Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. des. 1959
MORGUNRLAÐ1Ð
21
Kristiríann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
Dýrkeyptur sigur.
Eftir John Braíne.
Hersteinn Pálsson ísienzkaði
Bókaútgáfan Setberg.
HÖF. þessarar skáldsögu er til-
tölulega ungur maður og þetta
er fyrsti sigur hans á bókmennta
sviðinu. Sagan hefur vakið mikla
athygli í hinum enskumælandi
heimi og auk þess verið kvik-
mynduð. Þýðingin er prýdd
myndum úr kvikmynd þessari og
útgáfan öll hin fegursta. Ekki
hef ég borið saman frumtekstan
og þýðinguna, en hún virðist
vera samviskusamlega af hendi
leist og einkum finnst mér sam-
tölin góð, þau eru á lifandi nú-
tímamáli.
Söguhetjan, Joe Lanpton, er
maður fremur lítillar ættar, en
duglegur og ákveðinn í því að
komast áfram. Hann vill fá sinn
skerf af gæðum lífsins, kosti
hvað það kosta vill. Hann fær
þennan skerf, en eins og oft vill
verða undir slíkum kringumstæð
um, verður hann að greiða frama
sinn dýru gjaldi.
Við kynnumst honum þegar
hann er á leið til nýs starfs, í
nýrri borg, tuttugu og fimm ára
gamall. Hann hefur verið flug-
maður í stríðinu og reynt sitt af
hverju, er orðinn kaldrifjaður
nokkuð. en þó í rauninni bezti
piltur inn við beinið. A hinum
nýja dvalarstað sínum kemst
hann brátt í kynni við það fólk,
sem hann hefur jafnan langað til
að umgangast, betri borgara,
efnamenn og dætur þeirra og
'konur. Ekki líður á löngu áður
en hann verður ástfanginn af
tveimur: barnungri stúlku, dótt-
ur ríkisbubba, sem reyndar hef-
ur sjálfur hafizt úr fátækt, og
konu verksmiðjueiganda eins.
Frúin nefnist Alice, en stúlkan
Súsan. Báðum er þeim lýst af
hreinni snilld, þótt segja megi
að lýsingin sé nokkuð einhæf,
því að í rauninni kynnumst við
þessu kvenkyni ekki nema í
gegnum ástríður þess. En höf.
veit margt um venjulegar ástir
karls og konu, og hann fjallar
um þær af hreinskilni ,án þess
að gerast nokkru sinni bersögull
um of, og það er augljóst, að
hann þekkir vel þá hlið á sálar-
lífi kvenna, sem ástríður og ást-
arþrá ræður mestu um. Að vísu
fer hann nokkuð grónar götur,
lýsingar hans eru hvergi einstæð
ar eða upprunalegar, en þær eru
listrænar, og gerðar af leikni.
Aðalpersónan sjálf, Joe Lanpt-
on, er einnig vel gerð, glöggt séð
og skýrlega mótuð. Höf. tekst að
gera þennan unga mann, lifandi
og trúverðugan, afla honum sam
úðar lesandans og fullan skiln-
Bók um úti
Ólafur Briem: Útilegumenn
og auðar tóftir. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. Reykjavík
1959.
í ÞJÓÐSAGNAHEIMI íslendinga
hafa útilegumenn öldum saman
átt lönd og ríki. Þjóðin hefir hugs
að sér bústaði þeirra víðs vegar
í óbyggðum landsins, veðursælar
og frjósamar byggðir inn til
fjalla, dali, lukta hömrum á alla
vegu, þar sem lagðprúðar og feit-
ar sauðahjarðir ganga í hlíðum,
miklu vænni til frálags en fénað-
ur byggðarmanna. Stundum voru
margir bæir í hinum dularfulla
útilegumannadal, þar sem fólkið
lifði í sátt og samlyndi undir
fastri, en réttlátri stjórn útilegu-
mannasýslumannsins, sem allir
litu upp til vegna réttdæmis.
Þannig skapaði þjóðin sér para-
dísardrauma á niðurlægingar-
tímum sínum, hugmyndir um.
betri tilveru, sem var ekki lengra
undan en svo, að bóndasonurinn
úr byggðinni gat hæglega villzt
þangað, er hann var að smala
sauðum föður síns í einhverri
fjallasveitinni. En það var ekki
á allra færi að verða hlutgengur
í hinni vösku sveit útilegumann-
anna. Til þess varð bóndasonur-
inn að leggja að velli í glímu einn
eða fleiri af þeim dalbúum, sem
fyrst urðu á vegi hans. En er
hann hafði sýnt, til hvers hann
dugði, voru honum allar dyr
opnar í heimkynni dalbúans, og
ósjaldan átti hann að fagna ási
og hylli heimasætunnar í dalnum,
sem dró hug hans frá hinu fá-
tæklega hversdagslífi, sem hann
hafði átt að venjast.
En það eru ekki útilegumenn
af þessu tagi, sem Ólafur meistari
Briem hefir lagt til glímu við í
bók sinni, sem að ofan getur. Það
eru ekki útilegumenn hinna grös-
ugu fjalladala og feitu sauða.
heldur útilegumenn hins gráa
ing, enda þótt hann aðhafist ým-
islegt, sem ekki er ætlast til að
góðir menn geri. Umhverfislýs-
ingar eru yfirleitt góðar og at-
burðalýsingarnar flestar gerðar
af snilld. Þá er bygging sögunn
ar einnig listasmíði, allt sam-
ræmt sem bezt má verða og frá
sögnin full af lífi og dramatískri
spennu. — Segja má, að þetta
sé ekki eitt hinna meiriháttar
skáldverka, til þess er það of
einhliða bundið við venjulegar
og daglegar ástríður manna, en
það er snjallt á sínu sviði, og
veitir lesandanum listræna á-
nægju.
legumenn
veruleika, menn, sem flýðu und-
an refsingu laganna og leituðu
hælis í faðmi örlaganna, Hér fá
lesendur að kynnast ferli Fjalla-
Eyvindar og Höllu, Arnesar Páls-
sonar, Jóns Franz og margra
fleiri, sem látið hafa eftir sig
einhverjar sýnilegar minjar um
útileguna. Höfundur rannsakar
sögulegar heimildir um slíka úti-
legumenn og samræmir við þau
verksummerki, sem þeir hafa skil
ið eftir, kofa, hreysi og hella
víðs vegar í óbyggðum landsins,
þar sem enn má sjá leifar af
mannabústöðum. Hefir Ólafur
farið víða um land á undanförn-
um árum til þess að skoða og
rannsaka þessa útilegumannabú-
staði og notaði til þess sumarleyfi
sín í fylgd með áhugasömum fé-
lögum. Ég tek hér upp kafla-
fyrirsagnir bókarinnar, því að
þær gefa langgleggsta hugmynd
um hið fjölbreytta efni hennar:
Þær eru þessar: Sakamenn leggj-
ast út, Frásagnir íslendingasagna
um útilegumenn, Stuttur útilegu-
mannaannáll, Fjalla-Eyvindur og
Halla Arnes Pálsson, Surtshell-
ir, Hallmundarhellir, Reykja-
vatn, Þjófhellir í Eldborgar-
hrauni, Útilegumannakofar á
Ströndum og í Jökulfjörðum,
Hveravellir og Þjófadalir, Eyvind
arkofi í Herðubreiðarlindum,
Hvammalindir, Eyvindarver og
Innra-Hreysi, Tóftir i Snjóöldu-
fjallgarði, Tveir hellar upp af
Rangárvöllum, Undir Arnarfells-
jökli, Arnesarhellir við Hval-
vatn, Útilegumannaslóðir í
Reykjanesfjallgarði, Rústir í
Grindavíkurhrauni, Sagnir um
útilegumannabyggðir og Loka-
orð. Má af þessari upptalningu
marka, að höfundur kemur víða
við í útilegubyggðum landsins.
f bókinni er fjöldi ágætra
mynda af kofum, hreysum og hell
Hver
urðu örlög
Onnu
F ra n k
eftir að felustaður Frank-fjölskyldimnar fannst í bakhúsinu
í Amsterdam
Svarið fáið þér í bókinni
Hetja fil hinztu stundar
eftir þýzka rithöf. Ernst Schwabel
Kvöldvökuútgáfan
um útilegumanna og auk þess
margir uppdrættir, sem sýna
stærð og afstöðu þessara fátæk-
legu mannabústaða. Gísli Gests-
son hefir valið myndirnar af sinr.i
alkunnu smekkvísi og auk þess
hefir hann samið kaflana um
Hallmundarhelli og Tóftir í Snjó-
öldufjallgarði. Eru myndirnar
ýmist prentaðar í lesmál eða sér-
prentaðar og eru jafnt til skiln-
ingsauka og prýði.
Ula er ég svikinn, ef menn for- j
vitnar ekki að lesa þessa bók, sem j
er hvorttveggja í senn fræðileg |
rannsókn á minjum útilegu- |
manna hér á landi og þó hin al- !
þýðlegasta að efni og gerð. Hér
er fjallað um efni, sem á sér
djúpar rætur með þjóðinni, ör-
lög, sem enn í dag ganga henni
til hjarta.
Guðni Jónsson.
Allir eru ú flýta sér
með innkaupin Hjá mér eru til beztu
tegundir af ávöxtum og niðursuðuvörum,
kertum og spilum og konfekkti.
Ég skreyti körfur fyrir viðskiptavini
mína.
VERZLUN ■ _
Seld mansali
Endurminningar
Bók hinnar austrænu konu, sem nú fer sigurför
meðal lesenáa Vestur-Evrópu og er þar metsölubók
Saga stórra atburða sem mætt var af óbilandi þreki
og festu