Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIV Fimmtudagur 24. des. 1959 Aðalgatan í Wichita, Kansas. Til vinstri er bifreiðageymsla. Ag úst í Kðnsðs Santa Fe-jámbrautin, er geng- ur milli Chicago og Kaliforníu, þaut eftir sléttunni, sem virtist óendanleg. En ekki verður gerð tilraun til að lýsa því nánar, til þess þyrfti skáld — næstum því eins mikil skáld og þau, sem birta langorðar lýsingar á flugi skýjum ofar. Megnið af deginum fór í þetta sléttuferðalag, og um kvöldið var komið inn í mið Bandaríkin, nánar tiltekið Eldor- ado, Kansas. Það hefði einhvern tíma þótt ævintýri að komast til Eldorado, en þetta reyndist ósköp venju- legur bær, sem sást reyndar lítið að sinni vegna myrkurs. Fjölskyldan stóð á járnbrautar- stöðinni. — Hvaða fjölskylda? kynni nú einhver að spyrja. Jú, svo var nefnilega mál með vexti, að góðhjörtuð fjölskylda í Kansas ætlaði að leyfa fslendingi (þ. e. undirrituðum) að vera „einn af oss“ (þ. e. „henni" í þessu .il- felli) í mánaðartíma, til þess að kynnast lifnaðarháttum inn- fæddra og æfast í tungu þeirra. Kveðjur voru góðar, og siðan var ekið út á landsbyggðina, því að fjölskyldan stundaði landbún- að. Þó að kvöld væri komið var heitt í veðri og mollulegt. Bærinn reyndist vera reisulegt timbur- hús og var Ijós logandi úti fyrir aðaldyrum. Þar sveimaði ótölu- legur grúi annarlegustu skordýra, og var því skotizt inn um myrkva aðar bakdymar. Fjörutíu stiga hiti Nýi fjölskyldumeðlimurinn og þeir, sem fyrir voru, skiptust á nauðsynlegum upplýsingum fram að háttatíma og síðan var mér vísað til hornherbergis, sem hafði glugga á tveimur hliðum. Og með því að hafa þá báða opna myndi ég njóta alls þess andavara, sem hægt væri, — en hann var bara enginn. Þegar lofthitinn komst 3—4 gráður yfir venjulegan líkams- hita á daginn, þá er það ærið bölvað. En ef hitinn lækkar ekki verulega á nóttunni, þá er það ennþá verra. Þess vegna lét ég litla rellu koma loftinu á hreyf- ingu marga nóttina, fyrir ofan rúmið mitt. Það kælir ekki, en léttir víst eitthvað andardráttinn og bætir þar með svefninn. Nú er ágúst að vísu heitasti mánuðurinn í Kansas, en þá er þar þó ekki alltaf 40 stiga hiti á Celcius, ekki heldur „minn“ ágústmánuður þar — en of marga daga. Það gekk nefnilega hálf- gerð hitabylgja, sem kom illa við alla, en ekki hvað sízt illa við íslendinginn, sem hafði komið beina leið að heiman. Þetta var ekki mikill annatími á bænum. Að vísu þurfti að gefa hæsnunum, en svo var bara verið að dytta að einu og öðru, meðan beðið var eftir að yxi á ökrunum. Mjólkurkýr voru engar, og hest- öfl höfðu leyst hestana af hólmi. Aðallega var byggt á hveitirækt og svo maísrækt. En hitabylgjan hafði borið með sér óvenjulegan þurrk og bóndinn var nokkuð áhyggjufullur. Á kvöldin var reyndar oft mik- ill ljósagangur út við sjóndeildar- hringinn, sem gat boðað þrumu- veður, en ekkert heyrðist og ekki kom dropi úr lofti. — Nokkuð vöknaði þó áður en lauk og upp- skerunni var bjargað. Eitthvað var slegið af grasi, sem nota átt.i til fóðrunar á alikálfum, en held- ur sýndist það grátt og guggið, borið saman við íslenzkt gras. Maís og hæsnakjöt Maturinn var góður en töiu- vert frábrugðinn því, sem ég hefi átt að venjast. Hænsnakjöt og maís var mikið á borðum; ég var lítið hrifinn af því síðarnefnda og kunni betur við maísinn um- breyttan í hæsnakjöt. — Það var við eina af fyrstu máltíðunum, að ég spurði bóndann, hvaða venjur giltu um þjórfé þar í landi hann myndi vita það úr sínum tíðu kaupstaðaferðum. „Það á aldrei að gefa þjórfé“, svaraði hann. Ágúst í Kansas. — Greinar- höfundur hjá safni af göml- um fallstykkjum. „Þú munt fá mikið af röngum upplýsingum hérna,“ varð frúnni þá að orði. Bóndinn brosti þá góðlátlega, — þetta var bezti karl, en kannske lítið eitt sérvit- ur. Frúin trúði mér fyrir því síð- ar, að maður hennar gæfi aldrei þjórfé, segði að það minnti sig á betl, og því bæri hún alltaf á sér smápeninga til þess að bæta, eftir því sem hægt væri, fyrir þessar „syndir“ bónda síns. langt) á boðunginn á jakkanum mínum , og ég horfði í grængol- andi, sporöskjulöguð augu, sem stóðu upp á rönd. Ég hristi mig í ofboði og hryllingi og losnaði þannig við ófögnuðinn. Síðan hraðaði ég mér til bóndans, sem var nærstaddur, og lýsti með stór um orðum þessum fjanda, sem hafði notað mig sem flugbraut. „Oh, þetta hefur bara verið „locust““, sagði hann. „Þeir eru af sömu ætt og engissprettur en gera lítinn skaða hér um slóðir“. Önnur padda þótti mér litlu betri. Það v#r nær hnöttóttur ári, um það bil þumlungur á lengd. Hún átti það nefnilega til að sleppa inn í húsið, þrátt fyrir netin fyrir hurðum og gtuggum. Hún gat verið kyrr í loftinu, en fór líka stundum í gönguferðir, í rólegheitum, eftir gólfinu. Þá var tækifærið að stíga ofan á hana. En ég vissi að þá myndi koma „krass“, þar sem henni var svo vel í skinn komið, og kjark- urinn brást. Lái mér hver sem vill, ég sem er jafnvel hræddur við maðkaflugur og köngurlær. „Samnorrænn hugsunarháttur" En vissulega var tilveran ekki eingöngu fólgin í baráttu við skorkvikindi. Á kvöldin fórum við oft í heimsókn til ættingja og vina og stundum til borgarinn- ar, Wichita, en þangað var innan við klukkutíma akstur. Þetta er stærsta borgin í Kansas með um 180.000 íbúa. (Stærsti hluti Kans- as City er nefnilega í Missouri) Þar eru mikil sláturhús og flug- vélaverksmiðjur, svo að eitthvað sé nefnt. í einum af innkaupaleiðangr- um okkar bóndakonunnar fórum við inn í stórt vöruhús í Wichita. Þar sá ég jómandi fallegt, ný- tízkulegt skrifborð, sem reyndist kosta nær 500 dollara. Afgreiðslu maðurinn sagði, að það væri danskt. — „Jaá, Danir eru miklir húsgagnasmiðir", muldraði ég. Maður verður nefnilega svo „samnorrænn" í hugsunarhætti svona í fjarlægð. „Neei, enn hvað þetta eru fal- legir stólar, eru þeir kannske danskir lika?“ „No, they are made in the United States of America“, sagði afgreiðsiumaður- inn með áherzlu. Það var auð- heyrt, að þeir í Kansas vildu ekki eiga allt undir Dönum, frekar en sumir aðrir. „Picnic“ Eins og gengur bjuggu ekki all- ir ættingjar fjölskyldunnar í ná- grenninu. Og svo var það upp úr miðjum ágúst, að ákveðið var að halda „picnic“ í garði einum við Wichita. Frændur og frænkur mættu og sumir komu alllangt að. Má geta þess í þessu sambandi, að Kansas er rúmlega helmingi stærra en ísland, með um 2 millj. íbúa. „Picnic“ er í stuttu máli fólgið í því, að fólk kemur saman með sínar matarkrúsir og svo étur hver um sig upp úr krús náung- ans. Eða nánar tiltekið eru allar birgðirnar lagðar á jörðina, en þó helzt á langborð, ef það er fyrir hendi, og menn taka til mat- ar sins og reyna að krækja sér í það, er þeim sýnist girnilegast og er það af eðlilegum ástæðum venjulega eitthvað annað, en það sem þeir hafa sjálfir komið með. Síðan rabbar fólk saman og fer í leiki eftir því sem hverjum býð- ur við að horfa. Þetta virðist hið ágætasta fyrir komulag og mætti vel taka það upp, að einhverju leyti, hér á íslandi. Músin í arninum Það var kvöldið eftir fjölskyldu fagnaðinn í garðinum, að ég hafði brugðið mér til rólegheita með bóndahjónunum og við sátum og lásum í dagstofunni. Skyndilega sé ég að eitthvað hreyfist í arn- inum, — og ég segi allhátt: „Það er mús hérna inni“. En mér til undrunar svarar hvorugt hjón- anna, og þau halda áfram að lesa. Nú, jæja, hugsa ég með mér, ég hefi þótt heldur aumingjaleg- ur í skiptum mínum við pödd- urnar, en mýs kannast ég þó við að heiman, og allir vita hvað þær geta verið „sætar“ úti í haga, bó að ég verði að játa, að mér finnst mesti „sætleikinn“ fara af þeim svona inni í íbúðarhúsum. Ég á- kvað því að gera ekkert í málinu að sinni, en fylgjast bara með ferðum mýslu og hugga mig við, að hún myndi sennilega ekki geta komizt upp í svefnherbergin á loftinu. Músin hélt sig mest við arininn, en fór þaðan í minni háttar leið- angra, og liðu svo 10—15 mínút- ur. Skyndilega leggur bóndinn frá sér blaðið og segir: „Hvar er músin?“ „Hún er núna undir hæginda- stólnum þínum“. Bóndinn stendur upp í róleg- heitum, fer niður í kjallara og kemur upp með músagildru með ostbita og setur hana á bak við stólinn. Yar nú ekki meira að gert það kvöldið. En morguninn eftir sá ég að osturinn hafði ekki verið hreyfður og músin sást ekki meir; er hún þar með úr sögunni. Erindi í kirkjunni Flestir þarna um slóðir eru mjög kirkjuræknir. Var þannig til dæmis yfirleitt farið til kirkju eitt kvöld í miðri viku auk kirkju ferðanna á sunnudagsmorgnum. Kvöldsamkomurnar voru með látlausum og ekki ýkja hátíðleg- um blæ. Og svo var það nokkru áður en ég fór, að ég var spurður, hvort ég vildi ekki segja frá fs- landi á einni slikri samkomu. Ég mátti til með að reyna það. Var nú fengin skuggamyndavél og ég sýndi myndir og sagði frá landi og þjóð. Mín fjölskylda, sem var orðin vön talsmáta mín- um og framburði, skyldi víst flest af því, sem ég sagði, en það var óvissara með hina, a. m. k. sýndust sumir nokkuð syfjulegir áður en lauk. ★ Nú var dvölin í Kansas farin aðstyttast. Hún hafði verið lær- dómsrík og óaðfinnanleg, ef frá eru taldir hitarnir og pöddurnar. En fólkið bætti erfiðleikana marg faldlega upp; það var .einstaklega gestrisið og velviljað. Svo var það seinasta dag ágúst- mánaðar, að ég kvaddi þetta á- gæta fólk og steig upp í áætlun- arbíl og hélt áleiðis til Minnea- polis. Valdimar Kristinsson. MAGIE felur í sér hinn óræða yndisþokka Parísar. LANCÖME ’’ le parfumeur de Paris Og svo voru það skordýrin Fólkinu fannst ég vera óþarf- lega hræddur við skordýrin og hafði hálf-gaman af, þegar ég var að gjóta augunum og fylgjast með flugleiðum hinna stærri þeirra til að fullvissa mig um að ég væri ekki í hættu. Annars voru þau víst flest hættulaus mönnum með öllu. En í sveitinni var mað- ur stöðugt minntur á nærveru þeirra. Þannig suðuðu sum oft tímunum saman, svo að minnti á niðið í símalínum við íslenzka sveitabæi, þegar rok er. Og eld- flugurnar voru oft „að kveikja ljós“ eftir að dimmt var orðið og leit það út svipað og kveikt væri á sígarettukveikjara, örlitla stund, í nokkurri fjarægð. Dag nokkurn settist heljarmik- ið kvikindi (ýkjulaust 6—7 cm Bærinn reyndist vera reisulegt timburhús ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.