Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1959 ■Í llinm wm M mm MINERVA SKYRTAN er með „Trustay" ílibba MINEKVA— flibbin er heill (ósamsettur) með sérstöku innleggi og innsaumuð- um plastic-stífum í hornum. MINERVA — flibbinn heldur ávallt sinni áferðar- fallegu lögun, án strauingar. MINERVA — síslétta poplin skyrtan fæst í hvít- um — bfáum — gráum og gulum lit. MjÖg létt og auðvelt að þvo MINERVA SKYRTUNA Öll öhreinind renna ur á svipstundu miner'va — skyrtuna þarf ekki að strauja, aðeins hengja til þerris og á eftir er hún eins og ný. Hetja til hinztu stundar EIN NÝJU bókanna í jólaflóði íslenzkrar bókaútgáfu, er Hetja til hinztu stundar, eftir þýzka höfundinn Ernst Schnabel, þýdd af Jónasi Rafnar lækni, en gefin út af Kvöldvökuútgáfunni á Ak- ureyri. Þetta eru þættir um hol- lenzku stúlkuna önnu Frank, sem kunnug er orðin af bókinni Dag- bók Önnu Frank og leikritinu með sama nafni. Leikkonan Kristbjörg Kjeld, sem lék hlutverk Önnu í sjón- leiknum, skrifar í formála fyrir bókinni: „Það, sem hún (Anna) hafði að segja, komst af hreinni tilviljun fyrir augu okkar og eyru. En eins og svo margt ann- að athyglisvert og átakanlegt, hverfur það ekki úr huganum aftur, og þess vegna halda menn áfram að spyrja: Hvað tók við, er lögreglan ruddist inn í bak- hýsið 4. ág. 1944, og hvernig var barnið Anna Frank í raun og veru, þegar hún, ásamt foreldrum og þjáningasystkinum, hóf dvöl- ina í bakhýsinu? . ., Ernst Sehna- bel . . . hefur safnað saman og kynnt sér ummæli og skoðanir þeirra, sem þekktu önnu Frank í uppvextinum, og deildu síðan með henni hinum hryililegustu kjörum í þýzku fangabúðunum“. Þessi nýja bók svarar því mörg um slíkra spurninga. Hún er smá þættir og viðtöl við 42 af þeim persónum, sem þekktu Önnu og þjáðust með henni. Ýmsum mun því leika forvitni á að kynnast nánar þessari einstæðu ungu stúlku og meðferð nazistanna á hollenzku Gyðingunum. Það er að vísu engin skemmtisaga, en fróðlegt er að fá upplýsingar sem þessar eftir öruggum heimildum, og má óhætt fullyrða, að þessi nýja bók um Önnu Frank fyllir upp í margar eyður á því, sem þegar er um hana vitað. Annað mál er svo það, hversu æskilégar slíkar bókmenntir eru fyrir okkur. Það kann að vera nokkurt álitamál. Ferill hinnar þýzku harðstjórnar og blóðslóð Gyðingaofsóknanna mætti gjarn- an fara að þokast bak við tjald gleymskunnar, og hin jákvæða uppbygging þyrfti að fara að gagntaka þjóðirnar, ekki sízt „spámenn“ þeirra og rithöfunda svo að örugglega mætti segja, að ljóma taki nú fyrir nýjum degi. Frásagnarhátturinn á bókinni er all-sérkennilegur, eins konar blaðaviðtalsstíll. Málalengingar fyrirfinnast ekki. Allt eru atburð- ir, litríkar leifturmyndir af ó- gleymanlegum og átakanlegum- atburðum. Þýðingin á bókinni virðist mér snjöll, og frógangur allur góður. Jóhannes ÓIi Sæmundsson. Leiddir f yrir rétt LUNDÚNUM, 17. des. (Reut- er). — Bagdad-útvarpið tiL kynnti í dag, að yfirheyrslun- um yfir mönnum þeim, sem hefði staðið að árásinni á Abdul Karim Kassem, for- sætisráðherra íraks, á sínum tíma, hefði verið frestað til 26. desember. í ráði var að yfirheyrslurnar hæfust n.k. laugardag. Eins og kunnugt er var skotið á bíl forsætisráðherr- ans, þegar hann ók um götur Bagdad 7. okt. s.l. Særðist Kassem illa og var lagður í sjúkraúhús. Bagdad-blaðið A1 Zaman sagði í gær, að 29 menn yrðu leíddir fyrir rétt fyrst í stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.