Morgunblaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 18
18
MORCTJNBLAÐÍÐ
Þriðjudagur 28. júlí 1959
Eyjólfur synfi frá Kjalarnesi
til Reykjavíkur á hálfri 5 klst.
/ næsta mánuði leggur hann i Ermasund
EYJÓLFUR JÓNSSON, sundkappi, hefur enn þreytt langsund.
I blíðskaparveðri síðdegis á sunnudag synti hann úr Kjalarnes-
tanga að Loftsbryggju í Reykjavíkurhöfn. Vegalengdin er lið-
lega 10 km. og sundið þreytti Eyjólfur á 4 klst. 26 mínútum.
, ★ Lengsta sundið
Þetta er fjórða lengsta sund
Eyjólfs. Akranesssundið var
lengst, 22 km, Hafnarfjarðarsund
ið 14 km. og Vestmannaeyjasund
ið liðlega 11 km. Drangeyjar-
sund hefur hann þreytt tvisvar,
en það er 7 km.
★ Ermarsund næst
Eyjólfur er nú að búa sig undir
aðra Bretlandsför og fer hann
sennilega utan um næstu helgi.
Ætlar hann að spreyta sig á Erm-
arsundi og hefur fengið boð um
að taka þátt í henni árlegu sund-
KR helur
►
forystunu
\ REYKJAVÍKURMEISTARA-
| MÓT í frjálsum íþróttum, aðal
i hluti, hófst á Melavellinum í
\ kvöld og var keppni fjörug og
• skemmtileg enda margir kepp
J endur. Stafaði hin stóraukna
i þátttaka í greinunum af þvi
■ að mótið er stigakeppni milli
i Reykjavíkurfélaganna um titil
i inn „bezta frjálsíþróítafélag
[ Reykjavíkur“.
[ Áður hafði farið fram
i keppni í tugþraut, 10 km.
! hlaupi og 3000 m hindrunar-
• hlaupi.
í f kvöld lýkur svo mótinu á
! Melavellinum með keppni í 9
• greinum. Er keppnin afar hörð
, og tvísýn milli félaganna.
! Eftir keppnina i gærkvöldi
> stóðu stigin þannig:
; KR 96
> ÍR 84
! Á 19.
keppni yfir Ermarsund hinn 27.
ágúst, en er þó hálft í hvoru að
hugsa um að synda einn áður en
keppnin fer fram.
Jóhann Sigurðsson, umboðs-
maður Flugfélags íslands í Lon-
don hefur þegar útvegað Eyjólfi
góðan leiðsögumann — og senni-
lega mun Eyjólfur Snæbjörnsson,
nuddari, fara með Eyjólfi utan.
Þegar blaðið átti tal við Eyjólf
í gær kvaðst hann hafa verið að
vonast til þess, að sundkennari
hans, Jónas Halldórsson, gæti
farið með honum, en úr því mun
víst ekki verða. Eyjólfur hefur í
vetur æft undir handleiðslu Jón-
asar og telur sundkappinn sér
hafa farið mikið fram.
Sundtími hans frá Kjalar-
nesi til Reykjavíkur bendir a.m.k.
til framfara frá í fyrra. Þá synti
hann frá Akranesi á liðlega 13
stundum helmingi lengri vega-
lengd, en hann synti nú á hálfri
fimmtu stund.
Eyjólfur var vel smurður í
þessu síðasta sundi og synti alla
tíð viðstöðulaust — án þess að
matast á leiðinni. Honum til
fylgdar var björgunarbáturinn
Gsíli J. Johnsen en aðalhjálpar-
hella hans voru sem fyrr Pétur
Eiríksson — og Eyjólfur Snæ-
björnsson, sem fylgdust með hon-
um á litlum árabáti. Jónas Hall-
dórsson gat ekki komið því við
að fylgja honum að þessu sinni.
— Skipstjóri á björgunarbátnum
er Ásgrímur Björnsson.
I lokin má geta þess, að fé það,
sem safnaðist í fyrra til utanfarar
Eyjólfs var það mikið, að það
Kjörin stjórnarskrár-
nefnd í efri deild Alþingis
t GÆR voru fundir í báðum deild
um Alþingis og einnig fundur í
sameinuðu þingi. Á dgaskrá efri
deildar var þingsályktunartil-
laga um stjórnarskrárnefnd flutt
af Gunnari Thoroddsen, Eggert
G. Þorsteinssyni og Birni Jóns-
syni. Er tillagan á þessa leið:
Efri deild Alþingis ályktar að
kjósa sjö manna nefnd til að at-
huga fram komið frumvarp til
stjórnskipunarlaga um breytingu
á stjórnarskrá lýðveldisins Í3-
lands, 17. júní 1944, og frv. til
laga um kosningar til Alþingis.
Gunnar Thoroddsen, 6. þm.
Reykvíkinga, fylgdi tillögunni úr
hlaði. Kvað hann það venju er
stjórnarskrárfrumvörp lægju fyr
ir, að kjósa sérstakar stjórnar-
skrárnefndir í báðum deildum,
en nefndin hefði þegar verið kos-
hi I neðri deild. Lagði ræðumað-
ur til að nefndin yrði kosin strax
þá um daginn.
Bernharð Stefánsson 1. þm.
Eyfirðinga, kvaðst ekki hafa á
móti nefndarkosningunni. en
kvaðst ekki sjá að þingsköp gerðu
ráð fyrir því að aðrar nefndir en
fastanefndir gætu unnið saman.
Kosningalagafrumvarpið þyrfti
mikla athugun og þvi nauðsyn-
legt að taka það fyrir í báðum
deildum.
Gunnar Thoroddsen kvað vit-
anlega til þess ætlazt að nefndir
tækju frumvörpin fyrir í hvorri
deild þrátt fyrir þessa samvinnu
og skiluðu hvor um sig sérstöku
áliti. Með þessu móti myndi mál-
ið ekki verr athugað, heldur bet-
ur.
Að umræðum loknum var til-
lagan samþykkt með 11 atkv.
gegn einu (P.Z.). Voru eftirtald-
ir þingmenn efri deildar síðan
kjörnir í stjórnarskrárnefnd deild
ainnar: Gunnar Thoroddsen, Sig-
uður Bjarnason, Gísli Jónsson,
Eggert G. Þorsteinsson, Björn
Jónsson, Karl Kristjánsson og
Hermann Jónasson.
Á fundi neðri deildar var eitt
mál, frumvarp um almannatrygg-
ingar. Hafði fltm., Skúli Guð-
mundsson, framsögu í málinu,
sem síðan var vísað til heilbrigð-
is- og félagsmálanefndar.
Á fundi sameinaðs þing var tek
ið fyrir kjörbréf Tómasar Árna-
sonar og samþykkt. Er hann vara
maður Halldórs Ásgrímssonar,
annars þm. Norðmýlinga, sem
liggur rúmfastur á sjúkrahúsi og
hafði óskað eftir að varamaður
sinn tæki sæti sitt á Alþingi.
hrekkur nær því fyrir öllum
kostnaði við utanför hans nú í
sumar.
FH íslandsmeistari
utanhúss í 4. sinn
FIMLEIKAFÉLAG Hafnarfjarð-
ar varð islandsmeistari í hand-
knattleik karla utanhúss 1959.
Mótið fór fram í Hafnarfirði og
lauk á sunnudaginn. Unnu FH-
ingar alla mótherja sína og
hrepptu bikarinn í 4. skiptið í
röð.
Næstsíðasti mótsdagurinn var á
laugardag. Var þá keppt á blaut-
Reykvíkingar unnu
Eyjaskeggja í golfi
BÆJARKEPPNI í golfi milli
Reykjavíkur og Vestmannaeýja
fór fram hér s.l. laugardag. Úr-
slit urðu þau að Reykjavík sigr-
aði.
Keppni þessi er holu-keppni og
tóku eftirfarandi klyfingar þátt i
henni:
Lið Lið
Vestmannaeyinga: ^ Reykvíkinga
Sveinn Ársælss. — Ólafur Ág. Ólafss.
Lárus Ársælss. — Ingólfur Isebarn
Jóhann Vilmundars. — Helgi Jakobss.
Sveinbjörn Guðlaugss. — Jóh. Eyjólfss.
Kristján Torfas. — Halldór Bjarnas.
Gunnl. Axelss. — Arnkell Guð.m.ss.
Einar Þorsteinsson — Jarik Brink
Sverrir Einarss. — Albert Guðmundss.
Magnús Magnúss. — Sigurj. Hallbj.ss.
Bæjakeppnin milli Reykvík-
inga ög Vestmannaeyinga í golfi
er talin til stór viðburða fyrir
kylfinga hér og í Eyjum. Sér-
staka athygli vakti að sjálfsögðu
íslandsmeistarinn Sveinn Ársæls
son fyrir öruggan og skemmtileg-
an leik.
Síðastliðinn sunnudag var
einnig háð golfkeppi um afmælis-
bikar Guðmundar Sigmundsson-
ar. Sigurvegari varð Sigurjón
Hallbjörnsson.
Vestmannaeyingar tóku einnig
þátt í þessari keppni sem gestir
og varð Jóhann Vilmundarson
lægstur að höggfjölda af Eyja-
mönnum. Hlaut Jóhann bikar
sem Golfklúbbur Reykjavíkur
gaf við það tækifæri.
um og hálum velli og báru leik-
irnir svip þess. FH vann Fram
örugglega þótt Framarar sýndu
framan af góðan samleik. FH
skoraði alls 21 mark gegn 10 og
var þessi sigur verðskuldaður eft
ir heildarsvip leiksins.
Þennan sama dag mættust ÍR
og Ármann. Tóku ÍR-ingar þegar
frumkvæði í leiknum og sýndu á
köflum mjög góð tilþrif og unnu
með yfirburðum 22 gegn 10.
Á sunnudaginn var „lokadag
urinn“. Þá mættust ÍR og Fram
og var leikurinn jafn frá byrjun
til loka og lauk fyrri hálfleik með
jafntefli 6—6. Voru svo félögin
arfnað hvort jöfn eða 1 mark
skildi og úrslitamarkið kom á sið
ustu mínútu. Það settu Framarar
og unnu leikinn með 15 gegn 14.
í síðasta leiknum mættust FH
og Afturelding og léku bæði vel
framan af og stóð 6—4 í hálfleik,
En Afturelding hafði ekki úthald
og FH náði algerum tökum á
leiknum og léku af hraða og ör
yggi. Unnu þeir mesta yfirburða-
sigur mótsins skoruðu 30 mörk
gegn 11.
í mótslok afhenti form. HSÍ Ái
björn Sigurjónsson sigurvegurum
fagran verðlaunagrip er Álafosi
hefur gefið. Er það farandbikar
og á að keppa um hann í 50 ár.
Pétur Rögnvaldsson — nú Ronson — í hlutverkinu ásamt Pat Boone.
íslendingur leikur stórt
kvikmyndahlutverk
Pétri Rögnvaldssyni boðinn 7 ára
samningur hjá Fox
ÍSLENZKUR piltur, Pétur Rögnvaldsson, var 19. þ. m. ráðinn til
að leika hlutverk fylgdarmannsins Hans í kvikmynd, sem Twenti-
eth Century Fox er að láta gera eftir sögn Jules Vernes, sem í
íslenzkri þýðingu hlaut nafnið „Leyndardómur Snæfellsjökuls",
að því er segir í fréttatilkynningu frá kvikmyndafélaginu.
•k Móti frægum stjörnum
Á hann þar að leika á móti
James Mason, Pat Boone og
Arlene Dahl. Kvikmyndafélagið
vantaði ljóshærðan og bláeygan
ungan risa, sem gæti talað ensku
og íslenzku og hefði leikhæfi-
leika til að leika Hans í ferðinni
að iðrum jarðar. Þá datt ungum
starfsmanni í kvikmyndaverinu
í hug að Pétur vinur hans og
gamall skólabróðir væri einmitt
rétti maðurinn. Hann var kynnt-
ur fyrir kvikmyndastjóranum og
framleiðandanum, þeim Henry
Levin og Mr. Brackett, sem féll-
ust á skoðun hans og reynslu-
myndir staðfestu þá skoðun
þeirra.
í fréttatilkynningunni segir að
Pétur Rögnvaldsson sé eins og
skapaður fyrir hlutverkið. Hann
sé fjölhæfur íþróttamaður, 193
sm. á hæð og stundi nám í kvik-
myndalist og tungumálum í
Kaliforníu. 1 einu atriði mynd-
arinnar á Hans t. d. samkvæmt
sögu Jules Vernes, að kasta
gamalsdags spjóti gegnum ein-
hvern risafugl og bjarga leið-
angrinum með því.
★ Heltir nú Ronson
Blaðafulltrúi Fox-kvik-
myndafélagsins vildi að Pétur
breytti eftirnafni sínu úr Rögn-
valdsson í Ronson, þar sem auð-
veldara væri að bera það fram.
í fyrstu var Pétur tregur til þess,
en lét svo undan og gengur nú
undir nafninu Peter Ronson. —
Pétur var einnig beðinn um að
starfa sem tæknilegur ráðunaut-
ur við kvikmyndatökuna og hon-
um hefur verið boðinn 7 ára
samningur. Spáir Fox-félagið
því, að kvikmyndahúsgestir eigi
eftir að sjá hann oftar á hvíta
tjaldinu í framtíðinni.