Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 17

Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 17
Sunnudagur 20. des. 1959 MORCTJNRLATHÐ 1? Sigurgeir Daníelsson Minningarorð HÖFUNDAR glæpasagna hafa oft brugðið því fyrir sig — til þess að rugla lesendur í rím- inu — að láta lögreglumenn og jafnvel lögreglustjóra, sem virðast strangheiðarlegir lag- anna verðir, vera „kóngulóna" í glæpanetinu. Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir í raunveruleikan- um, að lögreglumenn noti að- stöðu sína til lögbrota — en þó er það ekki einsdæmi. — Til dæmis gerðist það fyrir skömmú í London, að í sjö manna bófaflokki, sem hand- tekinn var fyrir bankarán, voru tveir lögregluþjónar, er nutu álits — sem ærukærir og sögu heiðvirðir menn. Hefði víst enginn kunningi þeirra hikað við að fullyrða, að svo „góðir drengir“ mundu aldrei taka þátt í neinu, sem færi í bága við almennt velsæmi eða lög þjóðfélagsins. — Eigi að síð- ur reyndust þeir vera pottur- inn og pannan í fyrrnefndu bankaráni, en þar stálu þeir, ásamt „samstarfsmönnum“ sínum, peningum og skartgrip- um, er metnir voru til verðs, sem svarar 2—2,5 milljónum íslenzkra króna. í fyrrnefndum bófaflokki voru einnig tvær konur, og á myndinni sést, þegar verið er að leiða þær til réttarhald- anna, — þær eru mæðgur. — Stúlkan milli mannanna. tveggja fremst á myndinni er 24 ára gömul — en á eftir fer móðir hennar. Báðar dylja þær andlit sitt fyrir „auga“ myndaválarinnar . . . Fæddur 14. maí 1866. Dáinn 29. okt. 1959. LAUGARDAGINN 7. nóv. sl. fór fram frá Sauðárkrókskirkj u jarð- arför Sigurgeirs • Daníelssonar fyrv. hreppstjóra á Sauðárkróki. Þótt eigi væri neitt annað veru- lega sérstakt tilefni en það að hann var elzti borgari bæjarins (nær 94 ára), þá væri vissulega ástæða til að minnast hans að nokkru nú þegar hann er allur. En fyrir margra annarra hluta sakir en þess, að hann hefir geng- ið lengsta ævibraut allra vor, er sú braut um margt merkileg. Hún er braut margvíslegra athafna, margháttaðra lífskjara og dáð- ríkra framkvæmda. — Hann hef- ir, eftir uppvaxtarár á erfiðum og þröngum tímum verið bæði ráðsmaður bús, bóndi, íþrótta- maður, kaupmaður, hreppstjóri, sjúkrahússforstjóri og sívakandi borgari og er þó sitthvað ótalið. Sigurgeir Daníelsson er fæddur að Skáldstöðum í Eyjafirði 14. maí 1866. Ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, Daníel bónda Daní elssyni og Guðrúnu Sigurðar- dóttur konu hans. Voru þau hjón bæði af eyfirzkum bændaættum, þótt eigi verði þáð frekar rakið hér. Daníel var góður bóndi, þrek mikill til starfa, en bókfús. Guð- rún var dugleg kona og sívinn- andi svo af bar. Hún mun hafa dáið um 1882, rúmlega fimmtug en orðin 17 barna móðir. Mörg þeirra dáin í bernsku og æsku. Móðurmissirinn hefur haft sínar djúptæku verkanir á Sigurgeir, tilfinningasaman og geðríkan á viðkvæmu aldursstigi. Ytri á- stæður orkað í sömu átt. Óáran þá 1 náttúrunni og langt árabil áfram. Faðirinn mjög farinn að eldast og lýjast. Elzti bróðirinn farinn að heiman. Nokkur syst- kini hans allung. Allt þetta á- samt sársauka, harms og saknað- ar gat leitt annaðhvort til and- legs hruns eða þá eggjunar í sál- arlífi 16 ára unglingsins. — Ten- ingunum var kastað. Skapgerðin krafðist starfs og úrræða. Kröfu þeirri var hlýtt. Næstu 10 árin var hann fyrirvinna heimilisins og vafal. aðalstarfskraftur. f átök unum við vonleysi og trega, ytri erfiðleika, böl og kvöl kom sig- urinn smám saman. Með frábærri atorku hóf hann hag og gengi heimilisins. Slík sókn, er var þannig hafin entist langa ævitíð. — Rúml. hálf þrítugur kvæntist Sigurgeir dugnaðar- og fríðleiks- konu, ungri og af góðum ættum, Jóhönnu M. Jónsdóttur Ólafsson- ar að Hólum í Eyjaf. og konu hans Geirlaugar. —• Áðurnefnd þolraun Sigurgeirs og fyrirvinna hans í föðurgarði hefir nú vafal. komið honum að góðu haldi í eig- in búskap. Lítið en skuldlaust bú, er ungu hjónin settu saman blómgaðist og óx. Bjuggu þau lengst af á Núpufelli í Eyjafirði. Þar dó faðir Sigurgeirs hjá þeim í hárri elli árið 1905. — Auk búskaparins gefur Sigurgeir sig á þessum árum allmikið að félags málum, íþróttamálum (einkum hinni þá tignuðu íslenzku glímu, þar sem hann um áraskeið bar af öðrum) og jafnvel skáldskap, er hann svo iðkaði að nokkru jafnan síðan. En allt i einu verður stór ráð- breytni í lífi hans. Fertugi, atorku sami Núpufellsbóndinn ásamt á- gætri konu sinni og fögru, þrótt- miklu fósturdótturinni Geirlaugu Jóhannesdóttur flytur búferlum vestur í Skagafjörð og sezt að á Sauðárkróki. Það er árið 1906. — Vera má að þessi breyting á ráði hans hafi að nokkru stafað af því, að systir hans, Rósa, var nýlega sezt að á Sauðárkróki og gift þar ágætum manni, Pétri Sighvats- syni. Hitt mun þó heldur valdið hafa, að Sigurgeir hafi ei, fremur en móðir hans fyrr, sézt fyrir um starfskraftana í erfiði búskapar- ins, og þeir því merkjanlega verið farnir að láta sig. Hentuðu því betur átakaminni vinnubrögð. Á Sauðárkróki stofnaði hann til verzlunar, og tók auk þess bráð- lega að sér forstöðu um rekstur hins nýbyggða sjúkrahúss á staðn um (1907). Verzlun hans blómg- aðist og rekstur sjúkrahússins skapaði honum og þó eigi síður konunni og fósturdótturinni vin- sældir og var viðfangsefni fórn- fýsi og fegurðar. Gaf Sigurgeir sig nú enn mjög að félagsmálum. Ásamt tveim öðrum heðursmönnum hér, J. Fr. Michelsen og Pálma Péturssyni hóf hann nú útgerð á stórum vél- knúnum þilbáti. — Þótt útgerð sú kostaði þá félaga drjúgar fjár- fómir í skakkaföllum og tilraun- um, sem oft vill verða í braut- ryðjendastörfum, þá varð þeirra sæmd að meiri. Aðrir nutu fram- taksins og voru eggjaðir fram. Eigi sleit þó landbóndinn sam- bandinu við moldina. — Hóf hann ræktun á óræktuðu landsvseði hér í grennd. Sýndi með því mal- arbúum í atvinnu-stopulu þorpi, hvílík höfuðnauðsyn það var þeim bæði efnalega og eigi síður uppeldislega að stunda meðfram og meta mikils ræktun jarðar. — Vann hann nokkuð að þeim störf- um allt til elliára. — Að vinna með náttúruöflunum var hugar- stefna hins skýra og athuguia hyggindamanns. — Hann var þannig líka fyrstur manna hér, er sýndi með tilraun í verki, hvernig vnna bæri að undirbún- ingi hafnargerðar. Og þótt sum- um þætti jafnan brosleg aðferð hans, þá varð það nákvæmlega í sömu átt, sem verkfræðingar hög uðu tilraunum sínum síðar, er verulega var hafizt handa í því máli. — Hreppstjóri var Sigur- geir hér nokkuð á annan áratug á meðan Sauðárkrókur hafði enn eigi öðlazt bæjarréttindi. Fórst honum það vel úr hendi og naut almennra vinsælda og virðingar Lét hann oft til sin heyra á opin- berum fundum og var þá ósjald- an skemmtilegt á hann að hlusta þar. í sjálfstæðri stefnu sinni geigaði hann ekki. Þótti mót- herjunum stundum nóg um mál- fylgju hans. Frá einum slíkum fundi, er háður var um stjórnmál er það t. d. munað, að fyrir af- spurn frá fundi þeim varð einum ritstjóra blaðs úr mótflokki Sig- urgeirs það á að fara um mann- inn illum orðum og óverðugum, svo eigi þótti við mega hlíta, þeim er þekktu. Fjölda bæjarbúa svail móður, þegar svo hatrammlega var ráðizt að einum þeirra heil- steyptasta heiðursmanni og það að ósekju. Undirskrifuðu þeir (65—80) mótmælaskjal og fengu illyrðin dæmd ómerk: En þeir höfðu þá sjálfir, er þeir fóru fram í réttlátri reiði sinni Sigurgeirs vegna, þurft að nota svo sterk orð að þeir voru sjálfir sektaðir og dæmdir. Málið varð þannig að lokum eitt skemmtilegt ævintýri. En það sýndi þó glöggt hinar al- mennu vinsældir mannsins. Hver sá, er að ósekju réðst að heiðri Sigurgeirs Dan. yrði að fá sína vöru selda. Gremjan krafðist út- rásar, hvað sem það kostaði! „Enginn sá er ólánssamur, er enginn hefir ólán af“, segir ísl. spakmæli. Það er þess neikvæða hlið. Hin jákvæða gæti því hljóð- að svo: Hver sá er gæfumaður, er aðra leiðir til gæfu. Sigurgeir Daníelsson var einn slíkra manna. Hann hefir látið gott af sér leiða fyrir marga. Þrátt fyrir marg módrægt hefir rakizt gæfu samlega úr löngu lífi hans. Ber margt til þess: Hann virðist hafa tekið í arf beztu eðliskosti beggja foreldra sinna að skapgerð og innræti. Hann bjó yfir einlægri kristinni Guðstrú, góðri greind, sterkum vilja og heitu hjarta, er setti viljann í hreyfingu til at- hafna og dáða. Til þess entist honum —- þrátt fyrir óhlífni við sjálfan sig — starfskraftar og lífs fjör langa ævi. Flestir ástvimr hans voru á undan honum gengn- ir um dauðans dyr. Slíkt er jafn- an hlutskipti þeirra, er lengst lifa. En í yngri kynslóðinni lifir hann. Þeim hjónum varð að vísu eigi barna auðið, þeirra er til þroskaaldurs komust. En a. m. k. tvö fósturbörn ólu þau hjón upp: Geirlaugu Jóhannesdóttur (f. 1892) systurdóttur Jóhönnu, og Sigurð P. Jónsson bróðurson Sigurgeirs (f 1940)'. Giftist Geir- laug hér ung Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra. Hún er dáin fyrir 27 árum frá 10 bömum þeirra hjóna, sem nú hafa öll tekið á sig ábyrgð lífs og margvíslegs starfs. — Fóstursonurinn, Sigurður, er einn af efnilegustu fjölskyldumönn- um hér, kaupmaður, gjaldkeri sparisjóðs og um langt skeið bæj- arstjómarmaður o. fl. Einn son átti Sigurgeir í ekkildómi, Ásgeir. Hann kom honum vel tii mennta. Er hann nú kvæntur í Reykjavík ungri og gervilegri konu Margréti Hallsdóttur. Gegnir hann þar fullu starfi sem kennari og gefur góðar framtíðarvonir. Hjá þeim ungu hjónum dvaldist Sigurgeir um eitt af síðustu árum sínum. En annars hefir hann um langt árabil hið síðasta verið hjá fóstur syninum hér og ágætri konu hans Ingibjörgu Eiríksdóttur frá Djúpadal og hefir í hlýrri um- hyggjusemi þeirra hjóna notið umbunar fyrir uppfóstur og ást- semi á fyrri áratugum. En marg- ir hafa líka aðrir mikið að þakka og margs að minnast nú að end- uðu nær 94 ára æviskeiði þessa mæta og góða manns, alíslenzkur eins og hann var í þess orðs beztu merkingu — að eðli og skapgerð, allri hugsun, orði og athöfn. Borg arar þessa staðar mega minnast hans með mikilli þökk fyrir sam- fylgd alla síðustu hálfa öld meðal vor. Margir einnig fyrir margra áratuga trausta vináttu. Sá, er þetta ritar, hyggur sig engum óskyldum manni eiga meira að þakka en Sigurgeiri Daníelssyni og konu hans. Hann samgleðst honum nú við endurfundi hans með öllum hinum mörgu áður horfnu ástvinum og vandamönn- um í Guðs eilífu bústöðum. Sauðárkróki, 7. des. 1959. J. B. Þ. Fljótvírkir og hljóðlegir Durium steinborar Spíralbora er kægt að nota við handsveifar eða rafknúna til að bora brein kringlótt göt auðveldlega og fljótlega í stein, marmara, flisar o.fl. Durium borarnir eru úr harðara efni en nokkur málmur eða málmblanda og endast fimmtíu einnum lengur en venjuiegir borar. þvermál þeirra er 5/32 — 1 þuml. og til eru ýmsar lengdir til að ná allt gegnum veggi. NotiS Rawlplug festlngar óg verkfxri til aS bora göt og annast fostingar á fljótlegan og öruggan hátt. THE RAWLPLUG C0MPANY LTD., CROMWELL ROAD, L0ND0N, S.W.7. Uppl/singar og sýnisliorn hjá umboðmanni fyrir ísland RAWLPLUGS John Ltndsay, Aust- Pósthólf 724 14 — Reykjavík Simi 15789 B 441

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.