Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 4
4 MORCliyití.ÁfílÐ Sunnudagur 20. des. 1959 Samgöngumál Svartdœlinga Nokkrar athugasemdir GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON á Bergsstöðum í Svartárdal sendi mér undirrituðum kveðju að heiman í fréttapistli í Tímanum 4. þ. m. Er pistillinn skrifaður á Bergsstöðum þ. 10. nóvember sl., og hljóðar þannig í fyrirsögn hans: „íbúar Svartárdals eru veg- arlausir og reiðir út í forráða- menn vegamála í sýslunni fyrir vikið“. Mun engan undra reiði mannanna, ef rétt er frá sagt. Þó margt prýði fyrirsögn þessa, skal aðeins vikið að henni efnis- lega. Svartárdalsvegur liggur, eða lá, þegar ég vissi síðast, af Norð- urlandsvegi sunnan við Hlíðará, fram dalinn, austan Svartár að Stafnsrétt, þar endar þjóðvegur- inn. Frá réttinni liggur vegurinn — sýsluvegur — fram dalinn að Fossum ,sem er fremsti byggður bær í dalnum. Vegalengdin frá Hlíðará að Fossum er um 29 km. Vegurinn liggur víða um brattar hlíðar og há klif. Tekizt hefur þó á undanförnum árum að gera alla leiðina að Fossum sæmilega akfæra. Er vegurinn að Stafns- rétt (25 km) vel fær, að sumar- lagi, öllum bifreiðum. Síðastliðið haust kom fjöldi fólks úr ýmsum landshlutum að Stafnsrétt, flest á fólksflutninga- bílum af öllum stærðum. Þá voru vegir þó orðnir mjög blautir, eft- ir að rignt hafði á þessum slóð- um nær stöðugt í sex vikur. Vitnar þetta ljóst gegn ummælum Guðmundar Halldórssonar, vinar míns, því ekki veit ég til að veg- inn hafi tekið af síðan. Ennfrem- ur segir fréttaritarinn að lítið hafi verið unnið að vegagerð í Svartárdal sl. sumar. Um það er þetta að segja: 1 aprílmánuði sl. voru mestu skemmdir á Svartárdalsvegi bættar ,svo sem venjulega. Til viðhalds veganna í sumar voru ætlaðar 55 þúsund krónur. Unn- ið var fyrir allmiklu meiri fjár- hæð, og urðu aðrir vegir í hór- aðinu að gjalda þess að nokkru. Mölbornir voru langir kaflar af Svartárdalsvegi, og allir þeir, sem verulegra aðgerða þurftu. Ræsi, voru endurbætt og ágangi vatns bægt frá veginum, svo sem með varnargarði við Svartá. Má og geta þess að ekki er kostur á öðru efni í yfirbyggingu en ármöl, sem verður að ýta sam- an og eykur það kostnað all- mikið. Vegna þessara miklu að- gerða var vegurinn fær öllum bifreiðum sl. haust, eins og áður greinir. Þá segir fréttaritarinn að ég hafi „trassað", þ. e. svikizt um að mölbera þriggja km. kafla, er undirbyggður var sumarið 1958. Þessi staðhæfing er sízt á traustari grunni byggð, en aðrar fullyrðingar í „pistlinum". Þessi umræddi vegarkafli var lagður eftir veggbrattri hlíð, grýttri og blautri. Á veginum eru mörg ræsi, og eitt þeirra tveggja metra brú á Eiríksstaðalæk. Vegna alls þessa hrökk fjárveiting til ný- byggingar vegarins hvergi nærri til að fullgera undirbygginguna. Ég lagði áherzlu á að gera veg- inn nothæfan fyrir vetrarleið, og tókst það með því að fá heimild vegamálastjóra til lántöku, vegna snjóa neðan við Eiríksstaðatún. Ég vonaði fastlega, að fjárveiting til nýbyggingar Svartárdalsveg- ar þetta ár — 1959 —, yrði það rífleg, að hægt væri að greiða skuldina, ljúka undirbyggingunni og mölbera allan vegarkaflann, a. m. k. svo að hann þyldi alla umferð fyrst um sinn. En þetta brást. Fjárveitingin var aðeins eitt hundrað og tuttugu þúsund krónur. Réttur helmingur fór til skuldagreiðslu. Eftir voru kr. 60 þúsund, s/i2 af þeirri upphæð fór til endurbóta á undirbyggingu og viðbót, svo hægt væri að möl- bera yeginn. Norðurendi vegarins var mölborinn, þó erfitt reyndist vegna bleytu. Þessi kafli liggur framhjá illri torfæru á gamla veginum og kemur þvi að mikl- um notum. Reynt var að mölbera syðri enda vegarins og gera gljúp asta kafla hans fullfæran. En verkið reyndist óframkvæman- legt vegna bleytu. Á þeim tíma var jörð öll orðin sem svampur eftir sjö vikna látlausa úrkomu. Þar sem ekkert útlit var fyrir að veður mundi þorna, lét ég hætta vegargerðinni. Hinn frægi kór, „Vínardrengirnir“, hefir verið í söngför um Vestur-Þýzkaland um þriggja mánaða skeið. — Við lok fararinnar hafði forseti landsins, Heinrich Liibke, boð inni fyrir drengina. — Og hér á myndinni er forsetinn að bjóða hinum ungu gestum sinum kökur. hættuieg feita fólkinu Látið bókina GRANIMIR án sultar í jólapakka feita fólksins. — Verð kr. 55,00. KRISTIN ÖLAFSDOÍTIR GRANIMUR —an sultar og árangursríku vísindalegum til- greinir ýtarlega frá hinum nýju megrunaraðferðum, sem byggjast á raunum og hafa hlotið eindregin meðmæli hinna merk- ustu lækna. — Minnizt þess, að veruleg offita er fólki á miðjum aldri jafnhættuleg og alvarlegur hjartasjúk- dómur. — Kristín Ölafsdóttir læknir íslenzkaði bókina. IÐUNN - Skeggjagötu 1 - Sími 12923 Var fjárveitingin þegar á þrot- um og ekkert vit í að eyða því litla sem eftir var í biðlaun handa bílum og mönnum. Var þetta sameiginlegt álit okkar G. Felixsonar, sem stjórnaði þarna daglegri vinnu. Hefði veðurfar verið annað og betra, hefði ég að sjálfsögðu freistað þess, að fá að nýju lánsheimild, svo hægt væri að mölbera veginn, svo sem áður greinir. Því sannleikurinn mun sá, að mér sé engu síður en Guðmundi Halldórssyni annt um, að vegirnir um sveitirnar verði sem fyrst greiðir og torfærulaus- ir, ekki aðeins vegurinn að Bergsstöðum, eða um Svartárdal, heldur vegir um allt Húnaþing, þó ekki sé lengra horft. 1 þessu sambandi er ástæða til að spyrja: Hverjir hafa barizt fyrir sam- göngumálum bændanna, er búa vestan ár í Svartárdal? Þar eru sex jarðir í byggð og stór bú á sumum þeirra. Leiðin vestan ár var ekki í neinum vegaflokki, þar til ég fékk hana tekna i tölu sýsluvega og fékk jafnframt heimild til framkvæmda. Verið er að byggja nýja brú á Svartá h. u. b. í miðri byggð. Verður brúin til mikilla samgöngubóta fyrir nefndar jarðir. Ber að þakka vegamálastjóra það, að brúin kemur fyrr en vonir stóðu frekast til. Ég hef annars hér að framan sýnt með skýrum rökum og ó- hrekjandi staðreyndum, að ekki var hægt, þetta ár, að bæta meir en gert var samgönguæðar Svart- dælinga. Undrar mig að jafn skýr maður og G. H. er, skuli halda fram þeirri firru, að verkstjórinn hafi fjárveitingavaldið í sínum höndum og geti framkvæmt vega- lagningar að eigin vild. Er rétt fyrir manninn að endurskoða mat sitt á þessum hlutum sem fleir- um. Til viðbótar því er áður segir um vegaframkvæmdir í Svartárdal sl. sumar, má geta þess, að sýsluvegur frá Stafnsrétt að Fossum var lagfærður og af- réttarvegurinn upp á Fossabrúnir var mölborinn, svo gangnamenn flytja farangur sinn á bílum fram Eyvindarstaðaheiði. Var ruddur þar vegur sl. ár. Byggt var á heiðinni veglegt gangna- mannaskýli. Er þetta hvort tveggja lofsvert framtak. Til vega gerða þessara fékkst nokkur styrkur af fjallvegafé. Guðmundur Halldórsson endar „pistil“ sinn með þessum orð- um: „Mun varla dregið lengur að senda vegamálastjóra ríkisins umkvörtun út af þessu í annað sinn, undirritað af íbúum dals- ins“. Er ekki Ijóst hvað fréttaritar- inn á við með þessu „í annað sinn“, get þess til að hann eigi við frumhlaup nokkurra Svart- dælinga snemma á árinu 1956. Þannig stóð á að árið 1955 voru veittar 40 þúsund krónur til ný- byggingar Svartárdalsvegar, sem ég sá mér ekki fært að vinna fyrir það ár af ástæðum, sem nú skal greina: Það sem mest var aðkallandi fyrir samgöngumál Svartdæl- inga þá, var að leggja öruggan veg yfir Bergstaðaklif. Var það hættulegasti staðurinn á allri leiðinni, enda ófær þegar fór að frjósa á haustin. Nauðsynlegt var að ljúka verkinu á sem skemmst- um tíma, svo samgöngur tepptust ekki lengur en nauðsyn krafði. Til þessara framkvæmda þurfti fjórfalda þá fjárveitingu, sem til var. Til verksins þurfti og stór- virka jarðýtu og loftþjöppu, því sprengja varð veginn inn í berg- ið. Ekkert af þessu var fyrir höndum sumarið 1955. Taldi ég því tvímælalaust rétt að geyma fjárveitinguna til næsta árs, enda samþykkt af vegamálastjóra. — Nokkrir „dalbúar" kærðu þessa ráðstöfun til vegamálastjóra og heimtuðu annan verkstjóra í dal- inn. Guðm. Halldórsson var þó einn þeirra, er af skynsamlegum ástæðum neitaði að skrifa undir plaggið. Vorið 1956 fékk ég til vegagerðar nýja stórvirka jarð- ýtu, sem ég notaði við nefnt verk, önnur áhöld voru þá tiltæk. Við- bótar fjárveiting til vegarins það ár var það mikil að fært var að framkvæma verkið. Var þarna lagður ágætur vegur, 1,2 km langur. Játuðu þá flestir, eða jafnvel allir „dalbúar", að ráð- stöfun mín hefði verið rétt, og sáu eftir frumhlaupinu. En þann- ig fer oftast, ef menn dæma án forsendna. Nýja veginn um Eiriksstaði er eðlilega ekki hægt að nota fyrir vetrarleið, meðan hann er ófros- inn og forblautur. Veldur það að sjálfsögðu nokkrum óþægind- um. En mörg dæmi slík og enn lakari munu vera á landi voru nú í haust. Er og nú bót í máli að fluttningaþörf Svartdælinga framan Eiríksstaða er ekki mik- il að lokinni haustkauptíð, því mjólkurframleiðsla er þar lítil. Vegagerðin lætur nú sem fyrr hafa eftirlit með veginum. Munu og dalbúar sumir, þ. á m. Guðm. Halldórsson nú sem fyrr spara veginum kostnað með því að lag- færa smábilanir, svo sem opna stífluð ræsi, því of dýrt er að senda til þess verkamenn 40— 50 km vegalengd. Fyrir slíka hjálpsemi er ég Svarfdælingum' mjög þakklátur. Vænti ég að Guðmundur Halldórsson, sjálfs sín vegna, endurskoði dóm sinn, og yfirvegi með rólegri skynsemi, hvort nokkrir eru raunverulega sekir um erfiðar samgöngur um Svartárdal. Og sé það einhverjir, þá finni hann þá réttu. Ekki ber að sakfella okkur Guðmund Haldórsson, því það er sameigin- leg ósk okkar beggja, að traust- ir og fullkomnir vegir, verði sem alra fyrst lagðir um allar hyggðir landsins. Okkur er báð- um vel ljóst, að hvert það býl4 sem ekki kemst í sæmilegt vega- samband innan tíðar, hlýtur að fara í éyði. Þess vegna gerum við kröfur um miklar fjárveitingar til sam- göngumála í héraðinu okkar. Hvílir sökin á forráðamönnum sveitanna í þessu umrædda til- felli, sveitarstjórnar Bólstaðar- hlíðarhrepps? Eða er það fjár- veitingavald ríkisins, sem ber að sakfella? Margt ber að athuga áður en dómur er felldur, t. d. þetta: Fyrir rösklega fjörutíu ár- um var varla nokkur akfær veg- arspotti til á íslandi, nema nokkr- ir kaflar frá Reykjavík og flestar ár óbrúaðar. Síðan er búið að byggja yfir fimm hundruð brýr (10 m og þar yfir), auk fjölda smærri. Akvegakerfi landsins spennir um allar byggðir þess, og landshluta milli, og er sam- anlagt yfir 12 þúsund km. Þessu Grettistaki hefur okkar litla þjóð lyft með samstilltum kröftum. Er sanngjarnt að sakast um, að ekki séu komnir fyrsta flokks vegir um hvern afdal og annes? íslendingar verja árlega miklu hærri hundraðshlutum af ríkis- tekjum til samgöngumála á landi, en nokkur önnur þjóð í heimi, og svo verður væntanlega gert þar til markinu er náð. Allt vega- kerfi Austur-Húnavatnssýslu er hátt í 500 km. Má það heita allt akfært, nema milli bæja vestan megin í Svartárdal, eins og áður segir. Vantar eðlilega enn mikið til að um þessar miklu vega- lengdir séu lagðir óaðfinnanlegir vegir, en vonandi verður þess ekki langt að bíða og verður því fyrr sem við samstillum okkur betur til mikilla átaka og „send- um út á sextugt djúp, sundur- lyndis fjandann“. Ef Guðmundur á Bergsstöðum hefur ekki vitað, að ég krýp ekki þó beitt sé hót- unum, þá bið ég hann muna bet- ur hér eftir. Varðar mig engu hvað „íbúar dalsins" undirrita. Meðan mér er falið verk að vinna, geri ég það óhindraður eftir megni á þann veg, er ég tel réttast og þeim bezt er njóta eiga. En mat þeirra á verkum mínum sem annarra, fer eftir dómgreind og sálarþroska hvers og eins. Vil ég að síðustu benda Guðmundi Halldórssyni á, að ó- hætt mun telja að til þess að leggja bezta þriðja flokks veg (flokkun miðuð við breidd veg- ar) um Svartárdal beggja megin árinnar, þarf a. m. k. 4—5 millj. króna. Óhætt er okkur að herða kröf- urnar til fjárveitingavaldsins, þó við viðurkennum að það hefir í mörg horn að líta, því þarfirnar eru miklar um land allt. Reykjavík, 9. des. 1959. Stgr. Davíðssop.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.