Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.12.1959, Qupperneq 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1959 Önnur Viscountflugvél Flugfélagsins á flugvellinum í Glasgow. íslendingar verzla mikið i Glasgow — segir Einar Helgason ISLENZKU flugfélögin sækja stöðugt á erlendis þrátt fyrir sí- harðnandi samkeppni. Upphaf- lega miðaðist allt við að ná fót- festu á Norðurlöndum, en síðan hafa félögin <mám saman fært út kvíarnar og það hefur m. a. vakið athygli hue Flugfélag Islands hef- ur náð styrkri aðstöðu á Skot- landi. Á þessu ári flytur félagið sem sagt um 4 þúsund farþega frá Glasgow til Kaupmannahafn- ar og er þar um verulega aukn- ingu að ræða frá því í fyrra. Tíðindamaður Mbl. hitti Einar Helgason, umboðsmann Flugfé- lagsins í Glasgow að máli á dög- tmum. Hann sagði okkur, að Flugfélag íslands og Loftleiðir væru einu erlendu flugfélögin að írska félaginu Air Lingus und- anteknu, sem flygju frá Glasgow til útlanda. — Öll önnur flugfélög, sem hafa viðkomu í Skotlandi, fljúga um Prestwick. Það gerðu ís- lenzku félögin líka upphaflega. Ástæðan er sú, að Prestwick- flugvöllur lokast mjög sjaldan vegna þoku og í Atlantshafsflugi er gott að treysta á lendingu þar. 1 — En þangað er klukkustundar akstur frá Glasgow svo að eðli- legt er að íbúar Glasgow taki sér heldur far með flugvél frá Glas- gow-velli en að fara alla leið til Prestwick. ! — En þegar við byrjuðum, ár- ið 1957, leituðum við álits BEA um það hve flutningsþörfin milli Glasgow og Kaupmannahafnar Missti stjórn á sér LUNDÚNUM, 17. des. (Reuter). MACMILLAN, forsætisráðherra Bretlands, sem þekktur er að því að vera kurteis maður í viðræð- um og láta ekki æsa sig upp, missti stjórn á skapi sínu í deil- um við Hugh Gaitskell í umræð- um í brezka þinginu í dag. í ræðu sinni sagði forsætisráðherr- ann við Gaitskell: • „Aðstaða yðar innan yðar eigin flokks er svo veik að þér... “ Ekki var frekar hægt að greina orð forsætisráðherrans, því stjórn arandstaðaun upphóf mikil óp í mótmælaskyni, en þegar friður var aftur kominn á í deildinni nokkru síðar, hafði forsætisráð- herann áttað sig og beindi nú aftur orðum sínum að Gaitskell og sagði: „Ég ásaka yður ekki, þér gerið það sem þér getið“. _____ Einar Helgason væri mikil. Þeir sögðu 1700 far- þegar á ári. Það var ekki reglu- lega glæsilegt að byrja með þessa tölu í huga, en reyndin hef- ur orðið allt önnur. — Glasgow-flugvöllur hefur hingað til einungis verið notað- ur til innanlandsflugs. Síðan kom Air Lingus með ferðir til Irlands og nú er Sabena að byrja með samgöngur við Belgíu. — A næsta ári vonumst við til að geta aukið farþegatöluna enn til muna. Við höfum sam- band við 110 ferðaskrifstofur á Skotlandi og innan við 100 á N-Englandi og írlandi. Þessar skrifstofur selja mestan hlutann af farmiðunum svo að megin- áherzlan er nú lögð á að bæta sambandið við ferðaskrifstofurn- ar. — — Sannleikurinn er sá, að Danmörk er að verða vinsælasta ferðamannaland í Evrópu og í því er okkar hagnaður fólginn. Danir koma íka til Skotlands í vaxandi mæli í sumarfríinu. Skozku hálöndin eru falleg og menn gera margt vitlausara í fríinu en ferðast um þau. — Islendingar koma líka mikið til Glasgow, því þetta er ein ódýrasta verzlunarborg á Bret- landseyum. Úrvalið er mikið en verðið á mörgum sviðum mun lægra en annars staðar. En aðal- ástæðan til þess að margir leggja leið sína um Glasgow að heim- an er sú, að þaðan er hægt að komast flugleiðis suður um alla Evrópu. Miklu betra en frá Prestwick. BEA flýgur í allar áttir frá Glasgow og það er eink- um þess vegna að íslenzku fé- lögin fluttu sig frá Prestwick. — Nú eru vélar flugfélagsins tíðari gestir í Glasgow en vélar nokkurs annars flugfélags að BEA undanskildu. í sumar lenda vélar Flugfélagsins t. d. tvisvar á dag í Glasgow. Það hefði senni- lega þótt saga til næsta bæjar fyrir þremur fjórum árum. Metlaxveiði hér á landi á þessu ari Silungs veiÖin einnig mjög gób Á ÞESSU ÁRI var metlaxveiði hér á landi og afbragðs silungs- veiði í Þingvallavatni og Mý- vatni. Veður var óhagstætt hvað laxveiði á stöng snerti fyrri hluta veiðitímans en síðari helm- ing hahs var það ágætt sunnan og vestan lands. Laxveiði á stöng var bezt í ágústmánuði nú þriðja árið í röð, en venjulega er júlí bezti veiðimánuðurinn. Laxveiði í net var rétt innan við meðallag í Hvítá í Borgarfirði, en metveiði var í ölfusá-Hvítá. Þar veiddust rúmlega 8 þúsund laxar í net og tæplega 1 þúsund á stöng eða alls um 9 þúsund lax ar, og er það meiri veiði sam- kvæmt veiðiskýrslum heldur en á veiðiárinu mikla 1932. f sumar var mikið af vænum laxi. Veiði á stöng í flestum ám var ágæt, en þó lang bezt í Miðfjarð ará, Laxá á Ásum og á Blöndu- kerfinu. Veiðin í Miðfjarðará var tæplega þrisvar sinnum meiri heldur en í meðalári. Hin góða veiði á vatnasvæði Blöndu má telja árangur af ræktun Veiði- félags Blöndu, en vatnasvæðið var talið laxlaust af flestum, þeg ar félagið hóf starfsemi sína fyr- ir um aldarfjórðungi. Sjóbirtingsveiðin sunnan lands hefur verið með minna móti í sumar, en veiði vatnasilungs hef- ur verið ágæt í mestu veiðivötn- um landsins, þ.e. Þingvallavatni og Mývatni. Murtuveiðin í Þing- vallavatni í haust var mjög mik- il. Veiddust rúmlega 40 tonn af murtu og var mestur hluti henn- ar soðinn niður til útflutnings. Verðlag á laxi og silungi hefur verið svipað og í fyrra innan- lands en á árinu 1958 fékkst um þriðjungi betra verð að meðal- tali fyrir þann lax, sem fluttur var út. í ár er búið að flytja út um 20 tonn af laxi og silungi, bæði ísuðum, frystum og niður- soðnum. Nokkuð er enn óselt af laxi og silungi til útlanda af framleiðslu þessa árs. Ný eldisstöð hóf starfsemi sína á þessu ári og eru því eldisstöðv- arnar hér orðnar fjórar talsins. Tilraun með fóðrun laxaseiða fór fram á vegum Veiðimálastofnun arinnar í eldisstöð Rafmagns- Undanfarið hefir staðið yfir rússnesk sýning í Kaupmannahöfn. Hafa Rússar einkum sýnt þar ýmiss konar vélar í sambandi við kjarnorku- »g geimrannsóknir. — Hér þyrpast sýningargcstir um líkan af einu gervitungli Rússa, Spútnik III, sem nú hefir hringsólað um jörðina hátt á annað ár. veitu Reykjavíkur við Elliðaár. Að fiskrækt hefur verið unn- ið á svipaðan hátt og á undan- förnum árum. Laxaseiðum var sleppt í margar ár víðsvegar um landið, bæði kviðpokaseiðum og sumargömlum sleppiseiðum. Fisk vegagerð hefur engin verið i sumar ,en í undirbúningi eru lagfæringar og endurbyggingar á nokkrum stigum og ráðagerðir eru um að reisa nýja á nokkrum stöðum. Á sl. vori veiddust tveir laxar í sjó. Annan laxinn veiddi Hall- varður Einarsson, vélstjóri á vél- bátnum Ásbirni frá Akranesi, fékk hann laxinn á öngul á 48 faðma dýpi 5 mílur suður að Lón dröngum við Snæfellsnes. Hall- varður notaði 5 króka nylon- færi og komu upp samtímis á færinu tveir þorskar auk laxins. Laxinn var 73 cm að lengd og 8 pund á þyngd, og var þetta hæng ur 6 vetra gamall. Hafði hann verið 4 vetur í fersku vatni og rúmlega eitt ár í sjó, og gengið síðan sumarið 1958 upp í á til að hrygna. í fyrra vetur eða fyrra- vor hefur hann gengið aftur til sjávar og vaxið þar töluvert áð- ur en hann var veiddur suður af Lóndröngum 28. júní. Hinn lax- inn veiddist í þorskanet hinn 17. apríl sl. 23 sjómílur í vestur að norðri frá Garðsskaga á 76 faðma dýpi af mótorbátnum Víði frá Keflavík. Skipstjóri á Víði er Halldór Halldórsson í Keflavík. Laxinn, sem var hængur, vó 34 Vz pund, og var hann í góðum holdum. Er þetta með stærstu löxum sem veiðst hafa á íslandi og næst stærsti lax, sem veiðzt hefur í sjó við ísland svo kunn- ugt sé. Stærsti lax, sem veiðzt hefur í sjó við ísland er Gríms- eyjarlaxinn svokallaði, sem vó 49 pund blóðgaður. Hann veidd- ist við Grímsey 8. apríl 1957. Á sl. sumri kom í heimsókn dr. Lauren R. Donaldson, prófessor í fiskifræði við Washingtonhá- skóla í Seattle í Bandaríkjunum og forstjóri rannsóknarstofunnar nefnds háskóla, sem vinnur að rannsóknum á áhrifum geisla- virkra efna á lagardýr. Prófessor inn er í hópi hæfustu sérfræð- inga í ræktun lax og silunga og hefur unnið merkileg vísinda- störf á því sviði með mjög góð- um árangri. Hann ferðaðist um nágrenni Reykjavíkur og upp í Borgarfjörð og skoðaði ár og vötn. Prófessorinn taldi mikla möguleika á, að við gætum stór aukið lax og silung í ám og vötn- um hér á landi, ef við tækjum upp ýmsar nýjungar á sviði fisk ræktarmála, sem fram hafa kom ið vestan hafs nú síðustu árin. Sérstaka áherzlu lagði hann á ræktun laxaseiða með það fyrir augum að sleppa þeim í sjó, þeg- ar þau hafa náð göngustærð og veiða síðan laxinn á göngum upp í ferskt vatn, þegar hann kæmi aftur fullþroska úr sjó. Með þessari aðferð má stórauka laxaframleiðsluna og flytja lax- inn út í meira mæli en áður til þess að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Skilyrði til þess að taka upp nýjungar i fiskrækt eru ekki fyrir hendi hér nema að litlu leyti ,en ráða verður bót á því ástandi hið fyrsta, með því að veita meira fé en nú er gert til vísindalegra tilrauna með fisk- ræktáraðferðir og skapa aðstöðu til að framkvæma slíkar tilraun ir með því að koma á fót til- raunaeldisstöð, sem hið opinbera ætti eða ræki, enda er svo ráð fyrir gert í lögum um lax- og silungsveiði, að ríkið reisi slíka eldisstöð. Þetta mál er mjög að- kallandi, þar sem hér er um nýja arðvænlega atvinnugrein að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.