra og gróðursæla eyríki sínu, þar sem æðarfuglinn verpur við gluggann og góðfiskurinn gengur í álinn, — og þar sem allt vitnar um það hve hin íslenzka nátt- úra getur verið örlát, unaðsrik og fögur. En samt munu þau telja það hamingju sína mesta að hafa umhverfis sig hin mannvænlegu, menntuðu börn sín, og fá að njóta ástúðar þeirra, virðingar og ræktarsemi. Á þessum hátíðadegi þeirra Vigurhjóna munu fjölmargir vinir sækja þau heim til að hylla þau, samfagna þeim, þakka þeim og færa þeim heilla- óskir, þó vér hinir séum áreið- anlega fleiri, sem úr fjarlægð sendum þeim hugheilar árnaðar- óskir, þökkum þeim ógleyman- lega kynningu og biðjum þeim og ástvinum þeirra allrar bless- unar um ókomin ár. hliða þekkingu, skipulagsgáfu og heimspekilegu skarpskyggni að stilla saman anda hins klassíska idealisma og hinna ungu og vax- andi raunvísinda. Sjötta maí 1859 endar líf þessa spaka manns, fyrirmynd allra sem vísindum þjóna og leiðarljós á vegi þeirra sem sannleikans leita. Ekki er ósenniíegt að líf Alex- anders von Humbolt sé vaki þeirra ummæla Goethe að æðsta hamingja hvers hugsandi manns sé að hafa rannsakað hið rann- sakanlega og virt hið órannsakan lega. Berlín, 20. maí 1959. Frosti Sigurjónsson. Þorsteinn Jóhannesson. Alexander von Humbolt Alexander von Humbolt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.