Morgunblaðið - 15.12.1959, Síða 13
Þriðjudagur 15. des. 1959
MORGVlSTiLAÐlÐ
13
Abraham Lincoln
Thorolf Smith: ABRAHAM
LINCOLN. — Ævisaga. 308
bls. — Setberg SF, Keykja-
vík 1959.
SENNILEGA er Abraham Lin-
coln einn þeirra fáu manna í sög-
unni, sem fylla út í mynd Nietzs-
ches af „ofurmenninu": sál Krists
í líkama Sesars, hið fullkomna
jafnvægi ytra og innra valds,
maðurinn sem sigrast á öðrum
af því hann hefur sigrað sjálfan
sig. Lincoln leiðir líka í ljós
sannleiksgildi þversagnarinnar
sem Kristur lagði fyrir lærisveina
sína: „Verið því kænir sem högg-
ormar og falslausir sem dúfur“
(Matt. 10, 16). Allt líf hans ber
vitni þessari næstum yfirmann-
legu samstillingu raunsæis og
hugsjónar, hygginda og hrein-
lyndis. Fyrir þá sök hefur hann
orkað sterkar á ímyndunarafl
mannkynsins en nokkur annar
Ameríkumaður og flestir aðrir
einstaklingar sem sögur fara af.
Thorolf Smith rekur í fyrsta
kafla bókar sinnar í stuttu máli
þau kynlegu áhrif sem Lincoln
hafði á hugi manna í öllum álf-
um. Þegar á dögum Tolstoís var
hann orðinn fræg þjóðsagnaper-
sóna meðal fáfróðra Múhameðs-
trúarmanna í Kákasus, og svip-
uð var sagan víða um heimsbyggð
ina. Tolstoí velti Lincoln mikið
fyrir sér og skrifaði margt um
hann, m. a. þetta: „Lincoln var
það, sem Beethoven var á sviði
tónlistar, Dante í skáldskap,
Rafael í málaralist og Kristur í
heimspeki“, og „í hópi allra þjóð-
hetja og stjórnmálaskörunga er
Lincoln eini risinn. Snilligáfa
Lincolns er enn of sterk fyrir
skilning venjulegra manna, hann
er enn of nálægur okkur í sög-
unni, alveg eins og okkur finnst
sólin of heit, er geislar hennar
falla beint á okkur“ (bls. 20).
Þó orð meistarans í Jasnaja
Poljana þyki kannski í há-
stemmdara lagi og nafn Lincolns
sé mönnum almennt ekki jafn-
hugstætt nú og það var fyrir 50
—60 árum, þá mun varla ofmælt
að Abraham Lincoln sé eitt
þeirra stórmenna mannkynsins
sem dýpst spor hafa markað í
sögu þess, miklu dýpri en t. d.
Sesar eða Napóleon.
Það er að sönnu ekki einhlítur
mælikvarði á andlega stærð
manna, hve djúp spor þeir marka
í söguna. Það er jafnan háð til-
viljun, hvort mikilmennin fá til-
efni eða tækifæri til að sýna hvað
í þeim býr. Mörg þeirra fara
vafalaust í gröfina óþekkt, af
því þau voru ekki kvödd til stór-
ræða sem hefðu lyft þeim á bekk
hinna ódauðlegu. Hinir njóta aft-
ur á móti hylli og lotningar, sem
fyrir samspil ótal tilviljana og
óútreiknanlegra orsaka eru settir
í þá aðstöðu á örlagastundum, að
þeir stækka og eflast að andleg-
um þroska og þrótti — verða
mikilmenni. Lincoln var einn
þessara „lukkunnar pamfíla", ef
svo gálauslega má til orða taka,
hann var maður sem fáir létu sér
til hugar koma að lyfti heimssögu
legu Grettistaki, þangað til undr-
ið hafði gerzt og hann blasti við
mönnunum í allri sinni stærð.
Mér þykir ekki ósennilegt að
dauðdagi Lincolns valdi nokkru
xun þá hylli, sem hann nýtur um
gervallan heim. Hann komst á
bekk með Sókratesi, Kristi, heil-
agri Jóhönnu, Jóhanni Húss og
svo ótal mörgum öðrum, sem
krýndir voru kórónu píslarvætt-
isins. Jón Arason er frægt dæmi
á íslandi.
Hverjar svo sem orsakirnar til
lýðhylli Lincolns eru, þá verður
því ekki móti mælt með neinum
rökum, að saga hans öll er hin
merkilegasta og viðkynningin við
hann hverjum manni holl. Hann
var göfugmenni sem gekk í gegn-
um ótrúlegar þrengingar fyrir
hugsjón réttlætisins og mann-
kærleikans, horfði upp á 620
þúsund samlanda sína láta lífið
í bræðrastríði um þessa hugsjón.
Má nærri geta hvernig slík alls-
herjarslátrun hefur orkað á
mann, sem mat réttvísi, kærleik
og umburðarlyndi öllu öðru
meira.
Thorolf Smith.
ævisaga Abrahams Lin-
Það kann að vera óraunsætt
og andstætt sögulegum rökum, en
ég hef alltaf iitið á dauða Lin-
colns sem hið óhjákvæmilega
smiðshögg á verkefni hans með-
al þjóðar sinnar. Vafalaust hefði
hann getað afstýrt ýmsum ósóma,
sem kom í kjölfar þrælastríðsins,
og þess hefði sannarlega verið
þörf, en í dauða sínum sameinaði
Lincoln að vissu marki hina
sundruðu þjóð á ný. Morðið vakti
hrylling í Suðurríkjunum, kallaði
fram sektartilfinningu sem á
vissan hátt sætti uppreisnarmenn
betur við ósigurinn. Og séu til-
drögin að dauða Lincolns, sem
Thorolf Smith rekur af mikilli
nákvæmni og dramatískri innlif-
un, séu þau grandskoðuð, liggur
við sjálft að hönd forlaganna
verði sýnileg. Ég veit ekki til að
höfundar harmleika hafi samið
öllu rökrænni og markvissari at-
burðarás en þá sem sett var á
svið í Fordleikhúsinu í Washing-
ton á föstudaginn langa árið
1865. Er ekki jafnframt eitthvað
furðulega táknrænt við það, að
einmitt þessi dagur var valinn
til ódæðisins? Og kemur Júdas
og endalok hans ekki ósjálfrátt
upp í hugann, þegar maður virð-
ir fyrir sér morðingjann, John
Wilkes Booth, á banastundinni
þar sem hann horfir á hendur sér
og stynur upp lokaorðum „leiks-
ins“: „Gagnslaust, gagnslaust".
Dæmi Brútusar verður ekki jafn
nærtækt, einmitt vegna þess að
Sesar var hvergi nærri jafn
merkilegur maður og Lincoln.
Það er mikill fengur að bók
Thorolfs Smiths, þó varla geti hún
talizt bókmenntaviðburður. Fyrir
nokkrum áratugum kom út bók
um Lincoln eftir Bjarna Jónsson
kennara, en hún var bæði minni
og á allan hátt ófullkomnari en
bók Thorolfs, og mun löngu upp-
seld. Það sem mestu máli skiptir
um hina nýju bók er, að hún
styðst við beztu fáanlegar heim-
ildir, og þá einkanlega við bréfa-
safnið sem sonur Lincolns for-
seta, Robert, lét eftir sig, en það
var ekki birt fyrr en árið 1947.
Á grundvelli þessara bréfa og
nýjustu rannsókna á æviferli
Lincolns hrekur höfundur ýmsar
firrur og gróusögur sem vaðið
hafa uppi fram á síðustu ár, t. d.'
„þjóðsögima" um ástir Lincolns
og Ann Rutledge, sem orðið hef-
ur skáldum drjúgt yrkisefni
(m. a. þeim Sandburg, Edgar
Lee Masters og Robert Sher-
wood). Thorolf sýnir fram á
hvernig samverkamaður Lin-
colns um eitt skeið, William
Herndon, gerði sér féþúfu úr lífs-
sögu hins látna forseta og kom
á kreik alls kyns þvættingi til
að krydda fyrirlestra sína og
bók um Lincoln.
.Thorolf Smith rekur í ýtarlegu
máli æviferil Lincolns frá vöggu
til grafar. Að sjálfsögðu fá þau
fjögur ár, sem hann var forseti,
langmest rúm eða tæpa tvo
þriðju hluta bókarinnar. Raskar
það nokkuð jafnvægi hennar sem
ævisögu, því höfundur fjallar
um þrælastríðið og gang þess í
stórum dráttum, og kemur Lin-
coln lítt eða ekki við sögu í
mörgum kaflanna, þó hann sé að
sjálfsögðu alltaf í baksýn. Mið-
hluti bókarinnar er eiginlega
fyrst og fremst saga þrælastríðs-
ins, og má deila um hvort hún
á erindi í bók sem er fyrst og
fremst
colns.
Bókin er annars mjög skipu-
lega byggð og framsetningin
greinargóð. Stíllinn er breiður,
sjaldan tilþrifamikill, þó
stundum bregði fyrir skáldleg-
um tilburðum. Höfundi hættir til
málalenginga og endurtekninga,
sem virðast óþarfar. T. d. er skýrt
frá því á þremur stöðum a. m. k
að Chase fjármálaráðherra hafi
verið skipaður dómstjóri Hæsta
réttar, og fannst mér sú itrekun
þarflaus. Höfundurinn er líka
einkennilega veikur fyrir til-
vísunarfornöfnum og aukasetn-
ingum, og gerir það stíl hans
þunglamalegri en skyldi: „Dreng-
urinn, sem svo nauðulega komst
undan, hét Tómas, og hefði eldri
bróður hans, Mordecai, þess sem
stóð í kofagættinni, ekki notið
við, hefði saga Bandaríkjanna
orðið önnur, því að Tómas var
faðir Abrahams Lincolns, for-
seta“ (bls. 27). Þá má segja að
kommufargan Björns Guðfinns-
sonar hafi sett varanlegt mark
á Thorolf, því hann gengur jafn-
j vel lengra en lærifaðirinn og set-
ur oft kommur á undan nafn-
hætti sagna.
Ég er kannski óþarflega til-
tínslusamur, en mér finnst óná
kvæmni og misræmi ýmiss kon
ar jafnan lýta góðar bækur, og
því bendi ég á þessa galla hér, að
bók Thorolfs Smiths er sennilega
í flokki vandaðri bóka sem út
koma á Islandi. Misræmið felst
einkum í rithætti nafna. Sum
þeirra eru alltaf skrifuð með
eignarfalls-essi, önnur aldrei
Sömu nöfn eru ýmist skrifuð með
bandstriki, í einu orði eða fleiri
orðum: „New York borg“ eða
„New York-borg“, „Lincoln-fræð
ingur“, „Lincolnfræðingur" eða
„Lincolnsfræðingur", „Shakes
peare-leikari“ eða „Shakespeares
leikari” o. s. frv. Sum nöfn eru
jafnan innan gæsalappa, t.
„Tirnes" í London, önnur aldrei.
t. d. „New York Times“. Á bls
98 er þrenns konar ritháttur
sama orði: „repúblíkanar“.
„repúblikanar" og „republikan.
ar“. Þá er ýmist talað um Gettys
borg eða Gettysburg. Á nokkrum
stöðum er notað rangt mál
„engan renndi grun í“ (bls. 107 og
víðar), „ekkert var fjarri honum
en blóðug hefnd“ (bls. 216). Höf-
undurinn skrifar jafnan „heldur
ekki" á danska vísu í staðinn
fyrir „ekki heldur“. Loks hættir
honum til að ofhlaða setningaí
og eru t. d. fjögur dæmi um það
bls. 131: „við erfiðari skilyrði
en nokkur annar fyrirrennari
hans“, „með sífelldar skopsögur
á hraðbergi". ,Hann hafði aldrei
fyrr komizt hærra í mannvirð-
ingum en að verða þingmaður í
f ulltrúadeild Band aríkj aþings"
og „þrír ráðherranna, voru allir
keppinautar hans“ (leturbr. mín-
ar). „Leaves of Grass“ er ekki
„frægust ljóðabók" Whitmans,
heldur eina ljóðabók hans. Prent-
villur eru allmargar í bókinni,
og má eflaust kenna ýmsa aí
ofannefndum ágöllum slæmum
prófarkalestri.
Eins og ég sagði er bókin veg-
lega úr garði gerð, prýdd fjölda
ágætra mynda af mönnum, við-
burðum og sögustöðum. Þá hefur
höfundur sett heimildaskrá aft-
an við bókina, sem fengur er að,
en hann hefur ekki hirt um að
gera nafnaskrá, og verður það að
teljast mikill ljóður á sögulegu
riti, ef ekki beinlínis ófyrirgef-
anlegur trassaskapur. En það skal
ítrekað að bókin er stórfróðleg
og hollur lestur öllum þeim, sem
ánægju hafa af kynnum við göf-
ugmenni. Hitt verður að liggja
milli hluta, hvort aðdáun Thor-
olfs Smiths á Abraham Lincoln
kann að hafa slævt sögulega
gagnrýni hans, nema sá hlutur
er vís að í augum hðfundar var
hvergi ljóður á ráði hins ást-
sæla forseta Bandaríkjanna.
Sigurður A. Magnússon.
Gaf
Nóbels
laurtin
Phillip Noel-Baker, sem sL
fimmtudag veitti friðarverð-
launum Nóbels móttöku við
hátíðlega athöfn í Oslóar-
háskóla, hefur nú ákveðið að
gefa meirihluta verðlaunanna
til stuðnings afvopnunarstefn-
unni, en verðlaunin námu um
300.000 norskum krónum. —
Brezka S. Þ.-félagið skýrði frá
því á laugardaginn að sérstök-
um sjóði félagsins, sem ætlað
er að berjast fyrir alþjóða af-
vopnun, hafi verið afhentar
um n. kr. 200,000, — og að
heimssamtökum S.þ. félag-
anna hafi verið gefnar um n.
kr. 50.000. — Það væri von
Noel Bakers að aðrir fylgdu
fordæmi hans og styrktu þessi
félög að gjöfum.
Meðfylgjandi mynd er tek-
in við verðlaunaafhendinguna
og sýnir Ólaf Noregskonung
óska Noel Baker til hamingju.
Á bak við þá stendur Harald-
ur krónprins.
MINNINGAR og svipmyndir úr
Reykjavík heitir ein þeirra end-
urminningabóka, sem út koma
nú fyrir jólin. Er hún eftir Ágúst
Jósefsson, sem fæddur og uppal-
inn er í Reykjavík, og var um
langt árabil heilbrigðisfulltrúi
þar. — í formála segir hann m.
a.:
— Ég er fæddur á því merkis-
ári og í þeim mánuði, sem þjóð-
in öðlaðist fyrsta vísi að stjórn-
arfarslegu sjálfstæði, og hef lif-
að allt það tímabil sem hún var
að rísa úr öskustó framtaksleys-
is og fátæktar, og þokast smátt
og smátt í áttina til fullkomins
stjórnfrelsis, efnahagslegrar
viðreisnar og stórhuga fram-
kvæmda, bæði við sjó og til
sveita.
í Reykjavík hef ég dvalið
meirihluta ævinnar, og er kunn-
ug af eigin raun sú mikla breyt-
ing ,sem orðið hefir á högum og
háttum í bæjarlífinu á meira en
sjö tuga ára rölti mínu um bæ-
inn og nágrenni hans.
í þáttum þessum er sagt frá
ýmsu, sem nokkurn fróðleik hef-
ur að geyma um margt það, sem
nú er orðið rykfallið í hugskoti
eldra fólksins, og myndi að öðr-
um kosti týnast með því, er það
fellur frá. — Bókaútgáfan Leift-
ur gefur bókina út.
H erdómstóll
DAMASCUS, 11. des. — Her-
dómstóll dæmdi í gær átta menn
til dauða, og var þeim gefið að
sök, að hafa njósnað fyrir ísraeL
— Dæmdi dómstóll þessi aðra 10
menn til fangelsisvistar frá 3
mánuðum til 20 ára. Sex voru
sýknaðir.
Herdómstóllinn gaf mönnum
þessum að sök, að þeir hefðu far-
ið yfir landamærin frá ísrael inn
í Sýrlandi til þess að njósna.