Morgunblaðið - 18.09.1959, Side 18

Morgunblaðið - 18.09.1959, Side 18
18 MOKCVNnrAÐIÐ 4 Föstudagur 18. sept. 1959 Allar hkur benda til oð Olympíumeistarar í knatt- —----------------------- J spyrnu '56 komist ekki í loka keppnina nú — og þá þóttu Búlgarar eiga miklu meira í leiknum. Já, margt getur skeð í knatt- spyrnu. Ólafur Ásmundsson Söguleg úrslit í A - Evrópu riölinúm UNDANRÁSIR knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna standa nú sem hæst — og hin óvæntu úrslit hafa ekki látið á sér standa. Þannig standa málin nú, að líklegast má telja að sig- urvegararnir á síðustu Ólympíuleikjum, lið Rússa, komist alls ekki í úrslitakeppni Rómarleikjanna!!! í einum riðli undanrásanna er Rússland, Búlgaría og Rúmenía. Það er að þessum riðli, sem allra augu beinast. Á sunnudaginn mættust Rússar og Búlgaríu- menn í Soffía og sigruðu Búlg- arar með 1 marki gegn engu. ★ * EITT STIG NÆGIR Og nú standa málin svo, að ef Búlgarir fá 1 stig í tveim leikjum sínum við Rúmeníu, þá eru þeir sigurvegarar í riðlinum og fara til Rómar. Engum kemur til hugar að öðruvísi fari en Búlgarar nái þessu stigi — líklegast er að þeir hirði öll stigin fjögur í leikjunum við Rúmeníu. 1 þessum riðli hefur Rússland leikið alla sína leiki, eða fjóra talsins. Þeir hafa fengið 4 stig. Búlgaría hefur hlotið 3 stig í tveimur leikjum (báðum við Rússa) og Rúmenía hefur hlotið 1 stig í 2 leikjum (við Rússa). ★ HEFND!! Nú er leikjanna milli Rúm- eníu og Búlgariu beðið með spenningi — og þó, því almennt er talið að Búlgarar hljóti auð- veldan sigur. Fari svo þá þurfa Ólympíumeistararnir frá 1956 ekki að ómaka sig til Rómar til að verja titil sinn. En það má hins vegar segja, að Búlgarar hefni sín á réttan hátt á Rússum. Það voru nefni- lega Búlgarar sem Rússar sigr- uðu í úrslitaleik Ólympíuleik- anna í Melbourne — og þá með þeim minnsta mun sem hægt er að vinna leik, 1 mark gegn engu Heimsmet í brmgusimdi PEKING, 17. sept. ■— Sundmað urinn • Mo Sjang Sjung, setti í dag nýtt heimsmet í 100 m bringu sundi. Synti hann vegalengdina á 1.11.1 mín. Áður hefur hann synt vegalengdina á 1.11.3 mín. — NTB. Enska knattspyrnan: Ulfarnir unnu Fulham 8 gegn 0 8. UMFERÐ ensku deildarkeppn- innar fór fram fyrri hluta þess- arar viku og urðu úrslit leikjanna þessi: W 1. deild Blackpool — Leichester ....... 3:3 West Ham — Tottenham .......... 1:2 Arsenal — Bolton ............ 2:1 Preston — Burnley ........... 1:0 Chelsea — Birminghan^ ........ 4:2 Everton — Blacburn............ 2:0 Leeds — Manchester U .......... 2:2 Manchester City — Luton ....... 1:2 Newcastle — W. B. A............ 0:0 Sheffield W. — N. Forest-...... 0:1 Wolverhampton — Fulham ........ 9:0 2. ileild Aston Villa — Portsmouth ....... 5:2 Hull — Middlesborough ......... 3:3 Bristol City — Charlton ....... 1:2 Brighton — Leyton Orient ...... 1:1 Cardiff — Derby................ 2:0 Ipswich — Bristol Rovers ...... 3:0 Rotherham — Plymouth........... 1:1 Stoke — Lincoln ............... 6:1 Sunderland — Shefíield U....... 5:1 Tottenham heldur áfram sigur- göngu sinni enda hefur félagið á mjög góðum leikmönnum að skipa. Til marks um það má geta þess, að þrír leikmer.n, sein kostuðu félagið 50 þús. pund, komast ekki í aðallxðið og ieika þvl með B-liðinu. Þessir leik- menn eru þeir Marchi, Brooks og Ryden. — Nú er svo komið að aðeins eitt lið i 1. deild, Tott- en ham, er ósigrað en í 2. deild er Charlton eina liðið, sem ekki hefur tapað leik. — Mikia at- hygli vekur hinn stóri sigur Wolv erhampton yfir Fulham og er hægt að segja að ósigursins þann 9. sept. sl., er Fulham sigraði 3:1, hafi verið hefnt á grimmi- legan hátt. Minna þessi úrslit á sigur Tottenham sl. ár yfir Ever- ton 10:4 svo og sigur Wolverhamp ton yfir Portsmouth 7:0. — Ever- ton og Luton unnu nú sína fyrstu sigra og er þó sigur Everton yfir Blackburn athyglisverðari. — Aston Villa heldur áfram sigur- göngunni og eru menn að vona að þetta fræga lið komi fljótt aftur upp í 1. deild. Að 8. umferð- um loknum er staðan þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Tottenham 8 4 4 0 19:9 12 W olverhampton 8 5 2 1 28:14 12 Arsenal 8 4 3 1 14:8 11 Burnley 8 5 0 3 17:16 10 Bolton 8 2 1 5 10:12 5 Everton 7 1 3 3 9:12 5 Birmingham 3 1 3 4 10:14 5 Luton 8 1 3 4 7:11 5 2. ðeild (efstu og neðstu liðin) Aston Villa 8 6 1 1 17:7 13 Cardiff 8 6 1 1 17:9 13 Huddersfield 7 5 1 1 17:8 11 Middlesborough 8 4 3 1 23:10 11 Portsmonth 8 1 2 5 10:17 4 Schuntorpe 7 1 2 4 5:12 4 Lincoln 8 2 0 6 7:18 4 Bristol City 8 1 i 6 11:19 3 Fimmtugur í dcg; ■r jt' r Olafur Asmundsson byggingameistari í DAG er fimmtugur Ólafur Ás- mundsson byggingameistari, til heimilis að Langagerði 78, hér í bæ. Ólafur er fæddur að Tind- stöðum á ICjalarnesi sonur hjón- anna Sigríðar Árnadóttur og Ás- mundar Ólafssonar er þarbjuggu. Hann ólst upp hjá ömmu sinni Sigríði Jónsdóttur, er bjó að Mó- um í sömu sveit. Ólafur nam tré- smíði hjá Jóni Jónssyni bygginga meistara, og lauk námi 1930. — Eftir að hann varð meistari hef- ur hann jafnan haft á hendi verk- stjórn og séð um meiriháttar byggingar, svo sem hraðfrystihús á Patreksffrði, beinamjölsverk- smiðju í Njarðvík, trésmiðjuna Víði, Áburðarverksmiðjuna og fleira mætti telja auk fjölmargra íbúðarhúsa.Enda mun mega segja að eftir Ólafi hafi alltaf verið sótt af mönnum, er þekkt hafa til hans ef miklar framkvæmdir voru á döfinni, enda njóta sin þá bezt dugnaður hans og verk- hýggni, sem. eru tveir af hans beztu eðliskostum. Um tíma var hann í stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur. Ólafur hefur nú á hendi verkstjórn hjá Bygging- arfélaginu Brú. Giftur er Ólafur Auði Magnúsdóttur frá Botni í Geirþjófsfirði og eiga þau tvo syni, þá Hilmar verzlunarmann og Ásmund, er nam húsasmíði hjá föður sínum, og hafa þeir ávallt starfað saman síðan Ásmundur lauk námi. — Er heimili þeirra hjóna þekkt að rausn og gest- risni. Ólafur hefur sérstakt yndi af fjallaferðum, auk stangaveiði sem er hans tómstundaiðja á sumrum. Á þessum merkisdegi munu allir þeir, sem kynnzt hafa Ólafi, senda honum sjálfum og heimili hans sínar innilegustu árnaðaróskir. Lifðu heill. Kristján Magnússon. Fulltrúar neytenda Framh. af bls. 1. leggja fyrir fulltrúa samtakanna í- verðlagsnefndinni, að taka ekki frekari þátt í störfum nefndar- innar að svo stöddu. Var land- búnaðarráðherra tilkynnt þessi ákvörðun með bréfi dags. í dag, fylgir það hér með í afriti. F. h. Alþýðusambands fslands Óskar Hallgrímsson F. h. Sjómannafélags Reykjavíkur Sigfús Bjarnason F: h. Landssambands iðnaðar- manna Bragi Hannesson Bréf launþegasamtakanna til landbúnaðarráðherra. 17. sept. 1959. Svo sem ráðuneytinu mu.i kuhnugt, hefur um eins árs skeið verið uppi ágreiningur milli fuli- trúa neýtenda og fulltrúa fram- léiðenda í verðlagsnefnd land- búnaðarafurða um valdsvið Fram leiðsluráðs landbúnaðarins. Mála vextir eru í stuttu máli þeir sem nú skal greina: , Eftir að verðlagsnefndin hafði á sl. ári gengið frá verðlagsgrund velli landbúnaðarafurða fyrir verðlagsárið 1/9. 1958 — 31/8 1959 gerðist það, að Framleiðshi- ráð landbúnaðarins bætti á heild- söluverð dilkakjöts í 1. verð- flokki vei'ðjöfnunargjaldi kr. 0,85 pr. kg til jöfnunar milli kjöts selds á innlendum markaði og þess kjöts, sem áætlað var að selja erlendis. Þessu mótmæltu fulltrúar neytenda sem óheimilu og kröfðust þess, að verðjöfnun- argjald þetta yrði fellt niður. Þar sem Framleiðsluráðið hafði mótmæli þessi að engu, höfðuðu fulltrúar neytenda, í samráði við samtök þau er að tilnefningu þeirra standa, mál á hendur Fram ieiðsluráði landbúnaðarins, ’neð stefnu útg. 11/11 1958, pg kröfð- ust þess, að viðurkennt yrði með dómi, að Framleiðsluráðinu væri óheimilt að leggja umrætt verð- jöfnunargjald á. Með dómi, uppkveðnum í bæjar þingi Reykjavíkur hinn 18. ágúst sl., var Framleiðsluráðið sýknað af þessari kröfu. Fulltrúar neyt- enda ákváðu þegar í stað að á- frýja dómi þesum til Hæstaréttar og er málið þar nú til meðferðar. Samtök vor líta svo á, að með dómi þessum, ef staðfestur verð- ur, sé grundvelli þeim, sem þátt- taka fulltrúa neytenda í verðlags nefnd landbúnaðarafurða hefur byggzt á, gjörsamlega burtu svipt, og að ókleyft sé fyrir full- trúa neytenda, meðan undirrétt- ardómi þeim, er að framan getur, ekki er hrundið, að taka þátt í störfum verðlagsnefndarinnar. Vér höfum því í dag lagt fyrir fulltrúa vorn í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, að taka eigi frekari þátt í störfum nefndar- innar að svo stöddu. Ákvörðun þessa munum vér taka til nýrr- ar yfirvegunar, þegar fyrir ligg- ur niðurstaða Hæstaréttar í um- ræddu máli.“ ★ Blaðið átti tal við Svein Tryggvason framkvæmdastjóra framleiðsluráðs síðdegis í gær. Vildi blaðið kynna sér sjónarmið framleiðenda. Fékk það þau svör, að ekki væri á þessu stigi málsins hægt að gera grein fyrir sjónar- miðum þeirra þar eð talsmaður þeirra, Sverrir bóndi Gíslason í Hvammi form. stjórnar Stéttar- sambandsins, yrði ekki til viðtals fyrr en árdegis í dag. Stæðu yfir stöðug fundarhöld og væri for- maðurinn svo bundinn þeirra vegna. | — Tap SÍS Framh. af bls. 8 Svartahaf-Reykjavík. Samkvæmt ósk þáverandi ríkisstjórnar og með samþykki allra þriggja olíu- félaganna , var samið um, að Hamrafell sigldi 4 ferðir til Svartahafs fyrir 160 shillinga pr. smálest. Aðeins 3 ferðir voru sigldar fyrir þetta farmgjald. Sú fjórða fyrir 115 shillinga og það sem eftir var ársins fyrir sama farmgjald og rússnesku olíuskip- in tóku, en farmgjöld fóru þá lækkandi. Meðalfarmgjaid Hamrafells á árinu 1957 var 90 shillingar og 6 pence pr. smálest og var reksturshagnaður skips- ins það ár 3,8 millj. kr., þegar búið var að verja til afskrifta eins °g lög gera ráð fyrir. Á árinu 1958 fóru farmgjöld mjög lækkandi á heimsmarkaði og bæði Hamrafell og rússnesku skipin sigldu fyrir heimsmarkaðs taxta. Meðal farmgjöld Hamrs- fells árið 1958 reyndust aðeirs 26 shillingar og 7 pence pr. smá- lest. Vegna hinna mjög lágu farm- gjalda 1958 var mikill reksturs- halli á skipinu það ár. Með full- um lögleyfðum afskriftum nem- ur þessi halli 14,4 millj. króna eða 7,2 millj. króna í eignarhlut Sambandsins. Sambandið ákvað hins vegar að nota sér ekki fulla lögheimilaða afskrift, sem er 20% af kostnaðarverði (20% á ári fyrstu 3 árin síðan 10% næstu 3 árin). Þess í stað var eignar- hluti Sambandsins afskrifaður um 10% eða kr. 3,0 millj. og er það minnsta afskrift, sem til greina kemur vegna þess hve verð skipsins hefur fallfö á heimsmarkaði. Auk þessa varð svo reksturshalli í hlut Sam- bandsins 1,5 milljónir. Tap af rekstri skipsins sem fram kemur gjaldamegin á rekstrarreikningi Sambandsins árið 1958 er þannig 4,5 millj. króna. Hér kemur fram skýringin á tapi Sambandsins af utanfélags- mannaviðskiptum, þar sem olíu- flutningarnir eru allir fyrir ut- anfélagsmenn, olíufélögin þrjú sem starfa hér á landi, en ekkert þeirra er í Sambandinu enda ekki samvinnufélög. Þar sem hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir rekstri Hamra fells frá upphafi, er rétt að lok- um að benda á þá staðreynd, að skipið nýtur nú ekki sömu hlunn inda og önnur íslenzk farmskip né flestar aðrar útflutningsgrein- ar íslendinga. Á farmgjaldatekj- ur Hamrafells reiknast aðeins 55% gjaldeyrisupbót en önnur íslenzk skip fá farmgjöld, sem eru í mörgum tilfellum ekki í neinu hlutfalli við heimsmarkaðs taxta, heldur meira og minna mið uð við íslenzkar aðstæður. Eins og kunnugt er fær útflutnings- framleiðslan uppbætur frá 80— 100%. Hér er um að ræða slíkan mismun, að ekki er hægt að gera ráð fyrir að óbreyttum aðstæðum að íslendingar geti sjálfir til lengdar annazt olíuflutninga til landsins, þótt þessir flutningar séu nú um helmingur að magni til af því sem til landsins er flutt. Hér verður ekki frekar rætt um útsvarsmál SÍS. Að lokum mætti þó taka fram, að ánægju- legra væri fyrir Sambandið að greiða ríflega til bæjarfélagsin3 í Reykjavík en milljónatap á Hamrafellinu. Erlendur Einarsson X-15 reynd með góðum árangri NEW YORK, 17. sept NTB — í gær fór í reynsluflug flugvélin X-15, sem knúin er með eldflaug og ætlazt er til að borið geti mann út í geiminn. Flogið var með X-15 upp í 11.600 m hæð, en þar var henni sleppt. Flaug hún fyrir eigin vélarafli upp í fS.OOO m hæð, en síðan lenti flug. maðurinn henni, eftir um 1 tú klst. flug. Þótti þessi tilraun tak- ■*ast með ágætum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.