Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 10

Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 10
10 MORCTJNRL4Ð1Ð Þriðjudaerur 15. des. 1959 „Jarðnesk íjóð 44 — ný Ijóðabók eftir Vilhjálm trá Skáholti ÚT ER KOMIÐ úrval úr ljóðum Vilhjálms frá Skáholti og nefnist' það „Jarðnesk ljóð“. Helgi Sæmundsson ritar formála fyrir bók- inni, sem hefur að geyma 62 ljóð. — Egill Bjarnason gaf bókina út á forlagi Kristjáns Kristjánssonar og er frágangur hennar prýðilega vandaður. Bókin er 128 blaðsíður í stóru broti. Skáldsaga í smiðum Eins og fyrr getur ritar Helgi Sæmundsson formála fyrir bók Vilhjálms og kemst þar m. a. svo að orði í niðurlagi hans: „Vil- hjálmur frá Skáholti gaf út fyrstu bók sína 1931 og kallaði Næturljóð. Vort daglega brauð kom fjórum árum síðar og skip- aði höfundi sínum á bekk sjálf- stæðra og sérkennilegra skálda. Hún var endurprentuð ári síðar og öðru sinni 1950, en flutti þá ennfremur ný kvæði, sem þóttu ærinn viðburður. Aðrar ljóða- bækur Vilhjálms eru Sól og menn (1948) og Blóð og vín (1957). Nú hefur hann í smíðum skáldsögu um ævi sína og félaga sinna. Jarðnesk ljóð eru úrval kvæðanna í nefndum bókum Vil- hjálms“. Vilhjálmur frá Skáholti Guðný Jósefsdóttir — Minningarorð — HÚN dó á Elliheimilinu Grund, miðvikudaginn 9. þ. m. eftir að velur hinn rit- m júka Pwker f-Bell endingargóða Hagsýnn maður! Hann veit að skriftin verður að vera jöfn og áferðarfalleg. Þessvegna notar hann hinn frábæra Parker T-Ball . . . þann gæða- penna sem skrifar jafnt og áferðarfallega. Gefur strax og honum er beitt. Rispar ekki. Pourous kúla einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um kúluna og matar hina fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker kúlupenni A PROOUCT OF THE PARKER PEN COMPANV f-M14 hafa legið þar nokkuð á 10. ár samfleitt. Það þarf ekki mikið til að segja frá svona hlutum, en að þola það, líða það allt og lifa það meira og minna þjáð, alla þessa mörgu daga og nætur ár eftir ár, það er meiri manndóms- raun en í fljótu bragði er hægt að átta sig á að nokkur maður geti þolað, enda þarf til þess óvanalega mikið þolgæði, þraut- seigju og trúarstyrk. Þessa raun stóðst Guðný möglunarlaust og án allrar æðru. Aldrei heyrðist nokkur kvörtun af hennar munni. Oft var hún meira að segja með glens og gaman og sagði sér liði ekki verr en það, að mörgum mundi líða verr, enda væri vel um sig búið og að sér hlynnt svo sem bezt yrði á kosið. Hún var löngum glöð í sinni og létt í lund, þegar við vinir hennar vor- um að heimsækja hana. Dýrmæt er sú guðsgjöf að geta glaður og reifur og æðrulaus gengið gegn svona stórkostlegum mannraun- um og langvarandi þjáningum. Hvað má þeim finnast sem æðr- ast og kvarta næstum hvað lítið sem í móti blæs eða að þeim amar. Guðný Jósefsdóttir var fædd í Hafnarfirði 19. sept. 1876. Flutt- ist föður- og móðurlaus ungling- ur norður í Skagafjörð 17 eða 18 ára að Selá á Skaga þar sem hún var í 2 ár. Þaðan fluttist hún til foreldra minna að Veðramóti og var hjá þeim, þar til faðir minn, þá ekkjumaður, hætti að búa árið 1912. Þá kom hún til okkar hjóna, sem það ár byrjuðum búskap á Veðramóti og var hjá okkur upp frá því meðan við bjuggum og fluttist svo með okkur hingað suður, og var nánast sem ein af fjölskyldunni. Öll þessi 47 ár vann hún, meðan heilsan leyfði, okkar heimili með einstakri trú- mennsku og áhuga fyrir velferð heimilisins og umgekkst börnin með mikilli hlýju og vinsemd, sem leiddi til þess að þau unnu henni öll og vildu allt fyrir hana gera er mætti gleðja hana og Framh. á bls. 22. Gísli Sveinsson F. 7. 12. 1880. — D. 30. 11. 1959. KVEÐJA. SÉRA Valgeir Helgason, að Ás- um í Skaftártungu, afhenti mér eftirfarandi kvæði, er útför Gísla Sveinssonar, fyrrum sendiherra, var gerð frá Vikurkirkju í Mýr- dal. Bið ég Morgunblaðið að birta kvæðið. — Páll Pálsson. Genginri er Gísli, gegn og mætur, þing forseti, þjóðin grætur. Hann var í öllu heill og sterkur, lýða sómi, löngum merkur. Margt var starfað, því stór var hugur, að mörgu unnið, mikill var dugur. Sýslumaður og sendiherra, sígild verkin ekki þverra. Mælska og málsnilld manninn prýddu. svo andagtugir aðrir hlýddu. Stjórnmál lét han* til sín taka, trúði á mátt og gildi raka. Hann lét sér annt um kirkju og kristnl, unni því ei að lífstréð visni. Við þökkum honum snjöllu störfin, stór var þeirra jafnan þörfin. Hans ævidagur er nú liðinn, enginn hreppir lífsins griðin. Við kveðjum hann með klökkum huga, Kristur megi nú honum duga. Valgeir Helgason. Skrásett vörumerki: Minnesota Mining Mfg. Co. U.S.A Einkaumboð: G. ÞORSTEINSSON tc JOHNSON H.F. Grjótagötu 7 — Sími 2-4250 Allskonar karlmannafatnaður vörur fyrir karlmenn Skólavörðustíg 2 — Vesturveri Skóiavörðustig 2 — Vestui veri Skolavoröustíg 2 — Vesturveri Skólavörðustíg 2 — Vesturveri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.