Morgunblaðið - 09.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1959, Blaðsíða 6
f MOROUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. ágúst 1959 Ef við förum, irerðið að loka óperunni — segjum við ísiendingarnir hjá „Konung- lega", þegar við viljum stríða þeim dönsku Stutt samtal við Sfefán Islandi, óperusöngvara STEFÁN ÍSLANDI, óperu- söngvari, hefir dvalizt hér heima í sumarleyfi sínu und- anfarið — kom hingað í byrj- un júní, en mun hverfa aft- ur utan nú um miðjan mán- uðinn. „List um landið" Tíðindamaður blaðsins náði smöggvast tali af söngvaranum um daginn, en samtalið varð ekki langt, því að hann var önn- um kafinn. — Sagt var áðan, að Stefán dveldist hér í sumarleyfi, en hann hefir éiigan veginn setið auðum höndum síðan hann kom. — Flestir kannast orðið við til- kynninguna „Ríkisútvarpið og menntamálaráð senda list um landið" — og Stefán íslandi hefir einmitt flutt list sína um landið undanfarið, ásamt þeim Fritz Weisshappel, sem var undirleik- ari hans, og Andrési Björnssyni, cand. mag., sem las upp ljóð. — Blaðamaðurinn innti Stefán frétta af listkynningarför þess- ari, og lét hann hið bezta af. Þeir félagar heimsóttu tíu kaupstaði og kauptún á Vestur- landi, byrjuðu í Ólafsvík og end- uðu á Flateyri, en lengst fóru þeir til Bolungarvíkur. Og nk. mánudag heimsækja þeir einn staðinn enn, Borgarnes. — Stefán kvað aðsókn yfirleitt hafa verið mjög góða og undirtektir áheyr- enda undantekningarlaust ágæt- ar, sem nokkuð mætti marka af því, að í stað 11 laga á söng- skránni, hefði hann víðast hvar sungið 15—17 lög. Góður árangur — Svo þér eruð ánægður með árangur fararinnar? — Já, segir Stefán. Mér virtist fólkið kunna vel að meta, það sem við höfðum að flytja, óg það var okkur áreiðanlega -þakklátt fyrir komuna. Og ég vil gjarna nota tækifærið til að koma á framfæri alúðarþökkum fyrir höfðinglegar móttökur og margs konar fyrirgreiðslu hvarvetna þar sem við komum. Veit ég, að ég mæli þar fyrir munn okkar félaga allra. — Ætlið þér að halda nokkr- ar sjálfstæðar söngskemmtanir áður en þér farið? — Það verða sennilega ekki nema einir sjálfstæðir hljómleik- ar, sem ég held að þessu sinni. Ég syng á Akranesi á föstudags- kvöldið, þann 7. En svo mun ég syngja inn á segulband fyrir út- varpið áður en ég fer. L.a Boheme — 60 sinnum í lotu — Og þegar til Hafnar kemur? — Þá hefjast sennilega æfing ar á Don Carlos eftir Verdi, sem mun verða fyrsta hlutverk mitt hjá óperunni í haust. Blaðamaðurinn spurði Stefán, hvað hann hefði sungið mörg óperuhlutverk til þessa, og sagði hann, að þau væru að líkindum tæplega tuttugu talsins. — En oftast mun ég hafa farið með hlutverk Rodolfo í La Boheme, bætti hann við. — Það söng ég t. d. eitt sinn 60 sinnum svo að segja í striklotu, er farin var sýningarför með óperuna lun Danmörku, en alls munu þær sýningar á La Boheme, sem ég hefi sungið í, vera orðnar mikið á annað hundrað. — Er ekki þreytandi og erfitt að syngja sama hlutverkið svona þindarlaust — allt upp í 60 sinn- um? — Læt ég það vera, segir Stefán, brosir og þykir sennilega fávíslega spurt. — Þegar maður er einu sinni búinn að þrautæfa eitthvert hlutverk, er eins og þetta komi nokkuð af sjálfu sér, og maður þreytist ekki svo mjög. — Miklu erfiðara er að þurfa að syngja kannski 4—5 hlutverk í sömu vikunni, eins og komið hefir fyrir mig. — Nokkurt eitt óperuhlutverk hugstæðara en önnur? -— Því á ég erfitt með að svara. — Ekki liggja að vísu öll hlut- verk jafnvel fyrir sama söngv- ara, ef svo mætti segja — en það sem maður leggur sig fram við að flytja, verður allt eins og nokkur hluti af manni sjálfum. Hafnargagnrýnendur harðir í horn að taka — Er ekki alltaf mikið fjör í músíklífinu í Höfn, Stefán? — Jú, það er óhætt að segja. Og ýmsir af heimsins frægustu tónlistarmönnum eru þar tíðir gestir. En ekki fá þeir allir tómt lof að heyra hjá hinum vand- fýsnu gagnrýnendum borgar- innar, enda er það haft á orði, að tónlistargagnrýnendur í Höfn séu harðari í horn að taka en flestir aðrir, a. m. k. í Evrópu — kalla sem sagt ekki allt ömmu sína. — Úti á landsbyggðinni i Danmörku virðist tónlistaráhugi miklu minni en í Höfn og heldur fara dvinandi. Er ýmsu um kennt. Margir vilja nefna þar fyrst hin svokölluðu „Andespil", sem geisa eins og faraldur um landið. Þetta eru eins konar spilaklúbbar, þar sem verðlaun eru veitt — og er satt að segja víða stundað sem rammasta fjár- hættuspil. — Einnig mun t. d. sjónvarpið, sem er orðið allút- breitt í Danmörku, hafa orðið til þess að draga úr aðsókn fólks að tónleikum. Svo eru það ungl- Stefán íslandi: — Þá kem ég heim — á hreppinn .... ingamir. Og ég held, að mikill hluti þeirra sé okkur, sem erum að streitast við að flytja sígilda tónlist, eilíflega glataðir áheyr- endur. Magnús — „maðurinn, sem koma skal“ — Hvernig líkar Dönum, að íslendingar skuli eiga þrjá aðal- tenóra Konunglegu óperunnar? — Ekki hefi ég orðið var við, að þeir gerðu neitt veður út af því. En úr því að við minnumst á þessa íslenzku „nýlendu" við óperuna, skulum við ekki gleyma Önnu Borg. — Ég get ekki neit- að því, að stundum leikum við okkur dálítið stórveldi, og ef við viljum stríða hinum dönsku „kollegum" okkar svolítið, þá segjum við bara, að nú förum við, íslendingarnir — og þá verði þeir að loka óperunni! — Okkar unga óperusöngvara, Magnúsi Jónssyni, vegnar vel hjá „Konunglega" — er það ekki? — Jú, hann hefir hlotið góð- an frama, og ég tel, að hann eigi mikla framtíð fyrir sér — að hann sé „maðurinn, sem koma skal“ við Konunglegu óperuna, ef svo mætti segja. — Hvað hyggizt þér fyrir, Stefán, þegar að því kemur, að þér yfirgefið óperusviðið? Stefán lítur upp á spyrjand- ann með kankvísu brosi. — Þá kem ég heim — á hrepp- inn, segir hann glettnislega. — II. E. Viðskiptaskráin 7959 komin út TUTTUGASTI og annar ár- gangur Viðskiptaskrárinnar er að koma út þessa dagana og hefur tekið miklum stakkaskiptum frá síðasta ár- gangi. — Fyrsti árangur Við- skiptaskrárinnar kom út 1938 og var ekki mikill að vöxtum, rúmar 250 síður í Skírnisbroti. En hún fór Kommúnistar draga að sér visfir og vopn VIENTIANE, Laos 7. ágúst.: — Stjórnin í Laos birti í dag til- kynningu þar sem sagði, að kom múnistastjórn Viet-Nam héldi áfram að senda vopn og vistir til hinna kommúnisku skæruliða, sem nú reyndu að efna til alls- herjar uppreisnar í Laos. Kom- múnistar teldu Genfar-samþykkt ina frá 1954 bara pappírsmiða. Smáskærur voru milli skæru- liða og hermanna stjórnarinnar í dag, en ekki alvarlegar. Hins vegar búast hermenn stjórnarinn ar til aukinna átaka, því að skæruliðarnir draga nú að vopn og vistir frá Viet-Nam og búast til sóknar. • Stjórn Laos er andvíg því að eftirlitsnefndin gamla, skipuð fulltrum Indlands, Kanada og Póllands, komi saman og sem svar við brezkum tillögum um að eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna verði sendar til, að gæta landamæranna, hefur Laos stjórn lýst því yfir, að slíkt yrði erfitt í framkvæmdinni. — Um þessi tilgreindu landamærahéruð eru engir vegir — og ekki er hægt að komast að landamærun- um nema fótgangandi gegn um þykkan frumskóg. skrifar úr. daqleqa lifmu J Gangstígarnir orðnir harðir og fínir. Isumar hafa margir, einkum konur, sem ganga á háum hælum, hvartað undan því, í á- heyrn Velvakanda, að gangstíg- arnir í Hljómskálagarðinum fari illa með skótau, auk þess sem þungt og erfitt sé að fara þar ferða sinna í rauðamölinni. Ég gerði þetta mál ekki að umræðuefni hér í dálkunum, af því mér er kunnugt um að stíg- aranir voru aðeins að hálfu leyti frágengnir, stóð á ákveðinni teg- und af leir, til að hægt yrði að tEfmí® ganga frá efsta laginu á þeim Hefur garðyrkjustjóri bæjarins að undanförnu lagt kapp á að fá stígana sem bezta og látið vinna að rannsóknum á því hvemig bezt mundi reynast að ganga frá þeim. Og nú er leirinn kominn sem notaður er sem bindiefni í efsta lagið, í rauðamölina, og þessa dagana er einmitt verið að ganga frá stígunum. Eru allar helztu göturnar í garðinum búnar. Ættu því konur á háum og mjóum hælum að geta spókað sig á gang- stígunum í garðinum hvað úr hverju, án þess eiga það á hættu að skemma skóna. Og krakkar hlaupið þar um á hvítum, nýj- um skóm, án þess að koma mcð þá upprifna og rispaða á tán- um. Reiðhjól eiga ekki heima í görðum. EN úr því Hljómskálagarður- inn er til umræðu, langar mig til að vekja athygli á því, að engin farartæki, utan barna- vagnar, eiga heima á gangstígum í skemmtigörðum. Þar eiga gang andi vegfareidur að njóta sama réttar og á ganstéttunum. Bann- að er hjóla á ganstéttum og sama gildir að sjálfsögðu um gang- stígana. Iðulega koma strákar á skellinöðrum æðandi eftir stíg- unum í Hljómskálagarðinum, svo vegfarendur hrökklast undan út á grasið. Slíkt er að sjálfsögðu ótækt, fólk verður að vera ör- uggt fyrir farartækjum er það gengur sér til ánægju á gang- stígunum í skemmtigörðunum, fyrir utan nú það, að hjólin spæna upp stígana og eyðileggja þó J Hafmeyjan á heima við hafið. ÓN hefur skrifað eftirfarandi bréf um Tjörnina og hafmeyj- una: „Blöðin hafa skýrt frá því, að nú hafi Reykjavík eignazt sína hafmey og er búið að koma henni fyrir úti í tjörninni. Því setti Lsta verkanefnd bæjarins hafmeyjuna ekki heldur á Kolbeinshaus fyrir neðan Skúlagötuna. Hvergi á hafmey betur heima en við haf- ið. Það er óþarflega mikill fram- sóknarmannsstimpill af því ráðs lagi að demba hafmeyjunni í Tjörnina". REYNIR Ármannsson biður Vel vakanda að koma eftirfar- andi á framfæri, vegna skrifa í dálkunum um daginn, um slæma framkomu hótelstjórans í Hótel Bifröst. Hann skrifar: „Það er vani okkar ílslend- inga að tala meira um það sem miður fer, heldur en það, sem vel er gert. Sunnudaginn 26. þ. m. var ég þátttakandi í hópferð sem farin var um hir.ar fögru sveitir Borgarfjarðar. Við höfð- um pantað mat í Hótel Bifröst kl. 7 um kvöldið. Þegar þangað kom beið okkar dúkað borð, blómum skreytt og fram var borinn mik- ill og ljúffengur matur. Þjón- ustulið hótelsins var allt hið al- úðlegasta. Vil ég senda hótel- stjóranum mínar beztu þakkir fyrir ágæta fyrirgreiðslu og góð- ar viðtökur“. stækkandi með hverju ári og í fyrra var hún orðin 1070 síður, og hafði þó allt verið gert til að halda stærð henn- ^r innan meðfærilegra tak- marka, letur t. d. smækkað tvívegis og þétt eins og við varð komið. k Breytt niðurröðun Það var því ákveðið, þegar undirbúningur hófst að útgáfu þessa árangs, að stækka brotið á bókinni um helming og breyta ytra útliti hennar að öðru leyti til samræmis við kröfur tímans, Efnisniðurröðun hefur nokkuð verið breytt, og „kortonum“ þannig komið fyrir í henni, að miklu auðveldara og fljótlegra er að leita og fletta upp í bók- inni en áður var. Hagnýtt upplýsingaefni bók- arinnar hefur verið aukið öðru hvoru á undanförnum árum, og svo er enn í þetta skipti. Við er bætt kafla, sem heitir „At- vinnulíf á íslandi“. Eru þar, að mestu leyti í töfluformi, upplýs- ingar um framleiðslu helztu at- vinnuvega landsmanna, skýrslur um útflutning, töflur um mann- fjölda á landinu, allt frá árinu 1703, skiptingu þjóðarinnar eftir atvinnuvegum o. fl. k í flokkum Þá eru og sams konar upp- lýsingar um atvinnulíf í einstök- um kaupstöðum og kauptúnum landsins, og gefa þær einkar glögga mynd af atvinnuástand- inu á hverjum stað fyrir sig. Efni bókarinnar er skipt í 9 flokka og er í stórum dráttum sem hér segir: I I. flokki eru upplýsingar um æðstu stjórn landsins: forseta, ríkisráð, Alþingi og Hæstarétt; fulltrúa íslands erlendis og full- trúa erlendra ríkja á íslandi; atvinnulíf á íslandi, nýtt vita- kort með hinum nýju fiskveiði- takmörkum. 1 II. flokki eru upplýsingar um félags- og viðskiptamál Reykjavíkur: um stjórn bæjar- ins og stofnanir og starfandi fé- lög í bænum, nafnaskrá þar sem upp eru talin í stafrófsröð fyrir- tæki og einstaklingar ,sem reka viðskipti í einhverri mynd. I III. flokki eru upplýsingar um 43 kaupstaði og kauptún á landinu, sams konar og í II. fl. um Reykjavík í V. flokki er varnings- og starfsskrá. Það er meginkafli bókarinnar. Starfs- og vöru- flokkun er þar raðað eftir staf- rófsröð og undir þeim þýðingar á heitum þeirra á dönsku, ensku og þýzku. Undir hverjum lið er kaupstöðum og kauptúnum rað- að eftir stafrófsröð, Reykjavík þó fyrst, og þar undir skráð fyr- irtæki og einstaklingar á hverj- um stað fyrir sig. í VI. flokki er skipastóll Is- lands 1959, skrá um öll skip 12 rúmlestir og stærri, og er til- Framih. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.