Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 10
10 MORGUNBT.AÐIÐ Sunnudagur 11. okt. 1959 Efri myndin sýnir höfuð á hinni nýfundnu Aþenu- styttu, sem er 2,35 m á hæð. Pallas Aþena ber hjálm og lensu, því þannig átti hún að hafa stokkið úr höfðinu á Seif, föður sínum. Hún var verndargyðja Aþenuborgar og m. a. gyðja skynseminnar og gyðja lista og handiðnaðar. Myndin hér til vinstri sýnir styttu frá 5. öld fyrir Krists burð. Það er ein af hinum dýrmætu styttum, sern fyrir rúmum tveimur mánuðum fundust í Pireus. — Styttan er alveg óskemmd. Ljósmyndir: N. Tombagi. Dýrmætar minjar forn FYRIR skömmu minntust Grikkir þess að öld er liðin | síðan uppgröftur forn- minja byrjaði fyrir alvöru þar í landi. Síðan hafa | bæði erlend og innlend fornleifafélög beitt sér fyr- ir uppgrefti á ýmsum stöðum í Grikklandi og varið til þess miklu fé. Afraksturinn er líka mik- ill. Heilar borgir, sem fram * undir þetta hafa verið álitnar hugarburður skálda í eða gamlar þjóðsögur, hafa • komið upp úr jörðinni og staðfest það sem sögur og ljóð skýrðu frá. Og margt hefur komið í ljós varð- andi sögu og lifnaðarhætti þessarar þjóðar, sem orðin var merk menningarþjóð mörgum öldum fyrir Krists I burð. Fyrir rúmlega tveimur mánuðum funlust merkilegar fornleifar í Pireus, hafnar- borg Aþenu. Verkamenn byrjuðu að grafa fyrir vatnsleiðslu á einni af aðalgötura borgarinnar. Um meter undir yfirborðinu rákust þeir á styttu. Fornleifafræðingum var gert aðvart, og í ljós kom, að þarna var um að ræða einhvern merkasta forn- leifafund seinni ára. Fréttamanni Mbl. gafst fyrir skömmu tækifæri til að koma á uppgraftarstaðinn og skoða þau af þessum nýfundnu listaverkum, sem ekki eru í „baði“. Stytturnar eru þó ekki enn til sýnis fyrir almenning, en próf. Joakim Papadimitrion, yfirmaður fornleifarannsókna í Grikklandi, sá svo um að aðgangur fengist að herberginu þar sem þær eru geymdar í fornminjasafninu í Pireus. Þar stóð aðdáanlega falleg stytta af Pallas Aþenu, 2,35 m. á hæð. Hún er talin vera frá 4. öld f. Kr. og er ákaflega vel varðveitt. Mun þetta vera stærsta Aþenu- styttan sem fundizt hefur. Hjá henni stóð nakin mannsstytta frá 5 öld f. Kr. í henni sést votta fyrir þeirri hreyfingu, sem seinna átti eftir að einkenna grísku stytturnar. og bros leikur um varirnar. Fjölmargar fleiri styttur hafa þegar fundizt í Pireus. Má þar nefna Artemisstyttu, 1,67 m. á hæð, sem sumir vilja telja fallegasta listaverk, er fundizt hefur frá 3. öld f. Kr. En það er eina listaverkið, sem er mikið skemmt. Þá hafa fundizt 4 bronz- styttur, og er ein þeirra sennilega guðinn Apollo. Munu þetta vera elztu bronzstytt- ur, sem fundizt hafa. Þá kom þarna upp úr jörðinni Diönustytta frá 4. öld, konustytta úr marmara frá 6. öld, sérkennilega falleg sorgargríma og marmarastallur með mannshöfði, eins og þeir sem notaðir voru sem vegvísar á götuhornum. Þessi síðast- töldu listaverk var ekki hægt að fá að sjá, þar eð þau eru „í baði“, og verða það fram í desember. Stytturnar verður að hreinsa mjög varlega og eftir listarinnar regl- um þar eð bronzið í þeim er orðið mjög veikt. Ekki er enn séð hve umfangsmikill þessi fornleifa- fundur er. Um 20 þjálfaðir verkamenn vinna stöðugt að uppgrefti þarna í miðri götuumferðinni í Pireus. En hvernig stendur á þessum merkilega fundi þarna niðri við höfnina? Hefur einhvern tíma verið þar auðugt hof? Ég lagði þessa spurningu fyrir próf. Papadimitrion. — Nei, styttunum hefur verið komið þarna fyrir til geymslu um 80 árum f. Kr., sennilega meðan þær biðu þess að vera sendar með skipi til Rómaborgar. Þeim hefur verið pakkað og staflað á litlum bletti. Svo hefur eitthvað komið fyrir, sem hefur hindrað að þær yrðu fluttar úr landi, sennilega stríð. Og nú erum við buin að ganga á þeim hér í Pireus í 2000 ár. E. Pá. — Grein Eyjólfs K. Jónssonar Framh. af bls. 6. sjáfu lýðræðinu sé hætt hér á landi, ef áfram stefnir sem horf- ir um þróun efnahagsmála. Hið vestræna lýðræði hefur nefnilega staðið og þróazt vegna þess að það hefur dreift valdinu milli þjóð- félagsþegnanna og stofnana sam- félagsins, en varazt of mikla sam þjöppun þess hjá handhöfum rík- isvaldsins, og ókunnugt er mér um ,að nokkurt ríki, sem frjáist geti talizt, hafi gengið braut rík- isrekstrar og opinberra afskipta viðlíka eins langt og ísland. Verð ur þá að játast, að jafnvel lýðræð- is-sósíalistar hafa — þar sem þeir hafa langtímum saman verið við völd — haft opin augun fyrir þeirri hættu, sem sjálfu lýðræð- inu væri búin af óhóflegri þjóð- nýtingu. Fullkomin ríkisafskipti og þjóð nýting leiðir óhjákvæmilega til stjórnarfars, sem í þessu riti verð ur aldrei nefnt lýðræði. Spurn- ingin er því aðeins um það, hve langt ganga megi á braut skerts eignaréttar og frjáls atvinnu- rekstrar án þess að því stjórnar- fari ,sem réttnefnt er lýðræði, sé hætt. Má vera, að enn megi halda göngunni áfram um skeið, ef þjóð in verður svo farsæl að velja sér ekki ævintýramenn til forystu. En rétt er, að menn geri sér fulla grein fyrir, að réttur og völd stjórnmálamanna, flokka og rík- isstjóma vex í nákvæmu sam- ræmi við aukin ríkisafskipti og þjóðnýtingu. Kynni þá svo að fara, að innan tiltölulega skamms tíma undruð- ust menn, að þeir skyldu ekki á sínum tíma hafa lofað atkvæði sínu fyrir heilan Ferguson eða bílleyfi, svo að ekki sé nú talað um sæmilegustu stöðu eða ágæt- an bitling, því að slík verzlun væri þá sjálfsögð atvinnugrein, en hugsjónir sp>ort fyrir þá aula, sem þættust of góðir til að hafa ofan í sig og sína að viðteknum venjum hins nýja þjóðfélags. Þannig virðist mér það hafa grundvallarþýðingu að hverfa af braut hins pólitíska peningavalds og fá borgurunum, öllum almenn ingi, eðlileg ráð eigin fjármuna, ef hér á ekki að þróast ólýðræðis legt þjóðfélag flokkavalds og at- vinnukúgunar. Að framan hefur venð á það bent, að gegn almenningshluta- félögum þeim, sem Sjálfstæðis- stefnan telur bezt henta núver- andi þjóðfélagsaðstæðum, nægi engin hróp um auðvald og ójöfn- uð. Þvert á móti leiðir þessi stefna til jafnaðar, því að hún gerir einnig þeim ,sem takmark- aðri fjármuni hafa undir hönd- um, kleift að taka virkan þátt í atvinnulífinu, þar sem þjóðnýt- ingarstefnan, aftur á móti, miðar að því, að færri og færri verði efnalega sjálfstæðir, en fleiri og fleiri þjónar ríkisins. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá er pólitískt vald nátengt hinu fjárhagslega. Þess vegna óttast menn ekki ein- göngu ríkisauðvald heldur líka auðhringa undir stjórn fárra rpanna. Stefna ríkisauðvalds hef- ur víða náð fylgi ^em andstaða einkaauðvalds og oft hefur hún verið greiðfær af ástæðum eins og fátækt og fávizku almúgans. En víða hefur þessi leið þó legið úr öskunni í eldinn eins og al- kunna er. Eins og þjóðfélagsástæður eru á fslandi, á ekki að þurfa að ótt- ast óhóflegt vald einkaauðmagns. Hættan stafar í dag af hinu fé- lagslega auðvaldi. En hvort held- ur, sem úr hófi keyrði, þá væri stefna almenningshlutafélaga lík- legust til úrbóta. En þegar rætt er um félagslegt auðvald, þá er ekki eingöngu átt við ríkisvaldið, heldur hlýtur það að taka til samvinnufélaganna, sem hérlendis hafa þróazt langt fram úr því, sem eðlilegt getur talizt og annars staðar þekkist. Um ástæðurnar til þess, hve víð- tæk og áhrifamikil samvinnufé- lögin eru, skal ekki fjölyrt, en auðvitað eru þær nátengdar hinu mikla ríkisvaldi, sem andstætt er einkafjármyndun og ekki hefur fundið leiðir til beinnar þátt- töku fjöldans í atvinnurekstri. Hitt er rétt að undirstrika, að raunveruleg völd hefur almenn- ingur engin, hvorki yfir ríkis- né samvinnufélögunum, og að því er þau síðarnefndu varðar, þá keyrir svo um þverbak, að eng in leið er að fá ábyggilegar upp- lýsingar um hve mörg hundruð milljóna af sparifé landsmanna eru bundin í rekstri þessa eina fyrirtækis, né hvort það eigi fyr- ir skuldum, sem raunar verður að telja ólíklegt, þrátt fyrir all- an fjárausturinn. Það er því mest megnis eða eingöngu méð fé borg aranna sjálfra, sem S.Í.S. beitir áhrifum sínum á þá. Því hafa verið fengin yfirráð fjársins, þ. e. a. s. völd, sem það getur notað til góðs eða ills. Við Sjálfstæðis- menn teljum það oft nota þau völd til ills, enda væri það ekki nema í samræmi við það, sem alls staðar hendir fyrr eða síðar, þar sem einum aðila eru fengin of mikil völd. En alveg á sama hátt eru borg- ararnir áhrifalausir á stjórn mjög víðtæks ríkisrekstrar. Þeir kjósa að vísu þingmenn, sem velja ríkisstjórn, sem á að vera æðst- ráðandi yfir hinum þjóðnýttu fyrirtækjum, bönkum og öllum peningamálum. En stjórnin á ekki hægt um vik. Venjulega skortir hana þekkingu á rekstri fyrirtækjanna og áhuga fyrir honum. En látum það liggja á milli hluta. Þó að stjórnin vildi nú hreinsa til, þá eru venjulega fyrir annað hvort flokksgæðing- ar eða þá framámenn andstöðu- flokksins. Við skulum nú segja, að óhæfir samflokksmenn væru látnir víkja og aðrir settir í staðinn. Og er það gott og blessað. En ef nú er farið að gera víðtæka hreinsun að því er andstæðingana varðar til að koma öðrum trú- verðugri að, þá er hafið hættu- legt stríð. Stjórnarsinnar mega þá vita, hvað þeirra bíður, ef þeir tapa völdum. Þess vegna er ekki hættandi á þá leið, nema þá að ganga hana til enda svo rækilega, sleppa aldrei völdunum. Og skyldu þeir finnast, sem hug- kvæmist það? Vonandi skjátlast mér, þegar ég segi, að við íslendingar séum komnir ískyggilega nærri þessu lokamarki ofstjórnarinnar, en ég þykist hafa rétt fyrir mér, þegar ég fullyrði, að skefjalaus þjóð- nýting og pólitísk yfirráð fjár- magnsins leiði óhjákvæmilega til hruns lýðræðisins fyrr eða síðar; Þess vegna er tímabært að vinna almenningshlutafélögum öflugt fylgi til uppbyggingar íjöl- þættum stórrekstri í frjálsu landi. Slátrun hjá K. Þ. ÁRNESI, 27. sept. — Slátrun hófst hjá K. Þ. þann 16. þ.m. og stendur nú sem hæst. Áætlað er að slátra hjá félaginu 32.500 fjár, þar af 4,500 á Ófeigsstöðum. í Kinn. Á Svalbarðseyri er áætl- að að slátra 11.000 fjár. Heildar- slátrunin hjá Kaupfélagi Sval- barðseyrar í Suður-Þingeyjar- sýslu verður þá um 43.500 sauð- fjár á þessu hausti, en það er um 2000 fjár færra en á síðast liðnu ári. Dilkar reynast fremur vel til frálags, enda hefur sauð- fé þrifizt fremur vel í sumar og virðist vera holdgott. Það sem af er haustinu, hefur veðráttan hér verið með afbrigð- um góð, hafa oft verið miklir hitar og landvindar þennan mán uð. Heyskapur var yfirleitt lokið fyrir göngur og var heyfengur miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Uppskera úr görðum er sæmi- leg, eða í góðu meðallagi, þrátt fyrir tvær frostnætur í byrjun þessa mánaðar, sem drógu veru. lega úr kartöfluuppskeru. Útlit er ' fyrir, að bændur hyggi á nokkra fjárfjölgun, vegna þesa hvað heyskapur var góður. Skort ur á húsplássi mun þó takmarka mikla fjölgun búfjár. Að saman- lögðu hefur líðandi sumar reynst bændum gróðursælt og gjöfult

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55339
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 224. tölublað (11.10.1959)
https://timarit.is/issue/111061

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

224. tölublað (11.10.1959)

Aðgerðir: