Morgunblaðið - 18.10.1959, Side 3
Sunnudagur 18. okt. 1959
WIORCIIJSHLAÐIÐ
3
v-X-' v-x- V, /X<.V . ..
Sr. Óskar J. Þorláksson:
STURLA FRIÐRIKSSON,
magister, er nýiega kominn úr
ferð um hreindýraslóðir á
Vesturöræfum norðan Vatna-
jökuls. Gerði hann ferð sína
þangað í þeim tilgangi að
kynnast gróðri, þar á öræfun-
um og rannsaka, á hverju
hreindýrin lifðu um þetta
leyti.
Tíðindamaður blaðsins hitti
Sturlu að máli og spurði hann
frétta af þessari för og um
rannsóknir þær er hann gerði
þar. Fer frásögn hans hér á
eftir:
Lítil stund hefur verið lögð á
þaö af náttúrufræðingum okkar
aS kynnast háttum íslenzkra
hreindýra, rannsaka beitarlönd
þeirra og æti, vöxt þeirra og við-
komu og bera saman við erlend-
ar rannsóknir og niðurstöður,
leita svara við spurningum, sem
oft heyrast, svo sem hvort hrein-
dýrin éti gróður frá sauðkindinni,
•ða hvort þau velji sér annað æti
Af hvert sé þá beitarþol hrein-
dýralandsins. Hversu mikið hrein
dýrunum megi fjölga, og hvort
•ennilegt sé, að þau geti dafnað
á öSrum svæðum landsins, svo
wm á Vestfjörðum.
Svör við slíkum spurningum
verða ekki fengin með einsdags
athugun.Enda þótt lítill tími væri
til umráða, taldi ég þó rétt að
•afna nokkrum byrjunargögnum
á þessu hausti, en gera ráðstaf-
anir til þess að fá sýnishorn af
magainnihaldi frá öðrum árstím-
um.
Ég brá mér því austur í fylgd
með Stefáni Aðalsteinssyni, bú-
fjárfræðingi, til þess að taka sýn
ishorn og mæla gróður og dýr.
Hreindýralöndin.
Telja má, að land það, sem
hreindýrin halda sig einkum á,
takmarkist að vestan af Jökulsá
á Brú en af Vatnajökli að sunit
an. Eru þetta heiðar og afréttar-
lönd Fljótsdals og Jökulsár,
ávalar jökulöldur og hálsar,
grýttir, einkum ofanvert en mel-
ar og sandar á milli. Upp úr há-
sléttunni rísa hærri móbergs-
fell og fjöll. Ber þar mest á Snæ-
felli 1833 m háu með hvíta jökúl-
krúnu, einu tignarlegasta falli
íslenzkra öræfa.
Heiðarlönd þessi eru þakin
margskonar háfjallagróðri. A
melum og urðum vex strjáling-
anna eru víðlendir rumbaflóar
vaxnir mýrarstör og ljósalykkju
með stórum fífuflákum. Innan
um þennan gróður má á stöku
stað finna hreindýramosa og
fjallagrös, einkum þegar nær
dregur jöklinum.
Þannig eru beitarlönd hrein-^
En Drottinn svarað. og |
sagði við hana: Marta, ]
Marta, þú ert áhyggjufull ]
og mæðist í mörgu, en eitt
er nauðsynlegt. María hef-
ur valið góða hlutann,
hann skal ekki tekinn frá
henni. (Lúk. 10. 21—42).
Allir kannast við frásögnina
um systurnar í Betaníu og sam-
tal Jesú v'ið þær, þar sem hann
talar um trúna sem eitt hið mesta
nauðsynjamál mannshjartans. '
Skotið hvein og dýrið, sem fremst hafði gengið, féll í sporum sínum.
ur ýmissa blómjurta. Mosaþemb [dýranna. Á sumrin, þegar allt
ur skrýddar smjörlaufi, grávíði I stendur i fullum bfóma nærast
Sturla Friðriksson segir frá
rannsóknar- og veiðnför um
hreindýrahaga á Austurlandi
og hálendisgrösum klæða öldu-
jaðrana, en sund og lækjardrög
eru loðin af rjúpustör. Milli holt-
dýrin einkum á grasi, stör og víði
tegundum, en þegar vetur herðir
að með frosti og snjó og lágvax-
■5 sieppu mynaavennni, greip rniuinn og mioaoi a dyrm.
inn gróður er hulinn hjarni, má
telja að þau éti sinu og kvist eða '
nagi skófir af steinum. Þó eru1
skdfir varla eins þýðingarmikill
hluti af fæðu dýranna hér eins
og talið er víða erlendis, þar sem
álitið er, að skófir nemi allt að
% hlutum fóðurins.
Enda þótt hreindýrin séu vana-
föst og haldi sig á ákveðnum
svæðum, rása þau víða, þegar
gerir frera og jarðbann, í leit að
betri högum. Víla þau þá ekki
fyrir sér að synda beljandi jök-
ulvötn og kafa elg og lausamjöll.
Halda þau þá jafnan upp í veðr-
ið. Gangi stöðug austanátt lenda
þau jafnvel ofan í byggðir og
framundir sjó, en bregði til sunn-
anáttar hverfa þau fljótlega aft-
ur til heiða.
Haldið á veiðar.
Árla morguns lögðum við áf
stað frá Vaðbrekku í jeppa Að-
alsteins Aðalsteinssonar á hrein-
dýrslóðir, fórum við innfyrir Að-
alból, inn Hrafnkelsdalinn og
ókum upp snarbratta austurhlíð-
ina upp á heiðina. Þegar komið
var upp á háheiðina í 700 m hæð
héldum við til suðurs í stefnu á
Snæfell og höfðum Grjótöldu á
vinstri hlið, beygðum síðan suður
fyrir ölduna og yfir vatnslitla
bergavatnsá, sem heitir Hölkná,
þræddum nú í ótal krókum mela
og urðir austur að Þráelahálsi og
fengum ágætt útsýni um flóa-
sundin umhverfis öldu þessa. En
ekkert sást dýrið. Margt fé sáum
við þó, og á einum stað sunnan
við flóann sáum við til fjalla-
manna. Svanir tveir syntu þar á
tjörn og lóur spruttu upp undan
bílnum við og við.
Refir og hrafnar höfðu hirt
vambirnar.
Ætlun okkar var að rannsaka
innýfli dýranna. Við höfðum
frétt um vambir, sem fyrri veiði-
Framh. á bls. 22.
Sjálfur helgaði hann sig þvl
starfi að fræða menn um Guð og
hans vilja og greiða veginn til
hans. „Minn matur er að gjöra
vilja þess, sem sendi mig og full-
komna hans verk“. Og í þessari
þjónustu lét hann líf sitt, það
varð „laúsnargjald" fyrir marga,
í þeim skilningi, að fyrir líf hans
og þjónustu, sáu margir lífið í
nýju ljósi og svo er enn í dag og
enginn, sem lifað hefur á þessari
jörð hefur haft eins rr ikil áhrif á
mannlífið og Jesús Kristur.
Þegar átök voru um það I
mannssálinni, hvort heldur ætti
að sinna andlegum eða veraldleg
um viðfangsefnum, lagði Jesús
alltaf áherzlu á nauðsyn hins
andlega lífs, ekki til þess að
menn skyldu vanrækja skyidur
sínar í daglegu lífi, heldur til þess
að hin andlegu lífsviðhorf yrðu
meira ráðandi og mótandi afl
lífsins.
Fyrir honum var samfélagið
við Guð lifandi veruleiki. Menn
gátu goldið keisaranum það sem
keisarans var, en þeir máttu
ekki gleyma að gjalda Guði, það
sem honum bar.
•
Boðskapur kristindómsins legg
ur því ríka áherzlu á þetta: trúin
er nauðsynjamál hverju manns-
hjarta, leið hins fullkomna lífs-
skilnings, lykillinn að hamingju
mannanna og hinn rétti undir-
búningur undir eilfíðina.
II.
Er trúin nauðsynjamál? Þann
ig spyrja margir, þrátt fyrir það,
sem Nýja Testamentið leggur til
þessara mála. Það er vitanlegt að
margir efast um að svo sé eða
beinlínis neita því. Aðrir hugsa
eitthvað í þessa átt: trúin er góð
í sjálfu sér og það er sjálfsagt að
leggja kristindóminum eitthvert
lið, en hafa það samt ekki á til-
finningunni, að trúin sé neitt
verulegt nauðsynjamál, því að
annars myndu þeir sýna kristi-
legu starfi meiri áhuga en gert
er.
Menn fórna of litlu fyrir krist-
indóminn, bæði af tíma sinum og
fjármunum og því er hið kristi-
lega starf oft svo ófullkomið og
áhrifalítið.
Þetta þarf að breytast. Menn
þurfa að gera sér það ljóst, að
andlegu málin eru mestu nauð-
synjamálin í lífi þeirra, og að
þau eiga að skapa heilbrigð lífs-
viðhorf á öðrum sviðum lífsins.
Eins og líkaminn þarf næringu,
til þess að viðh»lda heilsu og
kröftum og menn geti lifað neil-
brigðu lífi, þannig þarf manns-
sálin sína næringu. Hún fæst
með því að hugsa um andleg mál,
temja sér trúrækni og trúarvenj-
ur. Trúarlífið er meira nauð-
synjamál en allt annað, vegna
þess að það snertir hin viðkvæm
ustu vandamál mannshjartans og
eilífa velferð mannsálarinnar.
í tilverunni skiptir ekkert
meira máli en vilji Guðs, að lifa
trúarlífi er að lifa í samfélagi
við hann, hlýða kalli hans, láta
vilja hans hafa áhrif á líf sitt.
Hinn þekkti söngvari José
Mojica, sem hvarf frá glæsileg-
um söngferli í bezt launuðu söng
höllum Vesturheims, til þess að
gerast munkur og gefa sig að
kristilegum hjálpar og líknar-
störfum, sagði eitt sinn í samtali
við blaðamenn: „Ef að vér leitum
Guðs af heilum hug og hrein-
skilni, þá mun hann benda oss á
þann veg, sem vér eigum að
ganga“.
Þannig hefur trúarsannfæring
in gefið mönnum nýjan lífsskiln
ing og háleitt og göfugt mark-
mið að keppa aC.
Trúin er eins og Jesús Krist-
ur sjálfur sagði, „hið eina nauð-
synlega", hið eina sem skiptir
máli fyrir tilveru mannsandans,
þessa heims og annars.
Um þetta skulum vér hugsa í
dag. — Ó. J. Þ.
Er trúin
naisðsynjamél?