Alþýðublaðið - 05.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Xonnngskonan. Flestum mun mianisstæð kon- ungskoman 1907, en á tvennan hátt þó. Ýmsir broddborgarar vorir munu lifa í sælukendum endurminning- um um óhóf í mat og sérstaklega drykk. Það mátti svo heita, að Reykjavfk flóði í áfengi, og vín- lækir runnu eftir þeim slóðum, sem konungur og gestir hans fóru. Ekki svo að skilja, að Friðrik konungur 8. ætti hér sök á, held- ur þeir, sem stjórnuðu landi og lýð í þann tíð. Sumum attur á móti hraus hug- ur við þessu óhófi og ærslagangi, en lifa nú í þeirri von, að slíkt endurtaki sig ekki við konungs- komuna i sumar. Að sjálfsögðu verður ekki vín veitt f veizlum þeim, sem konungi og. fylgdarliði hans verða haldnar hér; og óhugs- andi er annað, en að konungur sýni lögum landsins þá virðingu, að hafa ekki vín á borðum í þeim veizlum, sem hann kann að halda hér, né við önnur tækifæri. — Þegar því þess er gætt, að ekkert vín verður haft um hönd, og sá, sem nú stendur við stýrið á þjóð- arfleytunni, er þektur að varasemi í fjármálum, laus við prjál og óhófstildur og hefir hingað til tekist að halda uppi virðingu þjóðarinnar, þá eru meiri líkur til að í hóf verði stilt f þetta sinn, fremur en var 1907. N. HHrleiid mynt. Khöfn 19. júní. Sænskar krónur (100) ’kr. 134.50 Norskar krónur (100) — 101,50 Frankar (100) — 51,00 Pund sterling (1) — 24.13 DoIIar (i) — 6,io Þýzk mörk (100) — 16,25 I búdinni. Byltiflæði bölvunar brýzt um svæði hugsunar. Sitja á hæðum svíðingar. — Satan ræður vfðast hvar. J- Dib dapo og veginn. Síldartunnutollurinn. Frá því í marz í fyrra og til ársloka flutt- ust ina 247,174 sfldartunnur og er tollur af þeim I milj. 235 þús. 870 kr. Auk þess voru 37,437 kg. af efni í sfldartunnur flutt inn og er það Ifka tollað. Inflúenzan kvað nú geisa á Akureyri og legst hún einkum þungt á börn, að því er sagt var í síma í fyrradag. Ósamræmi virðist vera, eigi alllítið, milli sparnaðargreinarinnar í Morgunblaðinu í gær og þeirra hvatningaorða, er það segir til stuðnings hljómleikanna, er hér hafa verið undanfarið. En við hverju er að búast öðru, af því mæta málgagni gylta s............ ? Leifnr Sigfússon frá Vest- mannaeyjum hefir lokið tannlækn- isprófi með I. einkunn, að því er skeyti til blaðsins hermir. Skipakomnr. Á laugardaginn komu 2 skonnortur með kol frá Englandi. í gær kom gufuskipið Skods- borg með steinolíu til olíufélags- ins. Einnig kom hingað skonnortan Iris með timbur til Eyrarbakka. 6s. „Island" kom hingað á laugardaginn. 162 farþegar voru á skipinu, þar á meðal: 32 Vest- ur-íslendingar, Einar Jónsson mynd- höggvari og kona hans, Haraldur Sigurðsson píanoleikari og kona hans, Finnur Jónsson prófessor, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Jón Stefánsson málari, Vilh. Fin- sen ritstj., kona hans og börn, Sigfús Einarsson tónskáld, Tofte bankastjóri og kona hans, Halldór Sigurðsson úrsmiður, Ólafur Magn- ússon ljósmyndari, Jón Ásbjörns- son cand. jur., Þorvaldur Pálsson læknir, Braun kaupmaður, Jónas Jónasson stúdent, Kjartan Kon- ráðsson o. fl. Af rangá hafði nafn Stór-kansi. Þórðar Bjarnasonar fallið úr fram- kvæmdarnefndarlista Stórstúkunnar í sfðasta blaði. Sterling fór í gær kl. 6 síðd. Meðal farþega: stúdentarnir: Björn Kristjánsson, Arnfinnur Jónsson, Stefán Pétursson, Richarð Beck, Garðar Þorsteinsson og Þorsteinn Jóhannnesson, Aage Schiöth stúd. art., Bjarni Sæmundsson adjunkt, Karl Finnbogason kenaari, Eirík- ur Hjartarson rafmagnsfræðingur, Andr. Fjeldsted augnlæknir, Sig. Baldvinsson póstmeistari o. m. fl. ísfirðingar eru nú að búa skip sín undir sfldveiðarnar, enda fer sfldin oft að sýna sig fyrir Vest- fjörðum um þetta leyti. Norðmað- ur einn er kominn til ísafjarðar, vill hann leigja skip og kaupa all- mikið af síld. AO nordan. Deila hefir staðið milli verka- kvennafélagsins „Eiuing“ á Akur- eyri og fiskkaupmanna þar, um tímakaup kvenna við jfiskvinnu. Hefir „Verkamaðurinn“ talað máli kvennanna, en sum blöðin, sem í móti standa á Akuueyri, hafa fiutt fremur lélegar og frámunalega illgirnislegar greinar bæði í garð hans og verkafólks. Deiium þessum er ekki lokið í nýjustu norðan- biöðum, en ólíklegt er, að fisk- kaupmenn verði ekki að iokum að Iáta undan, jafn sjálfsögðutn kröfum og þeim, er ,Eining“ ter fram á. Hákarlayeiði hefir verið frem- ur góð uyðra í vor. Aftur á móti er engin þorskveiði, þar ennþá, en smásíld nóg á Akureyrarpolli. Atvinna. Mjög mikið ber á auglýsingum síldarútgerðarmanna í norðanblöðunum um ráðningu fólks til síldarvinnu. Er þar at- vinnuútlit allgott fyrir verkafólk, þegar þar við bætist, að útlit er fyrir hið bezta grassprettusumar og bændur, að minsta kosti í Skagafirði, bjóða kaupamönnum 100—125 kr. á viku og alt frítt og kaupakonuin alt að 80 krón- uai á viku, að því er maður sagði, er nýkominn er að norðan og kunnugur er atvinnumálum þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.