Morgunblaðið - 09.08.1959, Side 18

Morgunblaðið - 09.08.1959, Side 18
MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 9. ágúst 1959 BÆJARÚTGERÐ Reykjavlkur, sem tók við rekstri Fiskiðjuvers ríkisins á Grandagarði í fyrra- dag, sendi út fréttatilkynningu af þessu tilefni. Þar segir enn- fremur að samningarnir um kaup Reykjavíkurbæjar á þessu fyrir- tæki ríkisins, hafi verið undir- ritaðir þann sama dag, föstudag, af þeim Emil Jónssyni forsætis- ráðherra fyrir hönd ríkisstjóm- arinnar og Gunnari Thoroddsen borgarstjóra fyrir hönd bæjar- stjórnar Reykjavíkur. : ^ Jafnvel grómtekinn fatnaður verður brátt hreinn I freyðandi, hreinsandi löðri af Bláu OMO. Allur þvotturinn er hreinni, hvítari en nokkru sinni fyrr. Þú sérð á augabragði, að OMO skilar hvítasta þvotti í heimi. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er gtum ódýr .ra að auglýsa í Morgunblaðinu, en í öðrum blöðum. — hann sýnist hvítur • Já, núna þegar hún er komin — það er ekki um að villast hann F orsætisráðherra og borgarstjóri undirritiiðu kaup- er OMO hvítur samningirin ^ OMO er einrficj bezt ffyrir mislitann ^ JftorQunhlábib XOMO m/cN-«440-90 Þegar þú aðgætir vel, þá veiztu... Blátt OIMO skilar yður livitasta þvotti í heimi —J\venhjóéin o<ý lietmiíifi Brezkar konur nota 200 ! millj. sokkapör árlega t TALIÐ er að 20 milljónir brezkra kvenna gangi alla daga ársins í nylonsokkum og brezkar konur kaupi að jafnaði 10 sokkapör yfir árið. Frá því að fyrstu nylonsokk- arnir komu á markaðinn fyrir uqn það bil 14 árum, hefur úr- valið stöðugt verið að aukast og hefur nú í ár náð hápunkti sín- um. Brezkar konur geta nú valið um 40 mismunandi gerðir af sokk um af venjulegri gerð, auk þess handmálaða sokka, netsóla-sokka og teygjanlega sokka. Teygjusokkarnir eða „Tante Mamie“ sokkarnir virðast nú eiga mestum vinsældum að fagna. Þegar hinn kunni gamanleikur „Tante Mamie“ var leikinn í London, þurfti leikstjórinn að leysa erfitt vandamál. Aðalleik- kona, sem lék Beatrice Lille, varð 18 sinnum að skipta um fatnað meðan á sýningunni stóð. Mestur tími fór í það að hneppa sokkun- um, og til þess að losna við þá töf voru búnir til sokkar ,teygjan legir sokkar, sem féllu fast að fætinum, og þar með varð til hug- I myndin að Tanta-Mamie-sokkum, og fer sala þeirra ört vaxandi um heim allar Sumarið 1959 komu fram á sjón arsviðið í Londón handmálaðir kvensokkar. Það var tízkuhúsið Schiparelli, sem átti heiðurinn að hugmyndinni og myndirnar eru oftast blóm eða fallegir fuglar. Tilgangurinn með þessum mynd- um er sá, að reyna eftir föngum að fela eða draga athyglina frá hugsanlegum göllum og missmíð- um á sköpulagi fótanna. En aðal- gallinn er bara sá, — ef það er hægt að telja það til galla — að verðið er geypihátt. Þeir ódýrustu munu kosta um d. kr. 50,00 (ca. 250,00 isl. kr.) og allt upp í d. kr. 100,00. Ef þessir sokkar „slá í gegn“, eins og almennt er talið, er ástæða til að ætla að málað verði á sokkana með vélum, og þar með myndi verðið lækka. Ennfremur eru komnir á mark- aðinn sokkar, sem í fljótu bragði virðast ekki vera öðruvísi en venjulegir sokkar, en hafa þann kost fram yfir nylonsokkana að þeir eru óslítanlegir. Ekki er gef- ið upp úr hvaða efni þessir sokkar eru, en sokkaframleiðendur líta þá hornauga, því sterkleiki þeirra og gæði munu minnka að miklum mun framleiðslu nylonsokka frá því sem nú er. Mesti gallinn á nylonsokkun- um hefur alltaf verið, hve loft síast illa í gegnum þá. Brezkum sokkaframleiðendum hefur mjög verið umhugað að leysa þetta vandamál og í ár virðist sem þeim hafi að sumu leyti tekizt þetta. Ný tegund er komin á markaðinn, þar sem sólinn á sokkunum er úr grófriðnu neti, þannig að loftút- gufunin eykst mjög, og er talið að ekki sé hægt að svitna á fót- unum í þessum sokkum. Nýja tegundin er framleidd í sex lit- brigðum, bæði p kvöld- og dag- sokkar. Þannig lítur sokkatízkan út í dag. En hvað koma mun, er.ekki gott að segja um. í London er því spáð, að gömlu silkisokkarnir muni koma aftur fram áður en langt um líður, og kæmi það mönnum ekki á óvart. HÉR sjáið þið köflótta satínskó, sem franski skósmíðameistarinn Roger Vivier hefur búið til. Það sérkennilega við þessa skó er, að í staðinn fyrir beinu, mjóu hæl- ana, sem undanfarið hafa prýtt kvenskó, er kominn boginn, mjór hæll. Þessir bjúguhælar prýða nú flesta „selskapsskó“ er koma á markaðinn nú. Annað sem vékur eftirtekt er að aðeins annar skór inn er prýddur mec£ svartri slaufu. Tilsýndar gæti sloppurinn verið hvítur Hún nálgast . .. Þessi lögulega stúlka skemmtir um þessar mundir í veitinga- húsinu Lido. Hún heitir Mim Miller og er frá Texas. Hún syng ur þó ekki eintóma kúreka- söngva, heldur líka franska, ítalska, spánska og jafnvel norð- urlandasöngva, enda hefur hún á undanförnum árum skemmt í hún kom til íslands lagði hún öllum þessum löndum. Áður en það meira að segja á sig að læra íslenzkt lag og texta. „Það er svo gaman að ganga á f jöll“, en komst svo að raun um að hér þekkti enginn þetta lag. — Mim Miller syngur með hljómsveitinni og hefur auk þess stutta kabarett- sýningu á hverju kvöldi. Hreyf- ingar hennar og framkoma bera þess vott að hún hefur verið skautadansmær og akrobat, og hún hefur gott lag á að fá áheyr- endur til að taka þátt í skemmti- atriðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.