Morgunblaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 8
8
MORCTJKBT/AÐÍÐ
Þriðjudagur 28. júlí 1959
Daníel Þorsteinsson skipasm.
-x-x-x-x-x-vw:-:-.
UM og eftir síðustu aldamót
koma fram á sjónarsvðiið ýmsir
dugnaðar- og athorkumenn. sem
ólust upp við fátækt og harð-
ræði, nutu aðeins almennrar
barnafræðslu og gáfust engin
tækifæri til að afla sér frekari
menntunar. Þeir urðu að treysta
á mátt og megin og mest sinn
eigin.
Með ótrúlegum dugnaði, vilja-
festu og hagsýni tókst þeim að
brjótast áfram til efnalegs sjálf-
stæðis og mannvirðinga til ómet-
anlegs gagns og framþróunar fyr-
ir það bæjarfélag, sem þeir helg-
uðu starfskrafta sína. Með því
lögðu þeir fram sinn skerf til
uppbyggingar og vaxtar höfuð-
borgarinnar og voru, á margan
hátt. brautryðjendur hver á sínu
sviði. Þessir athafnamenn eru nú
sem óðast að hverfa af sjónar-
sviðinu eftir farsæl og dyggi-
lega unnin æfistörf. sem fela í
sér þeirra eigin manndómsgildi.
ósérplægni og drenglyndi. Slíkir
menn eru kjarni hverrar þjóðar.
Þeim farnast ætíð vel og ávaxta-
rík störf og framkvæmdir. sem
eftir þá liggja, eru óbrotgjarn
minnisvarði um dugnað þeirra
og atorku. Þjóðfélagið stendur í
þakkarskuld við þessa menn, sem
hafa sett eftirkomendum sínum
svo traust og glæsileg fordæmi.
Einn í hópi þessara manna var
Daníel heitinn Þorsteinsson,
Níels Jónsson
Fæddur 28. júlí 1939.
Dáinn 3. desember 1958.
HINZTA KVEÐJA FRÁ
SYSTKINUM OG FÖÐUR
Þér halla rótt að hinzta beði
minn hjartans bróðir, sof í ró.
Þú breiddir um þig ást og gleð:
Æskan og gæfan við þér hló.
Þú varst sem blóm á björtu voi
blíðgeislar glóðu í hverju spori.
Þú varst svo indæll yngsti bróðir
óskanna barn á harmaslóð.
Þig kvaddi ungan elskuð móðir
um þig hún söng sitt hinzta ljóð.
Hún fól sig Guði í fööurarma
fögur og blíð með tár um hvarma.
í kærum bæ við bláskyggð sundin
blikaði sól um hæð og mó.
Hve mörg var okkar unaðs-
stundin
ómandi báran gigju sk.
Hún söng um framlíð fagra og
bjarta
fegurð og sælu ungu hjarta.
Við krjúpum hljóð að hvílu þinni
Kveðjum þig bljúg, með tár um
brá.
Þú varst svo hreinn í hjarta og
sinni
himnesk þín von og björt þín þrá.
Þér bendir mamma blíðri höndu
býður þér stað á ljóssins ströndu.
Við æskuleik og óskadrauma
yndisleg glitrar minning þín.
Við bláan fjörð og bjarta strauma
blíðast þín vonastjarna skín.
Við jólasöng með rauðum rósum
rökkrið er signt af norðurljósum.
Minninq
skipasmíðameistari, sem andaðist
20. þ.m. og borinn verður til graf-
ar í dag. Hann var fæddur 4. dag
júnímánaðar 1874 í Suður-
Hvammi í Mýrdal og var orðinn
rúmlega 85 ára er hann andaðist.
Foreldrar voru þau Þorsteinn Ein
arsson og Guðfinna Guðbrands-
dóttir. Daníel heitinn ólst upp
hjá þeim Jóni Þorsteinssyni. óð-
alsbónda. og konu hans Ingi-
björgu Magnúsdóttir. að Eystn
Sólheimum í Mýrdal. Þegar fóst-
urforeldrar hans hættu búskap,
fluttist hann með fósturbróðir
sínum Þorsteini Jónssyni að
Drangshlíð undir Eyjafjöllum.
þá 14 ára gamall. Þar dvaldi hann
sem vinnumaður í 7 ár. Árið 1895
flutti hann að Lágafelll í Mos-
fellssveit til hjónanna séra Ólafs
Stephensen og Steinunnar Eiríks
dóttir. Vann hann hjá þeim í 2
ár en fluttist þaðan til Reykja-
víkur árið 1897 og hóf nám í tré-
smíði hjá Sigurði Árnasyni tré-
smíðameistara. Lauk Daníel námi
árið 1901 og stundaði tré- og
skipasmíði upp frá því.
í vöggugjöf höfðu honum hlotn
azt góðar og farsælar gáfur. Og
þótt hann nyti ekki annarar
fræðslu en almennrar barna-
fræðslu, sem svo var kallað, þá
aflaði hann sér talsverðrar sjálfs
menntunar, sem ásamt viljafestu,
dugnaði og reglusemi mótaði
manndóm hans. Ávann hann sér
fljótt traust þeirra. er hann vann
fyrir og átti viðskipti við og al-
mennings orð fyrir vandvirkni og
ábyggilegheit.
Árið 1916 er hann ráðinn fram-
kvæmdastjóri fyrir Slippfélagið
í Reykjavík og starfaði þár til
ársins 1932. er hann stofnsetti sitt
eigið fyrirtæki: Daníel Þorsteins-
son & Co. Skipasmíðastöð, ásamt
Þorsteini syni sínum. sem þá er
orðinn skipasmíðameistari. Síðar
breyttu þeir fyrirtækinu i hluta-
félag ásamt Stefáni Richfer
skipasmíðameistara, tengdasyni
Daníels. Hefur skipasmíðastöðin
vaxið svo, að hún er nú orðin
með þeim stærstu hér í bæ og
nýtur almenns orðs fyrir traust
og vönduð viðskipti.
Daníel heitinn var að eðlisfari
frekar dulinn og fáskiptinn en
flysjungur enginn. Má vera að
uppvaxtar ár hans hafi ráðið
þar nokkru um. Hann bjó yfir
traustri skapgerð og einbeittum
vilja, var skapmikill en stilltur
vel. Hugsjónir og kenningar Odd-
fellówreglunnar samrýmdust vel
skapgerð hans. Var hann búinn
að vera Oddfellowi í 36 ár er
hann andaðist. Gegndi mörgum
trúnaðarstörfum í stúku sinni og
var heiðursfélagi hennar.
Hinn 5. okóber 1901 giftist hann
efirlifandi eiginkonu sinni. Guð-
rúnu Egilsdóttir- hinni ágætustu
konu, sem búin var beztu kost-
um góðrar konu. Bjó hún manni
sínum myndarlegt og friðsælt
heimili. Var hjúskapur þeirra í
næstum 58 ár frámunalega far-
sæll og hamingjusamur. Þau
eignuðust 6 börn. en eitt þeirra
andaðist skömmu eftir fæðingu.
Þau fimm sem á lífi eru bera
með sér mannkosti fcreldranna,
þau eru: Þorsteinn skipasmíða-
meistari giftur Láru Guðmunds-
dóttir, Egill fulltrúi hjá Sjóvá-
tryggingarfélaginu, giftur Guð-
rúnu Eiríksdóttur, Ingibjörg gift
Stefáni Ricther skipasmíðameist-
ara. María gift Lárusi Ásbjörns-
syni símafræðingi og Þórdís gift
Sigurði Skúlasyni magister.
Með Daníel Þorsteinssyni er
fallinn í valinn heilsteyptur
sæmdarmaður, sem var vandur
að virðingu sinni og mátti 1 engu
vamm sitt vita.
Slíkra manna er gott að minn-
ast.
Friðsæl veri minning hans.
Friður sé með sálu hans.
M. J. Br.
Ferðir um verzl-
unarmanuahe! gina
D
FERÐASKRIFSTOFA Ríkisins
hefur eins og undanfarin ár skipu
lagt fjölda ferða um verzlunar-
mannahelgina, mismunandi að
lengd. Sumar ferðirnar eru eins
dags ferðir, margar tveggja og
hálfs dags ferðir og ein fimm
daga ferð. Ferðirnar skiptast á
eftirfarandi hátt:
Föstudagur. Eins dags ferð að
Gullfossi og Geysi.
Laugardagur. 2 Vz dags ferð um
Snæfellsnes. 2 'h dags ferð um
Vestur-Skaftafellssýslu, 2V2 dags
ferð í Þórsmörk. 2Vz dags ferð í
Landmannalaugar. 5 daga ferð:
Kaldidalur, Surtshellir, Borgar-
fjörður, Húnavatnssýsla, Auð-
kúluheiði, Hveravellir, Kerlingar
fjöll.
Sunnudagur. Eins dags ferð að
Gullfossi og Geysi.
Mánudagur. Eins dags ferð um
Borgarfjörð, og eins dags ferð ura
sögustaði Njálu.
-<j» Rev. G. B. Gudmundsson
Krisfsmynd Thorvaldsens á
presfsheimili í Japan
UNDANFARIÐ hefur dval-
izt hér á landi Guðmundur
Bjarnason, prestur í Las
Vegas í Nevadafylki í Banda-
ríkjunum. Guðmundur er
fæddur hér á landi, en flutt-
ist vestur til Kanada 13 ára
gamall fyrir 48 árum. For-
eldrar Guðmundar voru
Bjarni Guðmundsson, tré-
smiður, Stardal, Stokkseyri
og kona hans Ingibjörg Jóns-
dóttur frá Gaulverjabæ. Tíð-
indamaður blaðsins hitti séra
Guðmund að máli á dögunum
og innti hann eftir ýmsu úr
ævi hans og starfi.
— Þú vildir kannske byrja á
því að segja mér eitthvað frá
æskuárunum hér á íslandi
— Ég er fæddur hér í Reykja-
vík. en ólst upp á Stokkseyri hjá
afa mínum. Þar beitti ég öngla
hjá Sæmundi Benediktssyni í íra-
gerði. Ég var í sveit hjá Þorfinni
Jónssyni á Tryggvaskála. Langafi
minn var prestur í Gaulverjabæ
og mikið af mínu fólki er þar.
Ég var þar viðstaddur þegar
kirkjan þar var vígð fyrir fimm-
tíu árum og nú er ég aftur við-
staddur þegar haldið er upp á
fimmtíu ára afmæli hennar. Þeg-
ar ég lagði af stað til Kanada fór
ég gangandi frá Stokkseyri til
Reykjavíkur.
— Það var lengur verið að fara
milli heimsálfanna þá en nú og
ferðin til Kanada frá Reykjavík
tók 28 daga. Ég hélt til Foam-
lake í Saskathewan en foreldrar
mínir voru komnir þangað á und-
an mér. Þarna áttum við svo
heimá næstu árin og ég var í
Kanada til 1922 að ég hélt til
Babdaríkjanna til náms. Lauk ég
guðfræðiprófi við prestaskólann
í Chicago og var vígður til prests
1932.
— Hvaða kirkjudeild er það.
j sem þú starfaðir við?
— Hún kallast congregational-
kirkjan og það er hin gamla
ameríska kirkja, sem fyrst kom
til Ameríku 1620. Þá komu stofn-
endur kirkjudeildarinnar, „pila-
grim fathers" til Plymouth.
Massachusetts. Þeir komu upp-
haflega frá Englandi, en höfðu
fyrst farið til Hollands og þaðan
til Ameríku. Þeir stofnuðu hina
frægu háskóla Harward og Yale.
— í hverju er þessi kirkjudeild
frábrugðin venjulegri lúterskri
kirkju?
— Það er mjög lítill munur þar
Rætt v/ð séra
Gudmund Bjarna-
son, prest i Las
Vegas
á og ég hef aldrei breytt minni
barnatrú. Við erum frjálslyndir
í trúarefnum og viðurkennum
eðlilegan skoðanamun kristinna
manna. Hvað hið ytra snertir þá
erum við því hlynntir að hafa
kirkjur fagrar því það er hverj-
um manni eðlilegt að þrá fegurð-
ina. Þessvegna leggjum við á-
herzlu á að dýrka Guð í fögrum
helgidómi.
— Þú hefur þjónað víðar en í
Las Vegas. er ekki svo?
— Ég var herprestur í síðasta
stríði. fyrst í Bandaríkjunum. en
síðar á Fillippseyjum og £ Japan.
Meðan stríðið stóð var ég marga
mánuði sjúkrahúsprestur í Man-
ila á Fillippseyjum, en þaðan fór
ég til Japan og dvaldist átta mán-
uði í Kyoto, hinni gömlu höfuð-
borg Japans. Mér líkaði vel að
vera í Japan og ég hef alltaf verið
þakklátur hernum fyrir að senda
mig þangað. Þar gafst mér skiln-
ingur á austurlenzkum hugsunar-
hætti og tóm til að kanna Shintó-
isma og Búddhisma, sem eru
tvenn helztu trúarbrögð Japana.
— Spor íslendinga liggja víða
um heiminn og ég hef hvergi haft
betri tækifæri til að sannreyna
það en einmitt í Japan. Þar kynnt
ist ég starfi íslenzka trúboðans
Octavíusar Þorlákssonar, sem
þangað hafði verið sendur og ég
talaði við fólk. sem hafði verið í
söfnuði hans. Annað merkilegt
atvik kom einnig fyrir mig, sem
ég skal segja þér frá og sem
einnig sýnir á skemmtilegan hátc
hve lítill heimurinn er.
— Ungur japanskur prestur
hafði heyrt að é'g væri í Kyoto
og langaði til að sjá mig. Það var
nokkuð erfitt og hafði hann beðið
lengi dags er fundum okkar bar
saman. Fór ég svo heim til hans
um kvöldið. Ameríkumenn eru
alltaf að flýta sér eins og þú
veizt og fljótlega fór ég að búast
til brottferðar. Þá segir hann við
mig, að við höfum ekki haft bæn
arstund saman. Ákváðum við að
biðja saman áður en ég færi og
hann kallaði á konu sína til að
taka þátt í athöfninni með okk-
ur.
— Á flestum heimilum í Japan
er tjald fyrir hluta af aðalher-
bergi hússins og bak við tjaldið
er líkneski af Búddha hjá búddha
trúarmönnum. Þarna hjá prestin-
um var hluti herbergisins tjald-
aður af og krupum við framan
við tjaldið til að biðja. en þegar
við vorum komin á hnén voru
höfuð okkar fyrir innan tjaldið.
Ég hef sjaldan á ævi minni orð-
ið jafnundrandi og er ég leit upp
fyrir innan tjaldið því þar blasti
við Kristsmynd Thorvaldsens og
sagði presturinn mér á eftir. að
þetta væri sín fallegasta mynd af
Kristi.
— Þú vilt kannske segja mér
eitthvað frá starfi þínu í Las
Vegas?
— Ég hef verið prestur þar í
þrjú og hálft ár. Kirkjan mín er
nokkurskonar fríkirkja og fær
engan styrk frá neinum opinber-
um sjóði, en kirkjulífið er blóm-
legt. Kvennasamtök starfa innan
kirkjunnar og einnig er þar rek-
in fjölmenn æskulýðsstarfsemi,
þá eru sunnudagaskólarnir okk-
ar ágætlega sóttir. Auk þessa heí
ég námskeið i kristnum fræðum
fyrir fullorðið fólk og er jafnan
mikill þátttaka í þeim námskeið-
um. í fyrra fékk ég íslenzkan
prest í heimsókn, séra Friðrik
A. Friðriksson á Húsavík, en við
höfðum áður kynnst í Chicago.
Messaði séra Friðrik í kirkju
minni og ég var mjög stoltur af
því að geta kynnt þennan landa
minn fyrir söfnuðinum, sem
flutti þvf messu á þeirra eigin
máli.
— Það er mikið um giftingar
í Las Vegas, er ekki svo?
— Jú. það er hverju orði sann-
ara og staðurinn er einnig spila-
víti Bandaríkjanna. Annars eru
það sérstakir prestar. sem eink-
um leggja stund á giftingarnar
og þeir eru ekki í neinum félags-
skap við okkur hina. sem berj-
umst á móti þessum skyndigift-
ingum og lítum prestana, sem
þær stunda, hornauga. Sumir
prestar, sem hefur verið vikið
úr söfnuðum, hafa stofnað nýja
söfnuði til málamynda. en hafa
svo giftingarnar að aðalatvinnu.
Þetta er erfitt mál við að eiga,
en við ertim að reyna að finna
ráð til að stemma stigu við þess-
um skyndigiftingum.
— Nokkuð fleira. sem þú vild-
ir segja mér úr starfi þínu
— Ég get bætt því við. að ég
er prestur bæjarstjórnarinnar í
Las Vegas og var með kveðju
frá borgarstjóranum þar til borg-
arstjórans hérna sem ég hef
reyndar ekki náð tali af enn.
Bæjarstjórnarfundirnir í Las
Vegas hefjast alltaf með bæn.
— Það er til fyrirmyndar.
J. H. A.