Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 17
*Þriðjudagur 15. des. 1959
MORCVNfíLAfílÐ
17
Sjötug 1 dag
Frú Olína Snæbjarnar-
dóttir, frá Svefneyjum
HINN 15. des. 1879 fæddist í
Svefneyjum á Breiðafirði, merk-
iskonan Ólina Kristín Snæbjarn-
ardóttir, prestsfrú frá Stað á
Reykjanesi. Frú Ólina er dóttir
hins alkunna sægarps Snæbjarn-
ar Kristjánssonar, hreppstjóra og
bónda í Hergilsey og konu hans
Guðrúnar Hafliðadóttur frá
Svefneyjum. Þetta eru svo kunn-
ar ættir að ég hirði ei að rekja
þær lengra.
Frú Ólína giftist 3. okt. 1903
séra Jóni Þorvaldlssyni hinum
merka, trausta og vinsæla kenni-
manni, sem þá hafði fengið veit-
ingu fyrir Staðarprestakalli hinn
11. júní s. á. Þau hófu búskap á
Stað einnig þetta sama ár, voru
öll hús jarðarinnar mjög fom og
að falli komin, en þau bættu þau
fljótlega og byggðu allt upp. Þau
bjuggu á Stað farsælu og góðu
búi á meðan séra Jón lifði, en
hann dó 31. des. 1938. Börn frú
Ólínu og séra Jóns eru, sem nú
lifa, þessi: Snæbjörn bóndi á
Stað, Ragnheiður gift frú íReykja
vík, Kristján sýslufulltrúi á Ak-
ureyri og fóstursonur, séra Jón
Árni Sigurðsson, prestur í Grinda
vík. Öll eru börnin vel metin og
gott fólk.
Fyrst eftir lát séra Jóns dvald-
ist frú Ólína á Stað, hjá Snæ-
birni syni sínum, en eftir að séra
Jón Árni varð prestur í Grinda-
vík, hefur hún oft dvalizt hjá
honum, en annars á hún heima á
elliheimilinu Grund hér í Reykja
vík.
Ég sem þessar línur skrifa var
svo heppinn að dveljast hjá þeim
Staðarhjónum veturinn áður en
ég fermdist og árið þar á eftir, en
það voru fyrstu misserin eftir
að þau komu að Stað. Ég var
ávallt tíður gestur á Staðarheim-
ilinu á meðan vegir lágu saman,
enda fannst mér líkara því að ég
væri sonur þeirra hjóna en vanda
laus drengur, svo góð voru þau
mér. Mér er margt minnisstætt
frá þeim tímum og allt til hins
betra, á þeim vetrum vorum við
fjórir til sex piltar við nám hjá
séra Jóni, kenndi frú Ólína okk-
ur þegar embættisannir töfðu
prestinn, en hann rækti störf sín
af mikilli alúð og kappi. Þau
hjón voru söngelsk og spiluðu
bæði, hann á orgel og hún á gítar,
voru margar kvöld- og rökkur-
stundir mjög ánægjuríkar. Frú
Ólína hafði góða rödd og söng
og spilaði vel, eftir því sem ég
hefi vit á að dæma um og séra
Jón var annálaður bassamaður.
Þótt við unglingar værum fyrst
tregir og hálf feimnir við að taka
þátt í söngnum fót svo að lokum
að við vorum með Frú Ólína var
stjórnsöm húsmóðir, féll aldrei
verk úr hendi, hún var lagin til
allra verka og hinn bezti klæð-
skeri, hún var kvenna- og mat-
reiðsluskólagengin og vel að sér
um allt húshald, einnig vel að
sér til bókar. Frú Ólína var með
myndarlegustu konum og mátti
kallast fríð, hún tók oft ungar
stúlkur og kenndi þeim til munns
og handa og unglingar sem
dvöldu hjá henni urðu myndar-
fólk.
Frú Ólína hefur í rauninni ver-
ið mikil gæfukona, þó hefur hún
ekki síðan ég kynntist henni átt
því láni að fagna að vera heilsu-
sterk og hún hefur orðið að ganga
undir marga uppskurði, en hún
hefur borið vanheilsu sína með
stillingu, hver reynsla hennar og
Útvegum innflytjendum flestar stærðir af
Hjólbörðum
og slöngum
fyrir bifreiðar og landbúnaðar-
vélar frá Sovétríkjunum.
Mors Troding Compony Hf.
Klapparstíg 20 — Sími 1-73-73
i
Á hverjum morgni.
Fyrirtak. Ljúffengt,
frískt í munni.
OTA Corn Fiakes
0X4
CORN FLAKES
“er pakkað i loftþéttar umbúðir
pessvegna hrökk-purt”
sársauki hefur borið hennar and-
lega mann til meiri þroska, þ. e.
hún hefur kafað að sorgarhafs-
botninum og fengið sannleiks-
perluna að launum. — Hún ber
ekki kala til nokkurs manns og
hefur fullt traust til tilverunnar
og höfundar hennar. Þetta og fjö!
skylduhamingja er í rauninni það
bezta sem nokkur getur öðlazt.
Og nú, um leið og ég lýk við
þesar línur, með ósk hamingju og
gleði henni til handa, allar henn-
ar ólifuðu ævistundir, vil ég
votta henni einlægt þakklæti
mitt og míns fólks fyrir allt hið
góða, sem við höfum notið í kynn
ingu og viðskiptum frá henni og
heimili þeirra hjóna.
Bjarni Hákonarson.
Crandaver h.f.
við Grandagarð
Önnumst allar viðgerðir á Gúmmíbjörgunar-
bátum, allskonar sjófatnaður, veiðarfæri,
Skiparakkettur og Flugeldar