Morgunblaðið - 18.09.1959, Page 3
í'östudagur 18. sepí. 1959
morcvwbt/aðið
3
Séð út um neðra op Jarðganganna við Efra-Sog. Mótið, sem notað er til þess að steypa eftir veggi og loft ganganna, stendur fyr-
ir iraman opið, en fjærst sést uppslátturinn við aðalinntakið í stöðvarhúsið. — Stór krani er notaður við að reisa uppsláttinn. —
. Myndirnar tók vig.
Vonandi verður jólagjdfin:
Rafmagn frá
Efra-Sogi
1 GÆR brá tíðindamaður
blaðsins sér austur að Efra-
Sogi til þess að frétta af því
hvernig framkvæmdir gengju
þar eftir skemmdirnar sem
urðu af flóðinu í júní í sumar,
er varnarstíflan við Þing-
vallavatn sprakk og vatnið
flæddi gegnum hin 350 metra
löngu jarðgöng og skall á
vélahúsinu og olli þar með
töf og tjóni á hinu þýðingar-
mikla mannvirki.
Sogsstíflan hálfnuð
Árni Snævarr verkfræðingur
fylgdi mér um svæðið og sýndi
mannvirkin. Fyrst fórum við
norður að Þingvallavatni og skoð
uðum stífluhlutann, sem búið er
að byggja fyrir Sogið. Lokið er
við helming hennar og er verið
að koma fyrir lokum í flóðgátt-
ina. Starfsmennirnir létu glóandi
hnoðin ganga á milli sín og not-
uðu við það skaftlangar tengur,
en lofthamar hnoðaði boltana í
stálþilið. Eftir er svo að byggja
hinn helming stíflunnar, sem
mun alveg loka Soginu, en það
verk verður ekki unnið fyrr en
næsta vor.
Lokið er nú að slá upp fyrir
lnntaksmannvirkinu við efra op
ganganna, en þar verður komið
fyrir lokum svo hægt sé að loka
göngunum ef þurfa þykir.
Lokið við gólfið í göngunum
I gær var einmitt verið að
steypa síðasta kaflann af gólfinu
í göngunum og innan skamms
verður síðan haldið áfram að
fóðra göngin innan með steypu-
lagi, bæði hliðar og loft. Áður
var búið að ganga að fullu frá
einum þriðja af jarðgöngunum
eða 120 metrum. Verið er nú
einnig að vinna að því að setja
steypulag innan í jöfnunarþróna,
sem er við neðra op ganganna og
jafnframt er verið að byggja að-
alinntakið í vélahúsið og er það
verk vel á veg komið.
Þá er unnið að byggingu húsa
fyrir vélgæzlumenn stöðvarinn-
ar, en þau standa á uppfylling-
unni vestan við stöðvarhúsið. Er
annað þeirra þegar fokhelt.
Vélar settar upp
Inni í stöðvarhúsinu er unnið
að uppsetningu véla og tækja og
er þegar lokið að setja túrbínurn-
ar upp en verið að koma fyrir
rafölum og öðrum rafbúnaði.
Af þessu má sjá að unnið er af
miklum krafti við framkvæmd-
irnar við Efra-Sog. Ekki verða
nú lengur greind nein vegsum- (
merki þeirrar eyðileggingar, sem
varð við flóðið í sumar. Verkinu
er á öllum stöðum komið miklum
mun lengra en var áður en flóð.ð
skall á.
Hjá verktökunum, sem annast
byggingu mannvirkisins eru nú
um 170 manns í vinnu, en auk
þess eru 80 manns, sem vinna að
vélauppsetningu og linubyggingu
á vegum Sogsvirkjunarinnar.
Auk þess sem ég ræddi við
Árna Snævarr gafst mér tæki-
færi til þess að leggja nokkrar
spurningar fyrir Kay Langvad
verkfræðing, framkvæmdastjóra
verktakafyrirtækisins.
Sex vikna töf
Spurði ég hann m. a. hve hann
teldi að verkið hefði tafizt við
það að stíflan í Þingvallavatni
sprakk. Taldi hann að í heild
svaraði sú töf 2 % mánuði og væri
þar fyrst og fremst um að ræða
töf á ýmisskonar ytri frágangi
raforkuversins. Hins vegar
myndu vélar rafstöðvarinnar
komast í gang 6—7 vikum seinna
en ella hefði orðið, ef ekkert
óhapp hefði viljað til.
Að öllu þessu athuguðu telja
þeir verkfræðingarnir að raf-
stöðin geti tekið til starfa um
jól í vetur. Þetta er þó háð því
að tíðarfar verði ekki einmuna
siæmt og jafnframt, að ekki verði
hörgull á starfsfólki, bæði fag-
lærðum mönnum og verkamönn-
um. Eins og stendur er skortur
á starfsfólki.
Sögur um eyðileggingu ýktar
Við flóðið varð engin eyðilegg-
ing á vélum orkuversins, sem þeg
ar var búið að setja upp, og mjög
lítið af því, sem að mestu eða
öllu var frágengið, lét sig. Hins
vegar skemmdust uppslættir og
verk er skammt voru á veg kom-
in.
Sögusagnir þær, sem gengið
hafa um eyðilegginguna við Efra-
Sog eru margar hverjar mjög
ýktar, bæði fjártjón af þeim sök-
um og töf sú er verður á því að
stöðin taki til starfa.
Sem fyrr segir nemur töfin
6—7 vikum frá fyrri áætlun og
starfsáætlanir eru nú miðaðar
við að rafmagn frá Efra Sogi
komi sem jólagjöf. Vonandi er að
það takist. — vig.
SIAKSTEIMR
„Hentistefna og óheiðar-
legur hringlandaháttur
Framsóknar í varnar-
málunum“
TJndir þessari fyrirsögn segir
Alþýðubiaðið í fyrradag:
„Tímanum er svo mikið áhuga-
mál að nota vandræðin á Kefla-
víkurflugvelli til pólitískra
árása, að blaðið dró í þrjá daga
að birta leiðréttingar frá Fram-
sóknarmönnum, sem stjórna
varnarmáladeild. Var þessi drátt-
ur sýnilega viljandi gerður til að
blaðið gæti truflunarlaust haldið
áfram að fara með blekkingar og
rangfærslur um málið.
Varnarmáladeild, sem er ein-
göngu skipuð Framsóknarmönn-
um, sendi Tímanum leiðréttingu
á viðtali við flugmálastjóra og
staðfesti, að hann hefði svikizt
um að láta rétt, íslenzk yfirvöld
vita um atburðinn við flugskýlið
fyrr en á þriðjudag. Þessa leið-
réttingu skrifaði varnarmála
nefnd 10. september, en af dular-
fullum ástæðum birtist hún ekki
fyrr en 13 — eftir að lögreglu-
skýrslan hafði upplýst málið. Af
hverju gat Tíminn ekki birt ies-
endum sínum sannleikann fyrr?44
Alvarlegar ásakanir
Þessi ummæli málgagns utan-
ríkisráðherra eru harla lærdóms-
rík. Þar er því haldið fram að:
1) Tíminn sé staðinn að „blekk
ingum og rangfærslum“. Þetta er
engin nýjung, en er eftirtektar-
vert vegna þess nána sambands,
sem til skamms tíma var á milii
Alþýðublaðsins og Timans. Tim-
inn reynist öllum illa og verst
þeim sem honum hafa bezt treyst.
2) Flugmálastjóri hafi „svikizt
um skyldu“ sína. Þessi ásökun er
svo alvarlegs.eðlis, að ekki verð-
ur unað við annað en það mál sé
upplýst hlitar.
3) Varnarmáladeild sé „ein
göngu skipuð Framsóknarmönn-
um“. Hér er að vísu einungis
staðfest það, sem áður var vitað.
En málgagn utanríkisráðherra
mundi naumast leggja slíka
áherzlu á þetta nú, nema þess
hefði orðið alvarlega vart i starfi
þessara manna af hverju sauða-
húsi þeir eru.
,,Kom aldrei upp nema
girðingarbútum“
Alþýðublaðið heldur áfram:
„Þar er furðulegt gort, sem Tím
inn birtir dag eftir dag þess efn-
is, að dr. Kristinn Guðmundsson
hafi gert einhver kraftaverk,
meðan hann stjórnaði varnarmál
unura. Sannleikurinn er sá, að
doktorinn setti engar reglur um
ferðir hermanna — það gerðu
Ameríkumenn sjálfir. Oft mikl-
ast Tíminn yfir girðingu, sem
doktorinn eigi að hafa látið setja
umhverfis völlinn, en sannleikur-
inn er sá ,að hann kom aldrei upp
nema girðingarbútum ,sem aldrei
náðu alla leið umhverfis flug-
völlinn.
Almenningur fordæmir óheið-
arleik og hringlandahátt Fram-
sóknar í varnarmálunqm. Flokk-
urinn rekur þar ómerkilegustu
hentistefnu, sem hugsazt getur“.
Við þessa frásögn er það að at-
huga, að sök dr. Kristins er fyrst
og fremst sú, að hann lét mis-
nota nafn sitt. Sjálfur er maður-
inn saklaust góðmenni, er ekki
varaðist að Hermann Jónasson
hafði hann að leiksoppi. Hann
gerði aldrei neitt nema að fyrir-
Iagi Hermanns.
Raunverulega er það Hermann,
sem ber ábyrgöina á því gróða-
bralli og fálmi er á þessu tímabili
einkenndi meðferð varnarmál-
anna.