Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 23

Morgunblaðið - 15.12.1959, Page 23
Þriðjudagúr 15. des. 1959 MORGU1SBLAÐ1Ð 23 — Samkomulagið Framh. af bls. 1. þurfa að fá vegna útflutnings afurða þeirra, hefur verlð horfið að því ráði að láta bæta halla af honum úr út- flutningssjóði. Útfiutningsuppbætur mega þó aldrei nema meiru en 10Í4 af heildarframleiðslu- verðmæti viðkomandi árs. 3) Verðlagsgrundvðllurinn, sem sex manna nefndin, eða yfir- nefndin, sem ákveður hann, ef samkomulag næst ekki innan sex manna nefndar- innar, gildir frá 1. september 1959 tíl 31. ágúst 1960. Verðlag landbúnaðaraf- urða helxt því óbreytt, frá því sem nú er, þar til nýr verðlagsgrundvöllur hefur verið fundinn, samkvæmt ákvæðum hinna nýju bráða- birgðalaga, sem gefin munu verða út í dag. Samninganefndirnar 1 samninganefnd þeirri, sem vann að ofangreindu samkomu- lagi, áttu þessir menn sæti af hálfu framleiðenda: Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsambands bænda, Sigur- jón Sigurðsson, bóndi í Raftholti, Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Af hálfu neytenda áttu sæti í nefndinni: Eðvarð Sigurðsson, frá Alþýðu- sambandi íslands, Einar Gislason, frá Landssambandi iðnaðar- manna og Sæmundur Ólafsson frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Gunnlaugur Briem ráðuneytis- stjóri starfaði með nefndinni fyr- ir hönd Ingólfs Jónssonar land- búnaðarráðherra, sem einnig tók mikinn þátt í störfum hennar. Fréttatilkynning frá land- búnaðarráðuneytinu Mbl. barst í gærkvöldi svo- hljóðandi fréttatilkynning um þessi mál frá landbúnaðarráðu- neytinu: TJndanfarna 10 daga hafa staðið yfir samningaviðræður milli full- trúa Stéttarsambands bænda annars vegar og hins vegar full- trúa neytendasamtaka, Alþýðu- sambands íslands, Landssam- bands iðnaðarmanna og Sjó- mannafélags Reykjavíkur, um það, hvernig haga skuli verð- lagningu landbúnaðarafurða. — Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson og Gunnlaugur Briem, ráðuneytisstjóri, tóku þátt í við- ræðum þessum. Sl. nótt náðist samkomulag milli þessara aðila um það, hvemig með þessi mál skuli far- ið framvegis. Aðal breytingar frá fyrra skipulagi em sem hér segir: L Svokölluð sexmannanefnd, sem skipuð er tveim mönnum frá Stéttarsambandi bænda, einum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og þremur mönnum frá framangreindum neytendasamtökum, skal skip- uð að nýju þegar í stað. Höfuðverkefni sexmanna- nefndar verður að ákveða verðlagsgrundvöll til bænda og verð á búvörum í heildsölu og smásölu. Gildir þessi skip- an fyrst og fremst um verð- lagningu að hausti til og aðr- ar verðbreytingar, er veru- legu máli skipta. 2. Söluverð landbúnaðarvara á erlendum markaði skal ekki bætt upp með því að hækka söluverð búvara á innlendum markaði. Hins vegar er bænd- um tryggt að fá innlenda verðið fyrir útfluttar búvörur. 3. Verðlagsgrundvöllur sá, sem sexmannanefnd ákveður, skal gilda frá 1. sept. sl. Afdrifaríkasti ráðherra- fundur NATO? PARÍS, 14. desember. — Ráð- herrafundur Atlantshafsbanda- lagsins hefst á morgun undir for sæti Lange utanríkisráðherra Norðmanna. AHt bendir til þess, að þetta verði einn afdrifarík- asti ráðherrafundurinn í hinni 10 ára sögu bandalagsins. Ásakanir Twining, yfirforingja varnamáia Bandaríkjanna, þess efnis, að Frakkar stæðu ekki við skuld- bindingar sina við bandalagið, hafa vakið athygli. Twining er líka sagður hafa áfellzt Frakka fyrir að standa gegn því, að her bandalagsins verði settur undir eina stjóm. Á fundi, sem Paul Henri Spaak framkvæmdastjóri NATO, hélt með fréttamönnum í dag, sagði hann, að bandalagsþjóðirn- ar yrðu að viðurkenna fyrir sjálf um sér, að margt mætti fara betur en aðspurður um ræðu Twinings, sagði Spaak, að Twining hefði ekki sagt neitt, sem mönnum hefði komið á óvart. Hann hefði gagnrýnt vissa hluti, sem honum hefði fundizt þess verðir og slíkt væri ekki nema sjálfsagt og eðli- legt. Sagði Spaak, að ekkert væri óeðlilegt við það, að ágreiningur og skoðanamunur yrði innan bandalags sem NATO, slíkt þyrfti ekki að vera vísbending um veik leika. Innan bandalagsins giltu lýðræðisreglur, þar hefðu allir rétt á að segja sitt álit á hlut- unum. Meginverkefni þessa fundar verður að ræða væntanlegan fund ríkisleiðtoga stórveldanna. Væntanlega verður svo miklum tíma varið til að reyna að jafna deilurnar sem risið hafa með Bandaríkjamönnum og Frökkum. I»að, sem m. a. hefur verið nefnt í því sambandi er, að Frakkar hafa ekki viljað taka við kjarn- orkusprengjum á sama hátt og önnur bandalagsríki, enda þótt öll bandalagsríkin telji bráðnauðsyn legt að slík vopn séu varðveitt í Frakklandi. Þá hafa Frakkar verið mjög ósamvinnuþýðir hvað stjórn Miðjarðarhafsflotans við- kemur. Undanfarna daga hafa herfor- ingjar og varnarmálasérfærðing- ar bandalagsríkjanna setið á rök- stólum til að undirbúa mál ráð- herrafundarins. I dag ræddust margir utanaríkisráðherrarnu- við, Herter, t. d. við Murville, sem lét í ljós óánægju yfir því að kaflar úr ræðu Twinigs höfðu verið birtir í blöðum vestra. Á laugardaginn mun Eisenhow- er koma til Parísar. Gengur hann þegar á fund de Gaulle, en síðar munu þeir báðir ræða við Mac millan og Adenauer. Soraya giftíst Orsini Mannfjöldi veittí söku- dólgi gegn lögreglunni Ruða brotin i lögreglustöðinni SKÖMMU fyrir miðnætti aðfara- nótt sunnudagsins kom unglings- piltur inn á lögreglustöðina og kærði árás, sem hann kvaðst hafa orðið fyrir úti á götu þá rétt áður. Sagðist pilturinn mundi þekkja árásarmanninn ef hann sæi hann aftur. Fóru lögregluþjónar út með piltinum, fyrst upp í Lækjargötu, en síðan um Miðbæinn. I Aðal- stræti benti pilturinn á ungan mann og sagði að þar færi árásar- maðurinn. Tók lögreglan þennan mann höndum og ætlaði að færa á lögreglustöðina. Ekki var mað- ur þessi mikið ölvaður, en sýndi mótþróa og lauk svo, að lögreglu mennirnir settu á hann handjárn. Bylgjusviðsbreyting sjálfsvörn Útvarpsins ÞEGAR Utvarp lauk dagskrá sinni í gær- kvöldi, var öldulengd stöðv- arinnar breytt úr 1648 metr- um í 1437 metra eða 209 kilórið. Það stóð til að gera þessa bretyingu fyrir jólin í fyrra, en var horfið frá því. Nú kom þessi breyting til framkvæmda af knýjandi nauðsyn. Stöðin „Ev- rópa 1“ í Saar, sem hefur fjór- um sinnum meiri sendiorku en Reykjavík flutti sig fast að Reykjavík og eyðilagði viðtöku- skilyrði frá henni á öllu austan- verðu landinu. Það má þvi segja að þetta sé gert í sjálfsvamar- skyni, sagði Stefán Bjarnason, yfirverkfræðingur útvarpsins, í samtali við Mbl. Reykjavík Búast má við að þessi breyting standi um marga mánuði, eða þar til bylgjulengd sú, sem Is- landi var úthlutað á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn fyr- ir 7 árum, verði hreinsuð og það tryggt að íslendingar hafi full not af henni. Það er margra klukkustunda verk að breyta um bylgjusvið fyrir útvarpsstöðvar, vegna þess hve rafstraumar og rafsvið eru sterk. Verður hinni eiginlegu breytingu á bylgjusviðinu vart lokið fyrr en undir morgun. Það eru sterkar Iíkur til þess að með þessari breytingu verði bætt til muna hlustunarskilyrðin á Aust- urlandi, sagði Stefán að lokum. Bnlninir ekki iró Hnns Hedtoit EINS og menn rekur vafalaust minni til rak tvo gúmmíbjörg- Pilturinn kallaði þá á hjálp. Margt manna var samankomið þama í kring og reyndust það margir nærstaddra fúsir að veita piltinum, að lögreglumennirnir urðu að berja frá sér með kylfum. Barst leikurinn upp Austurstræti og spyrnti sá handtekni mjög við fótum. Krækti hann fótunum eitt sinn utan um umferðarmerki og hélt sér þar um stund. Fólksskarinn fylgdi á eftir með ópum og köllum og hélt þeirri háreysti áfram fyrir utan lög- reglustöðina. Var brotin ein rúða í lögreglustöðinni. Árásarmaðurinn var settur í varðhald og rannsóknarlögreglan tók mál hans að sér. Við yfir- heyrslu játaði hann að hafa ráð izt á piltinn, en því hafði hann eindregið neitað allt frá því hann fyrst var handtekinn. Gaf söku- dólgurinn þá skýringu á árásinni, að um gamlar erjur milli hans og piltsins væri að ræða. RÖMABORG. — Soraya, fyrrum keisaradrottning í Persíu, er að ganga til kaþólskrar trúar og ætl ar giftast ítalska prinsinum Rai- mondo Orsini. Samkvæmt góð- um heimildum í Róm verður trú- lofun þeirra kunngerð í sam- kvæmi að kveldi 16. desember, en þangað hefur 400 manns verið boðlð. Fimm dögum síðar mun Persakeisari, sem skildi við Sorayu í fyrra, giftast í þriðja sinn, nú hinni 21 árs gömlu Farah Diba. Soraya og Orsini prins eru bæði 28 ára að aldri. Orsini fjöl- skyldan er ein hin tignasta á Italíu, í þeirri ætt er 21 dýrl- ingur, 40 kardinálar hafa líka ver ið af ættinni svo og 5 páfar og 11 drottningar. Um skeið hefur það verið opin- bert leyndarmál, að Soraya hefur notið fræðslu í kaþólskum fræð- um. En hún er fædd múhameðs- trúar og hefur alla tíð verið þeirrar trúar. En um leið og hún kastar trú sinni og gerist kaþólsk mun hjónaband hennar og Persa- keisara ómerkt af hálfu Páfastóls ins. Keppa um sýslii- bikar KEFLA VÍKURFLU G VELLI, 14. des. — Skákkeppni um sýslubik- ar Gullbringu- og Kjósarsýslu hófst í Keflavík á sunnudag. Breiðablik í Kópavogi vann skák- félag Sandgerðis með sjö vinning- um gegn þremur. Keflavík sat hjá, þar sem Njarðvíkingar mættu ekki til leiks. Næst keppa Keflavík og Kópavogur 3. janúar í Keflavík. Keppt er í tíu manna sveitum. — Bogi. Sortnar í álinn Chessman fy rir WASHINGTON, 14. desember. _ Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi þann úrskurð í dag, að mál Chess mans skyldi ekki aftur upp tekiS. Chessman hefur sem kunnugt er ^ setið í fangelsi i hálft tólfta ár , , , . . ; og beðið lifláts sakir ýmissa af- unarbata ekki alls fynr longu , brota en tekizt margsinllis að fá austur a Langanesi. Ekki hefur fullnæffinffu dómsins frestað. Síð- ast átti aftaka hans að fara fram í október, en þá fékk hann enn frestun með því að beita laga- krókum og ætlaði að fá Hæsta- rétt til að taka málið upp á ný. Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTlN JÓNSDÓTTIR andaðist að heimili sinu, Fálkagötu 13 sunnudaginn 13. desember. Börn og tengdabörn enn tekizt að fullsanna af hvaða skipi þeir eru, en sennilegast er talið, að þeim hafi verið fleygt af einhverju brezku herskipi. I fyrstu héldu menn jafnvel, að btáarnir væru frá Grænlandsfar- inu Hans Hedtoft þar eð þeir voru enskir að uppruna og af svipaðri stærð og Hedtoft mun hafa haft innanborðs. En við nánari athugun hefur komið í ljós, að svo er ekki. Hafa dönsku blöðin gengið úr skugga um það. Ég þakka af heilum huga öllum, sem heiðruðu mig og glöddu á áttatíu á,ra afmæli mínu. Ég bið ykkur édlrar blessunar. Kristín Guðmundsdóttir frá Bildsey. Hver hirði siim frakka RANN SÖKNARLÖGREGLAN situr uppi með fjóra karlmanns- frakka eftir helgina. Eru þeir þannig komnir í hennar vörzlu, að aðfaranótt sunnudagsins sáust drengir með þá á ferðinni skammt frá Vetrargarðinum. Var talið líklegt að áhugasamir dans- menn hefðu smeygt sér úr frökk unum fyrir utan húsið. Faðir minn, sonur, afi og bróðir IÍARL G. MAGNÚSSON andaðist 11. þessa mánaðar. Dóttir. móðir og systur Jarðarför h'tlu dóttir okkar ÓLlNC sem lézt að Landakotsspítala þann 10. þ.m. fer fram fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 10,30 fyrir hádegi. Jón Björnsson, Beta Hannesdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, KINAR HERMANNSSON fyrrv. yfirprentari verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 16. des. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm éifþökk- uð. Þeim, er vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir Helga Helgadóttir og börn. Útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS ARNLAUGSSONAR fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 17. des. kl. 1,30 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum auðsýndar samúðarkveðjur við andlát manns míns og föður okkar BUEL DAVIS Philadelphia Fanny S. Davis og synir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.