Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 2
2
MORCUTS BLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. des. 1959
Varði doktorsritgerð um
varnarmál íslands
Stutt viðtal við D. Nuechterlein
f JANÚAR síðastliðnum varði
Donald Nuechterlein doktorsrit-
gerð við Háskólann í Michigan.
Ritgerðin fjallar um varnarmál
íslands á árunum 1940—1956 og
nefnist á ensku „The Icelandic
Defence Problem".
Nuechterlein var blaðafulltrúi
við Bandaríska sendiráðið í
Reykjavík í tvör ár. Hann er nú
staddur hér á landi í nokkra daga
og notaði fréttamaður blaðsins
tækifaerið til að spyrja hann um
tildrög þess að hann valdi sér
þetta efni.
— Þegar ég kom hér sem blaða
fulltrúi í nóvember 1954 var ég
búinn að taka undirbúningspróf
til að fá rétt til að leggja fram
doktorsritgerð og valdi már ís-
lenzka utanrikisstefnu að við-
fangsefni. Ég var svo hérna í tvö
ár eða fram í nóvember 1956 og
kynnti mér varnarmál íslendinga
og safnaði efni um þau. Öll undir
búningsvinna var miklu meira
verk en ella, vegna þess að ég
gat hvergi fundið nein rit um
þetta efni og varð þess vegna að
hyggja allt á eigin athugunum á
staðnum. En ég naut við þetta
hjálpar fjöldamargra islenzkra
vina minna, sem voru ólatir við
að þýða fyrir mig, svo mér finnst
ég vera í mikilli þakkarskuld við
þá. Eftir að ég kom til Washing-
ton skrifaði ég svo ritgerðina, en
það tók mig tvö ár, og varði hana
í janúar sl. Formlega fékk ég
doktorsgráðuna í júní í sumar.
— Og hvers vegna völduð þér
einmitt þetta efni. Það eru ekki
margir útlendir menn, sem hafa
áhuga fyrir að skrifa um íslenzk
nútímamálefni.
Samvinna við nágrannana
— Ég hafði áhuga fyrir samn-
ingum fslendinga og Bandarikja-
manna frá því á stríðsárunum, og
því hvemig íslendingar sneru frá
hlutleysisstefnu til samvinnu við
vestrænar þjóðir, eftir að landið
hætti að vera einangrað og fjar-
lægt öðrum þjóðum eftir tilkomu
flugvélanna. Bandaríkjamenn
voru einnig einangrunarsinnar og
vildu ekki taka þátt í alþjóða-
málum fyrr en 1940. Við höfum
þannig lika breytzt og tekið á
okkur ábyrgð, vegna aðstöðu okk
ar í heiminum. Mér finnst það
merkilegt hve fljótt ísland, sem
svo lengi var einangrað, nefur
tekið upp samvinnu við nágranna
Slysið á Fríkirkju-
veginum
UMFERÐARDEILD rannsóknar-
lögreglunnar, skýrði frá því í gær
dag, að Sigurður Björnsson frá
Veðramóti, er varð fyrir bíl s.l.
laugardag, hefði fengið grófan
heilahristing. Þá var blaðið beðið
að lýsa eftir konu, er verið hafði
í leigubíl, sem kom á slysstað-
inn rétt á eftir. Hafði hún ekið
með bilnum ofanúr Bankastræti.
Á slysstaðnum fór hún úr leigu-
bílnum, en hún mun hafa ætlað
að aka með honum vestur í bæ.
Við þessa konu þarf rannsóknar-
lögreglan að hafa samband.
Leiðrétting
í fyrirlestri Jónasar Sveinsson-
ar, læknis, sem birtur var hér í
blaðinu sl. sunnudag, misritaðist
ein tala viðvíkjandi væntanleg-
um hagnaði af raforkusölu íslend
inga til Evrópu. í stað „7—800
þúsund króna“, átti að standa
7—800 milljón krónur á ári. —
Leiðréttist þetta hér með.
Donald Nuechterlein
sína í Vestur-Evrópu og tekið
á sig ábyrgðina sem því fylgir.
Viðbrögð stjómmálaflokkanna ís-
lenzku gagnvart alþjóðlegum mál
um hafa einnig vakið athygli
mina.
— Er ritgerðin til á prenti?
— Nei, ekki enn. Handritið
liggur hjá útgefanda. Ef ritgerðin
kemur út, sem ég vona, þá mun
ég einnig taka til meðferðar það
sem gerzt hefur síðan 1956. Ég
vona, að verði ritgerðin prentuð,
þá megi hún auka skilning á mál-
efnum varðandi herstöðvarnar á
Keflavíkurflugvelli, bæði í Ame-
ríku og á íslandi. Vonandi verður
hægt að koma málunum í það
horf að komizt verði hjá árekstr-
um.
í Washington í 3 ár
— Eruð þér hér á skemmti-
ferð í þetta sinn?
— Nei. Síðan ég fór frá fs-
landi hefi ég starfað áfram á
vegum Upplýsingaskrifstofu
Bandríkjanna í Washington, og
þar hefi ég ísland, Kanada og
Bretland á minni könnu. Það er
því hluti af starfi mínu að koma
til þessara landa öðru hverju og
halda tengslum við þau. — í
þessari ferð var ég í Englandi í
tvær vikur og verð hér í nokkra
daga. Ég og fjölskylda mín kunn
um ákaflega vel við okkur á ís-
landi. Dæturnar tvær lærðu ís-
lenzku. Við eigum marga vini hér
og vildum gjarnan koma ein-
hvern tíma aftur til dvalar. Nú
hefur bætzt við einn meðlimur í
fjölskylduna, lítill sonur, sem
fæddur er í Bandaríkjunum.
— Búist þér við að vera lengi
búsettur í Washington?
— Ég reikna með að vera þar
í hálft ár í viðbót, áður en við J
verðum send aftur til einhvers
annars lands. Venjulega erum við
starfsmenn Upplýsingaþjónust-
unnar í 3 ár í Washington í einu.
S* NA /5 hnútar v' 5* V 50 hnútar X Snjókoma f Oði V Skúrir ÍC Þrumur 'Ws, Kuldaskil Hifaski/ H HaS L LagS
Veðurfregnir
Námsstyrkir
ALKIRKJURÁÐH) veitir eins
og nokkur undanfarin ár guð-
fræðistúdentum og kandidötum
styrki til námsdvalar við háskóla
í ýmsum löndum háskólaárið
1960—61. Umsóknareyðublöð og
nánari upplýsingar eru á skrif-
stofu biskups, Reykjavik. — Um-
sóknir þurfa að berast í janúar.
Á VEÐURKORTINU sést
læðarmiðja milli fslands og
Færeyja. Loftþrýstingur um
lægðarmiðjuna er 965 mb. og
loftvog á Hólum í Homafirði
var 968 og er það lægsta loft-
vogarst. hér á landi. Veðurl hér
á landi er einkennilegt að því
leyti að um austanvert landið
er hægviðri og úrkomulítið,
hins vegar er norðaustan
hvassviðri og stórrigning á
vestanverðu Norðurlandi og
loks norðaustan stormur og
snjókoma á Vestfjörðum og
Vestfjarðarmiðum. Lægðin
þokast NA eftir og veldur SV-
stormi í Skotlandi. Önnur
lægðin er austan við Ný-
fundnaland og fer ört vaxandi
en stefnir austur á bóginn. •—
Á Belle Isle er NA-hvassviðri
og snjókoma með 6 stiga frosti,
en á Nýfundnalandsbönkun-
um er SV-rok og 9 stiga hiti.
Veður er yfirleitt hlýtt um
vestanverða Evrópu, 8—10 st.
hiti á Bretlandseyjum og
Frakklandi, en í Mið-Evrópu
og Svíþjóð er frost og víða
snjókoma. Hiti var þó um 0
stig í Hamborg, en 1 *tigs frost
í Berlín, Kaupmannahöfn og
Osló. f Helsingfors var 7 stiga
frost.
Veðurhorfur i dag: Suð-
Vesturland til Breiðafjarðar
og suðvesturmið til Breiða-
fjarðarmiða. Lygnandi, hiti
um frostmark eða heldur yfir.
— Vestfirðir og Vestfjarða-
mið. Batnandi veður. — Norð-
urland og Norðurmið, norð-
austan átt, lægir i dag, slydda
eða rigning. — Norð-Austur-
land og Austfirðir, Norðaust-
urmið og Austf jarðamið,
norðaustan stinningskaldi, þíð-
viðri. — Suð-Austurland og
Suðausturmið, norðan kaldi,
iéttskýjað.
Eisenhower í Aþenu
AÞENU, 14. desember. — Eisen-
hower hiaut engu lakari mót-
tökur i Aþenu en hann hefur
hlotið í öðrum löndum, sem
hann hefur heimsótt í þessari
ferð. Talið er, að um ein milljón
manna hafi verið á strætum borg-
arinnar til að fagna forsetanum,
er hann ók með konungi til hall-
arinnar. Á leiðinni lagði forsetinn
blómsveig að stalli óþekkta her-
mannsins.
■@> Tryggvi Blöndal skipstjóri.
Nýja Eyjaskipið í Reykjavík
M.S. HERJÓLFUR kom til
Reykjavíkur úr sinni fyrstu ferð
frá Vestmannaeyjum á sunnudag
f gær sýndu Guðjón Teitsson,
forstjóri Skipaútgerðar ríkisins,
og Tryggvi Blöndal, skipstjóri,
fréttamönnum skipið.
Skipið er eins og áður hefur
verið frá skýrt byggt til íarfcega-
flutninga og vöruflutninga. í því
eru tveir salir fyrir farþega á
aðalþilfari og rúm fyrir 20 far-
þega í 10 tveggjamannaklefum
undir aðalþilfari, en sófum í tví-
skiptum borðsal má breyta í 12
svefnrúm. Enn fremur er gert
ráð fyrir að 7 farþegar hafi nokk-
ur svefnskilyrði á sófum í setu-
sal og á bátaþilfari er sjúkraklefi
fyrir einn. Er farþegarými a’lt
hið snyrtilegasta.
í skipinu er kælilest fyrir
mjólk, en skipið á að flytja mjólk
til Vestmannaeyja. Einnig má
flytja annað, svo sem beitusíld, i
kælilestinni. — Aðallest fyrir
stykkjavöru er 9300 rúmfet og
auk þess er geymir til olíuflutn-
inga að rúmtaki 123 m3. Stærð
skipsins um 500 brúttólestir eða
170 nettó. Það er tveggja skrúfu
skip með tveim aðalaflvélum.
Fjórar bómvindur eru í skipinu,
tvær með 5 tonna lyftigetu og
tvær með eins tonns lyftigetu, og
er dælubúnaður góður.
Skipið er byggt undir eftirliti
Lloyd’s Register of Shipping og
samkvæmt reglum þess félags um
stálskip með styrkingu fyrir sigl
ingar í is. Hingað komið kostar
skipið rúmlega 11 millj. króna,
og þykir það ekki hátt verð fyrir
svo vandað skip.
Herjólfur fer sennilega í fyrstu
ferðina til Vestmannaeyja á mið-
vikudagskvöld. *
Fyrr í dag hafði Eisenhower
viðkomu í Teheran og ræddi þar
við íranskeisara. Avarpaði hann
íranska þingið og skömmu áður
en hann hélt för sinni áfram gáfu
þeir íranskeisari út sameiginlega
yfirlýsingu þar sem Eisenhower
hét því m.a. að Bandríkjamenn
mundu veita Iran efnahagsaðstoð
sem fyrr.
Mikill viðbúnaður var í Aþenu
vegna komu forsetans. Borgin
var fánum skreytt og mikill há-
tíðabragur á öllu. Konungshöllin
hafði m.a. verið skeytt með
12.000 rauðum og gulum rósum,
sem fluttar voru frá Hollandi í
nótt.
I kvöld sat forsetinn veizlu I
konungshöllinni, en síðar mun
hann ræða við gríska stjórnmála
leiðtoga. Þetta er sjöunda höfuð-
borgin, sem Eisenhower heimsæk
ir í ferðinni. Nú er fyrir höndum
sjóferð vestur Miðjarðarhaf.
iicrjoliur siglir upp að hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum.
Ljósm.: Sigurg. Jonasson.