Morgunblaðið - 14.10.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.10.1959, Qupperneq 12
12 MORCinVHT. 4ÐIÐ Miðvikudagur 14. okt. 1959 wautiMflMft Utg.r H.t. Arvakur Reykjavm Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábra.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Viffur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. / 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÓNOTAÐIR MÖGULEIKAR • • OÐRU hvoru er talað ura að þessi eða hinn at- vinnuvegur sé mikil- vægastur allra fyrir þjóðina. Allur þvílíkur metingur er til ills eins, enda rakalaus. Á íslandi þekkist engin iðjuleysisstétt. Allir starfshópar leggja sitt af mörkum til þess að gera okkat ágæta en erfiða land byggilegt. Þar styður hver annan. Undirstöðuatvinnuvegimir þrír, landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður, eru og svo samantvinn- aðir að ekki verður sundurskiiið. Nú á dögum verður sjórinn ekki sóttur né landið nýtt nema með tækni. Öll tækni byggist á iðn- aði í einni eða annarri mynd. Þá má og ekki gleyma þeim, sem annast samgöngur eða dreifingu vörunnar. Án þeirra væri ailt í frumstæðri kyrrstöðu. ★ Sumar atvinnugreinar hafa hins vegar orðið aftur úr um fyr- irgreiðslu af hálfu ríkisins. Hér á landi hefur t. d. lengi verið viðurkennt, að starfa þyrftu öfl- ugir bankar til að lána fé til sjávarútvegs og landbúnaðar, bæði til reksturs og í stofnlán. En þarfir iðnaðarins voru til skamms tíma ekki viðurkenndar frekar en svo, að Útvegsbankan- um var fengið sem eins konar hjáverk að sinna iðnaðinum. Um síðir fékkst þó stofnaður sérstakur Iðnaðarbanki. Til þess þurfti mikið átak, bæði af hálíu iðnaðarmanna í eigin framlögum og í stjórnmálum að fá stofn- unina lögfesta á Alþingi. — Skömmu síðar var lofað að út- vega bankanum 15 miljón króna lán og var það ekki há fjárhæð miðað við það fé, sem aðrar lána- stofnanir hafa fengið. En fjármálaráðherrann, Ey- steinn Jónsson, lét þá lántöku ætíð sitja á hakanum. A meðan lítið var um lántökur af ríkisins hálfu mátti e. t. v. færa fyrir þessu nokkrar afsakanir. En eftir að V-stjórnin tók við, voru þær ekki lengur fyrir hendi. Hún tók meiri lán en nokkur önnur stjórn hér á landi frá upphati Islandsbyggðar. En þótt mörg hundruð milljónir færu um hend- ur stjórnarinnar, þá hafði hún aldrei fé til þess að efna loforðið um þetta 15 milljón króna lán. LJÖTUR FERILL V Svipuðu máli er að gegna um samþykkt Alþingis vorið 1958 um endurkaup Seðlabankans á hráefna- og framleiðsluvixlum iðnaðarins. Á Alþingi greiddu allir þingmenn atkvæði með þeirri ályktun. En Seðlabankinn, sem nýbúið var að skipuleggja í s^piræmi við vilja meirihluta hins sama Alþingis, hefur fram á þennan dag neitað eða kom- ið "ér undan að verða við þess- ari samþykkt. Nýskipan Seðlabankans var á sínum tíma rökstudd með því að tryggja yrði, að bankinn starfaði í samræmi við vilja ríkisstjórnar- innar. Athafnaleysi hans í þess- um efnum verður þess vegna ekki skilið á annan veg en þann, að V-stjórnin hafi í raun og veru verið andstæð þeirri sam- þykkt, sem ráðherrar hennar og stuðningsmenn allir þorðu þó • ekki annað en greiða atkvæði með á Alþingi. Ef einhverjir annmarkar eru á endurkaupum Seðlabankans, þá er það lágmarkskrafa, að bank- 1 inn eða ríkisstjórnin geri almenn- | ingi fullnægjandi grein fyrir j þeim ástæðum, sem liggja til | synjunar hans á framkvæmd vilja Alþingis. Ekkert í þá átt hefur fram komið. ★ Aðalatriðið er, að stjómarvöld átti sig á, að iðnaður er einn af undirstöðuatvinnuvegum lands- ins. Hann er nú þegar mikilvæg- ur en á þó með tímanum eftir að verða enn þýðingarmeiri.. Öllum kemur saman um, að Svissland sé eitt fátækasta land af náttúrunnar hendi í allri Ev- rópu. Þar er lítið annað en grjót, snjór og vatnsföll. Engu að síð- ur er þetta land orðið eitt af ríkustu, ef ekki ríkasta land í heimi. Það er ekki sízt vegna þess, að Svisslendingar hafa gei- nýtt hina takmörkuðu möguleika lands síns, svo að þeir, þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður, eru ein fremsta iðnaðarþjóð í heimi. Her á landi eru fallvötnin enn að mestu ónotuð og nýting jarðhit- ans er rétt að byrja. — Markvisst verður að stefna að því að nota alla þá möguleika, sem hér eru fyrir hendi. í þeim efnum sem fleirum mættum við margt læra af hinni frelsisunnandi svissnesku þjóð. STJÓRNARINNAR (~^ REINAR þær, sem Ólafur Stefánsson viðskipta- y fræðingur, ritaði hér í blaðið á laugardag og sunnudag um þróun íslenzkra efnahags- mála í tíð V-stjórnarinanr, voru harla eftirtektarverfar. Hann sýndi fram á það með glögg- um tölum, að árleg aukning þjóðarframleiðslu varð mun minni á valdaárum V-stjómai- innar en verið hafði. Á árinu 1953 jókst þjóðarfram- leiðslan um 18,7% á árinu 1954 um 12,2% og á árinu 1955 um 11,9%. Á fyrsta valdaári V- stjórnarinnar lækkaði aukningin hins vegar ofan í 5%, á árinu 1957 ofan í 1,4%, en hækkaði c-Ö- eins á árinu 1958 upp í 2,5%. A svipaðan hátt hefur árleg neyzlu- aukning landsmanna orðið mun minni á tímum V-stjórnarinnar en á árunum þar á undan. Þessar og aðrar tölur, sem Ólafur Stefánsson 'birtir, sanna svo að ekki verður um deilt, að lífskjörum almennings hefur stórlega hrakað á þessu tíma- bili. Almenningur fann það raun- ar glögglega í daglegu lífi, en V-stjórnarherrarnir þreyttust aldrei á að fullyrða hið gagn- stæða. Einkanlega þykjast þeir mjög hafa bætt hag fólks úti um land. Sannleikurinn er sá, að þær umbætur, er þar voru gerð- ar, áttu yfirleitt rætur sínar að rekja til ákvarðana, sem teknar voru áður en V-stjórnin tók við. Engin stjórn hefur haft meiri möguleika til margháttaðra framkvæmda en V-stjórnin. ,En engri varð minna úr öllu því, sem henni var lagt upp í hendur. UTAN UR HEIMí — Æ v i n t ý r i i Listamaðurinn í sýningarsalnum. FEÆGUR danskur myndhöggvari, Robert Jacobsen, heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Kaupmanna- höfn. Sýningin hefur vakið athygli, því verkin eru nýstárleg <pg ólík því, sem þessi listamaður hefur áður sýnt. Þetta eru 111 járnbrúður, mestallt nýsmíði, því hingað til hefur Jaccb- sen svo til eingöngu höggvið í stein. Þið sjáið hérna sýnishorn af járnbrúðum Jacobsens. Nokkvar þær elztu sýndi hann í París 1957 — og vöktu þær mikla athygli, ekki vegna þess, að hann hafði alla tíð haldið síg að hinu „non- figurative“ — heldur líka fyrir það, að listfróðir t'ildu hér nýst- árleg og mikil listaverk á ferð- inni. Vafalaust eru margir lesendur ósammála þeim listfróðu eftir að hafa skoðað myndirnar, en þessi verk eru talin merkileg í heirai María Magdalena. Hirðfífl. listarinnar engu að síður. Og e. t. v. hafið þið gaman af því að vita hvernig stóð á því, a ð listamaðurinn, sem fram til þessa hafði glímt við steininn, fór allt í einu að fást við járn? Litla dóttir h a n s var eitt sinn veik — og hún vildi fá brúðu. Og hún vildi fá brúðuna strax — svo að faðir hennar settist niður og smíð- aði brúðu úr ónýtum skærum, einni jám- skrúfu og vir. Litla stúlkan varð m j ö g ánægð — og brúðan v a r umsvifalaust skírð eftir einum ná- búanna. Jacobsen hafði líka gaman af þessu. En s v o f ó r brúðan að v e k j a sérstaka at- hygli hans. — Þessi fljótfrænislegi smíðis gripur, sem o r ð i ð hafði dóttur hans ó- blandið ánægjuefni, hélt nú vöku fyrir listamanninum. Og svo fór, að Robert Jacob- sen lagði frá sér áteinhöggsverk- NEW YORK, 12. okt. NTB- Reuter. Allsherjarþingið valdi í dag Ceylon og Ecuador í Öryggis- ráðið í stað Kanada og Panama, sem sátu þar fyrir brezka sam- veldið og Mið- og Suður-Amer- íku. Hins vegar voru miklir irf- iðleikar á að velja nýjan meðlim fyrir Austur-Evrópu til næstu tveggja ára. Pólland og Tyrkland kepptu um sætið, en hvorugt landið fékk tilskildan meirihluta atkvæða, þ. e. a. s. tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Eftir 12 atkvæðagreiðslur var fundi frest- að í kvöld. f atkvæðagreiðslunni í dag fékk Ceylon 76 atkvæði, en Ecua- dor 77 atkvæði. Alls greiða at- Austur-þýzk flögg í Vestur-Berlín BERLÍN, 12. okt. NTB-AFP. — Þrír herstjórar Vesturveldanna í Kerlin hafa gert rússneskum her- foringjum Ijóst, að litið verði á það sem mjög alvarlegt tilræði við opinbera reglu að hengja austur-þýzk flögg yfir járnbraut- arstöðvar í Vestur-Berlín, en það j hefur verið gert nýlega. in'— og fór að saf na járnrusli: Gömlum reiðhjólum, ónýtum handverk- færum, gömlum bíl- fjöðrum og jafnvel ónýtum bílum. .Vmir hans og kunningjar reyndust hinar beztu hjálparhellur í þess- ari smalamennsku —- og listamaðurinn tók til óspilltra málanna. Lítið tannhjól get- ur orðið geislabaug- ur um h ö f u ð ein- hvers háheilags manns — og bútur af hjólhestakeðju — flétta, handleggur e ð a skartgripur. — Margar brúðurnar eru skopstælingar — sumar mjög vel gerð ar. —• Úr þessu lítilfjör- lega hráefni hefur listamaðurinn g e r t að veruleika skemmti 1 e g a r hugmyndir, Mundurinn á okkur og myndhöggvaran- um, segir blaðið, er aðeins sá, að hann trúir á „fantasíurnar" og ýtir þeim fram í dagsljósið, gefur hugmyndum sínum myndræna sköpun. kvæði 82 ríki. í keppninni milli Póllands og Tyrklands var Pól- land aðeins ofar: 11—48 atkvæði í hinum ýmsu atkvæðagreiðslum móti 33—36. Hver er tilræðis- maðuriim? BAGDAD, 10. október. — Bagdad blöðin í dag birta mynd af manninum, sem þau staðhæfa að gert hafi skotárásina á Kassem, en maðurinn var drepinn. Eru lesendur beðnir að gefa sig frain, ef þeir kannist við tilræðismann- inn. Frá Beirut herma fregnir, að 4000 menn hafi nú verið handteknir í Bagdad í sambandi við morðtilraunina. — Kassem er sagður á góðum batavegi, en hann mun dveljast 1 sjúkrahúsi enn um skeið. Sjómeim bíða AKRANESI, 12. okt. — Siómenn hér á Akranesi eru viðbúnir með báta og veiðarfæri í lagi að taka til óspilltra málanna, undir eins og fiskifréttir berast frá fiski- leitarskipinu Fanneyju. Víkingur. Barizt um sœti í Örygg- isráðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.