Morgunblaðið - 15.12.1959, Qupperneq 12
12
MORCUNTtT.AÐlÐ
Þriðjudagur 15. des. 195'.
JtottUfttlrlftM
Útg.: JH.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
UTAN UR HEIMI
Churchill skildi Pétain
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
AUKIN ORKA FRA SOGI
Hið nýja orkuver við Efra-
Fall í Sogi er í þann
mund að taka til starfa,
og hefja orkuframleiðslu fyrir
Suðvesturland og Reykjavík. Er
það vissulega merkur atburður í
sögu raforkumála þessa lands-
hluta og raunar landsins í heild.
í þessu nýja orkuveri eru tvær
13500 kw. vélasamstæður. Orka
þess er því samtals 27 þúsund
kílówött eða um 40 þúsund hest-
öfl. Samtals hafa þá verið virkj-
uð í Sogi 73 þúsund kw. eða um
104 þúsund hestöfl. Til þess að
Sogið verði fullvirkjað er nú að-
eins eftir að bæta við þriðju véla-
samstæðunni í Ljósafoss- og
fjórðu vélasamstæðunni í Ira-
fossvirkjunina. Hafa þá verið
virkjuð 96 þúsund kw. eða 135
þús. hestöfl í Soginu. Gert er ráð
fyrir, að þessum vélasamstæðum
hafi verið komið upp í kringum
árið 1965.
Merkileg saga
Saga virkjananna og orkuver-
anna við Sogsfossa er að-mörgu
leyti merkileg. Ljósafossvirkjun-
in, sem er fyrsta virkjunin þar
eystra var framkvæmd á árim-
um 1935—37. Voru þá í fyrsta
áfanga virkjuð 12500 kw. A árinu
1944 er svo tekin þar í notkun
ný 6000 kw. vélasamstæða.
Ljósafossvirkjunin var í raun
og veru fyrsta stórvirkjunin, sem
framkvæmd var á íslandi.
Næst er svo Irafossstöðin reist
á árunum 1950—1953. Var hún 31
þús. kw. eða um 47 þús. hestöfl
eg langsamlega stærsta raforku-
ver, sem byggt hafði verið hér á
landi. Er hún enn þann dag í
dag stærsta orkuver hérlendis.
Að undirbúningi Efra-Falls-
virkjunarinnar hefur í raun og
vera veriff unniff sl. 10 ár. Það
var byrjaff aff undirbúa hana
áður en írafossvirkjuninni var
ÁGÆTUR
SAMKVÆMT lögum, er
samþykkt voru í maí
1959, var stjóm Sogs-
virkjunarinnar heimilað að bjóða
út til sölu 30 millj. króna skulda-
bréfalán og skyldi fénu varið til
virk j unarframk væmdanna við
Efra-Fall. Skuldabréf þessi komu
á markaðínn um síðastliðin mán-
aðarmót og hefur sala þeirra geng
ið mjög vel, enda eru kaupendum
boðin hagstæðari kjör en áður
hafa þekkzt.
Tryggð gegn verðbólgu
Hin öra verðbólguþróun hefur
eðlilega átt mestan þátt í því, að
ekki hefur reynzt unnt að koma
á fót skipulögðum verðbréfamark
aði. En í sambandi við hið nýja
akuldabréfalán hefur verið tekið
upp það nýmæli, að við innlausn
hvers skuldabréfs greiðist verð-
lagsuppbót á nafnverð þess í hlut
falli við hækkun rafmagnsverðs
í Reykjavík, sem kann að hafa
©rðið frá því það var gefið út.
Þar sem rafmagnsverffiff
verffur efalaust látiff fylgja
hugsanlegum almennum verð-
hækkunum, þá eru bréfin þar
meff tryggff gegn verffbólgu-
hættunni.
Einnig má benda sérstaklega á
það, að verðbréfin eru til skamms
lokiff. Má því segja, aff hinnar
mestu framsýni hafi gætt í
raforkuframkvæmdunum viff
Sogsfossa.
Frá Vík í Mýrdal
vestur í Borgarf jörð
Sogsvirkjanirnar voru eins og
kunnugt er eingöngu eign
Reykjavíkurbæjar, allt frá því að
hafizt var handa um þær árið
1935 og fram til ársins 1949. Þá
gerðist ríkið og Reykjavíkurbær
sameigendur að orkuverunum.
Eignahlutföll þessara aðila munu
nú vera um það bil þannig, að
Reykjavíkurbær á 65% og ríkið
35%. Þegar Sogið er fullvirkjað
mun gert ráð fyrir, að orkuverin
þar verði til helminga eign
Reykjavíkurbæjar og ríkisins.
Orkuveitusvæði Sogsvirkjunar-
innar nær nú frá Vík í Mýrdal að
austan til Borgarfjarðar að vest-
an. Ná raftaugar virkjunarinnar
þegar austur í Fljótshlið í Rang-
árvallasýslu.
Grettistökum lyft
í raforkumálum þjóðarinnar
hefur á undanförnum árum verið
lyft Grettistökum. Það er Sjálf-
stæðismönnum hið mesta gleði-
efni að höfuðborgin undir þeirra
stjóm hefur haft forystuna á
þessu sviði. En sem betur fer
hefur á síðari árum verið unnið
jafnframt að því á skipulegan
hátt að byggja raforkuver í ö&r-
um landshlutum og dreifa raf-
orkunni um þá. Fyrir forgöngu
Sjálfstæðismanna hafa nú einnig
verið byggð stór raforkuver á
Austurlandi og Vestfjörðum.
Virkjun íslenzkra fljóta og
fossa verffur haldiff áfram.
Meff aukinni raforku skapast
þjóffinni stöðugt nýir mögu-
Ieikar til bættrar afkomu og
meiri lífsþæginda.
ÁRANGUR
! tíma, frá einu til fimm ára, og
eru greiddir 5 V2 vextir af 1 árs
bréfum og 7% af fimm ára bréf-
um. Má það teljast vel boðið,
þegar áðurnefnd trygging fylgir.
Kaupendur hafa einnig áttað sig
á því, þar sem strax var mest
spurt eftir 5 ára bréfum og seld-
ust þau upp á nokkrum dögum.
Af heildarupphæð bréfanna,
sem nemur 30 millj. kr., eins
og áffur er sagt, hafa þegar
selzt um 7 milljónir, sem má
telja ágætan árangur.
Þjóðin vill fá tækifæri
til að spara
Þvi hefur oft verið haldið fram
á síðustu tveimur áratugum, að
íslenzka þjóðin væri mjög eyðslu
söm. Það er rétt, að miklu hefur
verið eytt, enda hefur fólk sem
betur fer ekki þurft að velta
hverjum eyri, eins og svo oft áð-
ur, þegar það ákvað hvernig tekj-
unum skyldi varið.
Hitt er svo annað mál, að lík-
ur benda til, að þjóðin sé ekki
líkt því eins eyðslusöm og af er
látið. Það er hægt að spara á
fleiri vegu, en leggja peninga inn
í sparisjóð. íbúðarhúsabyggingar
síðustu ára eru til dæmis ávöxtur
mikils sparnaðar þúsunda fjöl-
skyldna.
Churchill
EFTIRFARANDI grein er laus
lega þýdd úr danska blaffinu
Berlingske Tidende, en þar
birtist hún eigi alls fyrir
löngu.
— ★ —
jQe Gaulle, núverandi for-
seti 5. franska lýðveldis-
ins, var foringi frjálsra
Frakka á styrjaldarárunum,
sem kunnugt er. Hann hafði
aðalsetur í London, og þaðan
stjórnaði hann aðgerðum til
þess að efla „Frakkland hand-
an hafsins" og síðar föður-
landið sj'álft til baráttu gegn
Þjóðverjum. Frá London
studdi hann vaxandi and-
spyrnu gegn nazistunum
heima fyrir með ráðum og
dáð. — En annar „hluti“
Frakklands var einnig með í
baráttunni. í Vichy, stjórn-
inni, sem de Gaule fyrirleit,
voru menn, sem í raun og
veru voru jafneindregnir and-
stæðingar Þjóðverja og hann,
en aðstæðurnar voru aðrar og
örðugri.
★
Þessi þáttur baráttunnar er
ekki eins kunnur, en þó er vit-
að, að þar lögðu ýmsir líf sitt
í hættu til þess að reyna eftir
megni að styðja bandamenn. —
Frá þessu segir nokkuð í bók,
sem nýlega kom út í London
(„Second Bureau“ eftir Philip
John Stead. — Evans). í bók þess
ari er byggt á frásögnum manna,
er við sögu komu og opinberum
skjölum.
• Nýjar upplýsingar
Þar er að finna upplýsingar,
— en harmaði,
að hann skyldi
ekki veita banda-
nvonnum þá að-
stoð, sem hann
gat veitt...
sem ekki hafa fyrr komið fyrir
almenningssjónir, um samband
það, sem var milli áhrifamanna
í Vichy-stjórninn frönsku og
brezku stjórnarinnar á styrjaldar
árunum. — í bókiani segir m. a.
mikið frá Georges nokkrum
Groussard ofursta — nefndur
Eric meðal félaga sinna og kunn-
ingja, af því að hann iiktist mjög
leikaranum Ericn von Stroheim
— sem 1940—1941 — vann fyrir
leyniþjónustuna, ásamt Huntzig-
er herforingja, og að undirbún-
ingi öflugrar andspyrnuhreyfing
ar gegn Þjóðverjum. — Eftir ó-
sigurinn hafði hann í hyggju að
fara úr landi og ganga til iiðs
við de Gaulle, en hann sá, að
verkefnin heima fyrir voru næg
og ákvað að vera kyrr.
★
Það var Huntziger, varnarmála
ráðherra í stjórn Petains mar-
skálks, sem hvatti Groussard til
þess að hefja virka baráttu gegn
Þjóðverjum — og síðan veitti
hann honum alla þá aðstoð, sem
hann mátti — að því er virðist
með vitneskju og vilja Pétains,
sem varð þó að vera mjög varkár
— vegna þess að ekki var hægt
að treysta sumum þeirra, er sátu
í ráðuneyti hans. — Hitt vissi
Huntziger ekki, að Groussard og
menn hans sendu þær upplýsing-
ar, sem þeir öfluðu, áfram til út-
lagastjórnar de Gaulles og
brezku stjórnarinnar, en notuðu
þær ekki eingöngu í eigin þágu.
• Til London
Groussard ræddi það eitt sinn
við Huntziger, að hann væri
fús til þess að fara til London og
skýra stefnu og aðstöðu Vichy-
stjórnarinnar fyrir brezkum ráða
mönnum. Hann vildi með því
koma í veg fyrir, að brezk stjórn
völd litu á Vichy-stjórnina sem
fjandsamlega bandamönnum. —
Huntziger féllst á þessa tillögu
— og Pétain gaf sitt leyfi.
Pétain marskálkur
Með falsað vegabréf í vasanum
komst Groussard síðan um Spán
til Portúgals, en brezka leyni-
þjónustan sá síðan um að sækja
hann þangað og flytja hann til
London. Sama kvöld og Grouss-
ard kom þangað var farið með
hann til Downing Street 10, þar
sem Winston Churchill tók hon-
um opnum örmum.
• Ég skil, sagffi Churchill
— Það var, sagði Groussard
síðar, er hann lýsti heimsókn
þessari, eins og Churchill væri
nýkominn frá hinni hernumdu
höfuðborg Frakklands — svo
mikla þekkingu hafði hann á því
sem þar hafði gerzt og á þróun
mála í Frakklandi yfirleitt. —
Ég skil vel, sagði Churchill, hve
erfið aðstaða ykkar er — og ég
veit, að hlutverk foringja ykkar
er nánast ofvaxið mannlegum
mætti. Vissulega skil ég, að þið
óskið að vernda Frakkland og
Frakka og komast hjá blóðsút-
hellingum — en ég bið þess, að
því sé ekki gleymt, að við berj-
umst harðari og miskunnarlausri
baráttu. Ef stjórn lands ykkar
væri í mínum höndum, myndi ég
ekki heldur ganga beint framan
að Þjóðverjunum og segja: „Ég
hata ykkur!“ — Ég myndi einnig
reyna að komast hjá blóðugum
árekstrum, ég myndi einnig
reyna að vinna tíma — en eg
myndi jafnframt á allan mögu-
legan hátt veita þeim bandamönn
um mínum aðstoð, sem enn berj-
ast.
Pétain hjálpaffi ekki
— Þér getið sagt, þegar þér
komið heim ,að ég beri mikla
virðingu fyrir Pétain marskálki
— mér hefir aldrei komið til
hugar að trúa því, að sá maður
óskaði Þjóðverjum í raun og
veru sigurs. En — hann hefði
getað aðstoðað okkur ótal sinn-
Frh. á bls. 19.
„Miskurmsami Samverjirm
44
ir Ungnir Bandaríkja-
maður, Arthur Foster
aff nafni, var nýlega
handtekinn af lögregl-
unni í Baltimore — er
hann gekk hús úr húsi
og gaf peninga á báffar
hendur. — Lögreglan
varð þó fljótt aff láta
Foster lausan á ný —
og biðja hann afsökun-
ar — því aff hvergi tókst
aff grafa upp neitt á-
kvæffi í bandarískum
lögum, sem bannar borg
urunum aff gefa allt fé
sitt og affrar eignir, ef
þeim býður svo við að
horfa.
if Foster gekk hús úr
húsi, sem fyrr segir, og
handtekinn
spurffi þá, sem komu til
dyra, sem vanalega voru
húsmæðurnar: — Eruð
þér fátækar — og ef ég
nú gef yffur peninga,
ætliff þér þá að nota þá
vel? — Og svo rétti
hann hinum furðu
lostnu húsmæffrum ým-
ist 25 effa 50 dali — eftir
því, hvernig þær höfðu
svarað fyrsúu spurningu
hans.
ir Sumar þeirra skelltu
raunar hurðinni fyrir
framan nefiff á Foster,
áður en honum gafst
mörg þúsund dala arf-
ur. Hefði hann þá á-
kveffiff, aff þetta fé
skyldi koma aff notum,
tóm til aff afhenda féff, þar sem í raun og veru
en hinn ungi „miskunn væri brýn þörf fyrir
sami Samverji" gafst þaff. Því hefffi hann tek-
ekki upp viff svo búiff. iff til aff útdeila því
Hann beiff rólegur meffal fátækra. — Hann
nokkrar mínútur og leitaffi upplýainga hjá
hringdi svo aftur dyra- Hjálpræffishernum,
bjöllunni. Hann var ekk hvar fátækasta fólk
ert á því aff hverfa á borgarinnar væri aff
brott fyrr en hann hafffi hitta og hóf síffan göngu
komið gjöf'um sínum á sína. Hann hélt henni
framfæri — og yfirleitt áfram, þegar Iaganna
tókst þaff líka. verffir höfðu viffurkennt
, yfirsjón sína og látiff
★ Viff yfirheyrsluna í hann lausan — og nú er
löffreglustöðinni sagði sennilega búinn að
Foster frá því* að sér gefa allan arf sinn til
hefði nýlega tæmztguðsþakka.