Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 14

Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1959 Gissur Pálsson rafvirkja meisfari 50 ára „Stakir steinar" ný bók Kristjáns Eldjárns um fornar minjar BÓKAÚTGÁFAN Norðri hefur FRÁ uppvaxtarárum mínum á fyrsta fjórðungi þessarar aidar minnist ég sérstaklega eins heim- ilis, sem mér var kunnugt í ná- grenni mínu, er af bar um allan þrifnað utan húss og innan, smekkvísi, rausn og hvers kyns híbýlaprýði. Það var Þykkvibær í Landbroti. Þar var tvíbýli, og mátti þetta vel eiga við um bæði heimilin. En á suðurbænum var ég kunnugri, þar sem réðu húsum hjónin Páll Sigurðsson og Mar- ■grét Elíasdóttir, hann maður gáf- aður, hugsandi og búhöldur ágæt- ur, hún rausnarkona og einstök um allan snyrtibrag á heimili. Mörg voru þau systkinin, börn þeirra, er ólust þar upp, og allt hið mesta myndarfólk, er ber hinn sama blæ snyrtimennsku og dugnaðar. Næstyngstur þessara systkina er Gissur Pálsson raf- virkjameistari hér í bæ, er átti fimmtugsafmæli hinn 13. des. sl. Af einhverjum ástæðum láðist mér að koma á framfæri afmæl- iskveðju til hans á réttum degi, og því er nú þessi síðbúna kveðja á ferðinni, og vona ég að sannist um það orðtakið, að betra er seint en aldrei. Atvikin höguðu því svo, að þótt ég hefði allnáin kynni af sumum eldri systkinum Gissurar á uppvaxtarárum mínum, urðu kynni okkar mest eftir að ég var seztur að hér í Reykjavík fyrir fjórtán árum, og mest innan góð- templarareglunnar. Þar hefur Gissur verið starfandi um langt _ BÓK ORLAGANNA Töfrahringir greifans af Cagliostro Þessi bók örlaganna er hin merkilegasta spádóma- bók, sem mannlegur heili hef- ur framleitt. — Það þarf því enginn að óttast nein von- brigði, þegar hann spyr þessa merkilegu véfrétt til ráða. — Hún mun svara afdráttar- laust, ótvírætt og nákvæmt. — Til þess að skemmta mönn- um í samkvæmum er hún til- valin, og mun þar þykja bæði eftirtektarverð og skemmtileg Bók örlaganna kostar aðeins 50 kr. — Fæst víða hjá bók- sölum eða gegn póstkröfu, frá útgefanda, pósthóif 462, Reykjavík. Til jólagjafa Undirfatnaður í miklu úrvali náttkjólar, undirkjólar nátttreyjur, millipils úr nylon og prjónasilki nylonsokkar crepesokkar herrasokkar drengjasokkar Helancasokkabuxur á böm og fullorðna Verzlunin U N N U R Grettisgötu 64. árabil, og oftast í fararbrjósti, ýmist í stúku sinni Framtíðinni eða í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands, en í henni hefur hann átt sæti sem stórgæziumað- ur unglingastarfs frá 1954 þar til á síðastliðnu sumri, er hann lét af því starfi samkvæmt eigin ósk, sakir mikilla anna við önnur störf. I starfi sínu sem stórgæzlu- maður sýndi Gissur Pálsson ein- stakan dugnað og árvekni, og em ótaldar þær stundir, sem hann varði til ferðalaga og eftir- lits og allra þeirra starfa, sem því embætti fylgja. Lét hann sér mjög umhugað um framgang ung lingareglunnar og fylgdist ná- kvæmlega með starfi hinna ein- stöku bamastúkna, ætíð reiðu- búainn að koma til hjálpar, og útvega nýja forustumenn, þegar aðrir féllu frá. Voru honum flutt- ar sérstakar þakkir fyrir vel unn in störf á síðasta stórstúkuþingi, með sérstakri samþykkt þingsins. En Gissur Pálsson á fleiri á- hugamál en bindindismálið, þótt það sé honum mjög hjartfólgið. í Leikfélagi Reykjavíkur hefur hann verið áhugasamur starfs- maður sem ljósameistari um all- langt skeið, og einnig þar leyst af hendi hlutverk sitt með prýði. Og í starfsgrein sinni sem raf- virkjameistari er hann æ boðinn og búinn að leysa hvers manns vandkvæði, og hef ég einnig þar oft notið hans að. Gissur Pálsson er k 'Ventur hinni ágætustu konu, Sigþrúði Pétursdóttur, er verið hefur hon- um mjög samhent í öllum áhuga- málum. Hún hefur einnig um margra ára skeið átt sæti í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar sem stór-varatemplar, og minnist ég með mikilli ánægju samstarfsins á því sviði við þau hjón bæði. Þau hafa eignazt tvær dætur. Hina eldri þeirra, Bryndísi, misstu þau á unglingsaldri, en hin yngri, Sigrún, er uppkomin og gift Sigurði Jörgenssyni við- skiptafræðingi. Heimili þeirra hjóna hefur æ- tíð borið hinn sama snyrti- og glæsibrag og ég kynntist í æsku á bernskuheimili Gissurar, enda hefur húsmóðirin þar sízt látið sinn hlut eftir liggja. Nú hafa þau nýlega eignazt nýtt og glæsi- legt heimili að Álfheimum 48, og bið ég þau njóta vel og lengi. Lýk ég svo þessum fátæklegu beztu þökkum fyrir vináttu og orðum með hjartanlegri ham- ingjuósk til afmælisbarnshis og margs konar greiðvikni og lipurð í samstarfi, og blessunaróskum um gleðileg jól og farsæla fram- tíð heimili þeirra og vandamönn- um. Björn Magnússon. — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13. ár lifað umfram efni. Fram hjá þessum staðreyndum verður ekki með neinu móti komizt. Til þess að hefja nýja sókn fram á við, verður að hreinsa til og laga það, sem nú er ábótavant. Með því verður grundvöllurinn til frambúðarvelmegunar lagður. Á þeim grundvelli verður síðan örúggast og farsællegast byggt með því að velja þau úrræði, er skapa mestar líkur fyrir harð- astri framleiðsluaukningu þjóðar- innar. Á framleiðslunni lifum við öll saman og kjör okkar eru háð því, að hún verði sem allra mest. nú sent úr sína aðal-jólabók. Það er bókin „Stakir steinar“, eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð. Kristján Eldjárn Bók þessi inniheldur tólf frá- sagnir um íslenzkar minjar, sum- ar fornar, aðrar frá síðari öld- um. „Aufúsugestur". Bókin „Stakir steinar" er önn- ur bók Kristjáns Eldjárns um BUENOS AIRE3, 19. des. — Reuter. Hópar uppreisnarmanna sækja nú að annarri stærstu borg í Paraguay, Encarnacion, úr mörgum áttum. Er þetta haft eftir góðum heimildum við landa mæri Argentínu. Útvarpsstöðvar uppreisnarmanna, sem hófu send ingar fyrir viku, þegar útlagar frá Paraguay, sem staddir voru í Argentínu gerðu innrás í land- slíkt efni. Hin fyrri var „Gengið á reka“ og fékk mjög góðar við- tökur. Má ætla að þessi bók verði einnig aufúsugestur á heimilum þeirra, er unna íslenzkum fróð- leik og minjum um líf og starf kynslóða í þessu landi. 47 myndir prýða bókina. Um efni bókarinnar má fá nokkra hugmynd af kaflaheitun- um tólf, en þau eru. Munir og minjar, Hannyrðakona úr heiðn- um sið, Smásaga um tvær nælur — og þrjár þó; íslands þúsund ár; „Brunarústir á Bergþórshvoli, Svipir í Flatatungubæ, Hringur austurvegskonunga, Minnishorn Skálholtsdómkirkju, Ögmundar- brík, Þrætukistan frá Skálholti, íslenzkur barokkmeistari (U:n Guðmund Guðmundsson smið i Bjarnastaðahlíð) og Meitill og fjöður. Bókin er mjög vönduð að frá- gangi. Er hún prentuð á vandað- an myndapappír, en bókina prýða alls 47 Ijósmyndir, sem einnig segja sína sögu um fornar minj- ar og skýra vel það, sem um er rætt í þáttunum tólf. ið, sendu í dag viðvörun til íbú- anna í Encarnacion, sem eru 40.000 talsins, og skipuðu þeim að yfirgefa borgina og fara til höfuðborgarinnar, Asuncion, sem er rúma 300 kilómetra í burtu. Útvarpsstöðvarnar tilkynntu að lokaáhlaupið á Encarnacion mundi hefjast eftir nokkrar klukkustundir. Flóttamönnum frá borginni var heitið griðum. Góð bújörS Jörðin Otradalur við Bíldudal til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Góðar byggingar, raf- magn, súgþurrkun, mjólkursala. Upplýsingar gefa Gísli Jónsson alþingismaður, Ægisgötu 10 Rvk. Sími 24040 og 11740 og Pétur Þorsteinsson, kaup- félagsstjóri, Bíldudal. Lögfræðingafélag fslands Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 29. desember n.k. kl. 17,30, í I. kennslustofu há- skólans. Fundarefnl: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Félagsmál. STJÓRNIN. í kjóla MARKABURINN HAFNARSTRÆTI 11 Kjósverjar — Kjalarnes — Mosfellssveit Félagsgarður Kjós Grímudansleikur verður haldinn að Félagsgarði laugardaginn 2. jan. næstkomandi og hefst kl. 21,30. Góð hljómsveit. U. M. F. Drengur. Eyfirðingar Reykjavík M u n i ð Jólatrésskemmtunina í Framsóknarhúsinu sunnud. 27. des. kl. 3 e.h. og Jóladansleikinn sem verður þá um kvöldið fyrir félagsmenn og gesti — og Akureyringar sjá um. — Til skemmtunar verð- ur þar Jólakabarettinn og ýmsir beztu skemmti- kraftar bæjarins. Pantanir aðgöngumiða og nánari upplýsingar í Hafliðabúð, Njálsgötu 1, sími 14771. — Ósóttar pantanir afhentar öðrum eftir kl. 2 á sunnudag. í Framsóknarhúsinu. Fyfirðingafélagið Uppreisn logar enn í Pnraguny

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.