Morgunblaðið - 09.08.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. ágúst 1959
MCRGVISBLAÐIÐ
9
Björg og Bjarni
í Vigur sjötug
ÞANN 4. júlí s. 1. varð Bjarni
Sigurðsson í Vigur 70 ára, en
Björg Björnsdóttir kona hans
varð það hinn 7. sama mánað-
ar. Þessi merkishjón hafa gert
garðinn frægan, og skilja eftir
merkilegt og þjóðnýtt starf fyr-
ir hérað sitt og land.
Þau hafa í ríkum mæli tileink
að sér dyggðir hinnar traust-
ustu og beztu búhölda. Búskap-
ur í Vigur og öðrum slíkum stöð
um, eyjabúskapur, er með nokk
uð öðrum hætti, en annars stað
ar. Hann er miklum mun fjöl-
þættari. Mikill hlunnindi hafa
þar jafnan verið, sem útheimta
mikla og nákvæma umsýslan,
svo að vel fari, samhliða öðrum
heimilisstörfum. En allt slíkt hef
ur blómgast, og hlunnindi og
annað, haldizt vel í horfinu, þó
víða annars staðar hafi þau
minnkað og gengið saman.
Nú fyrir nokkrum árum fengu
þau Vigur-hjón tveimur sonum
sínum bú og jörð f hendur, og,er
ekki annað sjáanlegt, en að þeir
hafi í öllu tileinkað sér hina
traustu og góðu búskaparhætti
foreldra sinna. Ég rakti að
nokkru búskaparsögu þessara
heiðurshjóna er þau urðu 60 ára
og fer því ekki mikið út í end-
urtekningu á þeim minningum.
Mér virðist svo að engin meðal
mennska hafi verið viðhöfð við
störf þeirra. Yfir þeim hefur ver
ið hin mesta reisn. Miklar um-
bætur, húsabætur og ræktun,
samhliða fjölþættum endurbót-
um og viðhaldi annara bús-
gagna. Lengi vel var í Vigur
stundaður sjávarútvegur, stund-
um í all-stórum stíl. Yfir alla
þessa umsýslan hafa þau haft
hina beztu útsjón og fyrir-
hyggju í bezta Iagi. Má telja að
á jörð þeirra hafi verið ein
mesta umbótarstarfsemi hér j
héraðinu, enda hefur það allt bor
ið ríkulega ávexti. Nú er þar
yfir að líta víðáttumiklar rækt-
unarlendur, með bylgjandi töðu-
gresi, og eyjan við sundin blá
hin fegursta og búsældarleg-
asta. Það sýnir enga meðal-
mennsku að hafa áorkað slíkum
umbótum, sem þar hafa verið
unnar. Þessi heiðurshjón geta
sannarlega litið, á þessum tíma-
mótum, yfir mikið og merkilegt
ævistarf, sem markar stór spor í
þróunarsögu þessa héraðs og
landsins í heild.
Þó að starfssaga þeirra sé far-
sæl, um þá hluti, sem við augun
blasa þega’- komið er við í Vig-
ur, er eigi nema hálf sögð saga
þeirra hjóna.
Heimili þeirra hefur jafnan
verið fjölmennt. Þau hafa átt 6
börn, auk fjölda annarra barna
og unglinga, sem hafa sum al-
izt upp í Vigur að öllu leyti, og
önnur um skemmri eða lengri
tíma, og öll komizt til mann-
dóms og þroska. Þá hafa lengst
af búskapartíma þeirra verið
þar fleiri og færri gamalhienni,
gömul hjú og annað fólk, sem
naut í ríkum mæli góðrar að-
hlynningar, og umsjár síðustu
árin, og áttu þar öruggt skjól, —
þegar ellin og aldurinn færðist
yfir. Eins og að líkum lætur bar
húsfreyjan uppi stjórn og um-
sjá heimilisins innan veggja og
var jafnan viðbrugðið hennar til
sjón og forsjá.
Bjarni er, eins og kunnugt er,
sonur hins þjóðkunna þingsskör-
ungs og merkisklerks, séra Sig-
urðar Stefánssonar, er lengi var
prestur í Ögurþingum og konu
hans Þórunnar Bjarnadóttur. En
Björg húsfreyja er dóttir Björns
hreppsstjóra Jónssonar á Veðra-
móti í Skagafirði og konu hans
Þorbjargar Stefánsdóttur frá
Heiði í Gönguskörðum. — Eru
ættir þeirra hjóna landskunnar
og hinar merkustu.
Börn þeirra eru Sigurður al-
þingismaður og ritstjóri, kvænt-
ur Ólöfu Pálsdóttur myndhöggv-
ara, Baldur bóndi í Vigur, kvænt
ur Sigríði Salvarsdóttur frá
Reykjarfirði, Ólafssonar, Bjöm
bóndi í Vigur, ókvæntur. — Búa
þeir bræður þar félagsbúi mynd-
arlegu og gagnsömu, Þorbjörg
forstöðukona húsmæðraskólans
á ísafirði, Þórunn kennari við
Gagnfræðaskólann á Akranesi og
Sigurlaug kennari, gift Þor-
steini Thorarensen blaðamanni í
Reykjavík.
Þrjú af börnum þeirra Vigur-
hjóna hafa lokið háskólanámi og
Bjarni Sigurðsson
öll eru þau velgefið manndóins-
og myndarfólk.
Þá hafa um marga átatugi
hvílt á Bjarna öll helztu störf er
til falla í einu sveitarfélagi. —
Hann hefur verið oddviti, hrepp-
stjóri, sýslunefndarmaður og for-
maður búnaðarfélags sveitar
sinnar yfir 30 ár, auk fjölda ann-
arra starfa, er hann hefur oft
verið kvaddur til um lengri og
skemmri tima. Er reglusemi og
skörungsskap hans jafnan við-
brugðið og hverju máli þótt vel
borgið, er hann tekur að sér, enda
er maðurinn hreinn og beinn j
allri framkomu. Þarf enginn að
vera í vafa um skoðun hans á
málþingum.
Ég, sem þessar línur rita, hef
í nær 40 ár verið samstarfsmað-
ur Bjarna í Vigur, um mörg hér-
aðsmál, og er honum þakklátur
fyrir langa og góða samvinnu og
þeim hjónum báðum fyrir
langa og órofa vináttu, sem ég
met mikils og er þeim þakklátur
fyrir. Það er gott að eiga slíkt
fólk að vinum. Af sérstökum
ástæðum er ég kunnugur búnað-
Sigtryggur Cuðlaugsson
Minning
Björg Björnsdóttir
arháttum umfram marga aðra í
héraðinu og þar kunnugur heim-
ilisháttum. Hef ég talið heimili
þeirra eitt mesta fyrirmyndar-
heimili í héraðinu. Skila Vigur-
hjón óvenju myndarlegu dags-
verki, er þau draga sig í hlé frá
mestu umsvifum búsýslunnar. —
Ég þakka þeim mikilvæg störf og
óska þeim allrar blessunar á
ókomnum æviárum.
Páll Pálsson.
ÁVARP
— Flutt í Vigur 24. júli 1959 —
Fornri ættbyggð farandgestur
fagnar dægur löng,
sumardag^ Djúpi vestur
dunar loft af söng.
Fríðum unga í fjöruborði
fylgir æður mild,
Vitazgjafans vistaforði
vex í sólar fygld.
Vigur yfir gjálpir gnæfir,
gagnauðug og fríð.
Beini og rausn því bóli hæfir
bezt um alla tíð.
Lifir enn i manna minnum
minning heið og sterk
um þekktan mann I þjóðar
kynnum,
þingskörung og klerk.
Merkið ber með björtum sóma
Bjarni, sonur hans,
enn í Vigrar ásýnd ljómar
auðna höfðingsmanns;
með sæmd og rausn hann situr
Vigur,
svo að orð af fer,
það er enginn sýndarsigur,
sem var unninn hér.
Ættarheill, sem bjó í blóði,
í bóndanum vel sín naut,
úr vits og reynslu vænum sjóði
vöggugjöf hann hlaut.
Gerðist snemma gildur höldur,
gætti vel síns arfs,
vinum sínum skjól og skjöldur,
skörungur sins starfs.
Ríkir heill og risna í garði,
róma hana má,
lengi mun sá minnisvarði
minna bóndann á.
I glöðum hópi góðra drengja
glaðastur hann er,
kann þá list að laða og tengja
ljúfan gest að sér.
Forysta í félagsmálum
féll honum í skaut,
þar — sem í Djúpsins þröngu
álum m
þræddi hann gæfubraut.
Hverju máli fast hann fygldi,
sem fannst honum vera rétt,
marga snarpa háði hildi
til heilla sinni stétt.
striðu
Sizt hann aleinn stóð
við störfin góð og mörg,
við hlið hans stóð í hörðu og
blíðu
heimilisins Björ^
merk og ástrík ciginkonu,
einörð, höfðingleg,
móðir dætra og mætra sona,
markaði heillaveg.
Einn í farveg sterkir straumar
stefna hér til þings:
Skagfirðingsins dáðadraumar,
dirfska Vestfirðings. ,
Djúpt úr moldu rammar rætur
reisa styrkan hlyn,
röskir piltar, prúðar dætur
prýða þetta kyn.
1 G Æ R var til moldar borinn
séra Sigtryggur GuSlaugsson á
Núpi í Dýrafirði. Hinn þjóð-
kunni klerkur og menningarfröm
uður andaðist síðast liðinn mánu
dag hátt á tíræðis aldri. Þá var
langur starfsdagur á enda runn-
inn og miklu dagsverki lokið.
Séra Sigtryggur vann sitt lífs-
starf á vettvangi, sem alþjóð veit
ir að jafnaði ekki mikla athygli.
Hann var prestur í fámennri og
afskektri sveit. Hann var þar
hvorki fæddur né uppalinn. Hann
kom þangað úr fjarlægu héraði,
tók sér búsetu og bjó þar til ævi-
loka.
Þegar séra Sigtryggur settist
að á Núpi, fór. ekki mikið orð af
staðnum. En hann gerði garðinn
frægan. Hann vann mikil afrek
í félags- og menningarmálum. —
Merkasta og óbrotgjarnasta verk
hans var stofnun Núpsskólans. í
dag er skóli þessi stolt Vestur-
ísafjarðarsýslu, helzta mennta-
setur Vestfjarða og meðal merk-
ustu menningarstofnana lands-
ins.
Það er langur tími frá stofnun
I Núpsskóla. Á þeim tíma hefur
saga gerzt. Það er baráttusaga
fyrir vexti og viðgangi héraðs-
skólans. Það er saga brautryðj-
andans séra Sigtryggs. Þjóðin öll
nýtur nú ávaxtanna af verki
hans. Núpsskólinn veitir nú ung-
mennum hvaðanæfa af landinu
góða menntun og hollt uppeldi.
Og minningin um manninn sjálf-
an, líf hans og starf, gefur fag-
urt fordæmi. Séra Sigtryggur
vann óeigingjarnt starf við
óvenjuleg erfiðar aðstæður án
þess að hvika frá settu marki.
Og hann sá hugsjónir sínar ræt-
ast. —
Vestur-ísfirðingar eiga séra
Sigtryggi sérstaklega mikið að
þakka.' Ég veit því, að ég mæli
fyrir munn þeirra allra, er ég
votta minningu hans hins. dýpstu
virðingu og konu hans og öðrum
ástvinum innilegustu samúð.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Dýrum þökkum Djúpsins barna
í dag er hingað stefnt,
til hátíðar til heiðurs Bjarna
í héraði er efnt.
Bjart í dag er víst um -Vigur
og vítt þann Ijóma ber.
Það er enginn sýndarsigur,
sem var unninn hér.
RAGNAR J ÓH ANNESSON
Að eyrum barst helfrétt:
Höldur fallinn.
Vestfjarða vökumaður
í val hniginn. *
Sótti til sólar
sigurþróttinn
Vorrænn andi
á vegum Guðs.
Margs er að minnast
mikils að sakna.
Gott að gleðjast
við gefandans verk,
Eigi skal harma
því hetjan lifir
í hugsjón fólksins
ókomin ár.
„Skrúður" mun ilma
í skugga fjallsins,
skapara sínum
«fagurt tákn.
Laufkrónur trjánna
líf hans nærði;
æskuna leiddi
andans braut.
Hæst ber þó skólann,
hugsjón í verki
hóf hann þar fyrstur
við þrengstu kjör.
Glímdi til sigurs
og Grettistaki
lánsmaður lyfti,
líðandi öld.
Drúpir nú Iauf
og fjalldalafífill
finnur að vinur
er genginn á braut.
Gnúpurinn stoltur
starir í norður.
— Stórbrotinn maður
var þar á ferð.
Bjarni fvarsson.
"TIVOLI* *
')Á*>
VOLI
Tívolí skemmtigarður Reykvíkinga opnar í dag kl. 2.
Fjölbreytt skemmtitæki
Bílabraut — Rakettubraut
Parísarhjól — Bátarólur
Skotbakkasalur — Automatar
Speglasalur — Bátar
FJÖLBREITTAR VEITINGAR
TlVOLÍBlÓ sýnir teikni og gam-
anmyndir, sem ekki hafa verið
sýndar áður hér á landi.
FJÖLBREYTT DÍRASÍNING
Apaynja með nýfæddan unga, Nefbjörn og
Risapáfagaukur o. m. fl.
Viggó Sparr, frægasti töframaður Norðurlanda, sýnir
töfrabrögð
Strætisvagn ekur frá Miðbæjarskólanum frá kl. 2
T I V O L I