Morgunblaðið - 09.08.1959, Blaðsíða 16
16
MOnaVlSBLAÐlÐ
Sunnudagur 9. ágúst 1959
„í>að er strlðsmynd". Það var
nærri því að heyra, að hún vildi
réttlæta sig. „Þér hafið ekki svar
að spurningu minni“ bætti hún
við.
„Ég kom ekki af sjálfsdáðum.
Þér létuð kalla á mig“.
„Af því að ég vissi ekki, hver
var að hæna börnin mín að sér“.
Hún bar höndina ósjálfrátt að
hjartanu. Nú mundi hún eftir orð-
um Hermanns. Afbrotamaður. Af
brotamaður var vís til alls. Ætlaði
hann að hefna sín á Hermanni?
Voru börnin þeirra í hættu?
Aðkomumaður brosti. Bros hans
var róandi.
Eins og hann hefði lesið hugsan
ir hennar, sagði hann:
„Bróðursonur minn og bróður-
dóttir eru vel geymd hjá mér.
Óttist þér ekki, frú.
En það er rétt, a_ð ég hef „hænt“
bömin að mér. Ég hef ekki séð
Hermann í fjórtán ár. Líklega
myndi hann ekki taka á móti
mér en mér þætti gaman að vita
meira um hann“. Hann glotti.
„Líklega er ég í rauninni fjöi-
skyldukær".
Simba, önnur svarta stúlkan,
kom með smáborð, og á því var
viskýglas, viskýflaska og sóda-
vatnsflaska. Börnin þyrptust þeg-
ar í stað að Antóníó aftur.
„Ég þarf að tala dálítið við
vin ykkar“ sagði Vera við þau.
Pétur hleypti brúnum en Silvía
setti á sig stút.
Antóníó deplaði augunum til
þeirra.
„Ég hitti ykkur bráðum aftur“,
sagði hann. Þá fóru þau mótmæla
laust.
„Þér virðist hafa eitthvert töfra
vald á börnunum", sagði Vera.
„Það hafa heimskingjar ávallt".
.Hermanni mun áreiðanlega
þykja vænt um að sjá yður“.
„Nei, það þykir honum ekki,
alls ekki“. Hann hló þurrlega.
„Hann hatar mig. Það þarf ég
ekki að segja yður“.
„Ég veit ekki .... “
Hún þagnaði. En það var um
seinan. Antóníó mælti:
„Hann hefir þá ekki sagt yður
neitt um mig. Og þegar hún ekki
svaraði sagði hann hægt og hugs-
andi:
.Hvernig heijr Hermann náð í
svona töfrandi konu?“
Hún fann, að hún varð að standa
upp og láta hann fara. Hið ögr-
andi augnaráð hans var ennþá
égengara en orð hans, en um
leið fann hún til magnleysis í
hnjánum. Hún gat ekki staðið
upp. Hún sagði:
„Þér vitið ekkert um Her-
mann“.
„Þetta voru engir innantómir
gullhamrar" sagði hann. „Ég átti
ekki aðeins við það, að þér vær-
uð falleg ,enda þótt þér séuð það.
Ég hef hugsað mér konu Her-
manns öðru vísi, harðlynda, metn
aðargjarna, skapilla, ómannúð-
lega. Það er að segja konu, sem
honum hæfir“. Hann lét ekki taka
fram í fyrir sér. „Börnin hafa sagt
mér margt um yður. Það er ó-
drengilegur hagur, en ég veit
meira um yður en þér um mig“.
Loksins herti hún sig upp.
„Mér nægir það, sem ég veit
um yður“ sagði hún. „Ef þér vilj-
ið sjá Hermann, þá skuluð þér
fara til hans“. Hún stóð upp. „Ég
væri yður þakklát, ef þér ónáðuð-
uð börnin mín ekki framar. Ann-
ars yrði ég að banna þeim að
fara út úr húsinu“.
Hann sat kyrr.
„Yður tekst ekki að látast vera
harðlynd kona“ sagði hann.
Hrukkurnar á andliti hans uxu
og minnkuðu en hann brosti enn
þá. „Þar að auki hef ég ekki
sagt, að ég ætti að hitta Hermann
aftur. Ég vil aðeins vita, hvað hef
ir rekið hann hingað. Og nú vil ég
sérstaklega vita það“.
Hann stóð nú líka upp og tæmdi
viskýglasið sitt.
„Hvers vegna viljið þér vita
það?“ spurði hún. Hún hafði ekki
ætlað að spyrja hann neins frek-
ar, heldur aðeins að losna við
hann sem fyrst.
„Af því að það leiðir ekkert
gott af sér. Hermann hefir alltaf
verið heppinn. Nú er hann óhepp-
inn. Hann hefir farið inn á veiði-
svæði mitt. Hingað á hann ekkert
erindi".
Hún reyndi að brosa ögrandi.
„Eruð þér svona voldugur?“
„Voldugur? Nei. Ég er ekki Her
mann. Mig þyrstir ekki í völd. Ég
er heima og ég þekki bróður
minn. Mér er nokkurn veginn
ljóst, hvað hann hefir fyrir stafni.
Hann fer krókaleiðir eins og alltaf
endranær. Síðan ég hef kynnst
yður veit ég, að hann hefir ekki
sagt yður neitt um það. En þér
eruð konan hans og hann mun
draga yður með sér. Leið hans
liggur ofan í hyldýpið“. Hann
virti konuna fyrir sér og það var
bæði ögrun og meðaukvun í
augnaráðinu. ,Það væri skaði yð-
ar vegna“. Hann sneri sér við,
eins og hann ætlaði nú að fara.
Skyndilega fannst henni, án
þess Við það yrði ráðið, að hún
yrði að halda honum kyrrum.
Enda þótt hann segði börnunum
kynlegustu lygasögur og þótt
hann lygi, þegar hann talaði um
Hermann — þá hafði hann sagt
sannleikann að einu leyti.
Hermann hafði ekki skýrt henni
frá því, hvers vegna hann fór til
Kongó, eða það var ekki allur
sannleikurinn sem hann hafði
sagt henni.
„Viljið þér segja mér, hvers
vegna Hermann er hingað kom-
inn?“ spurði hún. Og hún bætti
við í flýti: „Til þess að þér sann-
færist um, að ég veit það .... “
Hann leit aftur á hana. Hann
svaraði ekki þegar í stað. Regn-
droparnir duttu úr þakrennunni
niður á steinhellurnar. Sólarinn-
ar gætti nú ekki lengur, en það
var mjög heitt ennþá.
„í næsta skipti" sagði hann ró-
lega: „Ég mun koma aftur“.
„Nei, það munuð þér ekki gera“
sagði hún nærri því úrvinda.
„í næsta skipti----“, endurtók
hann. „Og það væri rétt af yður,
Rafmagnsdælur
fyrir miðstöðvarkerfi
nýkomnar.
A- Einarsson og Funk hf.
Garðastræti 6 — Sími 13982
NIVEA
Sól Spray
(ekta)
Pantanir óskast sóttar sem fyrst
lj?yfMniin
Samkvæmiskapur
MARKAÐURINN
Bankastræti 7
Hafnarstræti 5
a
L
ú
9
..MAYBE SOME
UTTLE PETAIL
THAT MIGHT
SHED LIGHT
ON THOSE &
MISSING
jeweus? r m
CHERRY, |
HOW ABOUT
BREWING SOME
MORE COFFEE
WHILE WE
[ WAIT ?
MARK...IS...IS THERE
ANYTHING YOU FORGOT
TO TELL ME ABOUT
YOUR TRIP TO THE Y'
V_PLANE CRASH... I
f UH...HE HAP
TO RUN INTO
TOWN AFEW
MINUTES...HE
SAID HE'D
BE RIGHT 1
BACK / )
HEV; BILL, AREN'T WE
GOINS’ UP THE MOUNTAIN?.. !
JUST SAW MR. ROBERTS
»___ ___ LEAVE /
OKAY,
I THINK I COVERED ”
BVERYTHING...YOU SOUND LIKE
A DETECTIVE YOURSELF, Bl LL f
I
[
Heyrðu, Bill, eigum við ekki
»8 fara upp á fjallið? Ég sá að
herra Roberts var að fara.
Hann varð að skreppa í bæinn,
hann sagðist mundi koma strax
aftur.
Signý. eigum við ekki að fá
okkur svolítið meira kaffi með-
an við bíðum?
Jú, jú gamli kaffikarl.
Markús: Er það nokkuð sem
að þú gleymdir að segja éiér í
sambandi við flugslysið....
.... Kannske eitthvað í sam-
bandi við þessa týndu geim-
steina?
að segja Hermanni ekkert um
heimsókn mína“.
„Ég mun segja honum frá henni
þegar í kvöld“.
Hann 'yppti öxlum.
Síðan gekk hann hægt að úti-
dyrunum, með sínu einkennilega,
fjaðurmagnaða göngulagi. Það
var líkt og hjá rándýri, sem fer
hljóðlega en fullt af sjálfstraustL
Vera heyrði fagnaðarhljóð barn.
anna úti í forgarðinum. Senni-
lega höfðu þau tekið „hvíta Indí-
ánann“ aftur á milli sín.
„Ég verð að fá að vita sannleik
ann“, hugsaði Vera. Ég segi'Her-
manni ekkert, að minnsta kosti
ekki í dag“.
Hún tók um hin heitu gagnaugu
sin.
Það dró aftur upp dökk ský á
loftið frá Kongófljótinu.
Antóníó stóð við afgreiðslu-
borðið í vínstúkunni. Það var
tæpum sex klukkustundum eftir
heimsókn hans hjá Veru. Hann
hafði látið Lúlúu vera heima i
þetta skipti. Hún hafði orgað,
stappað og grátið. Hann hafði lok
að dyrunum á eftir sér og læst
hurðinni. Það kom fyrir, að
hann lokaði Lúlúu inni í heilan
sólarhring.
Zenta var einmitt að Ijúka
kvæði. Húnk om tij hans. Stúlk-
an bak við afgreiðsluborðið ýtti
þegar í stað koniaksglasi til
hennar.
„Þú drekkur of mikið, An-
tóníó“, sagði húij.
„Sulda ég þér eitthvað?"
„Það er ekki svo að skilja".
„Jæja þá“. Hann horfði á hana.
„Þú ert að verða gömul, Zenta“.
Hún hló sinni hásu rödd.
„Ég er ekki orðin tuttugu og
sex ára ennþá".
SHÍItvarpiö
Laugardagur 8. ágúst.
Fastir liðir eins og venjulegaj
— 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryn
dís Sigurjónsdóttir). — 19.30 Tón
leikar: Ungversk þjóðlög, sung-
in og leikin. — 20.30 Tónleikar:
Lög úr tveimur óperettum. ---
20.45 Upplestur: „Ekkja Kilden-
bauers", smásaga eftir Lars Dill-
ing, í þýðingu Málfríðar Einars-
dóttur. — 21.10 Tónleikar. —
21.30 Leikrit: „Bréfdúfan“ eftir
Eaen Phillpotts. — Leikstjóri og
þýðandi: Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. — 22.10 Danslög (pl.). —
2400 Dagskrárlok.
Sunnudagur 9. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Hallgrímskirkju
(Séra Sigurjón Árnason. Organ-
leikari: Páll Halldórsson). 15,00
Miðdegistónleikar. 16,00 Kaffi-
tíminn. 16,30 Færeysk guðsþjón-
usta. (Hljóðritað í Þórshöfn). —-
17,00 Sunnudagslögin. 18,30
Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson
kennari). 19,30 Tónleikar. 20,20
Raddir skálda: Verk eftir Jökul
Jakobsson, Hannes Pétursson og
Geir Kristjánsson. (Höfundarnir
flytja). 21,00 Tónleikar. 21,30
Úr ýmsum áttum (Sveinn Skorri
Höskuldsson). 22,05 Danslög. —
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 10. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,00 Þingfréttir. — Tónleikar.
20.30 Tónleikar. 20,50 Um daginn
og veginn (Einar Ásmundsson
hæstaréttarlögmaður). 21,10 Tón
leikar. 21,30 Útvarpssagan: Far-
andsalinn eftir Ivar Lo-Johanson.
Sögulok. (Hannes Sigfússon rit-
höfundur). 22,00 Fréttir, síldveiði
skýrsla og veðurfregnir.. 22,25
Búnaðarþáttur: Um ræktunar-
mál. (Agnar Guðnason ráðu-
nautur). 22,40 Kammertónleikar.
23,10 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 11. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,00 Þingfréttir. — Tónleikar.
20,30 Erindi: Rímur og raunvís-
indi. Fyrra erindi. (Sigurður Pét-
ursson gerlafræðingur). — 20,55
Tónleikar. 21,25 Iþróttir (Sigurð-
ur Sigurðsson). 21,45 Dietrich
Fischer-Dieskau syngur lög eft-
ir Johannes Brahms. 22,10 Lög
unga fólksins. (Haukur Hauks-
son). 23,05 Dagskrárlok.