Morgunblaðið - 23.12.1959, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. des. 1959
Endurbættar
ARMSTRONG
strauvélar
eru komnar
Gó5 jólagjöf
Kostir ARMSTRONG sfrauvélanna eru m. a. þessir;
1. Þær eru með hitastilli.
2. Þeim má stjórna með olnboganum, þannig að hægt er að
hafa báðar hendur á stykkinu, þegar strauað er.
3. Þær hafa breiðan vals.
4. Þær eru fyrirferðarlitlar og má nota þær við hvaða
borð sem er.
5. Þær eru sterkar og endinga góðar, eins og 21 árs reynsla
hér á landi sannar.
6. Varahlutir í vélarnar eru ætíð til hjá oss.
7. Leiðarvísir fylgir hverri vél.
Strauar líka skyrtur.
Þrátt fyrir alla þessa kosti er ARMSTRONG strauvélin ódýrust
Verð aðeins kr. 3.085,00.
Einkaumboðsmenn
Helgi Magnússon & Co
Hafnarsræti 19 — Símar 13184 og 17227
Ingibjörg Ófeigsdóttir
frá Fjalli — minning
Til himins klukkur hljóma
og hringja inn friðar jól;
ljósakrónunnar ljóma,
sem leiftrandi sól við sól.
Og fólksins raddir róma
hins ríka föður son,
barnshjörtun enduróma
alsæl í trú og von.
Sig. Sig.
Jólin nálgast og hugur minn
leitar til bernskustöðvanna. Minn
ingamar líða fram hver eftir aðra
stanzlaust, áfram. Mér finnst ég
sjá sporin mín, er ég vappaði utn
lítil telpa í Leirunni. Þá lá leið
mín Oft að Litla-Hólmi. Þar átti
ég vinstúlku, jafnöldru mína, Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Þá bjuggu
á Litla-Hólmi sæmdarhjónin Sig-
urður Þóroddsson og síðari kona
hans, Ingibjörg Ófeigsdóttir, sem
ég vil nú minnast með þesum lín-
um. Ingi björg var fædd 21. okt.
1870 og andaðist 2. des. síðastlið-
inn 89 ára að aldri. Hún var af i
traustum bændaættum í Árnes-1
sýslu, fædd og uppalin á Fjalli á
Skeiðum. Ég ætla mér ekki að
rekja hér ævi Ingibjargar, enda
mundi það sízt hafa verið að henn
ar skapi, heldur vil ég minnast
hennar eins og hún kom mér fyrir
sjónir, fyrst sem barns, síðar sem
fullþroska konu. Fyrst man ég
hana sem húsfreyju á Litla-
Hólmi. Hún var há og frekar
grönn, beinvaxin og mjög tíguleg
í framkomu. Minnisstæðust er
mér þó, hvað allt var myndarlegt
og mikið hreint hjá henni. Húsa-
kostur var góður, enda vel um
Ég sneri henni að mér
og kyssti hana
skap hans með
Hún mýkti
köldu baði.
cu^oncirct
hin heimsfræga ástarsaga er lýsing á ástum
bandarísks hermanns og japanskrar stúlku. Sögu-
sviðið ér vafið austurlenzkum ævintýraljóma og
töfrum japanskrar menningar.
Sayonara óskarsverðlauna kvinkmyndin heims-
fræga, sem sýnd hefur verið við metaðsókn víða
um heim, verður sýnd í Austurbæjarbíói um
áramótin.
Sayonara er bók konunnar,
unnustunnar og vinkonunnar
Marlo Brando og Miko Toky
Bókin er prýdd nokkrum fallegum myndum úr kvikmyndinni
gengið. Mjög stór kolaofn var í
símastofunni, hann var svo glans-
andi, að mér fannst hann sem
spegill.
Lampar og glösin á þeim voru
mjög vel hirt. Einn var þó í mín-
um augum dásamlegur, og ég ósk
aði þess, að ég eignaðist svona
lamp, þegar ég yrði stór, þá ætl-
aði ég að hafa hann eins vel hirt-
an. Þessi ósk mín rættist eftir
tugi ára, þá eignaðist ég lampa í
líkingu við hinn, en hvort mér
hefur tekizt að hafa hann eins vel
hirtan, er önnur saga. —
Á jólunum var alltaf vani, að
fólk í Leirunni kæmi hvað til
annars að spila vist, púkk eða
annað. Var þá oft farið í leiki og
vakað heilu næturnar. Man ég
margar ánægjustundir frá þeim
tímum á heimili Ingibjargar. Svo
liðu árin. Ég fluttist að heiman
í annað hérað. Samfundum okkar
fækkaði, á tímabili, vegna fjar-
lægðar. En vináttan hélzt óbreytt.
Eftir að Ingibjörg missti mann
sinn, hófum við bréfaskipti. Þá
fyrst fór ég að kynnast hinum
andlega þroska hennar, sem var
mjög mikill. Ég heimsótti hana
oft í seinni tíð, bæði í Hafnarfirði
og í Reykjavík. Sami myndar-
bragur ríkti þó að ekki væru allt-
af allsnægtir. Eins og að líkum
lætur, var ekki alltaf sól og sum-
ar hjá Ingibjörgu. En ég veit að
aðrir hafa ekki varizt betur boða-
föilum lífsins, og það var svo
fjarri henni að flíka tilfinningum
sínum. Mér fannst hún vaxa við
erfiðleikana og ég held, að hún
hafi fáum sagt hug sinn allan, til
þess var hún of stór. Hún átti gott
og göfugt hjarta, sem bærðist
af viðkvæmni með þeim smáu.
Svo lánsöm var Ingibjörg að ala
upp stúlku, Áslaugu Ásgeirsdótt-
ur, sem reyndist henni sem bezta
dóttir. Þær bjuggu saman í Hafn-
arfirði og ef-tir að Áslaug giftist,
dvaldi Ingibjörg í skjóli hennar
og manns hennar, Gísla Ingi-
bergssonar rafvirkjameistara,
hins mesta ágætismanns, sem
Ingibjörg dáði mjög og unni hug-
ástum. Þau hjónin Áslaug og
Gísli, reyndust Ingibjörgu sér-
lega vel, ekki sízt nú um margra
ára skeið, sem hún var rúmliggj-
andi, og mikill sjúklingur. Litlu
dæturnar þeirra hjóna voru Ingi-
björgu sem sólargeislar. Ég kora
til hennar skömmu áður en hún
dó. Og þrátt fyrir háan aldur og
langvarandi veikindi, var hún
svo minnug á allt, róleg Og elsku-
leg. Þakklát fyrir veittar vel-
gjörðir, bæði heimafólki og öðr-
um vinum sínum, ekki sízt lækni
sínum Ófeigi Ófeigssyni, sem var
bráðursonur hennar. Hann reynd-
ist Ingibjörgu mjög vel bæði sem
læknir og vinur. Aldrei bar fund-
um okkar Ingibjargar svo saman,
að hún minntist ekki á Jóhönnu
stjúpdóttur sína. Það var eins og
Framh. á bls. 15.
SÍ-SLETT POPLIN
(NO-IR0N)
MIHERVAcÆ^«te>»
STRAUNING
ÓÞÖRF