Morgunblaðið - 15.12.1959, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. des. 1959
M o R c ri n n r
15
fram yfir þýddar. Bók Ingi-
bjargar er um það bil að selj-
ast upp hjá forlagi. Jakob
Jónasson kemur nú fram í
fyrsta skipti undir eigin
nafni með skáldsögu. Og
Bagnheiður er fyrir Iöngu
búin að skipa sér á bekk með
vinsælustu skáldsagnahöf-
undum íslenzkum.
Metsölubók
Verð kr. 68,—
Saga um íslenzk örlög
Verð kr. 138.—
islenzkar
skáldsögur
Smásögur með teikningum
Verð kr. 138.—
fslendingar hafa jafnan tekið
Hið nýja verzlunarhús Verzlunarfélags Borgarf jarðar
Glæsilegt verzlunarhús tekið í
notkun í Borgarnesi
Fyrsta kaupmannaverzlunin, sem setur upp
kjörbúð utan Reykjavíkur
SL. FÖSTUDAG var opnuð ný og
glæsileg verzlun í Borgarnesi sem
Verzlunarfélag Borgarfjarðar er
eigandi að. Hér er um að ræða
fyrstu kjörbúðina sem kaup-
mannaverzlun setur upp utan
Reykjavíkur. Verzlun þessi er í
alla staði hin vistlegasta.
Tíðindamaður blaðsins hafði
tal af Friðriki Þórðarsyni fram-
kvæmdastjóra Verzlunarféiags
Borgarfjarðar og lagði fynr hann
nokkrar spurningar í tilefni þess-
ara tímamóta.
Stofnað 1924
Verzlunarfélag Borgarfjarðar
er stofnað árið 1924 upp úr firm-
anu Jón Björnsson og Co., en það
fyrirtæki hafði keypt verziunina
af Johan Lange, norskum kaup-
manni, árið 1906. Langes-verzlun
hafði verið rekin um langt ára-
bil í Borgarnesi og meðal verz'l-
unarstjóra þar var hinn kunni
athafnamaður Thor Jenaen.
Verzlunarfélag Borgarfjarðar
er nú önnur stærsta verzlun á
verzlunarsvæði Borgarness. Það
er fyrst og fremst byggt upp sem
sveitaverzlun, selur allt frá saum-
nálum upp í traktora. í hinni
nýju verzlun eru í rauninni marg
ar deildir undir sama þaki. Þar
eru seldar alls konar nýlenduvör-
ur, kjötvörur, búsáhöld og gler-
varningur, fatnaður, ritföng og
bækur svo nokkuð sé nefnt af
hinu fjölmarga, sem þar er á boð-
stólnum. Verzlunarfélagið hefir
á hendi slátrun og rekur slátur-
hús á fimm stöðum og slátrar
árlega 10—12 þúsund fjár auk
fjölda stórgripa. Félagið hefir þvi
á hendi umboðssölu á öllum fram
leiðsluvörum bænda nema mjólk
urafurðum. Einn stærsti þáttur-
inn í verzlun félagsins er sala á
alls konar byggingarvörum og
verður byggingarvörudeildin nú
flutt í hið gamla verzlunarhús-
næði félagsins.
Nýja húsið 310 ferm.
Nýja verzlunarhústð er tvær
hæðir og er gert ráð fyrir að
byggja þriðju hæðina ofan á það
síðar og verður þar skrifstofuhús-
næði. Húsið er 310 fermetrar að
grunnfleti. Á efri hæðinni er hin
stóra og myndarlega /erzlun, en
á neðri hæðinni eru kæliklefar og
frystigeymslur auk kjötvinnslu
og matargerðar. Fram til þessa
Friðrik Þórðarson framkvstj.
hefir allt kjöt félagsins verið flutt
til geymslu á Akranesi og Reykja
vík. Auk hinnar fjölþættu verzl-
unar, sem félagið rekur, starf-
rækir það trésmiðju og er þar
smíðað allt smátt og stórt, sem
byggingu við kemur. Sá hún
t.d. algerlega um alla innréttingu
hinnar nýju búðar.
Halldór Jónsson arkitekt teikn-
aði hið nýja hús. Byggingameist-
ari var Jóhann Snæbjörnsson og
hann annaðist einnig miðstöðvar-
lagningu. Múrarameistari var
Halldór Gestsson en málarameist-
ari Einar Ingimundarson og raf-
lögn alla annaðist Ornrar Orms-
son og synir hans. Forstöðumaður
trésmiðjunnar er Björn Markús-
son. Kristinn Kristinsson, Reykja
vík, sérfræðingur í uppsetningu
sjálfsvöruverzlana, hefir skipu-
lagt hina nýju verzlun og mun
þjálfa afgreiðslufólkið.
20 manna starfslið
Hjá verzlunarfélagi Borgar-
fjarðar vinna alls 20 manns og
hefir verzlunin jafnan verið hjúa-
sæl, ef svo má orða það, en sama
fólkið hefir unnið mjög lengi hjá
fyrirtækinu sumt lengst af starfs-
ævi sinni. Framkvæmdastjórinn
hefir unnið óslitið hjá fyrirtæk-
inu síðan 1933.
Stjórn Verzlunarfélags Borgar-
fjarðar skipa Björn Jónsson
bankafulltrúi, formaður, Halldór
H. Jónsson arkitekt og Friðrik
Þórðarson, en hann hefir stjórn-
að fyrirtækinu frá árinu 1944.
Með flutningi verzlunarinnar I
hið nýja hús yfirgefur hún hús-
næði, sem hún hefir verið í frá
upphafi. Elzti hluti gamla húss-
ins mun vera frá því fyrir 1880.
fbúðarhús það sem fylgir eign-
inni og var verzlunarstjórahús
fyrr á árum er hið elzta í Borg-
arnesi, þar sem enn er búið. En
það var byggt 1876.
Þessi kunna verzlun hefir jafn
an átt miklum vinsældum að
fagna. Jón heitinn Björnsson frá
Bæ rak hana með miklum mynd-
arbrag og sagði Friðrik Þórðar-
son, að reynt hefði verið að halda
í því horfinu síðan.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum -dýfara að auglýsa
í Morgunblaðinu er í öðrum
blöðum. —
íbúðir til sölu
til sölu í villubyggingu við Sigtún: Önnur hæð og
rishæð á annari hæð, 4ra herb. stór og glæsileg
íbúð. 1 rishæðinni 3ja. herb. íbúð, sem er laus tál
íbúðar nú þegar. Uppl. gefur:
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Vagns E. Jónssonar.
Austurstræti 9. Sími 14400
Baðker
Rússnesku baðkerin kosta aðeins
kr. 1845.00 með botnventli, vatnslás og
yfirfails-ventli. Birgðir væntanlegar inn-
an skamms. Sýnishorn fyrirliggjandi.
Tökum á móti pöntunum.
Mors Troding Company Hf.
Klaouarstíg 20 — Sími 1-73-73