Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 15
Sunnudagur 20. des. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 15 * KVIKMYNDIR * *c0 +,0 0 0 » » 0 00* 0 <0 0 0<0&0^00-X0.0.&«0 SXJÖRNUBÍÓ: Kvenherdeildin. ÞESSI ameríska mynd, sem tek- in er í litum, gerist skömmu fyr- ir lok þrælastríðsins í Banda- ríkjunum. — Frank Hewitt liðs- foringi í her Norðurríkjanna, hef ur fallið í ónáð hjá yfirboðurum sínum, vegna þess að hann þyrmdi flokki friðsamra Indíána, en margir Indíánar höfðu gert sig seka um margskonar hryðju verk á heimilum hvítra manna. Frank er dæmdur til refsingar, en flýr úr fangelsinu og kemst alla leið til Texas, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Af því að hann er hermaður úr Norður- hernum er honum í fyrstu tekið með mikilli tortryggni. Hann reynir þó eftir megni að vara kvenfólkið á búgörðunum við yf- irvofandi hættu á árás Indíán- anna, — en allir vopnfærir karl- menn eru á vígstöðvunum. Verð ur það úr að hann stofnar þarna kvenherdeild, sem hann þjálfar af miklum dugnaði. Indíánarnir koma nú og gera margar árásir á bækistöðvar kvenherdeildarinnar, — en kon- urnar berjast eins og hetjur og hrinda öllum árásum. Verður lít- ið mannfall í liði þeirra, en Indí- ánarnir eru stráfelldir og þeir, sem eftir lifa hrökklast í burtu við lítinn orðstír. — Það er ýmis- legt gott um mynd þessa að segja. Hún er allefnismikil, spennan töluverð og hún er krydduð góðri kímni á köflum. Leikurinn er góður og er einkum skemmtileg ein konan, sem undirforingi liðs- ins, stór vexti og harðskeytt og minnir einna helzt á valkyrjunar til forna. KÓPAVOGSBÍÓ: Teckman Ieyndarmálið ÞETTA er brezk mynd er fjallar um neðanjarðarstarfsemina þar í landi eftir stríðið. Ungur reynsluflugmaður, Teckman að nafni hefur horfið með flugvél þeirri, er hann var að reyna, og er almennt talið að flugvélin hafi sprungið í háloftunum og flugmaðurinn farizt með henni. — Ungur rithöfundur Chance, að nafni hefur verið ráðinn til þess að semja ævisögu Teckmans og hann kynnist systur hans, Hel- enu ,og leitar hjá henni upplýs- inga um æviatriði bróðurins. — Og nú fara að gerast kynlegir atburðir í námunda við Chance. — Einn af samstarfsmönnum Teckmans, sem Chance hafði leitað til um heimildir, finnst myrtur í íbúð Chance. Nokkru síðar reynir dularfullur náungi að ginna Chance til Berlínar, þar sem á að láta hann hverfa, en þegar það mistekst vegna aðvör- unar lögreglunnar, sem komin er NÝIR HATTAR ANGORUhúfur og hattar í mörgum litum HERÐASJÖL — HALSKLÚTAR Verzlunin JEiMIMY Skólavörðustíg 13 A ^J^on^eLt öóLjiir Meira og betra úrval en nokkru sinni áður. suupimicu, í málið, verður Chance fyrir lík- amsárás heima hjá sér. — Margt fleira gerist í mynd þessari, sem er spennandi og dularfullt og kemur áhorfandanum mjög á ó- vart. Því verður efni myndar- innar ekki rakið hér frekar. Mynd þessi er afbragsvel gerð og eftir því vel leikin. Má segja að ágætir leikarar séu í hverju hlutverki, en meðal þeirra eru John Juslin í hlutverki Chance, Margaret Leighton, sem leikur Helenu og Roland Culver, sem leikur lögregluforingjann. TJARNARBÍÓ: Stríðshetjan. ENGLENDINGAR eiga til að bera góða kímnigáfu og þegar þar við bætist, að snjallasti gam anleikari þeirra, Norman Wis- dom er að verki, þá er enginn vafi á því að um verulega góða gamanmynd er að ræða. — Nor- man Pitkin (Norman Wisdow) er starfsmaður hjá bæjarverk- fræðingnum í St. Godric. — Þeir félagar vinna sitt verk þannig að það brýtur í bága við ýmsar ráð stafanir herstjórnarinnar, sem tekur það ráð að kveðja þá í her- inn til þess að þeir séu ekki til trafala. Með þessu hefst hetju- saga Normans Pitkins. Honum er að vísu ekki sýnt um margt það, sem krafist er af óbreyttum hermanni og hið góða skap hans hleypur oft með hann í gönur. En atvikin haga því svo að hann lendir í Frakklandi, þar sem Þjóð verjar eru alls ráðandi. — Vegna þess hve líkur hann er Schreiber hershöfðingja, lendir hann í ýms- um áhættusömum ævintýrum og honum tekst að lokum að vinna þau afrek í þágu þjóðar sinnar, að hann kemur til baka til föð- urlandsins sem viðurkennd stríðs hetja. Mynd þessi hefur alla kosti breskra gamanmynda. Hún er býsna efnismikil, kímnin notaleg og leikurinn ágætur. Norman Wisdom hefur aldrei verið skemmtilegri og er þá mikið sagt. Jólaskreytingar JólabEóm við höfum eins og áður mjög fjölbreytt úrval af jólaskreytingum. Krönsum, skreyttum greinum og krossum frá kr. 75.00. Kerti og ýmsar gjafavörur. Pantið snemma. Blóm og Grænmeti hf. Skólavöruðstíg 3 — Sími 16711 og Langholtsveg 128 Halló Halló t C * /) Hinar vinsælu Daniela Crepe- Nælon-sokkahuxur eru komnar í verzlanir aftur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.