Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 6
6
MOKC.VWRLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. des. 1959
Á flakinu sáust rússneskir einkennisstafir
— Flakið
Framh. af bls. 1.
ar hafi yfirgefiff hana á ísnum
og veriff bjargað. Hefðu rússnesk
yfirvöld engan áhuga á flaki flug
vélarinnar.
Fara heim aftur.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Keflavíkurflugvelli símaði í gær,
að hætt hefði verið við að senda
björgunarleiðangur að flakinu
fyrst ekki væri ástæða til að ótt-
ast að neinir menn væru á staðn-
um.
í fyrradag kom hingað Glebe-
masterflugvél frá Goose Bay með
kopta innanborðs og var ætlunin
að hún færi með koptann til
Grænlands og þaðan yrði flogið
á honum að flakinu. Einnig kom
frá Goose Bay fjögurra hreyfla
flugvél af gerðinni C130 og var
hún útbúin með skíði til að geta
lent á ís, en samkvæmt athugun
úr lofti reyndist ísinn við flakið
of ósléttur til að unnt væri að
lenda þar (sjá mynd).
Flugvél af gerffinni C-130
Er nú ráðgert að flugvélamar
fljúgi aftur til bækistöðva sinna
á Goose Bay, svo flakið verður
nú látið í friði og fær að „sigla“
með ísnum suður á bóginn, þar
Stórþjófnaður í verzl-
uninni Ólympía
AÐFARANÖTT sunnudagsins
var framið innbrot í hina stóru
vefnaðarvöruverzlun Olympía,
sem er til húsa að Vatnsstíg 3.
Þar hafa þjófar látið greipar
sópa um margskonar kven- og
barnafatnað, og skiptir þúsund-
um króna verðmæti þess er þjóf-
arnir námu á brott. Höfðu
þeir brotið glugga á bakhlið verzl
unarinnar.
Rannsóknarlögreglan fékk mál
ið til meðferðar í gær. Sá mögu-
leiki er að einhverjir hafi þegar
orðið varir við grunsamlegan
Góð aflabrögð -
Stykkishólmsbáta.
STYKKISHÓLMI, 13. des. — í
síðustu viku voru góðar gæftir í
Stykkishólmi og afli almennt
góður. Þilfarsbátar fengu fjögur
og fimm tonn að jafnaði í róðri
og er stutt að sækja.
Trillubátar hafa aflað ágætlega
og einn daginn komst trillubát-
urinn Felix í 3,7 lestir. Er það
einhver mesti afli, sem trillubát-
ur hefur fengið hér, enda eru
trillubátarnir með meira en helm
ingi styttri lóð en þilfarsbátarn-
ir. — Fréttaritari.
varning á boðstólum, eða orðið
varir við ferðir grunsamlegra ná
unga eða þess háttar. Eru þeir,
er kynnu að geta gefið upplýs-
ingar í máli þessu, beðnir að hafa
samband við rannsóknarlögregl-
una-
Hafnfirðingar
NÚ fer í hönd stærsta hátíð árs-
ins, og þá reyna allir að sjá
svo um að allsstaðar sé vel upp-
lýst og ljós tendruð, við komu
hinnar helgu hátíðar. Kærleikur
kallar fram yndi og fegurð hið
innra.
Við íslendingar viljum líka líta
vel út hið ytra. Oss er það í blóð
borið að hreinsa og prýða heim-
ili vor, sérstaklega fyrir hátíðar.
Þar sem við höfum yndi af að
líta sjálf vel út, er það eitt, sem
ekki má gleymast, að láta klippa
sig fyrir jólin. Þurfa menn að
athuga það í tíma, því jólin nálg-
ast óðum.
Við hafnfirzkir hárskerar ósk-
um eftir samvinnu við viðskipta-
vinina, að þeir láti ekki á sér
standa að koma sem fyrst, svo
allir fái snyrtingu áður en við
heyrum kluknanna helgu hljóma
hringja inn hina sönnu jólahátíð.
Gleðileg jól.
Guðm. Guffgeirsson.
hafið gleypir
væntan-
ísold hin svarta
„Seg oss lengur sögu"
1 FYRSTA hluta sjálfsævisögu
sinnar, sem út er komin á veg-
um Bókfellsútgáfunnar, ísold
hinni svörtu, bregður Kristmann
Guðmundsson upp mörgum og
litríkum myndum úr íslenzku
þjóðlífi á fyrsta fjórðungi aldar-
innar.
Á framsviði er vmgi, umkomu-
lausi pilturinn með dagdrauma
sína, sem rekst á erfiðleika svo
mikla, að flesta hefði bugað.
í baksýn er þjóðlífið í sveit,
sjávarþorpum og í höfuðstaðnum.
Frásagnarlist höfundarins í
þessari sjálfsævisögu er með
ágætum og bókin rituð af slíkri
hreinskilni, að fágætt mun vera.
í æsku setti höfundurinn sér
það markmið að verða skáld,
helzt hér á landi, ef þess væri
nokkur kostur, annars í Noregi.
1 hinni hörðu og þrálátu baráttu,
sem hann háði til þess að ná
þessu marki, kom fram víkings-
lund, sem hann hafði tekið að
erfðum frá föður sínum, Guð-
mundi á Helgustöðum og móður-
föður, Bimi á Þverfelli. Um
þenna afa hans, sem fómaði
embættisframa fyrir æskuást
sína, kvað Jón skáld Magnússon:
„En enginn getur ættarböndin
skorið,
né eðli sinu hverft á skammri
stund.
Það lifir allt, sem er í blóðið
borið,
og brýtur ísinn gegnum lokuð
sund“.
1 andbyr og erfiðleikum fékk
Kristmann eldskírnina sem skáld.
Við lestur fyrsta kaflans i
Isold hinni svörtu vaknar strax
áhugi lesandans og hann hugsar
til höfundarins: „Seg oss lengur
sögu“, og þannig áfram til loka
þessa fyrsta hluta sjálfsævisög-
unnar, er höfundur heldur til
Noregs.
Lýsing aldarfarsins og sjálfs-
ævisaga skáldsins i ísold hinni
svörtu er gerð af slíkri kunnáttu
og leikni í meðferð máls og efnis,
að líklegt er, að sagan verði talin
meðal þess, sem bezt hefur verið
ritað á islenzku á vorum dögum.
Sveinn Benediktsson.
Líknarsjóður
Hallgrímskirkju
TIL er með þessu nafni lítið stór
fyrirtæki hér í bæ. Litið vegna
þess, að það lætur litið yfir sér,
er raunar févana svo mjög, að úr
því er þörf að bæta sem bezt og
sem fyrst. En stórt er þetta fyr-
irtæki vegna þess, sem því er
ætlað að hlynna að og styðja.
Líkn og hjálp við sjúka og bág-
stadda er ein hin stærsta kristin
hugsjón. Hins vegar er þessi þátt
ur allt of lítið áberandi í starfi
kirkju vorrar. Líknarsjóður
Hallgrímskirkju á sér það mark-
mið eitt að gera þennan þátt eitt-
hvað meiri. Til þess var hann
stofnaður fyrir rúmum áratug og
til þess var grundvöllur lagður
ennþá fyrr með myndarlegri fé-
gjöf frá ónafngreindum ein-
staklingi. En nú hefur sjóðurinn
loks vaxið svo, að senn hillir
undir meiri framkvæmdir af
hans hálfu.
En sjóðnum til eflingar hafa
nú verið gefin út smekkleg jóla-
kort, sem fást keypt á eftirtöld-
um stöðum: Hjá kirkjuverði Hall
grímskirkju. í Þorsteinsbúð við
Snorrabraut. Hjá húsverði K.F.
U.M. og K., Amtmannssbíg. í
Kristniboðshúsinu Betanía, Lauf
ásvegi 13. í verzlun Ámunda
Árnasonar, Hverfisg. 37. í verzl.
Rangá, Skipasundi 56 og hjá frú
Önnu Bjarnadóttur, Kjartansgötu
5. — Óhætt er að mæla með kort-
unum. Þau eru falleg, og með því
að kaupa þau og nota, styrkið
þið starf, sem mælir með sér
sjálft og hefur blessun í för með
sér.
Lárus Halldórsson.
• Gleðistund á
aðfangadagskvöld
Móðir skrifar:
Kæri Velvakandi.
Fyrir nokkru skrifaðir þá
í dálkana þina um póstinn og
jólakortin.
Ekki líkaði mér tónninn i
því skrifi þínu hvað viðkom
þeirri gömlu og góðu reglu
margra að skiptast á jóla-
kveðjum. Þú talaðir um, að
vegna þess sem ég kalla „skort
á þjónustusemi" póstsins væru
menn nauðbeygðir til þess að
hætta að senda hver öðrum
jólakort.
Nú langar mig til þess, að
segja þér hvernig við högum
þessu á mínu heimili. Sá póst-
ur sem merktur er „jóT er
lagður til hliðar og nú þegar
krakkarnir eru orðnir stórir
hafa þau fengið sér pappa-
kassa, sett utanum hann jóla-
pappír, búið til rifu á hann og
þar í er svo stungið þeim bréf-
um er berast með póstinum.
Á aðfangadagskvöld sitjum
við svo í kring um jólatréð og
tökum upp jólapóstinn og það
er ekki síður gleðistund, en á
meðan jólapakkarnir eru tekn
ir upp, því að fallegt jólakort
frá góðum vinum gleður hug-
ann á slíkri stund.
Móðir.
Sprengingar
á almannaf æri
f bréfi frá húsfreyju er talað
um þann leiða sið, sem ungl-
ingar komist upp með hér í
borginni, að sprengja sprengj-
ur á almannafæri við öll mögu
leg tækifæri. Segist hún ganga
dauðskelkuð um bæinn þar
sem sífellt megi eiga von á að
sprengja sé sprengd á næsta
götuhorni. Síðar í bréfinu seg-
ir:
skrifar arm
daqlegq lifmu
vegfarendur og er það sízt
gustuk nú í öllum jólaönnun-
um. Ég vil leyfa mér að vekja
athygli lögreglunnar á þessum
ósið og vona að verði tekið fyr
ir hann, svo hægt verði að
ganga um göturnar án þess að
eiga á hættu að sprengja
springi við fætur manni er
minnst varir“
Fróðfegar og
skemmtilegar
„Ég hef hvergi vitað til að
þessi ósiður væri liðinn og hef
þó átt heima i stærri borgum
en Reykjavík. Hefur lögreglan
ekkert við þetta að athuga?
Það getur verið að þessar
sprengjur séu hættulausar, ég
veit það ekki, en svo mikið er
víst, að sprengingarnar hræða
samræður
Ferðalangur skýrir frá því í
bréfi til Velvakanda, að hann
hafi verið samferða fjórum
bændum í áætlunarbíl frá
Hvolsvelli. Hafi hann þar orð-
ið vitni að samræðum þeirra
um búskap og reynslu af bú-
vélum ýmsum, um afurðaverð,
tíðarfar o. fl. Síðar í bréfinu
segir ferðalangur:
„Hinar mörgu og góðu leið-
beiningar og greinar, sem birt
ar eru í blöðum og tímaritum
bændum til hvatningar og leið
beiningar er góðra gjalda verð
ar. En raunhæfari eru sam-
ræður og umsagnir bændanna
sjálfra í þessum efnum. Hin-
um ókunnu ferðafélögum
þakka ég þeirra fróðlegu og
skemmtilegu samræður og
vona þeir grafi ekki aukna
þekkingu og reynslu í húsi
þagnarinnar.“