Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 16
16
M O n C ri x n r a m f)
Sunnudagur 20. des. 195®
Hákarlar og hornsíli
Wolfgang Ott: Ilákarlar og
bornsíli. Prentverk Akraness
bf. 1959. Andrés Kristjánsson
þýddi.
ÞÆR sögur, sem ritaðar hafa ver-
ið um styrjajdir og hermennsku,
skipta éfalaust mörgum þúsund-
um. Oft og tíðum hafa þær verið
ritaðar af mönnum, sem hafa
hvergi nærri stríðinu komið, af
því tagi eru margar af þeim sög-
um, sem eru lofsöngur um hetju-
dáðir hermanna og glæsileika
styrjalda yfirleitt. En menn, sem
þekkja stríð af eigin raun, hafa
þó einnig kvatt sér hljóðs í riti,
og þá kveður við annan tón. Þeir
tala ekki oft um glæsileg afrek
og sigurdáðir. Það er allt önnur
hlið styrjalda, sem blasir við
þeim. Styrjaldir á tuttugustu öld
hafa verið martröð og víti á
jörðu, saga um lús og saur, af-
rifna limi og sundurtætt lík, um
mannslífið frumstætt, nakið og
einmana andspænis dauðanum.
Það virðist svo sem hermenn
komi sér sjaldan að því að rita
um þær ógnir, sem þeir hafa séð,
heyrt og lifað á vígvöllunum,
fyrr en nokkur tími er liðinn og
atburðirnir komnir í hæfilegan
fjarska. Þannig kom frægasta
sagan frá heimsstyrjöldinni fyrri,
„Ekkert nýtt frá vesturvígstöðv-
unum“, eftir Remarque ekki út
fyrr en rúmum áratug eftir að
striðinu lauk. Og svipað er um
þessa sögu Wolfgangs Otts, sem
virðist ætla að verða einna fræg-
ust allra sagna um heimsstyrjöld-
ina síðari. Hún hefur orðið met-
sölubók bæði í Ameríku og ýms-
um iöndum Evrópu. Ég held, að
ég hafi aldrei lesið áhrifameiri
og átakanlegri stríðsbókmenntir
en þessa sögu. Hún er að mörgu
leyti voðaieg og nærri yfirþyrm-
andi. í samanburði við hana verk
ar hin mikla stríðssaga Remar-
ques næstum því eins og ídylla
á grænum grundum. Ekki er
þetta af því að höfundurinn gripi
til neinna dramatískra bragða í
frásögninni, hún er öll sérlega
látlaus og blátt áfram, en það
gerir hana enn áhrifameiri. Hér
er aðeins yfirlætislaus lýsing á
hræðilegum veruleika, á svo ægi-
legri martröð, að við, sem aldrei
höfum lifað neitt slíkt, getum
varla skynjað harta til hlítar.
Aðalpersóna sögunnar er sjó-
liðinn Teichmann, ósköp venju-
legur maður, einn í gráum her
milljónanna. Við vitum lítið um
fortíð hans, en sjáum hann hrær-
ast í ógnaheimi, stundum eins og
vélræna brúðu, stundum eins og
nakta, hrædda og vesæla mann-
veru. Hann er fyrst á tundur-
duflaslæði, fer svo á sjóliðaskóla
og kemst síðan á kafbát, verður
hetja hafsins. En hvílíkt hetjulíf!
Líf í vondu loíti, þrengslum og
sóðaskap undir stjórn hrottalegra
yfirmanna, þar sem ekki má orð-
inu halla, svo menn hljóti þungar
refsingar fyrir óhlýðni og aga-
brot. Og líf í sífelldri hættu,
djúpsprengjur óvinaherskipanna
þjóta eins og haglél kringum kaf-
bátinn. Alltaf vofir það yfir að
verða að yfirgefa bátinn og velkj-
ast til dauðs jppi í sjónum, þar
sem mávarnir kroppa augun úr
sjómönnunum, stundum áður en
þeir eru drukknaðir. Eða þá ann-
ar möguleiki, enn ógurlegri, sá að
sökkva með bátnum niður á sjáv-
arbotn og deyja þar örugglega
köfnunardauða, hægt og bítandi.
En þá sjaldan komið er í höfn,
eru þá ekki ljósblettir og sælu-
eyjar í lífi kafbátsmannsins? Get-
ur hann ekki þar notið unað-
semda lífsins um stund og gleymt
ógnum hafsins? Lýsingar Otts ó
dvölinni í landi er eitt af því
átakanlegasta í sögunni. Þýzku
kafbátsmennirnir eru ekki meðal
vina í landi, þeir verða að eiga
mWíSsmXM
landleyfi í hafnarbæjum Vestur-
Frakklands, þar sem fólkið hatar
þá eins og pestina, og því finnst
Þjóðverji alltaf vera Þjóðverji,
hvort sem hann er nazisti eða
andnazisti. Ef kafbátsmenn eru
á ferli eftir að skyggja tekur í
hafnarbænum verða þeir að
halda hópinn margir saman, ella
er eins víst, að þeir fá rýting í
bakið. Helztu skemmtanir í landi
eru ofsalegar drykkjur, þar sem
menn reyna að drekka sér til
óminni og frá sér kvíðann við
næstu sjóferð, sem miklar líkur
eru til að endi með köfnunar-
dauða á hafsbotni.
Svo er ástin í lifi hetju hafs-
ins. Hana er að finna í vændis-
kvennahúsunum, þar sem menn
verða að standa tímunum saman
í biðröðum til þess að komast að
og stúlkurnar eru oft veikar af
ofþreytu. Og svo eru margar af
þessum frönsku stúlkum á vænd-
ishúsunum í andspyrnuhreyfing-
unni og hata Þjóðverjana af öllu
hjarta. Á kvöldin gefa þær
frönsku skæruliðunum, sem leyn-
ast í húsasundum og skúmaskot-
um, merki, ef Þjóðverjarnir eru
að fara einir sér eða fáir saman.
UNGLIÐADEILDIR Ameríska
Rauða Krossins (American
Junior Red Cross) lætur með
hjálp amerískra skólabarna, á
hverju ári útbúa gjafapakka,
sem sendir eru skólabömum
víðsvegar um heim fyrir milli-
göngu hlutaðeigandi Rauða
Kross félaga.
Rauða Krossi íslands hafa
undanfarin ár borizt slíkir
gjafapakkar og hefur þeim
verið útbýtt meðal skólabarna
víðsvegar um land.1
Að þessu sinni hafa þeir verið
gefnir í Kópavog, Sandgerði,
Vestmannaeyjar, Höfn í
Hornafirði, Djúpavogi, Breið-
dalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðs
firði, Eskifirði, Reyðarfirði,
Sauðárkrók, Bíldudal, Patreks
firði, heimavist Laugarnesskói
ans, og Jaðar. Þegar gjafa-
pakkarnir voru afhentir á
Jaðri, var þessi mynd tekin.
Andrésar-Lúdó og sagan
um ,alla nalla og funglið'
BÖKAÚTGÁFAN Litbrá hefur
sent á markaðinn litla bók „alli,
nalli og tunglið“ og Andrésar-
Lúdó. Er bókin og spilið hvort
um sig með nýstárlegu sniði og
má ætla, að yngsta kynslóðin
fái þarna hluti sem vinsælir
verða.
Og fyrr en varir er rýtingurinn
kominn á milli herðablaða kaf-
bátsmannsins, sem fyrir fáum
mínútum hafði sín hinztu kynn
af ástarinnar hýru brám.
Saga Otts er voðaleg í misk-
unnarlausu raunsæi sínu, hún er
ein af þeim bókum, sem halda
fyrir manni vöku. Hún mun lifa
og í framtíðinni oft verða nefnd
samtímis hinni ódauðlegu stríðs-
sögu Remarques.
Ólafur Hansson.
Bókin „alli, nalli og tunglið"
er gormbundin bók í stóru broti.
Lesmálið er stutt prentað á stóru
letri en sagan fjallar um lítinn
strák, sem er 4fc>ægur að borða.
Nýstárlegar myndir í sterkum
litum er á hverri síðu og ætlast
er til þess, að yngstu lesendurnir
megi fara með bók þessa að vild,
krassa hana og gera annað það
er þá lystir. Sagan er eftir Vil
borgu Dagbjartsdóttur en mynd-
irnar gerði Sigríður Björnsdóttir.
Andrésar-Lúdó er venjulegt
Lúdó-spil með þeim undantekn-
ingum að öllu er snúið upp á
Andrés önd og félaga hans. Walt
Disney hefur gert þetta spil og
teiknað en heimilað Litbrá út-
gáfurétt hér á landi. Ýmsar tor-
færur eru í spilinu, sem gerir það
skemmilegra. Frágagngur allur
er hinn snotrasti.
Gerið pantanir hjá sölu-
umboðum okkar
Vilberg & Þorsteinn Laugav. 72, Keykjavíb
Verzlunin Óðinn, Akranesi
Verzl. Ari Jónsson, Patreksfirði
Verzl. Einars Guðfinnssonar, Bolungarvik
- Verzl. Matthías Sveinsson, Isafirði.
Verzl. Gestur Panndal, Siglufirði
Sportvöru- og hijóðfærahús Akureyrar
Verzl. Snorrabúð, Húsavík
Verzl. Gunnar Jónsson, Vopnafirði
Verzl. Sigurbjörn Brynjólfsson, Lagarfljótsbrú
Verzl. Bjöm Björnsson, Norðfirði
Pöntunarfélag Eskfirðinga
Verzl. HaraJdur Eiríksson, Vestmannaeyjum
Verzl. Stapafell, Keflavík
Verzl. Jón Gíslason, Ólafsvík
Tilvalin til jólagjafa
Einkaumboðsmenn á íslands:
Örugg verkstæðisþjónusta.
6 mánaða ábyrgð.
Er í sterklegri
og fallegri tösku úr ljósu leðri
Zig-Zagar, stoppar í býr til
hnappagöt, festir á tölur
Skrautsaumar
1)
mmm b
rf=!\