Alþýðublaðið - 05.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.07.1920, Blaðsíða 1
1920 Mánudaginn 5. júlí 150. tölubl. fólverjar hörja. Khöfn, 4 júlí. Lundúnafregn hertnir, að Pól- verjar hörfi á stóru svæði. Bolsivíkar hafa unnið Lemberg. Pólverjar faafa beðið bandamenn lijálpar. €rlenð símskeyti. Khöfn, 2. júlí. Krassin farínn heim. % Símfregn frá London hermir, að samningarnir við Krassin séu í bráðina strandaðir og áð hann sé farinn heimleiðis til Moskva. Framrás Crrikkja i Litlu-Asíu er stöðvuð, segir Parísarfregn. Álþjóðaráðstafna í París, 5. júlí, /jallar um armenísk málefni. Sendinefnd Álendinga lögð af stað áleiðis til London, segir fregn frá Stokkhólmi. Búist er við að hún taki þátt í fundi þjógasambándsins 9. júlí. Allsherjarverkfallinu i Rómaborg er lokið, segir fregn þaðan. _____ ) Khöfn 3. júlí. Álandsmálin. Símað frá Stokkhólmi, að Sovjet- Rússland ræði um sjálfstæði Alands. Branting (forsætisráðherra Svía) er farinn til London til þess að taka þátt í samningunum um Áland. Friður með Rússum og Lithábúum. Sítnað frá Kowno, að friðar- samningar gangi mjög greiðlega milli Rússa og Lithábúa. Bandamenn ráðgast nm. Símað er frá Briissel, að banda- menn haldi ráðstefnu til undir- búnings Spa-fundinum. Khöfn, 4. júlí. Símað er frá París, að Brússel fundurinn fjalli um fransk-belgiskt varnarsamband og afvopnun Þýzka- lands. Steinolía. (Frh.) í síðasta blaði var gerð nokkur grein fyrir erlendu steinolíuhring- unum og starfsemi þeirra og bar- áttu um að klófesta heimsfram- leiðsluna og heimsmarkaðinn. £n hér skal vikið að þeirri hlið þessa máls, er snertir oss sérstaklega. Það er bæði þarflegt og nauðsyn- legt að skýra slík mál fyrir al- menningi, enda er það hlutverk blaðanna. Eina leiðin til góðs þjóðfélagsfyrirkomulags og þjóðar- hags, er að fólkið geti stjórnað málum sfnum sjálft, og því aðal- atriði, að allir fylgist með í því, sem gerist í fjármálum og stjórn- málum. Nú skal stuttlega athugað hvern- ig stærsta dagblað landsins, Morg- unblaðið, innir þessa skyldu sfna af hendi. Það segir í grein um steinolíu- verð, f vikunni sem leið, að olíu- verð hér sé 90—100 kr. tunnan og í Danmörku 45 kr. tunnan. Sömuleiðis telur það skyldu stjórn- arinnar að líta eftir olíufélaginu, því hún hafi gefið því einkasölu- leyfi. Þar að auki segir blað þetta, að steinolíueyðsla hafi aukist og margfaldast hér ár frá ári, og gérir ýmsar fleiri álfka veigamikl- ar athugasemdir. Sé það athugað, að Mgbl. er málsvari útgerðarmanna m. a., liggur beint við að búast við, að það flytji nákvæmar og mikils- verðar upplýsingar um mál, seoi útgerðina varða beinlfnis. Það væri eigi nema eðlilegt, að útgerðar- menn vildu fá eitthvað í aðra hönd fyrir þau ógrynni fjár, sem þeir ausa út í það og aðra póli- tíska starfsemi, árlega. En Mgbl. virðist hvorki í þess« máli né endranær vita skyldu sína gagnvert almenningi eða útgerðar- mönnum, og skal hér á eftir sýnt að svo er. Ummæli Mgbl. um einkasöluna og verðið á steinolíunni komu mörgum þeim á óvart, sem eigi hafa ennþá gert sér ljóst hversii óáreiðanlegt Mgbl. er. Til þess að fá alt hið sanna fram í þessu máli, höfum vér meðal annars átt Viðtal við Eskildsen tram- kvæmdarstj. Steinolínfélagslns. Hve hátt er verð á steinolíu? spyrjum vér. Verð á steinolíu er nú sem stendur 138 kr. pr. tunnu, að tunnunni meðtalinni. Hve hátt er verðið í Danmörku? Það mun vera um 120 kr. og olían því í sjálfu sér ódýrari hér en þar, því farmgjald á olfunni þangað er aðeins tæpar 20 kr. á tunnu, sökum þess, áð olían er flutt þangað í »tank“skipum, en farmgjaldið hingað er 40—42 kr. á tunnu, svo allir sjá hvort verðið er ósanngjarnt hér í samanburði við það sem er í Danmörku. í Noregi er steinolían nokkru ódýr- ari, en þar er hámarksverð á farmgjaldi á steinolíu, svo Norð- menn borga eigi meira en 45 kr. flutningsgjald á tonn, eða um 12 kr. á tunnu. Hve mikið er flutt inn hingað árlega af steinolíu? Ja, sfðasta ár munu hafa verið seldar rúml. 35 þús. tunnur, ea vér búumst við að salan verði nokkru minni í ár. Af hverju stafar verðhækkunia á olíunni?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.