Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVNM 4Ð1Ð ■Þriðjudagur 29. sept. 1959 SPANN Algejr-fborg _ Kjbyh fjöilin Constjntine. Ouárgla - \ © \ Hasst Meisaoud \ % o. .'b S A HA RA Mau ritaníg ..Sw N. Tr a n 5 k 9 ^ V * Veséur - Afr ík a A1 si í n Et Höfnin í Mers-el Kebir, sem talin er ein bezta höfn á strönd Norður-Afríku. Á tanganum í baksýn er „fjallhýsið“, sem tal- að er um í greininni. — SígurSur A. IVtagnússona ALSÍR III. Bone liggur um 400 kílómetra; legast að friða þetta svæði. Upp- fyrir austan Algeirsborg, nálægt landamærum Túnis. Borgin er þannig á næstu grösum við helzta athafnasvæði uppreisnar- manna í Alsír, Kabylíu-fjöliin. Þegar fram líða stundir á Bone að verða ein mesta iðnaðarmið- stöð landsiní. Þar eru miklar járn og fosfatnámur, og ein af oiíu- leiðslunum frá Sahara á að liggja þangað. Flugið frá Algeirsborg til Bone tekur um hálfan annan tíma.og er flogið yfir hin illfæru og hrjóstrugu Kabylíu-fjöll. Þau eru hrikaleg tilsýndar, skorin djúp- um gljúfrum og typpt ókleifum tindum. Á fjallshryggjum hér og hvar getur að líta örsmá þorp eða afskekkta búgarða, og vegirnir virðast alls staðar þræða hrygg- ina. Þetta land er greinilega ti1. reisnarmenn hafast við í hellum og sprungum í fjöllunum, fáir menn í hverjum flokki, en þeir gera mikinn usla. Landslagið minnir einna helzt á tunglið eða islenzk öræfi, uppblásnar urðir, vindsorfnir hamrar, gróðurlaus gljúfur. Bone er ekki stór borg (íbú- Srrnir eru um 150.000), en hút, á sér langa og merkilega sögu. Á dögum Rómverja var hún eín helzta nýlenda á norðurströnd Afríku og gekk þá undir nafnmu Hippone (Bone er afbökun af því). Borgin er fræg úr kirkju- sögunni því hér bjó heilög Mon- ica ásamt syni sínum, sem síðar varð hér biskup. Hann var eng- inn annar en Augustinus kirkju- faðir, einn merkasti maður krist- innar kirkju fyrr og síðar. Au- valinn vettvangur skæruhernað-í gustinus var Berbi og reit verk enda gengur Frökkum treg- I sín í Hippone. Það var hér, sem hann gekk niður á ströndina í djúpum þönkum um veru guð- dómsins og hitti fyrir sér lítinn dreng sem hafði grafið holu ísar.d inn. Þegar Augustinus spurði drenginn hvað hann ætlaði að gera við holuna, svaraði sá stutti: Ég ætla að ausa öllum sjónum í hana. Þá rann það upp arnar eru allar lagðar meðfram akvegum, svo varðsveitirnar geti gætt þeirra á bílum sínum að næt urlagi. Eru þær á stöðugri ferð fram og aftur allar nætur. Flest- ir þeir uppreisnarmenn, sem felld ir eru af Frökkum, láta lífið við þessar girðingar. Mér var tjáð, að um tíu árekstrar ættu sér stað vikulega á þessum slóðum Hins vegar voru þess mörg dæmi til skamms tíma, að uppreisnarmenn kæmust undir víggirðingarnar og smygluðu þannig vopnum inn í landið. Frakkar töldu að um 700 upp- reisnarmenn væru á svæðir.u kringum Bone, og stunda þeir bæði skæruhernað og skemmdar- verk ýmiss konar. Frakkar hafa skipulagt sérstakar sjálfboðaliðs sveitir Múhameðstrúarmanna (Harkas) til að verja þorpin og gera franska hernum aðvart um árásir. Eru 4000 menn í þessum sveitum. Frönsku herforingjarnir sem við hittum við víggirðingarnar voru úr hinum frægu fallhlífa- hersveitum. Þeir höfðu greinilega mikla skemmtun af að skýra fyr- ir okkur leyndardóma hernaðar- listarinnar, sýna okkur stór landakort með dularfullum tákn- um og gera áætlanir um varnir, inni, sem miðar fyrst og fremst að iðnvæðingu landsins. Land- búnaður er einnig í örum vexti á þessum slóðum, og vínrækt mikil. Er árlega flutt út um hálf milljón hektólítra af víni. En megináherzlan er lögð á járn og fosfat, og er árlegur útflutningur járns 2 milljónir tonna, en fosfats hálf milljón tonna. Ætlunin er að vinna nokkuð af þessum hráefn- um í Bone, þegar stundir líða, og skapa þannig aukna atvinnu handa ört vaxandi fólksfjölda. Iðjuhöldarnir í Bone tala um „ríkisstuddan kapítalisma“, sem beztu lausnina. En stærsta vanda málið er skortur á tæknimenot- uðum mönnum, því ungir Mú- hameðstrúarmenn hafa miklu meiri áhuga á lögfræði en iðn- fræði. í tækniskólum eru aðeins 17% nemenda Múhameðstrúar- menn þó þeir eigi greiðan að- gang að þeim. OR AN Oran er miklu stærri borg en Bone (íbúatalan er 400.000) og liggur vestan Algeirsborgar, ná- lægt landamærum Marokkó, á tiltölulega friðsömu svæði. — í Alsír verður landið þeim munfrið sælla sem vestar dregur. Oran hefur einnig þá sérstöðu, að þar Bone Oran mMm Hluti at víggirðingunni við landamæri Túnis. 1 baksýn er varðturn og rafstöð, sem híeypir straumi í girðinguna og gefur merki, ef klippt er á hana. fyrir hinum vísa manni, hve fá- víslegt væri að ætla sér að skiija guðdóminn. Mannsheilinn gæti ekki rúmað meira af guðdómin- um en hola litla drengsins af haf- inu. Rétt utan við borgina er tign- arleg hæð, og efst á henni gnæfir basilika og klaustur til mirin- ingar um hinn fræga biskup. Berbar komu ekki sérlega mik- ið við sögu Rómverja, en samtvar einn af keisurum Rómaveldis, Septimius Severus, af þessum ætt stofni og upprunninn á sömu slóðum og Augustinus. Okkur var ekið til víggirðing- anna við landamæri Túnis, sem nú ná um 500 kílómetra inn í landið. Þessar girðingar eru tvö- faldar, og er allstórt bil á milli þeirra. Ytri viggirðingin er víð- ast hvar alllangt frá sjálfum landamærunum. Við fáum aðeins að sjá innri víggirðinguna, sem er rammlega byggð. Uppistaða hennar er stauraröð með átta rafmögnuð- um strengjum, sem eru í sam- bandi við sérstaka varðturna, þar sem rafstrauminum er stjórnað og fylgzt með hættumerkjujn, er fram koma á þar til gerðum áhöldum. Báðum megin við hina rafmögnuðu girðingu eru svo gaddavirsflækjur, 3—4 metrar á breidd, þannig að erfitt er að kom ast að rafmagnsstrengjunum Þess eru dæmi að uppreisnar- menn hafi klippt á strengina, en jafnskjótt þustu varðsveitir á vettvang og reyndu að hafa hendur í hári þeirra. Víggirðing- Útsýn yfir hluta af Oran. þegar næsta árás yrði gerð. Þetta voru atvinnuhermenn sem höfðu sennilega sama yndi af áætl- unum sínum og bardögum eins og strákar hafa af tindátum sínum og orustum þeirra. Mér fannst þeir líta á stríðið eins og skemmtilegan leik, og þess vegna urðu þeir mér einhvern vegino framandi menn. Á Bone-svæðinu eru Múhameðs trúarmenn í yfirgnæfandi meiri- hluta. Aðeins tæp 10% íbúanna eru Evrópumenn. Samt eiga Frakkar hér miklu fylgi að fagna, að því er ég heyrði, og þá eink- u mhjá kvenþjóðinni, sem fékk atkvæðisrétt í fyrsta sinn eftir valdtöku de Gaulles. Bone mun gegna mikilvægu hlutverki í Constantine-áætlun- eru um 65% íbúanna Evrópu- menn, enda hefur borgin evrópskan blæ. Tyrkir tóku Oran árið 1708, en svo féll hún í hendur Spánverj- um 1732 og laut þeim fram til 1790, þegar þeir fóru burt. Frakk- ár tóku borgina árið 1830 um leið og Algeirsborg. Oran getur státað af sérkenni- lega fögru borgarstæði. Hún liggur í hálfhring um lítinn flóa og hefur að bakhjarli ávalar hæðir og þverhnipt fjöll. Bygg- ingar eru áberandi nýtízkulegar, ekki síður en í Algeirsborg, og byggingarframkvæmdir miklar eins og þar, ekki sízt fyrir hina blásnauðu Múhameðstrúarmenn. Oran á líka sitt Casbah- Framh. á bis. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.