Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNRT AÐ1Ð 1------------ Fimm'tudagur 24. des. 1959 Útg.: H.f. Arvakur Keykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið HÁTÍÐ FRIÐAR YS OG ÞYS hins daglega lífs hljóðnar. Undir- búningi hátíðahalds- ins er að Ijúka, jólahátíðin að ganga í garð. Víðs vegar um hinn kristna heim leitar fólk- ið til heimila sinna frá önn dagsins. Þessi saga endurtek- ur sig ár eftir ár, öld fram af öld. í þessu norðlæga landi eru jólin ekki aðeins mesta hátíð kristinnar trúar. Þau eru jafnframt boðberi rísandi dags, sigur ljóssins yfir myrkri og kulda skammdeg- isins. Daginn er tekinn að lengja. Aftur þokar í áttina til sólar og sumars. Vitneskj- an um það vekur fróun og von meðal barna norðursins. — ik — En mestu máli skiptir, að menn geri sér ljósan grunn- tón sjálfs jólaboðskaparins. Það er fyrirheitið um frið á jörðu og sigur hins eilífa kærleika í mannlegum sam- skiptum. Um þessar mundir horfir sem betur fer friðvænlegar í heiminum en oft áður hin síð- ustu ár. í bili virðist nokkuð hafa dregið úr hinu svokall- aða kalda stríði. í þessu sambandi má þó ekki ganga fram hjá þeirri staðreynd, að ófriðarbliku hefur dregið á loft í Asíu. Fjölmennasta þjóð veraldar, Kínverjar, hafa hafið yfir- gang á hendur annari fjöl- mennustu þjóð heimsins, Ind- verjum. Vopnaðar árásir Kín- verja á landamærahéruð Ind- lands eru einn alvarlegasti atburðurinn, sem gerzt hefur í alþjóðamálum á þessu ári. — k — Enda þótt margvíslegir erfiðleikar steðji að íslenzku þjóðinni í dag, fyrst og fremst á sviði efnahagsmála hennar, er þó óhætt að fullyrða, að hún mætir jólahátíðinni glöð og hamingjusöm. Haustið hef- ur yfirleitt verið hagstætt, lengstum snjólétt um megin- hluta landsins og veðurfar að öðru leyti tiltölulega milt. Og veðrinu er þessi þjóð háðari en flestar aðrar. Hér við hið yzta haf er vald vetrarins meira og geigvænlegra en víðast hvar annars staðar á byggðu bóli. Þrátt fyrir fuli- komin og góð húsakynni, stór- bættar samgöngur og góðan efnahag og lífskjör, er máttur náttúruaflanna þó mikill í OG KÆRLEIKA okkar norðlæga landi. í ein- um vetrarstormi getur fjöldi mannslífa glatazt á sjó og landi, fiskiskip farizt, sam- göngur teppzt og fénaður fennt. En þessir atburðir verða sem betur fer fátíðari með hverjum áratugnum sem líður. Mótstöðuafl mannsins eykst, tæki hans verða full- komnari og aðstaða hans hægari í baráttunni við nátt- úruöflin. — k — En þrátt fyrir það getur maðurinn þó ekki frekar nú en áður verið án trúarinnar og skjólsins af boðskap krist- innar jólahátíðar. Hann verð- ur enn sem fyrr að eiga hljómgrunn í hugum fólksins. Elskið náunga yðar eins og yður sjálfan. Látið kærleik- ann, trúna á það góða í mannssálinni stjórna gerðum yðar. Komið fram við aðra, eins og þér viljið að þeir komi fram við yður. Á þennan boðskap jólanna og kristindómsins ber öllum mönnum að hlusta. Þessi boð- orð ber að kenna hverju barni. Þau eru í raun og veru kjarni þeirra lofsöngva, sem sungnir eru við hvert einasta jólatré um víða veröld. Það sem mestu máli skiptir fyrir kristna þjóð, er ekki að jól hennar séu íburðarmikil og glæsileg hið ytra. Hitt er miklu þýðingarmeira að boð- skapur þeirra heyrist og að hann eigi hljómgrunn í hjört- um fólksins, og þá ekki hvað sízt æskunnar. Jólin eru að verulegu leyti hátíð barn- anna. Þau eru haldin í minn- ingu barnsins í Betlehem. Gætum þess, þess vegna, að allt jólahald miði að því, að skapa börnunum ekki aðeins sanna og fölskvalausa jóla- gleði, heldur og að gróður- setja í brjósti þeirra trúna á mátt kærleikans til þess að skapa stöðugt betra og feg- urra mannlíf. k Ef hin íslenzka þjóð kveik- ir jólaljós sín með þetta í huga, mun hátíð friðarins og kærleikans veita henni sanna hamingju, verða henni til gleði og gæfu. Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, allri hinni íslenzku þjóð GLEÐILEGRA JÓLA UTAN UR HEIMI c öðrum löndum FRÉTTARITARAR Reuters víða um heim hafa sent blað- inu lýsingar á jólahaldi hinna ýmsu landa. Fer hér á eftir í lauslegri þýðingu, útdráttur úr nokkrum þeirra: I. Landið helga Landið heiga: — Jerúsalem er skipt í tvo hluta með landamæra- girðingu Israels og Jórdaníu. Fjandskapur ríkir milli Gyðinga og Araba, og er landamæranna vandlega gætt. En á jólunum eru veitt leyfi til að ferðast fram og aftur ög hittast þá ástvinir, sem ekki hafa sézt í heilt ár. Þarna verða jólin haldin sam- kvæmt aldagömlum venjum og siðum. Að þessu sinni er búist við óvenju mörgum erlendum ferðamönnum og pílagrímum, sem koma, vegna batnandi ástands í heiminum, til að halda jólahátíð á fæðingarstað Krists. Þarna koma saman kristnir menn frá mörgum kirkjudeild- um. Þeir vestrænu halda jólahá- tíðina 24. og 25. desember, en Austurlandabúar 7. janúar og Armenar 19. janúar. Hátíðahöld- in fara fram í kirkju í Bethle- hem, sem reist var á 4. öld og endurbyggð árið 527 á stað þeim er Kristur fæddist. Á þessum hátíðahöldum má sjá munka í grófum kuflum innan- um ferðamenn með Ijósmynda- vélar, nunnur í svörtum klæðum, fegurðardisir klæddar eftir nýj- ustu Parísartízku og Beduína, sem teyma úlfalda sína um göt- urnar og tefja á þann hátt umferð amerískra bifreiða af nýjustu gerð. Rétt fyrir miðnætti á aðfanga- dagskvöld hefst hringing kirkju- klukknanna. Mannfjöldinn þagn. ar og þúsundir bifreiða hætta að þeyta horn sín. Miðnæturmessan hefst. Silfurstjarna er greypt í kirkjugólfið og á hana letrað: „Hic ex Virgine Jesus Christus Natus Est“. (Hér var Jesús Krist- ur fæddur af Maríu mey). Við þessa stjörnu er komið fyrir jötu og í jötuna sett barnslíkan, sem táknar barnið Jesús. Þarna stend ur svo jatan alla hátíðadagana, og streyma þangað þúsundir kristinna manna. II. Sýrópskökur og jólaöl Dantnörk: Fimmtugur bóndi á Jótlandi og kona hans hafa feng- ið í jólagjöf, verðlaun frá danska ríkinu fyrir fjölmennustu fjöl- skylduna í landinu. Þau eiga 19 börn. 1 nóvember og desember eru sýnd í mörgum borgum leikrit fyrir börn. Þekktasta leikritið er „Nöddebo Præstegárd". Er al- gengt að sjá ömmur, sem fyrst sáu þetta leikrit fyrir 60 til 70 árum, fara í leikhúsið með barna börn sín, sem þá eru að fara þangað í fyrsta sinn. Fastar venj- ur í sambandi við jólahátíðina í Danmörku eru sýrópskökurnar, sem skornar eru út í alls kyns fígúrur svo og aðventukransarnir. Noregur: — Hátíðahöldin byrja snemma í desember og standa yfir fram undir miðjan janúar. Þetta er tími stórra máltíða, sem skolað er niður með dökkum sterkum bjór, sérstaklega brugg- uðum, og ákavíti. Þegar jólin nálgast er í hverju húsi hengt upp rautt stjörnulaga Ijós í ein- hvern gluggann. Aðalhátíðin er á aðfangadags- kvöld. Snemma um kvöldið fara börnin í kirkju, en fullorðna fóikið fer með kerti til að setja á leiði horfinna ættingja og vina. Eru norsku jólin svipuð okkar, með jólagjöfum á aðfangadags- kvöldi, jólamat og dansi kring- um jólatré. Á jóladag eru sve heimsóknir til ættingja. k Svíþjóð: — Jólahátíðin hefst á Aðventusunnudegi, sem í ár var hinn 29. nóvember, og henni lýk- ur 13. janúar, þegar skrautið er tekið ai' jólatrjánum. Á degi heil- agrar Luciu, hinn 13. desember, heimsækir Lucia alla Svía, á heimilum, gistihúsum, sjúkrahús- um, verksmiðjum og skrifstof- um, og býður þeim kaffi, boliur og heitt kryddvín. Lucian er venjulega dóttirin í húsinu, eða einhver falleg, ljóshærð stúlka, sérstaklega kjörin fyrirfram. Táknar heimsókn hennar raun- verulega upphaf jólanna. ★ Finnland: — Hátíðahöldin hefjast á Aðventusunnudegi, sem kallaður er „Litlu jól“. Þau eru hátíðleg haldin með örlitlu jólatré, pínulitlum gjöfum, sem „jóladvergurinn“ kemur með og hrísgrjónagraut eins og hver get- ur í sig látið. 1 grautnum er ein hneta en þeim, sem fær hana, flytur hún hamingju næsta ár- ið. En aðalhátiðin er á aðfanga- dag. Er þá fyrst „sauna“, eða finnskt gufubað. Ekki mega skepnurnar gleymast. Kýrnar fá saltað brauð og beztu fáanlegu heytugguna, og fuglarnir fá ríf- legan skammt af maís. Algengasti jólamaturinn í Finnlandi er reykt svínakjöt og með því drukkið heimabruggað jólaöl. Á jólunum tíðkast sums staðar að spá um framtíðina með því að hella bræddu blýi í kalt vatn og lesa úr myndunum sem skapast. Á jóladagsmorgunn fara svo allir til kirkju, flestir ó sleðum. III. Friðsamleg jól á Kýpur Frakkland: — Ekki eru jólin hald in hátíðleg á sama hátt í öllum héruðum Frakklands, en yfir- leitt hefst hátíðin með Miðnæt- urmessu á aðfangadagskvöld. All ar kirkjur eru þá yfirfullar og sæti frátekin með löngum fyrir- vara. Eftir messu er svo borðuð jólagæsin, ýmist á heimilunum eða á veitingahúsum, og síðan fá eldri börnin jólagjafirnar. Yngri börnin fara að sofa strax að lok- inni messu, en áður setja þau skóna sína á arinhillu í herbergi, sem síðan er læst. Eftir morgun- verð á jóladag er herbergið opn- að og börnin sjá að „Litli Jesús“ hefur staflað gjöfum í skóna og umhverfis þá. Jólatré og jóla- sveinninn ,,Jólafaðir“ (pére Noél) eru í seinni tíð að ná mikl- um vinsældum. Framh. á bls. 17. I kirkjunni, sem stendur á fæðingarstað Krists. Silfur- stjarnan sést í gólfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.