Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 18

Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 18
18 MORCUNfíLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1959 Fél agsmálafull trúinn vinnur gott og þarft starf Frá umræðum á bæjarstjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI síðasta fimmtudag spunnust nokkrar umræður um félagsmálafulltrúa bæj- arins, Magnús Óskarsson, og starf hans. Hefur Guðmund- ur J. Guðmundsson, bæjar- fulltrúi kommúnista, og starfs maður Dagsbrúnar, haft fé- lagsmálafulltrúann á hornum sér allt frá því embætti hans var stofnað, og margsinnis á bæjarstjórnarfundum látið í ljós vanþóknun sína á ráðn- ingu hans. Á bæjarstjómarfundi fyrir hálfum mánuði lá fyrir sam- þykkt bæjarráðs um að nefndur félagsmálafulltrúi fengi greiddan bifreiðastyrk samkvæmt 5. fl. Var málinu frestað á þeim fundi, en fyrir bæjarstjórnarfundinum í fyrradag lá svofelld samþykkt bæjarráðs: „Samþ. að fela borgarstjóra að ganga frá erindisbréfi félags- málafulltrúa á grundvelli fram- lagðrar greinargerðrar borgar- ritara. Samþykkt þessi er gerð með 4 samhlj. atkv. Guðm. Vigfússon óskaði bókað í þessu sambandi: Þar sem ég tel embætti þetta óþarft, greiði ég ekki atkvæði um erindisbréf þetta, er fyrir liggur. Lögð fram greinargerð félags- málafulltrúa, dags. 15. þ. m. um störf hans. Bæjarráð ítrekar með 3:1 atkv. þá samþykkt sína frá 27. f. m., að Magnús Óskarsson fái greidd- an bifreiðastyrk, skv. 5. flokki." Guðmundur J. Guðmundsson vék að greinargerð félagsmála- fulltrúans. Kvað hann mjög lítið bera á því, að nokkuð sérstakt væri tilgreint í henni. Þó væri þar tekið fram, að félagsmála- fuiltrúinn hefði útvegað útvarps- tæki í eina kaffistofu. Virtist starfssvið þessa manns mjög ó- ljóst. Nú kæmi beiðni frá hon- um um bifreiðastyrk og eftir nokkur ár mundi koma beiðni um einkaritara og þannig mundi Magnús Óskarsson félagsmálafulltrúi. þetta embætti hlaða utan á sig. Þá sagði Guðmundur að lokum, að töluvert rökstuddur grunur léki á, að þetta embætti væri stofnað til annars en þjóna hags- munum Reykvíkinga. Alfreð Gíslason varpaði fram þeirri spurningu, hvort ekki væri réttara að kalla þennan starfsmann vinnumálafulltrúa, en félagsmálafulltrúa. Þá taldi hann það verst ef þetta embætti væri stofnað til flokkslegrar póli- tískrar þjónkunar. Frú Auður Auðuns, borgar- stjóri félagsmála, kvað Guðmund J. Guðmundsson hafa þann veg hagað máli sinu, að þeir, sem ekki hefðu séð greinargerðina en heyrt hans ræðu, hefðu fengið villandi upplýsingar. 1 skýrsl- unni kæmi fram, að það væri margt, sem þessi ágæti starfs- maður hefði gert, en meginverk- efni hans væri að vinna að bættri sambúð ráðamanna Reykjavíkurbæjar og þeirra, sem hjá bænum ynnu. Gagnrýni Guð- mundar J. Guðmundssonar á þessu starfi væri ekki ný, því hann hefði verið á móti embætt- inu frá upphafi. Borgarstjóri fé- lagsmála kvað það hafa fyrr bor- ið á góma að breyta starfsnafni mannsins og kalla hann vinnu- málafulltrúa. Um þá flokkslegu þjónkun, sem Alfreð Gíslason hefði talað um, væri það að segja, að ef hann teldi það flokks- lega þjónkun að vinna að bættri sambúð launþega og vinnuveit- enda Reykjavikurbæjar, yrði hann að eiga um það við sjálfan sig. Magnús Ástmarsson kvað rétt að gaumur væri gefinn ýmsum þeim verkefnum ,sem félagsmála- fulltrúanum hefðu verið falin, en hér væri ekki um það að ræða fyrst og fremst, heldur hitt, hvort félagsmálafulltrúinn ætti að starfa eftir ákveðnum reglum eða leika lausum hala. Guðmundur J. Guðmundsson talaði aftur og sagði m. a., að hann hefði ekki orðið var við það, er deilur hefðu komið upp, að þeim hefði nokkurn tímann verið vísað til þessa fulltrúa. Magnús Jóhannesson kvaðst dálítið undrandi á þvi, hve lengi Guðmundi J. Guðmundssyni ætl- aði en endast það verkefni, að deila á starf félagsmálafulltrú- ans á bæjarstjórnarfundum. Hefði þó mátt ætla, að hann fagn- aði því, að verkamönnum bætt- ist liðsauki. Sagði Magnús, að þetta væri gott og þarft starf, sem félagsmálafulltrúinn ynni og hefði sér fundizt eðlilegt, að starfsmaður Dagsbrúnar, Guð- mundur J. Guðmundsson, bæjar- fulltrúi, styddi við bakið á þess- um manni. Hann talaði hins veg- ar í vandlætingartón um mis- notkun starfs í pólitískum til- gangi. Þá tilnefndi Magnús Jó- hannesson tvö dæmi um það, hvernig félagsmálafulltrúi hefði leyst vanda launamanna, sem verkalýðsfélögin hefðu vanrækt. ÞórSur Björnsson flutti stutta tölu um málið og sagði m. a., að bæjaryfirvöldin hefðu áreiðan- Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o- h-estarétt. Þingholtsstræti 8. — Simi 18259 3-33 B u n g a I ó Nýtt og frumlegt spil fyrir unga B sem gamla U N B U N G A L Ó s p i I i ð Hver er fyrstur að byggja? Hver byggir ódýrast? Gefið Bungalo-spilið í jólagjöf! Heildsölubirgðir: Skipk*lf Vf Sími12978 i lega ekki hugmynd um, hvað félagsmálafulltrúinn hefði starf- að. Guðmundur Vigfússon lagði til að bílastyrkurinn til félagsmála- fulltrúans yrði greiddur úr flokkssj óði Sj álfstæðisflokksins. Magnús Jóhannesson kvað ekki Úr vegi eftir það, sem fram hefur komið, að varpa fram þeirri spurningu, hvort fyllsta heiðar- leika hefði verið gætt, er Dags- brúnar-jeppinn þeyttist með j Guðmund J. Guðmundsson um allt Snæfellsnes fyrir kosning- arnar 1956. Guðmundur J. Guðmundsson fékk leyfi til að gera örstutta at- hugasemd og kvaðst skora á Magnús Jóhannesson að sanna þessi ummæli. Fleiri tóku ekki til máls og að umræðum loknum var sam- þykkt að veita Magnúsi Óskars- syni félagsmálafulltrúa bifreiða- styrk, samkvæmt 5. flokki. BÆKUR BARNAIViNA VÍSIVABÓKIIM Útgáfa Símonar Ágústssonar prófessors með myndum Halldórs Péturssonar. Hin sígilda bók barnanna. — Bókin, sem börnum er jafnan gefin fyrst bóka. — Kr. 38,00. JÓLAVÍSUR Ragnars Jóhannessonar. Myndir eftir Halldór Pétursson. Vísurnar sem bömin syngja við jólatréð. — Kr. 22,00. Hlaðbúð JOLABOK NORDRA: Vilhelm Moberg: Vesturlararnir Þessi skáldsaga Mobergs hefur selst i 450 þús. eintökum í Svíþjóð einni og verið metsölubók í Bandaríkjunum. Þetta er talin ein skemmtilegasta bók höfundar og hefur fengið frábaera dóma. 490 bls. kr. 220,00 ib.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.