Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. okt. 1959 MORCVNBLAÐIÐ u Valgerður Ingibjörg Jóhannesdóftir - minning ♦ * *v BRIDGC AV ♦ * MIG langar með örfáum fátæk- legum orðum að minnast vin- konu minnar, Valgerðar Ingi- bjargar Jóhannesdóttur, sem andaðist 3. þ. m. og verður til moldar borin á morgun, mánu- daginn 12. þ. m. Hún var fædd á Múla á Barða- strönd 10. júlí 1886 af fátækum, en dugandi foreldrum. Missti hún ung móður sina, en var eftir það f umsjá systur sinnar og föður, þar til hún fór að vinna fyrir sér. Hún giftist Finnboga Ólafssyni, •em var ættaður af Barðaströnd, og bjuggu þau I Reykjarfirði í Suðurfjörðum, en hún missti hann eftir nokkurra ára sambúð. Þau eignuðust tvö piltbörn, sem dóu við fæðingu, og dóttur Mar- gréti, en tóku til fósturs dreng, Ragnar Jóhannsson, smábarn, af fátækum barnmörgum foreldr- um, þó að sjálf væru þau mjög fátæk, eins og allur almenning- ur var þá. Við lát manns hennar urðu kjör Valgerðar sorglega erfið, og skal sú raunasaga ekki rakin. En við sára örbirgð og heilsuleysi baslaði hún áfram með bædi bömin, þar til þau komust á legg og fóru að létta undir, dreng inn hafði hún ekki getað skilið við sig, því að umhyggjan var ekki minni fyrir honum en hennar eigin bami, og var svo alla tíð. Svo birti yfir, þegar dóttir hennar, Margrét, giftist Jóhannesi Pálma Sveinbjörns- syni, skipstjóra, sem reyndist tengdamóður sinni eins og barn getur bezt verið foreldrum sín- um. Einnig giftist svo Ragnar ágætri konu, Gyðu Waage, og naut hún ástrikis frá þeirra hendi. En svo kom sú sorg fyrir dótt- ur hennar, að hún missti mann- inn frá tveim dætrum á barns- aldri, en þá voru önnur kjör orð- in og breytt, frá því að hún lenti í því sama. Þær hafa alltaf ver- ið saman, og hún fylgdist með þroska barnabarnanna. Svo gift- ist dóttir hennar aftur, Sigurgeir Svanbergssyni, og eignaðist Val- gerður þar aftur góðan tengda- son, sem allt vildi fyrir hana gera. Valgerður var vel greind kona, fróð og minnug, en ég held, að sterkasti eðlisþáttur hennar hafi verið trúin, hún sýndi það í hugs- un og verki. Hún var fús að breiða yfir margt, sem manni verður of gjarnt að muna. Hún var mjög trygglynd kona, og vil ég með þessum línum þakka henni af hjarta fyrir tryggð og vináttu við mig og mitt heim- ili frá fyrstu kynnum okkar. Til uppfyllingar hugsun minni set ég hér part úr ljóði, sem var ort til hennar, þegar hún var sextug. í dag er áð við Óskastein, því áfanga á leið er náð. Að ferðast yfir fjöllin sex er flestum gata þyrnum stráð. Sú brautin varð þér brött og grýtt, og bilað hefur margan þrótt, sem slíku kalli hefur hlýtt, og horft til baka allt of fljótt. En það var aldrei ætlun þin, og okið, sem var lagt á þig, var erfið raun þeim einum fær, sem aldrei hugsa fyrst um sig. f>ví sá, sem mætir sorg og þraut með sálarstyrk, þótt blási kalt og bugast ei við sviða og sár, hann sigrað hefur þrátt fyrir allt. Svo votta ég öllum ástvinum hennar innilega samúð og bið guð fyrir sál hennar. Vinkona. Ferming Fermingarbörn í Dómkirkjunni sunnudaginn 11. okt. 1959 (sr. Óskar J. Þorláksson). ÞAÐ kemur oft fyrir í keppnum að spilarar gera sér ekki grein íyrir hvaða viðurlögum á að beita, þegar brot hefur verið framið og veldur þetta oft mis- skilningi og deilum. Hér í þætt- inum mun nú á næstunni birtast þær reglur er helzt reynir á og oftast kemur fyrir að spilarar gera sig seka um að brjóta. í 31, grein Alþjóðalaga um bridge eru reglur um það hvern- ig fara eigi að þegar sögn er gerð » í rangri sagnaröð. Segir svo i greininni: ★ Sögn, sem er í rangri sagna- Merkur Vestur-ís- lendiugur lútinn 21. ÁGÚST s.l. lézt í Minneapolis í Bandaríkjunum Guðmundur S. Petersen kennari. Hann var son- ur Stefáns prests Péturssonar á Desjarmýri og Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur, einn af hin- um mörgu böraum þeirra, sem til aldurs komust. í starfi sínu, grandvar að lífemi, prúðmenni í framkomu, ljúf- menni { viðkynningu, trúhneigð- ur og mannvinur, sem m.a. kom fram í því, að nokkrum árum fyr- ir andlátið hafði hann ánafnað miklum hluta eigna sinna til kirkna og líknarstofnana. röð, er ógild. Sögnin hefst af þeim spilara, er réttilega á að byrja, og a) ef spilari hef. r sagt pass 1 rangri .sagnaröð, áður en nokkur annar spilari hefir sagt, eða ef mótspilari hans til hægri átti að segja verður sá brotlegi að segja pass, þegar að honum kemur að segja. Á Dæmi: Norður (sem er gjaf- ari), segir 1 hjarta — Suður pass, Þetta pass er ógilt, og sögnin gengur til Austurs. Eftir áð Aust- ur hefir sagt, verður Su%ur að segja pass. Eftir það mega Norður og Suður segja, þegar að þeim kemur. b) ef spilari hefir sagt í rangri sagnaröð, annað en pass það, er um ræðir í a), verður meðspilari hins brotlega alltaf að segja pass. þegar að honum kemur að segja. ★ Dæmi: Norður (gjafari) 1 hjarta, Suður 1 spaði. Sögnin 1 spaði er þá ógild og sögnjn geng- ur til Austurs. Eftir að Austur hefir sagt má Suður segja hvaða löglega sögn sem hann óskar, en eftir það verður Norður að segja pass alltaf þegar að honum kem- ur að segja, en Suður má segja hvaða sögn sem hann óskar alltaí þegar að honum kemur að segja. DRENGIR: Lúðvik Vilhjálmsson, Grundar- stíg 5B. Ólafur Hrafn Kjartansson, Keflavík. pétur Andreas Karlsson Maack, Skipholti 50. Sigurður Ingi Tómasson, Lauga- vegi 144. Þorvaldur Friðfinnur Jónsson, Melgerði 26. STÚI.KUR,- Ásgerður Ásgeirsdóttir, Ás- garði 63. Brynhildur Maack Pétursdóttir, Bústaðavegi 100. Elín Eyvindsdóttir, Blöndu- hlíð 7. Erla Margrét Sverrisdóttir, Básenda 5. Guðbjörg Ingólfsdóttir, Bakka- stíg 5. Kitty María Arnfjörð Jónsdóttir, Laugavegi 42. Margrét Níelsdóttir Svane, Háa- leitisvegi 39. Unnur Guðbjartsdóttir, Holts- götu 13. Guðmundur var fæddur að Desjarmýri 19. sept. 1881. Tólf áa að aldri fór hann í fóstur til Guðmundar föðurbóður síns, sem nokkrum árum fyrr hafði flutzt vestur um haf og setzt að í Minne sota í Bandaríkjunum. í Minne- sota staðfestist einnig Björg systir hans, sem farið hafði vest- ur um haf samtímis honum, en er dáin fyrir níu árum. Árið 1906 lauk Guðmundur námi sínu frá Valpariso Univer- sity og síðar M A (kennara) prófi frá University of South Dacota. Að því loknu varð hann kennari við skóla bæði í N. og S. Dakota um aldarþriðjungs skeið. Eftir að hann lét af kennslu fyrir aldurs sakir settist hann að í Minnea- polís og bjó þar það sem eftir var æfi. Sumarið 1921 kom Guðmundur heim í kynnisför til systkina sinna og ættingja og til að líta yfir ættarslóðir sinar. Guðmundur var einhleypur alla æfi. Hann var áhugamaður Donsskóli Rigmor Honson Sökuin þess hve margir urðu frá að hverfa verða nýir flokkar fyrir unglinga og fullorðna byrjendur og framhald og hefjast æf- ingar á laugardaginn kem- ur. — Uppl. og innritun í síma 13159 mánudag, mið- vikudag og fimmtudag. — Aðeins þessa þrjá daga — Sími 13159. — Station bifreið Af sérstökum ástæðum er til sölu glæsileg ný 4ra dyra station bifreið, Evrópísk. Lysthafendur leggi nöfn inn á afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „9369“. H. Til Hugrúnnr skúldkonu Oft hjá fljóðum guðleg glóð geislar í hljóðu starfi — Hugrún góða lista ljóð lætur þjóð að arfi. Ljóð fær mátt úr Ijóssins átt, Ijómar nátt sem dagur. Bendir þrátt til hæða hátt hörpusláttur fagur. Hugrún mikið gull oss gaf, glæðir funa í barmL Stjömubliki stafar af stiltur unaðsbjarmL Andans glóðin yljar þjóð, oft þó kaldi og fenni. Þessi ljóð mér þykja góð, þökk skal gjalda henni. Þórður Gellir. Eftirfarandi spil sýnir, hvemig fljótfærni og skortur á hugmynda flugi er þess valdandi, að sögnin vinnst. S: 6 3 2 H: K 10 7 3 2 T: Á 9 5 L: 9 7 5:8 5 N S: 10 7 4 H: 9 8 6 4 v A H: Á T: 10 7 2 T: G 8 4 3 L: K D 10 2 * L:Á6432 S: Á K D G 9 H: D G 5 T: K D 6 L:G 8 Suður spilar 4 spaða. Vestur lét út laufa kóng og austur kallaði með Laufa 6, vestur lét aftur út lauf, sem austur drap með ás og lét siðan út hjarta ás, en þá var allt um seinan, því vestur komst ekki aftur inn. Austur átti auðvit að að drepa laufa kóng með ásn- um, spila síðan hjarta ás og aftur laufi og trompa síðan hjarta. Kínversk Listsýning t BOGASAL ÞJÓÐMINJASAFNSINS OPIN KL. 14—22. PILTAP, EFÞlÐ EIGIÐ UNMUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRINGANA / Munið fermingarskeyti sumarstarfsins Afgreiðsla Antmannsstig 2 B kL 10 — 12 og 1 — 5 VATNASKÖGUR VINDÁSHLÍÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.