Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 2
2 MORWTKBJ/AÐ1Ð Sunnudagur 11. okt. 1959 8000 laxar á stöng í 10 ám 1 NÝJU blaði „Veiðimannsins" blaðs stangaveiðimanna, eru margar skemmtilegar og fróðleg- ar greinar. l>ar er t. d. skýrt frá hver laxveiðin hafi orðið í sum- ar. Segir þar, áður en birtar eru tölur um veiðina í hinum ýmsu ám, að veiðin hafi orðið meiri í Elliðaánum en í fyrra. Þá er þess t. d. getið, að aldrei hafi veiðzt annað eins í Miðíjarðará og nú í sumar. Bráðabirgðatölur Veiðimanns- ins yfir laxveiðina, eru sem hér segir: Elliðaár 1000 laxar, Laxá í Kjós 1018 og Bugða 202, Laxá í Leirársveit 480, Norðurá 785, Laukadalsá 500, Laxá í Dölum 780, Miðfjarðará 1910, Blanda og Svartá 1153 og Laxá x Aðaldal 1100. í þessum 10 laxveiðiám hafa því verið veiddir á stöng í sumar 8148 laxar. Námskeið nm umfeiðamál og hjálp í viðlögnm á flkureyri AKUREYRI, 10. okt. — Á mánu- daginn hefjast hér á Akureyri námskeið £ hjálp í viðlögum, sem ætluð eru fyrir almenning. Eru námskeið þessi endurgjaldslaus og öllum heimil. Slysavarnafélagið og Rauði Krossin hér gangast fyrir nám- skeiðum þessum, en Guðm. Pét- ursson, fulltrúi Slysavarnafélags íslands, annast kennslu. I>au Sesselia Eldjárn og Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir höfðu forustu um að námskeiðum þess- um væri komið á. // Eðlilegast að bíða með endanlega afgreiðslu " Forsætisráðherra skrifar stéttar- sambandi bænda Forsætisráðherra hefur ritað stjórn Stéttarsambands bænda bréf, og fer afrit af því hér á eftir: Ég hefi móttekið bréf stjórnai Stéttarsambands bænda, dags. 1. þ. m., þar sem þess er krafizt, að ríkisstjórnin hlutist til um að yfirnefnd sú, sem um ræðir í 5. gr, laga um framleiðsluráð land- búnaðarins verði nú þegar gerð starfhæf, svo fundinn verði nýr grundvöllur til að byggja verð- lagningu á. Jafnframt er frá því skýrt, að fundur Stéttarsambandsins 30. sept. sl. hafi eftir atvikum getað fallist á að frestað verði til 15. des. nk. að láta kom til fram- kvæmda þá hækkun á verði land búnaðarafurða, sem bændur beri. Út af þessu skal ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi: Með brottför neytendafulltrú- anna úr verðlagsnefndinni, og neitun þeirra á því að tilnefna mann í yfirnefndina hefur skap- azt ástand, sem ekki er gert ráð fyrir í lögunum um framleiðslu- ráð landbúnaðarins o. fl. og sem nokkuð virðist geta orkað tví- mælis um hvemig við skuli KOSNINGASKRIF- STOFA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK er í Morgunblaðshús- inu, Aðalstræti 6, II. hæð. — Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10_22. — ★ ★ ★ Stuðningsfólk flokksins bregðast. Ríkisstjórnin hefur tal- ið að eðlilegast sé, að bíða með endanlega afgreiðslu málsins þangað til að hið nýkjörna þing kemur saman og láta það skera úr. Þetta er þeim mun eðlilegra, þar sem upplýst er, að þetta muni ekki valda neinum töfum að ráði á greiðslum bóta, ef samþykktar verða, enda nú á það fallizt af fundi Stéttarsambandsins að fresta framkvæmdum til 15. des. Ótímabærar ákvarðanir í þessu máli nú gætu einnig valdið ó- heppilegu kapphlaupi við laun- þegasamtökin, sem ríkisstjórnin telur höfuðnauðsyn að koma í veg fyrir. Að því hlýtur því að verða stefnt að leysa þessi mál öll með samkomulagi, þegar hið nýkjörna þing kemur saman, og einn þátturinn í því samkomu- lagi mun sjálfsagt verða að koma á þeiri skipan verðlagsmála land- búnarins, sem báðir aðilar, fram- leiðendur og neytendur geta stað-' ið saman að, eins og verið hefur. Virðist því eðlilegt að bíða að- gerða Alþingis. Virðingarfyllst, Emil Jónsson, (sign). (Frétt frá forsætisráðuneytinu). er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýs- ingar varðandi kosn- ingarnar. ★ ★ ★ Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 12757. ★ ★ ★ Gefið skrifstofunni upp- lýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördag, innanlands og utan. ★ ★ ★ Símar skrifstofunnar eru 13560 og 10450 Kvikmyndir um slysavarnir Auk þessa mun Guðm. Péturs- son sýna kvikmyndir um slysa- varnir á þjóðvegum í skólum bæj arins. Gísli Ólafsson yfirlögreglu- þjónn annast hins vegar umferð- arkennslu þar. Jafnframt gefur Slysavarnarfélagið skólabörnum smekklega stundaskrá, sem jafn- framt hefur að geyma leiðbein- ingar um umferðarreglur. Þá mun Guðmudur hafa leiðbeining- ar fyrir atvinnubifreiðarstjóra, sýna þeim kvikmyndir og kynna breytingar, sem orðið hafa með nýju umferðalögunum. Er þetta svipuð leiðbeining og umferðar- nefnd annaðist í Reykjavík s.l ár. Slysavarnir á vinnustöðum. Þá mun Guðmundur og heim- sækja stærstu verksmiðjur bæj- arins og leiðbeina um slysavarn- ir á vinnustöðvum. Undanfarið hefur Guðmundur Pétursson heimsótt ýmsar slysavarnardeild- ir hér f nágrenninu, svo sem á Svalbarðseyri og Árskógsströnd Arnarnes- og Öngulsstaða- og Hrafnagils- og Saurbæjarhrepp- um. Á öllum þessum stöðum hef- ur hann sýnt kvikmyndina Björg unarafrekið við Látrabjarg, auk fræðslukvikmynda um umferða- mál og hjálp í viðlögum. Guð- rnundur kveður móttökur þær er hann hefur fengið vera ágæt- ar og mikill áhugi sé rxkjandi fyr ir eflingu slysavarna. Hann seg- ir að margir hafi fyrst og fremst litið á starfsemi Slysavarnafé- lagsins sem björgunarstarf við sjávarsíðuna, en hins vegar sé skilningur vaxandi fyrir því að ekki sé síður nauðsyn þessarar starfsemi upp til sveita og inn til dala. D-llstn-fundii í Reykjunes- kjöidæmi FRAMBJÓÐENDUR D listans í Reykjaneskjördæmi boða til stjórnmálafundar í Bíóhöllinni í Keflavík þriðjudaginn 13. okt. kl. 8,30 s.d. Ræður og ávörp flytja: Ólafur Thors, Matthías Á. Matt hiasens, Aflreð Gíslason, Sveinn S. Einarsson, Séra Bjarni Sigurðs son, Karvel Ögmundsson og Guðm. Guðmundsson. Fundarstjóri: Eggert Jónsson. Á miðvikudag verða fundir á Seltjamamesi í samkomusal hrað frystihússins fsbjömsins og í Garðahreppi í samkomuhúsinu Garðaholti. Á fimmtudag í félagsheimili Kópavogs og Hlégarði í Mosfells- sveit. Allt stuðningsfólk D-listans velkomið. Þutigavatiisofn HALDEN, 10. okt. — Ólafur kon- ungur opnaði í dag formlega fyrsta þungavatnsofninn, sem byggður er í heiminum. Er ofn- inn og stöðvarhúsið höggvið inn í fjall við Halden, skammt frá sænsku landamærunum. Æðisgengin ökuför drukkins manns ÆÐISGENGIN ökuför drukkins manns á Hafnarfjarðarveginum í fyrrinótt, þar sem hann stofnaði lífi fólks í beinan voða, lauk með því að hann ók bílnum sín- um upp á stóran stein og dó brennivínsdauða undir stýri bíls- ins. Það var um kl. 2.50 í fyrrinótt að lögreglunni hér í Reykjavík var tilkynnt að við stórslysi hefði legið suður á Hafnarfjarðarvegi. Hefði stórum amerískum bíl ver- ið ekið á ofsahraða aftan á lítinn Austinbíl og kastað honum lang- ar leiðir. Ökufanturinn hafði ekki sinnt þessu slysi, heldur ekið í loftinu suður yfir Kópavogsháls. Rvíkurlögreglan sendi þegar bíl á vettvang og eins var Hafn- arfjarðarlögreglunni gert aðvart og var hugmyndin að reyna að loka ökufantinn inni. En honum tókst að ganga úr greipum lög- reglunnar þá. Hrein mildi að ekki hlaust verra af Á slysstað hittu lögreglumenn Einar M. Guðmundsson, Kópa vogsbraut 6 A. Hann hafði verið á leið heim í Austinbílnum ásamt konu sinni. Skýrði hann svo frá, að er stóri bíllinn hefði komið aftan á litla bílinn hans og kastað honum áfram, hefði það verið hrein mildi að bíllinn lenti ekki á tveim ur konum, sem voru á gangi á. veginum. Svo mikið hafði högg- ið verið, að sætið sem Einar sat í ásamt konu sinni, hafði slitnað upp úr gólfinu og þau kastazt fram á stýri og mælaborð. Ekki taldi Einar sig eða konu sína þurfa að vitja læknis. Við athug- un kom í ljóst að litli bíllinn hafði kastast 50 m. út af vegin- um og út í grjóturð og var þarm mikið skemmdur. Aftan við bílinn fann lögregl- an sönnunargagnið, framstuðar- ann, af bílnum, sem brotnað hafði af við áreksturinn og var númer bílsins á stuðaranum, R 4198. Hófst nú leit að bílnura. Ökufanturinn strandaði á steinl Suður í Silfurtúni fann lög- reglan bílinn „strandaðan'* uppi á stærðar steini. Ökumaðurinn steinsvaf undir stýri bílsins, ofur ölvi og hafði hann bersýnilega „dáið“ brennivínsdauða við strandið. Lögreglan flutti hann í gæzlu- varðháld í Hafnarfirði. Danski töframaðurinn og dávaldurinn Frisinette sýnir nú í Austurbæjarbíói. Hér glímir einn hinna dáleiddu við meistarann. Æskulýðsfundur Heim- dallar á fimmtudag NÆSTKOMANDI fimmtudagskvöld efnir Heimdallur, F.U.S., til almenns stjómmálafúndar, þar sem níu ungir menn og konur ræða helztu mál kosningabaráttunnar. Verður fundurinn í Sjálfstæðis- húsinu og hefst klukkan 20.30. Ræðumenn á fundinum verða: Fétur Sigurðsson, sjómaður, Hörður Einarsson, stud. jur„ Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, Þórður Óskarsson, verzlunarskóianemi, Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Ólafur Davíðsson, menntaskólanemi, Katrín Hákonardóttir, verzlunarmær, Birgir I. Gunnarsson, stud. jur., Geir Hallgrímsson, formaður S.UJ5. Fundarstjóri verður Baldvin Tryggvason, formaðUr Heimdaliar. Heimdellingar og annað Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess aS fjölmenna til fundarins, sem hefst, eins og áður er sagt, kL 20.30 a fimmtudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.