Morgunblaðið - 14.10.1959, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.10.1959, Qupperneq 15
Miðvikudagur 14. okt. 1959 MORCTllVBL AÐIÐ 15 — Le/ð/n til bættra lifskjara Frh. af bls. 13 eignist slíkan varasjóð, sem næmi a. m. k. 30—40% af andvirði ár- legs innflutnings, svo að þjóðin sé við því búin að standa af sér skakkaföll slæms árferðis" án þess að lenda á vonarvöl og þurfa að þiggja ölmusur af erlendum þjóðum. Nýtt skattakerfi Eitt er þá atriðið ónefnt, sem stuðla á að jafnvægi þjóðarbú- skaparins, en það er endurskoð- un á tolla- og skattalöggjöf lands- ins. Hin nýja framfærsluvísitala, sem upp hefur verið tekin, gerir það ein út af fyrir sig nauð- synlegt að tollakerfið sé endur- skoðun á tolla- og skattalöggjöf landsins. Hin nýja framfaers’.u- vísitala, sem upp hefur verið tekin, gerir það ein út af fyrir sig nauðsynlegt að tollakerfið sé endurskoðað. Verði gerðar ein- hverjar breytingar á skráningu gengisins, væri og nauðsynlegt að tollskráin yrði samtímis end- urskoðuð og þá raunar gerðar aðrar éndurbætur á henni með tilliti til framtíðarþróunar at- vinnuveganna. Endurskoðun á skattakerfi þjóðarinnar er lífsnauðsynieg bæði með tilliti til þeirra efna- hagsvandamála, sem steðja að í bráð og þó ekki síður vegna þess að umbætur á sviði skatta- málanna hljóta að vera einn bátt- ur þeirra aðgerða, sem ráðast verður í, ef sigrazt skal á verð- bólgunni, og að hinu leytinu er tómt mál að tala um iðnvæðingu eða uppbyggingu nýrra eða gam- alla atvinnuvega, nema skatta- kerfinu sé breytt með þeim hætti, að nauðsynlegt fjármagn geti myndazt hjó fyrirtækjum til þess að endurnýja og afla nýrra at- vinnutækja. Nokkur grunnsjónarmið, sem ráða þurfa við þessa endurskoð- un, eru: 1) Að horfið verði sem mest frá beinum sköttum og í þess stað teknir upp skattar, sem mið- ist við eyðslu manna og mönnum því meir í sjálfsvald sett, hversu miklar skattabyrðar þeir kalla yfir sig, eftir því hvernig þeir verja tekjum sínum. 2) A meðan bæjarfélögum hef- ur ekki enn verið aflað nýrra tekjustofna og því útsvör enn lögð á, verði þeim jafnað niður eftir ákveðnum, hlutlægum regl- um, en ákvæðin um niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum numin úr gildi. 3) Á meðan beinir skattar eru enn innheimtir, verði persónufrá- dráttur hækkaður, svo að skattar séu aldrei inheimtir af tekjum, sem aðeins nægja til brýnustu nauðþurfta. Þá verði skattar ein- staklinga og hjóna aldrei svo há- ir, að þeir dragi úr viðleitni til tekjuöflunar. 4) Skattlagning atvinnurekst- urs verði grundvölluð á jafnrétti allra rekstursforma og veltuskatt ur lagður niður, samtímis því <“r bæjarfélögum hafa verið af- hentir nauðsynlegir tekjustofn- ar. Framkvæmd þessara tveggja fyrstu áfanga í efnahagsmáta- stefnuskrá flokksins myndi hafa í för með sér gagngera byltingu í efnahagsmálum þjóðarinnar og hleypa nýju lífi í atvinnulífið og vafalaust verða upphaf nýrrar framfaraaldar í landinu. Stéttafriðun En því aðeins fá einstaklingar og stéttir notið ávaxta iðju sinn- ar og afraksturs blómlegs at- vinnulífs, að þær setji niður mcð sér deilur og tileinki sér þær leik reglur í samskiptum, sem ekki trufla snurðulausan rekstur þjóð- arbúsins. Því fjallar þriðji áfang- inn um stéttafrið, sem endurskoð- un á vinnulöggjöf landsins, fé- lagslega samhjálp og ýmis önn- ur atriði, sem sérstaklega eiga að tryggja launþegunum hlut- deild í þeim bættu lífskjörum, sem aukin framleiðsla á að skila þjóðinni. Vandamál þjóðarinnar verða aldrei leyst með því að hella niðuT mjólk eða hætta að vinna. Þau verða fyrst og fremst auðleystari, eftir því sem félags- legur þroski starfsstéttanna og heildarsamtaka þeirra vex, sam- úð og skilningur þeirra verður ríkari og framar öllu meðvitund allra íslendinga eykst fyrir því, að við ei^um öll svo miklu fleiri hagsmuni sameiginlega en það, sem andstætt kann að vera um stundarsakir. Því vilj/i Sjálfstæðismenn, að vinnulöggjöf verði endurskoðuð fyrst og fremst með það fyrir augum, að fullkomið lýðræði verði tryggt innan þessara vold- ugu og þýðingarmiklu heildar- samtaka stéttanna. Að komið verði á auknu sam- starfi vinnuveitenda og launþega, er skapi lifandi tengsl milli stétt- anna og glæði áhuga manna fyr- ir framleiðslunni og afkomu hennar og jafnframt séu laun- þegum látnar í té hlutlægar upp- lýsingar um getu atvinnuveg- anna á hverjum tíma til þess að bæta kjör þeirra, sem við þá vinna. Á félagsmálasviðinu eru líf- eyrissjóðir, fjölskyldubætur, lán- veitingar til húsbygginga og vinnuvernd þau viðfangsefnin, sem krefjast gagngerðrar athug- unar og vafalaust nýrrar heild- arlagasetningar. Virðist ekki óeðlilegt, að líf- eyrissjóðir og tryggingarlöggjöf verði í einhverjum tengslum við lánaþörf manna til byggingar eigin húsnæðis. Uppbygging atvinnuvega Fjórði áfanginn, uppbygging atvinnuveganna, er' sá þátturinn, sem órækastan vott ber um stór- hug, bjartsýni og bjargfasta trú Sjálfstæðisflokksins á framtíð þessarar þjóðar. Þessi liður hef- ur að geyma þá tímamótamark- andi yfirlýsingu flokksins, að hann telur eitt af höfuðverkefn- um sínum að hafa forgöngu um iðnvæðingu landsins, endurnýjun eldri atvinnuvega og fyrirtækja, en þó kannske fyrst og fremst uppbyggingu nýrrar stórfram- leiðslu, sem skapa á þjóðinni at- vinnuöryggi og trausta gjaldevr- isstofna. í dag er afkoma þjóð- arinnar, þrátt fyrir myndarlegan iðnað til innanlandsneyzlu, að mestu háð kenjum náttúrunnar, þannig að óþurrkasumar og gæftalaus vertíð geta skapað efnahagsleg vandræði og jafnvel leitt skortinn í aðeins seilingar- fjarlægð frá íslenzkum heimilum. — Ef íslenzka þjóðin vill í fram- tíðinni lifa við svipuð lífskjör og aðrar vestrænar þjóðir og njóta sama atvinnu- og afkomuörygg- is, verður hún að byggja upp þriðja atvinnuveginn, öfluga stóriðju. En eru það ekki aðeins hyll- ingar og loftkastalar að tala um stóriðju í fjármagnssnauðu og hráefnarýru landi? Slíkt eru engir draumórar. Við þekkjum mörg dæmi um háþró- uð iðnaðarlönd, sem eru þó um margt verr sett en ísland og hafa byggt iðnþróun sína bókstaflega eingöngu á verkkunnáttu íbú- anna og viðskiptalegum dugnaði. Dæmi sliks eru t. d. Danmörk. ísland hefur hins vegar til að bera einn þann meginkost, sem stóriðja byggist á, en það er ódýr orka. Við lifum að vísu á morgni þeirrar aldar, sem trúlega verð- ur kennd við atóm og sólarorku, en að viti fróðustu manna mun þó vatnsorkan um langan aldur verða miklum mun ódýrari en fyrrnefndir orkugjafar. tsland býr yfir geysilegum auðæfum vatnsorku og jarðhita. ÁætU'ð er, að í landinu sé vatnsafl, er fræðilega nemur um 200.000 milljónum kílówattstunda. Um jarðhitann er það að segja, að í um 700 laugum á 250 stöðum á landinu mun vera virkjanlegt afl, er gefi af sér 900.000 klíówatts- stundir. Til samanburðar má geta þess, að nú munu ekki vera virkjaðar í landinu nema 100.000 klwst. — Hefjast þarf nú handa strax, og skera ekki við nögl íé til ýtrustu heildarrannsókna á orku og auðlindum landsins, semja áætlanir um nýtingu þeirra og hefja undirbúning a'ð öflun fjármagns til þess að hæg't verði að ráðast í stærri fyrirtæki en áður hafa þekkzt hér á landi. Fyrir utan þann iðnað, sem vinn- ur úr sjávaraflanum, þarf að kanna fulkomlega möguleikana á að stofnsetja verksmiðjur til aluminiumframleiðslu, fram- leiðslu salts, heymjöls, vinnsiu úr brennisteini, biksteini og ann- an efnaiðnað og þungaiðnað, sem bræðir brotajárn, smíðar diesel- vélar og byggir stærri skip. Allir þátttakendur í atvinnurekstri En hvernig á að afla fjár ti! þessara fyrirtækja? spyrja menn. Þess verður að afla bæði inn- an lands og utan. Eigendur þessara fyrirtækja eiga að vera þjóðin sjólf, en exki fyrst og fremst ríki og bæjarfé- lög. Við þurfum að finna nýtt rekstrarform fyrirtækja, sem gerir allri þjóðinni mögulegt að verða þátttakendur í atvinnu- rekstrinum, opin hlutafélög. En til þess að slíkt verði mögúlegt, þarf að endurskoða skatta- og félagalöggjöfina í heild. Slílc félög má ekki skattræna eins og nú á sér stað um allan atvinnu- resktur, þau verða að mega skila almenningi arði, og það væri jafn framt sanngjarnt, að slíkur arð- ur, ef hann er ekki hærri en inr - lánsvextir í böndum, væri skatt- frjáls eins og sparifé og tekjur af því. — Þegar íslendingar réð- ust í sitt stærsta fyrirtæki, Eim- skipafélag Islands, og það á ár- um fátæktar og lítilla fram- kvæmda, þá var það gert af stórhug og bjartsýni, og öll þjóð- in stóð að því átaki. Eigendur hlutabréfa voru um 14.000. Hversu miklu auðveldara ætti ekki að vera í dag að mynda hlið- stæð stórfyrirtæki í stóriðnaðin- um með hlutdeild alþjóðar. Þá þarf og að greiða fyrir þátttöku erlends fjármagns undir íslenzk- um úrslitaáhrifum, við uppbygg- ingú hinna nýju atvinnuvega og auðvelda okkur aðgang að verk- kunnáttu þeirra og markaðs- tækni. — Það kann að vera, að þeir sem hrinda þessu verki í framkvæmd, uppskeri ekki ávöxt starfs síns, en þeir njóta þó að minnsta kosti heiðurs brautryðj- andans og þakklætis komandi kynslóða. Aukin framleiðsla, bætt lífskjör Fimmti áfangi stefnuskrárinn- ar fjallar um aðild Islands að frjálsum viðskiptaheimi og sá sjötti felur í sér sjálft höfuðmark- miðið, sem er aukin framleiðsla og bætt lífskjör. Það er lögmál, sem sagan sjáif hefur sannað, að því meira, sem frelsi þjóða í efnahagsmálum er hvort heldur atvinufrelsi, verzi- unarfrelsi eða frjálst neyzluval, þeim mun meiri er velmegun þeirra. Þetta má greinilegast marka á því, að þeim mun meiri er velmegun þjóðanna, sem þær búa við frjálsara efnahagskerfi, og þeim mun fátækari eru þær og venjulega, sem þær eru ok- aðar undir þrengri höft og þyngri hömlur. Við getum líka litið í eigin barm og séð, að okkar saga bendir til þess sama, því að aumastir og fátækastir höf- um við jafnan verið, þegar ó- frelsið var mest, hvort heldur var á tímum danskrar einokunar eða í tíð haftakónga Framsóknar. ís- land hlýtur því að keppa að því að geta orðið aðili sem frjáls- astra heimsviðskipta og jafn- framt að geta búið þannig að við- skiptum í landinu sjálfu, að þau séu losuð við höft og opinberar tálmanir. Viðskiptafrelsi íslend- inga og aðild þeirra að frjálsum viðskiptaheimi er auðvitað ekki stefnt gegn neinni þjóð eða sam skiptum við neinar viðskipta- heildir. íslendingar vilja við alia verzla, en þeir óska eftir að geta notið þeirrar aðstöðu að selja þeim, sem bezt býður, og kaupa af þeim, sem hagstæðust gerir tilboðin, beztar hefur vörurnar. ódýrastar og mest úrvalið. Því að raunverulega frjáls verzlun er mesta kjarabótin, sem neýtend- ur, og það er öll þjóðin, geta fengið, því að með frjálsum við- skiptum eykst kaupmáttur laun- þeganna meir en með kauphækk- unum, sem draga á eftir sér verð- hækkanir á innlendum neyzlu- vörum. Við skulum þó aldrei gleyma því, að þótt markmið okkar sé aukin framleiðsla og bætt lífs- kjör, þá eiga þau bættu lífskjör ekki að felast eingöngu í auk- inni neyzlu, heldur einnig í sparr aði í eignarmyndun, í því að eign- ast eigið húsnæði, í því að geta orðið þátttakendur í framleiðsl- unni með hlutdeild í opnu hluta- félagi, sem rekur stórframleiðsiu. Eign skapar ábyrgð, eign hvers þjóðfélagsborgara er sá steinn, sem hann leggur í varnargarð þjóðfélagsins gegn fátæktinni. Marxisminn var boðskapur fá- tæktarinnar, hann átti að sam- eina öreigana. Marxisminn er úr- eltur, það hefur sannazt, að tækni tuttugustu aldarinnar er þess megnug að sigrast á fátæktinnl. Boðskapur nýja tímans er því ekki boðskapur fátæktarinnar, heldur boðskapurinn um að gefa öllum hlutdeild í þjóðarauðnum, að skapa hverjum vinnandi manni möguleika til eignarmynd unar. Gegn alþjóðlegu vígorði kommúnista: , Öreigar allra landa, sameiniz,“, teflum við Sjálfstæðismenn fram íslenzka vígorðinu: „Eign til handa öll- um“. Góðir Sjálfstæðismenn. Ég hefi hér í stórum dráttum gert grein fyrir stefnuskrá okkar. Rakið helztu áfangana á leið þeirri, sem við teljum okkur eygja til bættra lífskjara fyrir alla þjóðina. Þessi stefnuskrá gex- ur engin loforð önnur en þau, sem þjóðin verður sjálf að efna. Þessi þjóð hefur áður á fáum áratugum bætt kjör sín um helm- ing og þó samtímis stytt vinnu- tíma sinn og aukið menntun sína og menningarskilyrði. Þessi þjóð getur í dag framkvæmt miklu stórfelldari byltingu á atvinnu- háttum sínum og lífskjörum, ef hún aðeins þekkir sinn vitjunar- tíma og stendur einhuga að þeim stórhug, sem markar stefnu Sjálf stæðisflokksins. Góðir Sjálfstæðismenn. Nú skulum við hefja merkið hátt og berjast fyrir hreinum meirihluta, til þess höfum við stefnu og mál- stað. Látum mikinn kosningasigur Sjálfstæðisflokksins opna leiðina til bættra lífskjara fyrir alla Is- lendinga. Cóð kúajörð til sölu 1 Rangárvallasýslu er til sölu góð kúajörð. Á jörð- inni eru öll hús ný eða nýleg. Túnið allt véltækt og gefur af sér um 1200 hestburði. Áhöfn og vélar geta fyigt. Allar nánari uppl. gefur undirritaður. GUNNAR ÞORSTEINSSON, hrl. Austurstræti 5 — Sími 11535. Félög fyrirtœki og einstaklingar Lánum út sal sem tekur 150 manns í sæti fyrir hvers konar skemmtanir, veizlur, áfshátíðir, spilakvöld og fundi og fl. Upplýsingar í síma 19611 og 11378 alla daga og öll kvöld. SILFURTUN GLIÐ. Sendisveinn óskast, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni. Reykjavíkur Apótek. * - Verzlunin Alfheimar AUGLÍSIR Finnsk efni Vinnuföt Gluggatjaldaefni « Vinnubuxur Gluggatjaldajafi P « Vinnuskyrtur Kjólaefni co :0 Vinnublússur Buxnaefni H Nærföt Álfheimar Heimaveri Sími 35920

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.