Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 23. des. 1959 Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkværadastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Slmi 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. MERKISATBURÐUR í SÖGU ÍSLENZKRA FLUGMÁLA ISLENZKA flugflotanum hefur bætzt glæsilegur og fagur farkostur. Hin nýja Loftleiðaflugvél, Leifur Eiríksson, er fullkomnasta flug- vél, sem þjóðin hefur eignazt. Með henni hefur ísland færzt enn nær umheiminum en áður. Þessi nýja flugvél getur flogið á rösk- um 8 klukkustundum frá Reykja- vík til New York og um það bil 4 klukkustundum frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Flugþol hennar er meira en nokkurrar annarrar íslenzkrar flugvélar, þar sem hún getur flogið 6650 km. í einni lotu, en það samsvar- ar vegalengdinni milli Reykja- víkur og Los Angeles í Kali- forníu. Hún þarf að jafnaði ekki að lenda á leið sinni til Ameríku frá Islandi, en fer í einum áfanga frá Reykjavík til New York. — Sparast við þetta bæði tími og fé. — Merkileg nafngift Á því fór mjög vel, að for- ystumenn Loftleiða völdu þessari nýju og glæsilegu flugvél nafnið Leifur Eiríksson. Sú sögulega staðreynd verður ekki sniðgeng- in, að það var íslendingurinn Leifur Eiríksson, sem fyrstur fann meginland Norður-Ameríku fyrir tæpum þúsund árum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars viðurkennt þessa sögulegu stað- reynd með því að gefa íslending- um mikið og fagurt líkneski af hinum frækna landkönnuði og sægarpi, á 1000 ára afmælishátíð Alþingis. Hefur þessi stytta síðan staðið á Skólavörðuhæð, í hjarta hinnar íslenzku höfuðborgar og horft út á hafið. Hinn nýi Leifur Eiríksson fer um háloftin með 500 km. hraða á klst. Hann er tákn hins nýja tíma í samgöngum heimsins. Hann hefur fært hinn nýja og gamla heim hvorn nær öðrum. íslenzka þjóðin fagnar honum og biður honum fararheilla yfir lönd og höf, hvert sem leið hans liggur. Framtak Loftleiða Forystumenn Loftleiða hafa sýnt mikinn dugnað og kjark með kaupum þessarar nýju og full- komnu flugvélar. Þeim hefur á undanförnum árum tekizt að halda uppi öruggum flugsam- göngum milli meginlands Evrópu um ísland til Norður-Ameríku. Með þessari merkilegu starfsemi hafa þeir vakið mikla athygli á landi og þjóð. Þeir hafa einnig reynzt þess megnugir að standa í ístaðinu í samkeppni við stór óg fésterk erlend flugfélög. Fyrir allt þetta ber hinum ungu og dugmiklu forystumönnum Loft- leiða vissulega þakklæti þjóðar sinnar. íslendingar hafa verið heppnir með forystumenn flugmála sinna. Bæði íslenzku flugfélögin, Flugfélag Islands og Loftleiðir, hafa verið byggð upp og rekin af þróttmiklum og dugandi ung- um mönnum. Flugið var þeim í upphafi hugsjónamál, sem þeim var ljóst að haft gat í för með sér stórbætta aðstöðu að mörgu leyti fyrir þjóð þeirra. En nú er flugið orðið að merkilegri at- vinnugrein, sem vonir standa til að þjóðin geti haft af góðan arð. íslendingar eiga nú glæsilegan flota millilandaflugvéla, sem er ekki aðeins fær um að annast flutninga milli Islands og ann- arra landa. Millilandaflug okkar byggist í stöðugt vaxandi mæli, hjá báðum flugfélögunum á flutn- ingi útlendinga. Hin íslenzku flug félög eru þannig stöðugt að vinna sér aukið traust og færa út kvíar viðskipta sinna. íslenzka þjóðin þakkar þeim brautryðjendastarfið og árnar þeim allra heilla í fram- tíðinni. ÞJÖÐIN VERÐUR AÐ VITA HVAR HÚN STENDUR SÍÐAN Jónas Haralz ráðu- neytisstjóri og fleiri hag- fræðingar drógu nú í haust upp glögga mynd af ástand inu í efnahagsmálum íslendinga, hafa núverandi stjórnarandstæð- ingar, kommúnistar og Fram- sóknarmenn, hamazt á þeim og borið þeim á brýn „fjandskap við alþýðu manna“. Jafnframt hafa málgögn stjórnarandstæðinga haldið uppi stöðugum dylgjum um það, að ríkisstjórnin hefði í hyggju stórfellda árás á lífskjör alls almennings í landinu. Eru íslendingar ekki nógu lengi búnir að hlusta á slíka sleggjudóma af hálfu kommún- ista? Er til lengdar hægt að telja þroskuðu og viti bornu fólki í lýðræðislandi trú um það, að í því felist stórhættuleg hætta fyr- ir afkomu þess alla og lífskjör, að því sé sagður sannleikurinn umbúðalaus um ástandið í efna- hagsmálum þjóðar þeirra’ Þessar fýrirspurnir eru vissu- lega tímabærar í dag. Einn sterk- asti þátturinn í hinu stjórnarfars lega sjálfstæði hverrar þjóðar, er hið efnahagslega sjálfstæði. Þjóð, sem gengur gálauslega um gleð- innar dyr og skeytir engu um efnahag sinn og raunverulegan framtíðargrundvöll atvinnuvega sinna, getur ekki vænzt þess að halda áfram á braut framfara og uppbyggingar. Engum vitiborn- um einstaklingi kemur til hugar að hann treysti framtíð sína með því, að stofna stöðugt til aukinna skulda og lifa ár frá ári iangt um efni fram. Það sem íslenzkir hagfræð- ingar hafa fyrst og fremst sagt undanfarið og bent þjóð sinni á, er að hún komist ekki til lengdar hjá því, að taka tillit til staðreynda um efna- hag sinn. Þess vegna verði hún að þekkja þær sem bezt, vita með vissu, hvernig ástand ið er í raun og veru í cfna- hagsmálum hennar. UTAN UR HEIMI Ást eða vinátta? JjEGAR Reza Pahlevi írans- keisari og Soraya, önnur drottning hans, urðu að skilja —aðeins vegna þess, að þeina hafði ekki fæðzt sonur, þ. e. ríkiserfingi — þótti það hin átakanlegasta harmsaga, því að vitað var, að keisarinn og drottningin unnust hugástum. Fékk sú fregn mikið rúm í heimsblöðunum á sínum tíma — og allt síðan hefir sagan um þessa elskendur, sem ekki fengu að njótast, skotið upp kollinum í blöðunum við og við, í ýmsum myndum. — Meira að segja var sá orðróm- ur á kreiki fyrir skömmu að keisarinn hefði skrifað Sorayu eldheitt ástarbréf í sama mund og verðandi þriðja drottning hans, Farah Diba (þau héldu reyndar brúðkaup sitt í fyrradag) var á leið til Teheran frá París, þar sem hún hafði keypt brúðarkjól- inn. — — — Undanfarið hefir mönnum hins vegar virzt sem Soraya væri loksins að „komast yfir“ ástarsorgina — með dyggri „aðstoð“ Raimondo nokkurs Orsini prins, sem er kominn af einni helztu aðalsætt Ítalíu. Orsini þessi er sagður maður léttlyndur og gefinn fyrir skemmtanir — og lífsgleði hans mun hafa orkað á Sor- ayu. — Sem sagt — fólk vill hafa, að þau séu ástfangin. — k — Þau harðneita hins vegar öllum sögum um, að nokkuð sé „á milli þeirra“ — nema vinátta. Og mjög góðir vinir hljóta þau a. m. k. að vera, því að segja má, að þau hafi undanfarið verið öllum stundum saman að skemmta sér í glæstustu næturklúbb- um Rómaborgar. — Þegar það fréttist, að þau ætluðu bæði að dveljast um jólin í St. Moritz í Sviss, hættu flest- e> ir að trúa yfirlýsingum þeirra um, að þau væru „bara vinir“ — en þau vísuðu sem áður á bug öllum „ástarsögum“ eigi að síður. — 'k — Sjaldan lýgur almannaróm- ur, segir máltækið. En, hvað sem um það er, þá er óhætt að segja, að þetta ástarævintýri — ef um það er að ræða — sé undir strangri „gæzlu“, því að hvert sem þau fara, Soraya og Orsini prins, þangað fer einnig móðir hennar, frú Eva Esfandiari. — Og hann verður að gera sér að góðu að bjóða Soraya góða nótt — með riddaralegum tilburðum, eins, og myndin sýnir — við dy. næturklúbbanna. Þetta hefir vakið mikið umtal í Róm — því að þar um slóðir þykir ekki tilhlýðilegt að kyssa hönd konu „á strætum og gatnamótum"........ Þetta er nýjasta farartæki þeirra í „Sovéttinu“ — eins og hið ágæta blað, Spegillinn, nefnir Ráðstjórnarríkin. Og skip verðum við vist að kalla það, þótt það á ytra borði líkist um fátt því, sem við hingað til höfum nefnt því nafni. — „Meteor“ nefnist fleytan, og er hún, að því er opinberar upplýsingar að austan herma, ætluð fyrst og fremst til þess að annast sam- göngur á ám og vötnum — sem sagt vatnabátur í nýjum stíl. — Meteor“ getur, samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum, flutt um 150 farþega í einu — og ganghraðinn er 40—50 hnútar á klukkustund. — Stolt ítallu | SEGJA má, að sænska stór- 1 skipið „Stokkhólmur" sé 1 óbein orsök þess, að ítalir eignast brátt mikla og „skrautbúna skeið“ sem bera mun hið fræga nafn „Leonardo da Vinci“ — og í kemur það í stað „Andrea / Doria“, er sökk þegar það 7 lenti í árekstri við „Stokk- J hólm“, eins og menn munu ^ minnast. L „Leonardo da Vinci“ verð- ur 32 þúsund brúttólestir að stærð. Skipið mun einkum verða í förum milli Evrópu og Ameríku — og verður ekki aðeins eitt hinna stærstu, sem kljúfa öldur Atlantshafsins, heldur eitt- hvert fegursta og glæsileg- asta farþegaskip heimsins. — Gert er ráð fyrir, að það verði fullbúið með vorinu. — Á myndinni hér að ofan Ísjáum við stefni stórskips- ins gnæfa við himin, þar sem það stendur i skipa- smíðastöðinni. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.