Morgunblaðið - 23.12.1959, Page 3

Morgunblaðið - 23.12.1959, Page 3
Miðvikudagur 23. des. 1959 MORcrnvnr4fíiÐ 3 Viðgerðnrstofa útvarpsins STAKSTEIÍVAB Jólasveinninn með börnunum. (Ljósm.: M. Ö. A.) Jólasveinn í þyrlu NÚ um áramótin verður Viðgerð- arstofa útvarpsins lögð niður. Blaðið spurðist fyrir um það hja Stefáni Bjarnasyni, verkfræðingi útvarpsins, hvaða ástæður væru fyrir því. Sagði hann að útvarpið áliti hlutverki viðgerðarstofunn- ar lokið í Reykjavík, en haldið yrði áfram að fá viðgerðarmenn til að fara út á land. Þegar viðgerðarstofan var sett á stofn árið 1930, var enginn fag- maður til í þessari grein og út- varpslögin gerðu ráð fyrir að við- gerðarstofan stuðlaði að út- breiðslu og nýtingu útvarps í landinu. Hún framleiddi í upp- hafi og allt fram að styrjaldar- árunum mikið af tækjum. Kvað Stefán málið nú horfa allt öðru vísi við. Starfandi væru um 15 viðgerðarstofur í Reykjavík og hlutverki því sem viðgerðarstof- an var stofnuð til lokið Aftur á móti væri mikil viðgerðarþörf í dreifbýlinu. Hefði útvarpið feng- ið styrk á fjárlögum til að bæta þar úr, og mundi það halda áfravn að fá viðgerðarmenn til að ferð- ast um landið til viðgerða, eins og áður er sagt. EINS og flestum er kunnugt hafa bandarísku varnarliðsmenn irnir jafnan styrkt ýmsar mann- úðarstofnanir hér á landi með rausnarlegum gjöfum fyrir jól- in og skemmt íslenzkum bórn- um, sem á einhvern hátt eiga um sárt að binda. í gærdag voru haldin „litlu jólin“ um borð í bandaríska olíuskipinu Crown- block, sem liggur hér við Granda garð, og var þangað boðið börn- um þeirra sem fórust með togar- anum Júlí og vitaskipinu Her- móði á sl. vetri. Skipstjórinn Mr. Gordon og frú Lára Clark, sáu um allan undirbúning að skemmt uninni og nutu til þess aðstoðar og velvilja ýmissa íslenzkra að- ila. Skipið var skrýtt greni og jólaljósum og þegar fréttamaður blaðsins kom þar að, stóðu börn in upp á þilfari og biðu eftir jóla sveininum eða Sánkti Klaus, eins og Bandaríkjamenn nefna hann. Og það bar ekki á öðru en að sá gamli og góði karl hafi fylgzt með allri framvindu í samgöngu tækninni, því að innan stund- ar flaug þyrilvængja yfir skip- ið og lenti á bryggjunni og út úr henni steig sjálfur jólasveinn- inn með stórán poka á bakinu, fullan af gjöfum til barr.anna. Söfnuðust börnin saman í mat- sal skipsins, sem var skemmti- lega skreyttur og þar afhenti jólasveinninn börnunum ýmiss konar góðgæti og sýndi þeim síð- an kvikmyndir. Þá var drukkið súkkulaði og borðaður ís og svo opnaði jólasveinninn pokann og tók upp úr honum aðalgjafirn- ar, sem voru brúður handa stúlk- unum og bílar og flugvélar handa drengjunum. Þegar börnin gengu frá skipsfjöl, sæl og ánægð með fullt fangið af gjöfum, hljómaði jólasálmur í hátalara á þilfarinu. Stórbrigzl Þjóðviijans um gjaldeyrissvik ÞJÓÐVILJINN notar nú tæki- færið í sambandi við hin stór- felldu gjaldeyrissvik Olíufélags- ins, til að stimpla alla útflytjend- ur og alla innflytjendur landsins sem gjaldeyrissvikara. Segir blað ið að þar sé enginn undanskilinn, heldur geti hver einasti, sem slíka ítarfsemi hefur, „stundað þessa iðju áhættulaust". Segir enn- fremur í blaðinu: „Er þessi gjald- eyrisþjófnaður á allra vitorði, einnig stjórnarvaldanna". Það er auðvitað mjög auðvelt að slá fram öðrum eins staðhæf- ingum og þeim, að allir séu gjali- eyrisþjófar, sem stunda út- eða innflutningsverzlun og má segia að slík stóryrði séu svc. marklaus að þau séu naumast svaraverð. Þótt upp hafi komizt misferli í sambandi við gjaldeyri hjá ein- hverju fyrirtæki gefur það auð- vitað alls ekkert tilefni til að stimpla alla samseka um sarna verknað. En slík markleysa er raunar í fullu samræmi við skrif Þjóðviljans um þessi mál áður. rá í því sambandi minna á þau brigzl, sem Þjóðviljinn hefur haft uppi áratugum saman á hendur Sölusambandi ísl. fiskframleið- enda og endurtekin eru nú í blað- inu. En fyrir róg sinn á hendur einstökum forráðamönnum S.í F. hefur Þjóðviljinn verið dæmdur og ummæli hans gerð ómerk. Þau illyrði, sem voru í Þjóð- viljanum í gær eru ekki annað en framhald af þessari iðju blaðsins og kemur hún raunar engum á ó- vart. í greininni segir Þjóðviljinn svo: „Þannig var það eitt fyrsta bjargráð Alþýðuflokksstjórnar- innar, að auðvelda mönnum inn- flutning á bifreiðum án gjaldeyr- isleyfa — ef þeir hefðu komizt yfir gjaldeyri með einhverju móti! Hafa fjölmargir heildsalar flutt að undanförnu, þótt þeir hafi gefið upp við gjaldeyriseftir- litið að þeir eigi engan gjaldeyri erlendis og fái engin umboðs- laun“. Hér fer blaðið með algerlega staðlausa stafi, því innflutnings- nefnd veitir engin slík leyfi, sem blaðið talar um, öðru vísi en að liggi fyrir skýr gögn, sem nefnd- in tekur gild um gjaldeyrisinn- eign og hvernig hún sé tilkomin. Tíminn þykist í gær vera full- ur áhuga fyrir sem gaumgæfi- legastri rannsókn olíuhneykslis SÍS-félaganna. Kemst blaðiS m. a. að" orði um áhuga sinn m þessa leið i forystugrein sinni: „Tíminn hefur jafnan frá upp- hafi krafizt þess, að þetta mál verði rannsakað til fulls og ekk- ert dregið undan. Það, sem nú er komið fram, gerir það enn nauðsynlegra en áður að hér verði allir málavextir upplýstir.*4 Jú, það er vissulega rétt. „All- ir málavextir“ verða að upplýs- ast. En aðalmálgagn Framsókn- arflokksins var víst ekki á þeirri skoðun sl. sumar. Þá birti Tíminn skýrslu eins af forstjórum SÍS, formanns stjórna olíufélaga þess, undir fyrirsögninni: „Ekki kunnugt, að rannsókn hafi leitt í Ijós neitt misferli.** Jafnframt lýsti formaður stjórnar olíufélaganna því yfir og fékk það birt í Tímanum, að „helzta- ákæruatriðið“ í oliumál- inu væri það, að „HÍS hafi selt einn kassa af frostlegi, sem hefði verið ætlaður til nota varn- arliðsins og því eigi greiddur tollur af honum“! Ekki var það mikið! Einn kassi af frostlegi! Ekkl var það nú mikið!! Þetta vai fulltrúunum á aðalfundi Sam- bands islenzkra samvinnufélaga sagt í sumar. En nú segir Tím- inn, að hann hafi „jafnan frá upphafi krafizt þess að þetta mál verði rannsakað til fulls og ekkert dregið undan“. Sannleikurinn er auðvitað sá, að Framsóknarmenn héldu þvl fram, bæði í blöðum sínum og á fundum víðs vegar um Iand sl. sumar, að rannsókn olíu- hneykslisins á Keflavíkurflug- velli væri pólitísk ofsókn á hend- ur Framsóknarflokknum og dótt- urfyrirtækja Sambandsins. Nú þegar þjóðin sér ofan í hvílíkt hyldýpi spillingar þessi dóttur- fyrirtæki SÍS eru sokkin, þykist Tíminn allt í einu hafa krafizt þess „frá upphafi“, að svindlið væri rannsakað. Allir dregnir Jólasveinninn stígur úr þyrlunni. Sýning á málverkaprent- unum í Bolungavík BOLUNGARVÍK, 19. des. — Sl. laugardag og sunnudag var hald- in sýning í barnaskólanum í Bolungarvík á eftirprentunum málverka þeirra, sem Helgafell gefur út. Finnur Th. Jónsson, umboðsmaður Helgafells hér, stóð fyrir sýningu þessari. Jafnfraint hafði hann til sýnis mjög margar fallegar eftirprentanir, aðallega eftir hollenzka meistara, en einnig eftir aðra stórjöfra mál- aralistarinnar. Myndimai voru til sölu og seldust allmargar. — Fjöldi fólks sótti sýninguna og fannst mikið til um. Finnur á sérstakar þakkir skyldar fyrir framtak sitt. Um málverkaeftirprentanir Helga- fells mætti raunar skrifa langt mál. Ragnar í Smára hefur með þeim aukið hróður sinn. Er hon- til ábyrgðar Það er vissulega skoðun áffs almennings á tslandi, að í þessu stórfellda afbrotamáli beri að draga alla þá til ábyrgðar sem ábyrgð bera, samkvæmt lands- lögum. Ella væri réttlætistilfinn- ingu þjóðarinnar herfilega mis- boðið. t þessu landi eiga allir menn að vera jafnir fyrir lög- unum, án tillits til stéttar eða stöðu. Óheilindi kommúnista í landhelgismálinu Kommúnistar hafa notað mis- sagnir í erlendum blaðafréttum I um landhelgismálið til þess að | hef ja ný svikabrigzl og ásakanir | um undanhald íslenzkra stjórn- er e í arvajda j málinu. Er óhætt að fullyrða, að þjóðin muni telja þessa málafylgju kommúnista mjög óviðurkvæmilega og lítt til þess fallna að styrkja hinn ís- lenzka málstað. Engar tillögur voru lagðar fram um það af hálfu íslendinga á NATO-fundin- um í París að í nokkru skyldi hvikað frá þeirri stefnu ,sem mörkuð hefur verið landhelgis- málinu. Það sem gerðist þar, hef- ur verið rækilega skýrt eftir að utanríkisráðherra kom heim af um fyrir þær, svo sem fyrir önn- ur verk sín í þágu menningar- mála íslenzku þjóðarinnar sér- stakur heiður, og ætti raunar fyr ir löngu vera búið að minnast þess. Fólk í Bolgungarvík er nú sem óðast að flyjta í ný og falleg húsakynni. Það langt síðan hér voru haldin 4 reisugildi sama daginn. Þetta fólk þarf málverk á veggina, myndir, sem geta alið upp listasmekk með komandi kynslóð. Slíkar eftir- prentanir sem þarna voru á boð- stólum, eru einmitt hentugar til þeirra hluta. Frummyndirnar eru flestar á söfnum, en með þessu móti getur almenningur fengið tækifæri til að njóta góðrar listar á heimilum sínum. —■ Að síðustu endurtek ég: Heiður þeim, sem heiður ber.' Parísarfundinum. lögð niður Þykist nú fuFur áhuga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.