Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. sept. 1959 M O R C 11N fí T 4 Ð IÐ 15 ^JJvenjojó &in $ o<£ lieimifj i Sóroptim- istakiúbhur stofnaður hér á landi LAUGARLAGINN 19. þessa mánaðar var stofnuð hér á landi deild úr Sóroptimista- samtökunum, en það eru sam- tök kvenna víða um heim er hafa að markmiði, að vinna að eflingu siðgæðis í viðskipt- um og starfi og stuðla að sam starfi, samvinnu og skilningi milli manna og þjóða. Heims- samband er starfandi er nefn- ist á ensku: „Soroptimist Inter national Association“. Sóroptimist er dregið af latínu „sorores optimae“, sem útleggst „beztu systurnar". Var fyrsti klúbburinn stofn- aður f Ameríku 1921, en sá fyrsti í Evrópu 1923. Eru klúbbar nú starfandi í flest- um löndum heims og um 40 þúsund meðlimir eru innan samtakanna. Á Norðurlöndum hafa sór- optimistaklúbbar verið starf- andi á þriðja tug ára, en fyrsti klúbburinn á fslandi var stofn aður á dögunum eins og áð- ur segir. Sænsk kona, frú Ulla af Burén kom Kingað til lands til að vígja klúbbinn, en hún er varaformaður sam- takanna í Evrópu. Skýrði hún tíðindamanni blaðsins svo frá að það hefði verið sérstök ánægja að koma hingað, en Frá vígslu klúbbsins. Frú Ulla af Burén réttir frú Ragnheiði Guðjónsson skjalið, þar sem skýrt þar sem skýrt er frá því, að íslenzki sóroptimista-klúbburinn sé stofnaður. hún hefði um langt skeið starf að í Norræna félaginu í Stokk hólmi og því saknað íslendinga meira en ella úr sóroptimista- samtökunum. Kvaðst hún vona að þútttaka íslenzkra kvenna { sóroptimistasamtök- unum yrði þeim til góðs. í sóroptimistasamtökunum eru aðeins konur, sem hafa starf utan heimilis en 23 konur gengu í deildina, er hér var stofnuð. Formaður var kjör- in frú Ragnheiður Guðjóns- son, en aðrar í stjórn eru Ás- dís Pálsdóttir, Geirþrúður Bernhöft, Vigdís Jónsdóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Jð- hanna Sigurjónsdóttir, Rann- veig Þorsteinsdóttir og Val- borg Bentsdóttir. Helga Damcher, danskur sóroptimisti, sem hér hafði dvalizt, vann mikið að undir- búningi deildarinnar hér og var það ekki sízt henni að þakka, að klúbburinn var stofnaður. Sóroptimistar halda heims- þing fjórða hvert ár. Meðal starfa, er þeir hafa innt af hendi, má nefna, að þeir hafa gert mjög mikið fyrir flótta- menn. ÁætSun Úr rœðu viðskiptamála- ráðherra á fundi V.l. Á AÐALFUNDI Verzlunarráðs íslands, sem nýlega er lokið, flutti viðskiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ræðu er fjall- aði um viðhorfin í efnahagsmál- unum. Fara hér á eftir nokkur atriði úr ræðu ráðherrans: í upphafi máls síns gerði hann grein fyrir þróun efnahagsmál- anna að undanförnu og þá eink- um fyrir stefnu og störfum nú- verandi ríkisstjómar á því sviði. Síðan komst viðskiptamálaráð- herra svo að orði: „Eins og kunnugt er, eru yf- irfærslu- og innflutningsgjald- flokkarnir nú í aðalatriðum þrír. Af nokkrum brýnustu neyzlu- vörum ér nú greitt aðeins 30% yfirfærslugjald, af öllum þorra innflutningsins, þar með taldar allar rekstrarvörur og fjárfest- ingarvörur, er greitt 55% yfir- færslugjald, og af nokkrum vör- um, sem ekki eru taldar nauð- synlegar og samtals nema um 20% af innflutningnum, eru greidd há innflutningsgjöld í við- bót við yfirfærslugjaldið. Þar .sem meðalútflutningsbætur, að öllum sérbótum meðtöldum, eru xiú um 88% af útflutningsverð- inu, er auðséð, að meginhluti inn flutningsins, er raunverulega greiddur mikið niður. Tekna til að standa undir þeim niður- greiðslum, er aflað með geysi- háum gjöldum á tiltölulegar fá- ar vörutegundir. Þó að þetta fyr- irkomulag hafi á sínum tíma verið framför frá því, sem áður tíðkaðist, er það stórgallað og fær ekki staðizt til lengdar. Hver og einn getur gert sér í hugar- lund, hvaða áhrif það hafi á efna hagsþróunina, þegar fram í sæk- ir, að takmarkaður sé innflutn- ingur á hvers konar vélum, byggingarefni og jafnvel rekstr- arvörum á sama tíma og inn- flutningur þess varnings, sem mann hafa löngum talið sig geta hélzt án verið, er frjáls. Þetta fyrirkomulag ýtir einnig undir framleiðslu hér innanlands á hátollavörum, en hindrar fram- leiðslu lágtollavöru, enda þótt sú framleiðsia gæti verið þjóðarbú- inu miklu hagkvæmari. Þar við bætist, að núverandi gjöld eru þannig ákveðin, að ekki er hægt að ná jafnvægi í fjárhag útflutn- ingssjóðs nema erlent lánsfé, sem ekki eru gréiddar á nema 55% bætur, sé notað í vérulegum mæli. Komi útflutningsfram- leiðsla, sem fær 88% bætur í stað lánsfjár, er halli vís, og ef eitt- hvað bjátar á, þannig að innflutn ingur verði að dragast saman, hlýtur það að bitna á hátolla- vörum, og þar með kippa grund- vellinum undan öllu kerfiau. Ég tel óhjákvæmilegt, að þetta kerfi verði í aðalatriðum að hverfa úr sögunni og að megin- hluti innflutningsins ‘verði fram- vegis að flytjast inn með þeim kjörum sem svara til þess, er út- flytjendur fá fyrir útflutnings- vörur. Hins vegar verður að halda áfram að leggja tiltölulega háa tolla á þær vörur, sem nú eru hátollavörur, enda þótt ýms- ar lagfæringar séu nauðsynlegar í því sambandi, og einnig tel ég eðlilegt, að brýnustu neyzluvör- um innfluttum verði enn ívilnað nokkuð." Þá sagði ráðherrann, að stefna bæri að þvi að afnema innflutn- ingshöft, önnur en þau, sem óhjá- kvæmilegt eru til þess að halda nauðsynlegum viðskiptum vnð Austur-Evrópu. Enda væru inn- flutningshöftin arfleifð frá kreppu- og stríðsárunum og i%á- grannaþjóðir okkar búnar að af- nema slík höft að mestu leyti. Um fríverzlunarmálin sagði ráðherrann, að hann vonaði, að myndun sex- og sjöveldasvæð- anna verði ekki lokaspor, heldur upphaf að myndun fríverzlunar- svæðis fyrir alla Vestur-Evrópu, þar sem fsland gæti orðið þátt- takandi. Fari hins vegar svo, að sú von bregðist, yrði nauðsynlegt fyrir íslendinga að ná samning- um um gagnkvæmar ívilnanir við bæði sex- og sjöveldin, ef þeir eiga að komast hjá sívaxandi við- skiptalegri einangrun frá öðrum Vestur-Evrópuþjóðum. Sjálístæðisfélag Seltirninga stofnað STOFNFUNDUR Sjálfstæðisfél\ ags Seltirninga, var haldinn sl. föstudagskvöd í Valhöll í Reykja vík. Yfir 120 manns gerðust stofn endur félagsins. Stjórn félagsins skipa: Friðrik Dungal, formaður Snæbjörn Ásgeirsson, Karl B. Guðmundsson, Ásgeir M. Ás- geirsson, Tryggvi Guðmundsson. Varamenn: Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson og Aðalsteinn Þorgeirs son. Ólafur Thórs, formaður Sjálf- stæðisflokksins flutti fróðlega og ýtarlega ræðu um stjórnmálin. Matthías Á. Mathiesen, Hafnar- firði og Sveinn S. Einarsson, Kópavogi, fluttu avörp. Mikill á- hugi ríkir meðal Sjáifstæðis- manna á Seltjarnamesi um að láta ekki sitt eftir liggja í kosn- ingabaráttunni, heldur gera sig- ur Sjálfstæðisflokksins sem glæsi legastan. um ferðir Sameinaða okt./des. 1959. Frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur m/s Dr. Alexandrine 9. okt. Vöruflutningaskip 23. okt. m/s Dr. Alexandrine 6. nov. Vöruflutningaskip 24. nov. m/s Dr. Alexandrine 4. des. Frá Reykjavík til Kaupmannahafnar m/s Henrik Danica, m/s Dr. Alexandrine Vöruflutningaskip m/s Dr. Alexandrine V öruf lutningaskip m/s Dr. Alexandrine 5. okt. 17. okt. via Græmand 2. nov. 14. nov. via Grænland 4. des. 12. des. Skipafagreiðsla Jes Zimsen. Auglýsing um skoðun reiðhjóla með hjálparvél í líigsagnarumdæmi Reykjavíkur. Aðalskoðun reiðhjóla með hjálparvél, fer fram f bif- reiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni, sem hér segir: Miðvikudaginn 30. sept. R-1 til 100 Fimmtudaginn 1. okt. R-101 — 200 Föstudaginn 2. okt. R-201 — 300 Mánudaginn 5. okt. R-301 — 400 Þriðjudaginn 6. okt. R-401 — 500 Miðvikudaginn 7. okt. R-501 — 600 Fimmtudaginn 8. okt. R-601 — 700 Föstudaginn 9. okt. . R-701 — 800 Skoðun á reiðhjólum með hjálparvél, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásett annars staðar, fer fram 5. til 8. okt. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hvert reiðhjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna ber að greiða við skoðun, Vanræki einhver að koma reiðhjóli sínu til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og reiðhjólið tekið úr umferð, hvar sem tii þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. september 1959. SGURJÓN SIGURÐSSON. Kennsla á talmáli Nú á tímum er málakunnátta hverjum manni nauðsyn- leg. Um það eru allir sammála, en um hitt af hvaða máli megi mest gagn og ánægju hafa eru aftur á móti skiptari skoðanir, enda er áhugi manna og þarfir æði ólíkar í þeim efnum. Það er hlutur, sem hver verður að gera upp við sig sjálfur. Nemendur okkar þurfa t.d. ekki að stunda námsgreinar, sem aðrir velja fyrir þá, því að þeir ákveða sjálfir hvaða mál hentar þeim bezt og njóta þannig full- komins valfrelsis, eins og vera ber. Við forðumst að gera lærdóm að skyldukvöð, vegna þess að reynslan hefur sýnt, að margt misjafnt vill fylgja í kjölfar skyldulærdómsins. Skóli okkar er skóli einlægra áhugamanna, sem stunda námið af fróðleiksfýsn og fús- um vilja og ná yfirleitt betri árangri en þeir sem undir ok skyldunámsins ganga. Vð kennum talmál erlendra þjóða, en auk þess kenn- um við líka útlendingum íslenzku. Kennslan fer fram í fámennum flokkum. Innritun frá kl. 5—7 í Kennaraskólanum og í síma 1-32-71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.