Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 15
Sunnurtaenir 90 des 10FÍ0 M ff r, rnv n r * nifþ 15 Sr. Emil Björnsson: * Ræðusafn Asmundar biskups Fyrir nokkrum dögum kom til Keflavíkurflugvallar DC-3, sem var á vegum gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á Gaza- svæðinu, á landamærum ísrael og Egyptalands. Flug- vél þessi hafði næturdvöl á Keflavíkurfiugvelli, en hélt þaðan áleiðist til Gander. Áhöfn flugvélarinnar var úr Kanadiska flughernum, en eins og menn vita þá eru Kanadamenn ein þeirra þjóða, sem lagt hafa mikið til her- sveitir í verndargæzlulið Sam einuðu þjóðanna austur þar. Á styrjaldarárunum og fyrst á eftir var algengt að flugvél- um af þessari gerð væri flogið yfir hafið að vetrarlagi, en nú er slíkt orðið mjög fátítt. Það tekur líka DC-3 meira en þrisvar sinnum lengri tíma að fljúga frá Keflavík til Gander í Nýfundnalandi heldur en það tekur nýtízku farþegaþot- BRIDCE ♦ + AÐ 5 umferðum loknum í sveita- keppni Bridgefélags kvenna er röð sveitanna þessi: 1. Sv. Dagbj. Bjarnad. 591 st. 2. — Júlíönu ísebarn 580 — 3. — Eggrúnar Arnórsd. 562 — 4. — Vigdísar Guðjónsd. 552 — 5. — Þorg. Þórarinsd. 540 — 6. — Sigríðar Jónsdóttur 531 — 7. — Elínar Jónsdóttur 523 — 8. — Margrétar Ásgeirsd. 509 — 9. — Ástu Guðjónsdóttur 497 — 10. — Guðrúnar Bergsd. 493 — 11. — Guðrúnar Eiríksd. 492 — 12. — Fríðu Austmann 492 — 13. — Elínar Hlíðdal 485 — 14. Dóru Magnúsdóttur 433 — Næst verður spilað mánudag- inn 11. janúar n.k. Lauk námi í hagnýtri lélagsfræði SVAVA Stefánsdóttir (læknis Guðnasonar á Akureyri) hefur nú nýlega lokið námi í hagnýtri félagsfræði (socionomi) við Soc- ialinstitutet í Stokkhólmi. Nám þetta nær til ýmissa greina félagsfræði, sálarfræði og heilbrigðisfræði, og starfa þeir, sern því hafa lokið, síðan við sjúkrahús, heilsuverndarstöðvar og fleiri heilbrigðis- og félags- stofnanir, sem leiðbeinendur og ráðgjafar í ýmsum félagslegum vandamálum, í sambandi við heilsuvernd, geðvernd, barna- vernd, áfengisvarnir o. s. frv. Að loknu skólanámi starfar Svava nú sem kurator (ráðgjafi) við sjúkrahús í Stokkhólmi, en hyggst hverfa bráðlega heim til íslands til starfa hér, enda munu vera næg verkefni við sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér, eigi síður en erlendis, fyrir þá sem sérmenntun hafa á þessu sviði. íslenzk orð mun vanta yfir aocionom eða socialrádgiver og kurator, og ættu orðhagir menn að spreyta sig á að finna eða smíða orð yfir þessi heiti. Að 5 umferðum loknum í sveitakeppni starfsmanna ríkis- stofnana er röð sveitanna þessi: 1. Sv. Ríkisútvarpsins 8 st. 2. — Stjórnarráðsins A 6 — 3. — Fiskifélagsins 6 — 4. — Brunabótafélagsins 6 — 5. — Innfl.skrifstofunnar 6 — 6. — Stjórnarráðsins B 5 — 7. — Skipaútgerðar. 4 — 9. Tollstjóraskrifstofunnar 3 — 8. — Pósthússins 4 — 10. — ReykjavíkurJlugv. 0 — Um síðustu helgi fór fram á vegum Bridgefélags Reykjavík- ur svonefnd „jólakeppni". Keppni þessi var tvímenningskeppni og voru góð verðlaun veitt. Einar Þorfinnsson og örn Guðmunds- son sigruðu í keppni þessari. Nr. 2 urðu þeir Guðjón Tómasson og Róbert Sigmundsson og í þriðja sæti náðu Ásta Flygering og Agn ar Jörngensson. 7. janúar n.k. mun fara fram mikil keppni milli Bridgefélags Reykjavíkur og Tafl- og Bridge- félags Reykjavíkur og Tafl- og Bridgeklúbbsins. Ekki hefur enn verið ákveðið á hve mörgum borðum spilað verður. Stundum kemur það fyrir að spilari tvöfaldar sögn, sem með- spilari hans hefur þegar tvöfald- að. Hafa spilarar oftast brosað að þessum mistökum og látið sögn- ina standa óbreytta. — Þeir eru sárafáir, sem vita, að ákveðnar reglur eru til einmitt um þetta atriði. 36. grein alþjóðalaga um bridge tekur af allan vafa um hvað gera eigi í slíkum tilfell- um. Greinin hljóðar svo: „Ef spilari tvöfaldar eða fjór- faldar sögn, sem meðspilari hans þegar hefur tvöfaldað eða fjór- faldað, verður hann í staðinn að segja eitthverja löglega sögn, og meðspilari hans verður þá að segja pass ávallt, þegar að hon- um kemur að segja (viðurlög). Ef hinn- brotlegi ákveður að segja pass, bætist hér við, að báð- ir mótspilararnir hafa rétt til þess að láta hurtu falla allar tvö- faldanir og fjórfaldanir, sem áð- ur voru gerðar“. ÞAÐ koma margar bækur út j fyrir jólin, og eru allar kallaðar jólabækur. En þar á það við sem I oftar, að „margir eru kallaðir en fáir útvaldir“. Margar þessara bóka eru vel úr garði gerðar, ytra sem innra, en eiga það eitt skylt við jólin og jólaboðskapinn, að þær eru gefnar út til að verða að jólagjöfum. Fáeinar bækur eru þó gefnar út fyrir hver jól, sem helgaðar eru boðskap jólabarnsins, og eru þess vegna öðrum fremur sann- nefndar „jólabækur". Ég sting að þessu sinni niður penna til að minna á ræðusaín herra Ásmundar Guðmundssonar fyrrv. biskups íslands, sem er ný komið út hjá Isafoldarprent- smiðju hf. Ræðusafnið nefnist Frá heimi fagnaðarerindsins' og eru í því 16 helgidagaræður og 8 tækifærisræður. Helgidaga- ræðumar eru framhald af ræðu safni, sem bar hið sama heiti, Frá heimi fagnaðarerindisins og kom út fyrir 40 árum. Tækifærisræðurnar í nýju bók- inni eru þegar orðnar hluti af Kirkjusögu íslands. Þeirra á meðal er ræða flutt við setningu Alþingis 1930, ræða flutt á Skái holtshátíðinni, á 900 ára afmæ'.i biskupsstóls á íslandi. biskups- vígsluræða herra Ásmundar og ræðan sem hann flutti við vígslu eftirmanns síns, herra Sigur- bjarnar Einarssonar, biskups íslands: Það var siður á mínu bernsku- heimili að lesa húslestra á helg- um dögum og hugvekjur á föst- unni, og þannig var það allvíða. Einstaka sinnum var lesið úr Vídalínspostillu og undir þeim lestri svaf engin rótt þótt lang- ur væri. Langoftast var þó lesið úr Péturs postillu og Péturshug- vekjum, og ég verð að játa að ég var að jafnaði lítt snortinn undir þeim lestri og ekki trútt um að mér hafi runnið í brjóst á vök- unni. En tveimur eða þremur árum áður en ég fór að heiman kom ný húslestrabók á heimilið: Frá heimi fagnaðarerindisins hét hún og var það að mínum dómi. Þvílík umskipti frá Péturspostillu, sem var án efa góð fyrir sinn tíma. Hér var fagnaðarboðskapur Krists fluttur í fyrsta sinn á því máli, sem ég skildi til fulls, máli sem ég drakk í mig. Ég minnist ætíð með þakklæti og fögnuði sumra húslestranna, svo sem á jóladag og annan í páskum. Mér þótti vænt um þann mann, sem. þannig opnaði augu min og eyru fyrir frelsara mínum og fagnaðar boðskap jólanna. Löngu síðar varð hinn ósýni- legi ræðúmaður mér sýnlegur og átti nýjan þátt í mótun minni, kenndi mér ræðugerð í Guðfræði- deild Háskóla íslands. Ég hygg þó að hann hafi kennt mér bezt í verki, með sínum eigin ræðum, er vöktu mig í æsku.Nú ar nýkomið út framhald þessa ræðu- safns, sem fyrr segir, og af fram- ansögðu er ofureðlilegt að ég fagni því og ali þá von í brjósti, að það komi fyrir augu og eyru sem allra flestra á hátíða- og helgistundum, í gleði og harmi. Höfundurinn er löngu þjóð- kunnur sem háskólaprófessor og biskup landsins. En hann er þó mestur í því sem sjaldnast öðlast þjóðfrægð í auðmýkt sinni og lotn ingu frammi fyrir frelsara heims- ins í jötunni lágu. Það kemur skýrt í ljós við lestur hins nýja ræðusafns. Fyrra ræðusafnið sem hreif mig forðum, var sem vorleysing í fjallshlíð. Nýja safn- inu mætti fremur líkja við djúpt og breitt fljót, sem mörg vötn hafa runnið í á langri leið. Það streymir fram máttugt og milt. Eim berjast svartir í Kongó LULUABOURG, Belg.-Kongó, S. des. Reuter: — Fimmtán manns, þar á meðal kona og tvö börn, léfu lífið, er bardagar blossuðu hér upp á ný milli innfæddra manna í gærkvöldi. — Það efu einkum menn af kynþáttunum Lulua og Baluba, sem eigast við, en fyrir nær tveim mánuðum blossuðu hér upp óeirðir milli sömu aðila, er þeir fyrrnefndu, sem eru hinir herskáustu, réð- ust á Balubamenn, er lengi hafa sýnt Belgum hollustu. í gærkvöldi settu belgísku stjórnarvöldin strangan hervörð í þeim hverfum, þar sem átökin voru mest, og tókst víða að dreifa hinum stríðandi blökkumönnum, sem voru vopnaðir gamaldags- riflum, spjótum og bogum og örv- um. — í morgun var svo lýst „hernámsástandi“ í allri Lulua-- borg. Bráðskemmtileg bók fyrir krakka á aldrinum 8 —12 ára. ST RÁKU R I STRÍÐI 19 Eftir Gest Hansson í fyrra kom út bókin „Strákur á kú- skinnsskóm" eftir sama höfund. Sú bók seldist upp á einni viku. Um hana ritaði Steingrímur Sigurðsson m.a.: „Strákur á kúskinnsskóm er skemmtileg bók, og þá er nokkuð sagt. Og hún er vel' skrifuð barnabók, þar sem sitt hvað gerist, sem í frásögur er færandi. Það er langt síðan ég hef rekizt á jafn ómegnaða fyndni í íslenzkri bók . . .“ „Strákur í stríði“ er jafnvel ennþá skemmtilegri aflestrar en fyrri bókin. Margar bráðsnjallar teikningar eru I bókinni eftir bróður höfundar. Bókin er 148 bls. — Verð kr. 58.00. ( BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR nii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.