Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. des. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 5 Ásmundur Guðmundsson biskup skrifar um „Biskupinn Sendibréí 1810—1853. Finnur Sigmundsson bjó undir prent un. ÞAÐ er þarft verk og gott, sem Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður hefur unnið með undir- búningi sínum að útgáfu merkra sendibréfa. Hefur þannig hver bókin komið af annarri og allar ágsetar. Nú þessi síðast. Kann Finnur mjög góð tök á að vekja athygli á því, er mestu varðar í bréfunum, og skýra í stuttu og greinargóðu máli það, er skýra þarf. Ég hygg einnig, að hann velji vel úr bréfunum, þó hefur honum sums staðar orðið það að á að láta prenta orð, sem bréfritari myndi ekki hafa viljað undir 30 árekstrar á þrem dö^um GÍFURLEG umferð er nú í bæn- um, og er hún mjög í sambandi við jólaundirbúning bæjarbúa. Nokkur slys og óhöpp hafa orðið, sem fn.a. stafa af hálku á gang- stéttum, og götum. Hefur nokkuð af fólki hlotið slæmar byltur og beinbrot. Bílslys hafa ekki orðið mörg og umferðarslysadeild rannsókn- arlögreglunnar skýrði Mbl. svo frá í gærkvöldi ,að bílaárekstrar væru ekki fleiri en við megi bú- ast. Frá því á sunnudaginn og þar til á miðvikudagskvöld, hafði deildin fengið skýrslur um 30 bílaárekstra á götum bæjarins. i Goroum neinum kringumstæðum láta koma fyrir almenningssjónir. En hvað um það; áð útgáfu bréfanna er stórgróði, og þó einkum frá sögulegu sjónarmiði. Vinnur landsbókavörður drengilega að því, að ágætismenn, eins og til dæmis skrifarinn frá Stapa, liggi ekki óbættir hjá garði. Minningu Árna Helgasonar stiftprófasts í Görðum hafa að vísu þegar áður verið gjörð nokk- ur skil. Þannig hafa Grímur Thomsen og Jón Helgason biskup skrifað um hann veigamiklar rit- gerðir, sem nú eru endurprentað- ar í Merkum íslendingum, og séra Finn Tulinius hefur samið bók um séra Árna og helgidagapré- dikanir hans. Hefur nafn hans jafnan borið hátt í kristnisögu landsins. Æviferill hans var langur og glæsilegur. Námshæfileikar hans voru svo góðir, að hann hlaut ágætiseinkunn við embættispróf í guðfræði við Kaupmannahafnar háskóla, og hlaut verðlaunapen- ing Háskólans úr gulli. Þrjátíu og sex ára að aldri verður hann dóm kirkjuprestur í Reykjavík. Fró fastur í 35 ár. Prestur í Görðum á Álftanesi 1825—58. Settur bisk- up tvisvar sinnum. Frábær kenn- ari og útskrifar mjög marga stúdenta, er gátu sér síðar bezta orðstír. Þessum manni er gott að kynn- ast, og til þess eru bréfin ein bezta heimildin og helgidagapré- dikanir hans sem bera glöggt vitni gáfum hans og víðsýni. Keflavík — Nágrenni Helena Rubenstein gjafakassar Uerzin lun við Vatnsnestorg Bréf þessi eru öll til sama manns, skólabróður hans vinar og svila Bjarna amtmanns Þorsteins sonar á Stapa, og ná yfir meira en 40 ára skeið. Þau eru ýtarleg og rituð af vandvirkni, og endur- speglast í þeim saga landsins, eins og hún blasti við augum séra Árna, er kveður upp hispurslausa dóma um menn og málefni. Sumt blöskrar honum, og hann skrifar á einum stað: „Helzt vil ég biðja, ef mér væri það lagið, að forsjónin vildi unna mér að halda viti meðan ég tóri, og heilsu til að hlæja að heimsk- unni.“ „Það er nú sú öld, að menn tala meir og skrifa en þeir gjöra.“ Kristindómurinn á að verða bót meinanna: „Bara að við værura kristilegir, svo þyrftum við hvorki sýslumenn amtmenn né kóng, og enga embættismenn nema prest og hreppstjóra." Séra Árna þykir vænt um það, að þrédikunum hans er vel tekið, en kveðst þó ekki hafa búizt við svo vægum dómi. Hann er hóg- vær maður og hirðir aldrei um að trana sér fram. Margt fleira gæti verið ástæða til að benda á í bókinni sérstak- lega, en út í það verður þó ekki farið hér. Þeir, sem lesa hana, verða ekki fyrir vonbrigðum. Útgáfa bókarinnar er mjög vönduð í alla staði og prýdd fjölda mynda af samtíðarmönn- um höfundar. Ásmundur Guðmundsson. Höfuðprýði hverrar konu Með því að nota FOLICOLOK lita-shampoo við allan hárþvott, verður hár yðar glæsilegra en það gæti annars orðið. er að sjálfsögðu hárið. Hársnyrtingin er þess vegna mjög þýðingarmikil og til hennar þarf vel að vanda og aldrei nota nema beztu fáanlegar hársnyrti- vörur. Fallegt hár getur orðið enn fallegra sé rétt með það farið. Það er að vísu mik- ilsvert að þvo hárið, en til þess þarf að nota hársápu, sem mýkir hárið og gerir það auðlagt og glitrandi fagurt um leið og það er þvegið. Þá er ekki þýðingarminnst að fá þann rétta litblæ á hárið. Ljóst hár getur orðið ennþá bjartara, dökkt hár getux fengið dýpri og ákveðnari lit, brúnt og rautt hár getur fengið hreinni og fallegri litblæ, og hár getur fengið aft- ur sinn eðlilega lit. Og svo má breyta þeim háralit, sem fyrir er ef þess er óskað. VIRKISVETUR Nokkur hundruð eintök af skáldsögunni Virkisvetur eftir Björn Th. Björnsson koma í bókaverzlanir á mánudag og þriðju- dag. Bókaútgáfa Menningarsjóbs Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir Höfum ákveðið að þeir sem kaupa húsgögn gegn samningi þurfi ekki að greiða nema 20% við móttöku og eftirstöðvar með jöfnum mánaðar- greiðslum. En séu húsgögn keypt gegn staðgreiðslu gefum við 10% afslátt. Við eigum ávalt smekklegt úrval af húsgögnum úr eik, birki, mahogny og tekki, svo sem nýtízku svefnherbergissett, sófasett og bo rðstofusett, sófaborð og allskonar smáborð. Verð við allra hæfi. SÍ-SLETT POPLIN (NO-IRON) MINERVA c/k*t**t&*i STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.