Morgunblaðið - 18.09.1959, Side 20
VEORIÐ
Allhvass SA — rigning’.
Í204. tbl. — Föstudagur 18. september 1959
Höfundur Njálu
Sjá bls. 11.
Herlögregla stöbvar
bíl á flugvellinum
í GÆRDAG gerðist það á
Keflavíkurflugvelli, að her-
lögregla varnarliðsins stöðv-
aði bílstjóra á leigubíl frá
Keflavíkurbæ. Töldu lögreglu
mennirnir að ökumaður bíls-
KOSNINGASKFIF-
STOFA SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
er í Morgunblaðshús-
inu, Aðalstræti 6, II.
hæð. — Skrifstofan er
opin alla daga frá kl.
10—18. —
k ★ 'k
Stuðningsfólk flokksins
er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna
og gefa henni upplýs-
ingar varðandi kosn-
ingarnar.
'k ★ 'k
Athugið hvort þér séuð
á kjörskrá í síma
12757.
k ★ -k
Gefið skrifstofunni upp-
lýsingar um fólk sem
verður fjarverandi á
kjördag, innanlands og
utan.
k ★ k
Símar skrifstofunnar eru
13560 og 10450.
ins hefði ekið með ólöglegum
hraða. Höfðu herlögreglu-
menn veitt bílnum eftirför og
loks króað bílinn af. íslenzkir
lögregluþjónar komu brátt á
vettvang. Lögreglustjórinn á
Keflavíkurflugvelli kom til
skjalanna og tók hann sjálfur
í sínar hendur rannsókn máls-
ins og stóðu yfirheyrslur yfir
er blaðið leitaði frétta í skrif-
stofu lögreglustjóra síðdegis
í gær.
• Frásögn útvarpsins
1 gærkvöldi skýrði útvarp
varnarliðsins frá atburði þessum.
Gat það þess að leigubíllinn hefði
ekið með um 50 mílna hraða um
svæðið næst barnaskóla varnar-
liðsins, en þar er hámarkshraði
leyfður 20 mílur. Hefðu herlög-
reglumenn veitt bifreiðinni eftir-
för þar eð bílstjórinn hefði neit-
að að stanza og hafi lögreglan
stöðvað bílinn við stæði leigubíla
þar á flugvellinum. Sagði útvarp-
ið að ökumaðurinn hefði með
akstri sínum um þetta svæði,
sýnt mikið gáleysi.
• Engin tilkynning
í gærkvöldi hafði ekki borizt
nein tilkynning frá lögreglustjór-
anum á Keflavíkurflugvelli varð
andi miál þetta. Fregnin af þess-
um atburði hafði borizt stjórnar-
ráðínu skömmu eftir að hann
átti sér stað.
.LONDON, 17. sept. — Brezki
Rauðikrossinn hefur veitt 500
sterlingspund til alsírskra flótta-
manna í Marokkó og Túnis. Er
þetta gert samkvæmt tilmælun
bandalags Rauða Krossins í Genf.
— ★ —
KAUPMANNAHÖFN, 17. sept —
Danska ríkisstjórnin hefur nú í
undirbúningi neyðarráðstafamr
til þess að veita aðstoð um 200
þúsund bændum í landinu, sem
hafa orðið illa úti vegna langvar-
andi þurrka.
Oýpsta vatn
landsins
FYRIR nokkru birtum við
hér í biaðinu frétt um að'
Hvalvatn fyrir botni Hval-
fjarðar væri hið dýpsla á
landimi, en áttum þá því mið-
ur ekki mynd af því. Nýlega
fór tíðindamaður blaðsins í
flugvél yfir Hvalvatn og tók
þessa mynd. Eins og Sigurjón
Rist skírði frá I samtali við
blaðið á dögunum er Hval-
vatn 160 m. djúpt og því
dýpsta vatn landsins, sem
enn hefir verið mælt. Það er
hins vegar aðeins 3,4 ferkm.
að yfirborðsstærð eða um tí-
undi hluti af yfirborðsstærð
Mývatns, en sakir þess hve
djúpt það er, er vatnsmagn-
ið í því þrisvar sinraum meira
en Mývatni.
Hér blasir þá við okkur
þetta litla, en þó stóra vatn.
Til hægri á myndinni liggja
rætur Hvalfells út í vatnið,
en efst á myndinni t.h. sér
suður til Botnsúlna.
— Ljósm.: vig.
Skipshöfnin rauð-
vínslaus í Faxaflóa
I GÆRDAG lagðist að Faxagarði
hér f Reykjavík 2000 tonna olíu-
skip. Skipshöfnin var bersýnilega
orðin þreytt og jafnvel vonleys-
issvipur á hinum suðrænu andlit-
um þeirra. Skýringin kom brátt
á þessu. Hér var um að ræða
franskt olíuskip, sem haft hefur
svo langa útivist að áilar rauð-
vínsbirgðir voru þrotnar.
☆
Forsaga þess að þetta skip er
hingað komið er ekki löng. Það
hafði tekið benzín og olíu í Kaup
mannahöfn og átti að sigla til
Angmagsalik og landa farminum
þar. En þegar nær dró Grænlands
strönd fór ísinn að gera vart við
sig. ísinn þéttist æ meir eftir því
sem lengra var haldið, unz ekki
varð lengra komizt. Var þá snú-
ið til baka úr ísnum og beðið
átektar. Við ísröndina hafði skip-
ið legið samfellt í fimm daga, en
ekki opnaðist leiðin inn til Ang-
magsalik. Þá var tekin ákvörðun
um að snúa skipinu og sigla til
íslands. Var það gert. Fyrir fimm
dögum var komið inn í Faxaflóa
og þar beið skipið þar til í fyrra-
dag. Á meðan var að því unnið
að fá að landa hér farmi skipsins
og það tókst. í gær var siglt inn
að stöð BP við Laugames og farm
inum landað í stöð Olíuverzlun-
arinnar á Köllunarkletti.
f gær kom skipið svo upp að
Faxagarði og þar skýrði skip-
stjórinn frá því, að rauðvíns-
birgðir skipsins hefði þrotið er
skipið kom inn í Faraflóa á dög-
xmum og hefðu skipsmenn orðið
að drekka vatn!
Skipstjóranum sem er maður
um þrítugt hafði tekizt að fá hér
farm í skip sitt og mun það fara
á nokkrar hafnir, Akranes og
Akureyri og jafnvel víðar og taka
lýsi. Skipið heitir Port de Bouc.
Réðist
á telpu-
barn
i rumi
TUTTUGU og eins árs gamall
piltur var í gærdag úrskurS-
aður í 40 daga gæzluvarðhald
og til að undirgangast geðheil ’
brigðisrannsókn á því tíma-
bili. Hafði hann lagt hendur
á sjö ára telpu.
Þetta gerðist vestur í hæ í
fyrrinótt. Maðurinn, sem var
undir áhrifum áfengis, rangl-
aði inn í íbúð í fjölbýlishúsi
því er hann á heima í. Hafði
forstofuhurðin verið kvik-
læst. Þar var ljós í forstof-
unni. Þar sá hann blómavasa,
tók hann og fór inn í lítið her-
bergi. Sá hann að þar svaf
stúlka, taldi fyrst að hún
myndi vera 15—16 ára. —.
Kvaðst hann hafa sezt á rúm-
stokkinn hjá henni, en þá um
leið séð, að barn var í rúm-
inu. Það vaknaði nærri
því um leið, og hrópaði upp
yfir sig af hræðslu. Maðurinn
varð þá óttasleginn og sló
hann telpuna í höfuðið með
blómavasanum og greip fyrir
vit hennar.
Við ópin hafði faðir telpunnar
vaknað og kom hann að árásar-
manninum haldandi fyrir vit
telpunnar, sem var alblóðug í
framan eftir áverkan undan högg
inu. Faðir telpunnar handtók ár-
ásarmanninn og gerði lögregl-
unni aðvart.
Rannsóknardómarinn, sem tók
málið fyrir í gær, úrskurðaði
manninn til gæzluvarðhalds sem
að ofan greinir. Ekki hefur ár-
ásarmaðurinn áður komið við
sögu lögreglunnar, svo að vitað
sé. — —•
Keres voitn
í GÆR var tefld í Bled sjö-
unda umferð skákmótsins þar
og er þá fyrstu atrennu móts-
ins lokið. Friðrik Ólafsson,
sem tefldi við Keres, tapaði
skák sinni og eins hafði
Benkö tapað fyrir Tal. Aðrar
skákir fóru í bif
FulltrúaráSs-
fundur í kvöld
í KVÖLD kl. 20.30 heldur
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík fund
í Sjálfstæðishúsinu.
Á fundinum mun kjör-
nefnd fulltrúaráðsins
leggja fram tillögur sínar
I
s
s
s
s
s
)
s
i
um framboðslista Sjálf- \
stæðisflokksins í Reykja- i
vík við næstu alþingiskosn- s
ingar. s
Meðlimir fulltrúaráðsins |
eru minntir á að sýna skír- !
teini sín við innganginn. — s