Morgunblaðið - 20.12.1959, Side 23
Sunnudagur 20. des. 1959
MORGVTSBLAÐIÐ
23
GuSrún Þorsteinsdótfir
Minning
Fædd 5. sept. 1873
Dáin 23. nóv. 1959
HINN 30. nóv. sl. jarðsöng sr.
Jón Þorvarðarson ekkjuna Guð-
rúnu Þorsteinsdóttur að viðstödd-
um mörgum vinum og vanda-
mönnum.
Guðrún Þorsteinsdóttir var
fædd að Reykjakoti í Biskups-
tungum þann 5. sept. 1873, dótt-
ir hjónanna Vigdisar Jónsdóttur
og Þorsteins Þorsteinssonar er
þar bjuggu. Ólst hún upp við
venjuleg sveitastörf með bræðr-
um sínum Jóni, Páli og Krist-
jáni er síðar bjó lengi að Einholti.
Öll hlutu systkinin gott uppeldi,
eins og fljótt fannst í viðkynn-
ingu við hina dagfarsprúðu konu
Guðrúnu, sem nú er kvödd héð-
an síðust sinna systkina.
JOLABOK
NORDRA
Um aldamótin fór hún úr föð-
urgarði og giftist Gisla Gíslasyni
frá Gerðum í Gaulverjabæjar-
hreppi. Hin ungu hjón fluttust
brátt til Reykjavíkur, því þar
var lífsmöguleika að finna við
vaxandi útgerð, enda þráði Gísli
sjóinn og var þekktur dugnaðar-
maður meðal sjómanna. Vegna
atorku beggja efnuðust þau svo,
að árið 192i byggðu þau húsið
að Baldursgötu 39, þar sem þau
bjuggu flest sín hjúskaparár.
Það var á fyrstu árunum á
Baldursgötu, sem ég kynntist
þessum heiðurshjónum. Sonur
þeirra, Alfreð, nú læknir og al-
þingismaður hafði ásamt nokkr-
um jafnöldrum sínum stofnað
málfundafélagið Mími. Við vor-
um átta unglingar, ákveðnir í að
æfa okkur í ræðu og riti, en ytri
aðbúnað skorti. Þá var það sem
Guðrún og Gísli sýndu okkur það
vinabragð að lána okkur húsnæði
til fundarhalda, er við nutum í
mörg ár. Þeim var annt um upp-
eldi sonar síns, og einnig okkar
félaga hans, því þetta fagra heim
ili stóð okkur opið og leiddi okk-
ur til aukins þroska. Guðrún var
greind kona og gjörvuleg. Hún
var óvenju smekkvís, það sýndu
blómin og búnaður allur á henn-
ar heimili. Okkur þótti vænt um
hana. Gísli var hið sjóbarða karl-
menni, sem við litum upp til.
Síðar skildust leiðir, en ávallt
voru þau vinir okkar.
Gísli dó 1952 og hafði þá ver-
ið blindur í mörg ár. Á efri ár-
um nutu þau hjónin ástar og um-
önnunar tengdadóttur sinnar Sig
ríðar Þorsteinsdóttur, sonar og
þriggja efnilegra barnabarna að
heimili þeirra Barmahlíð 2 hér í
bænum.
J. O. J.
Stokir steinar
Nýrri bók úr hendi Kristjáns fagna ailir
Islendingar. Þættir þessir munu verða
auðfúsugestir ungum sem gömlum.
Fjöldi mynda, 190 bls., kr. 165.00 innb.
Vilja endorbæta
Á AÐALFUNDI Bandalags lista
manna nýlega var samkvæmt til-
lögu fráfarandi stjórnar sam-
þykkt einróma eftirfarandi álykt
un:
„Aðalfundur Bandalags ís-
lenzkra listamanna skorar á
menntamálaráðherra að flytja
ekki á Alþingi frumvarp um ný
höfundalög fyrr en höfundum og
höfundarréttarfræðingum, inn-
lendum og erlendum, og nefnd-
um skipuðum þeim, hefir gefizt
kostur á að endurskoða og endur
bæta það eftir því sem nauðsyn-
legt kann að reynast“.
Þá samþykkti aðalfundurinn
að fara þess á leit að Bandalags-
félögin tilnefni hvert fyrir sig
einn mann í nefnd til að endur-
skoða ásamt lögfræðingi Banda-
lagsins Sigurði Reyni Péturssyni
hið nýja frumvarp til höfunda-
laga.
Þórður Eyjólfsson, forseti
Hæstaréttar, hefir samkvæmt ósk
menntamálaráðherra þegar tekið
að undirbúa nýtt frumvarp höf-
undalaga, en laganefnd alþjóða-
sambands höfunda hefir kosið
undirnefnd til aðstoðar við at-
hugun málsins. 1 henni eiga sæti
m.a. sænski Hæstaréttardómar-
inn Sven Romanus, hollenzki höf
undaréttarfræðingurinn van Nus,
franski höfundaréttarfræðingur-
inn Marcel Henrion og Sigurður
Reynir Pétursson hæstaréttarlög
maður.
IB HENDRIK CAVLING er meir lesin og vinsælli
en flestir aðrir ungir rithöfundar í Danmörku um
þessar mundir.
HÉRAÐSLÆKNIRINN segir frá ungum lækni, er
setur sig niður í kauptúni á Jótlandi. Sem læknir
kemst hann fljótlega í náin kynni við persónuleg vanda
máj fólksins í héraðinu og sogast inn í rás margra
dramatískra viðburða. Eins og vænta má um ungan
mann, hafa kynni hans af konum örlagarík áhrif á
líf hans. Hann kynnist þrem ungum stúlkum: æringj-
anum og galgopanum Önnu-Mettu, rauðhærðu
greifadótturinni Birgitte með smargaðsgrænu augun
og Grétu, hinni örlyndu og skapheitu fósturdóttur
starfsbróður hans og keppinauts. Allar grípa þessar
ungu stúlkur hver með sínum hætti inn í líf hins unga
læknis, en þó einna mest ....
tJTGÁFAN HILDUB
VIM
LUX sápulögur
OMO
RINSO
LUX spænir
og
SUNLIGHT
Sápa
AIR-WICK SILICOTE STERLING
LYKTEYÐANDI
HÚSGAGNAGLJÁI
BÍLAGLJÁI
GEORG JENSEN
Silfurfægilögur
Heildsölubirgðir:
Óíafur Gíslason & Co hf.
Hafnarstr. 10—12, sími 18370.