Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 20

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 20
20 M O R C U 1\ B LA Ðl Ð Fimmtudagur 24. des. 1959 OÍSEM yfir mig frá morgni til kvölds. En hvað þú lítur dásamlega út í dag. En hvað þú ert dugleg að ganga í dag. .. Þú ert sannar- lega miklu, miklu betri. — Þann ig reyna þau að blekkja mig, dag inn út og daginn inn og enginn virðist veita því athygli, að ég er að kafna. Hvers vegna segið þér mér það ekki hreinskilnis- lega, að þér höfðuð engann tíma til að koma hingað í gær og ekki neina löngun til þess heldur? Ekkert hefði glatt mig meira en það, ef þér hefðuð hringt, til að segja að þér kæmuð ekki, vegna þess, að þér ætluðuð að fara eitt hvað út og skemmta yður með félögum yðar. Haldið þér að ég sé svo heimsk, að ég geti ekki skilið það, að þér séuð stundum þreyttur af að leika hinn misk- unnsama Samverja hér, dag eft- ir dag, að fullorðinn, hraustur maður vilji heldur fara í útreið- artúr eða skemmtigöngu, en að sitja öllum stundum við sjúkra- stól ókunnugrar manneskju — það er aðeins eitt sem ég hef viðbjóð á, eitt sem ég get með engu móti þolað og það eru af- sakanir, fals, lygi. — Ég er ekki eins heimsk og þið haldið öll og ég þoli talsvert mikla hrein- skilni. Fyrir nokkrum dögum réðum við til okkar nýja þvotta- konu í stað þeirrar gömlu, sem dó, sem dó skyndilega. Og fyrsta daginn, sem hún var hérna og áður en hún hafði talað við nokkra lifandi sál á heimilinu, sá hún þegar verið var að hjálpa mér yfir gólfið að hægindastóln- um. Henni varð svo mikið um að sjá þetta, að hún missti kúst- inn úr hendinni og hropaði upp yfir sig af hryllingi. — Guð mirin góðúr, en sú ógæfa, en sú voðalega ógæfa. Að hugsa sér, að svona rík og falleg, ung stúlka skuli vera aumingi. Ilona réðist eins og villidýr á veslings kerling una. Hún ætlaði þegar að vísa ’henni úr vistinni og reka hana umsvifalaust á dyr. En ég, mér líkaði þetta vel. Skelfing hennar hafði góð áhrif á mig, vegna þess að það er heiðarlegt, það er mann legt, að fyllast hryllingi við að sjá slíka sjón, alveg óvænt. Ég gaf henni tíu krónur og hún flýtti sér í kirkju, til þess að biðja fyrir mér. Ég var ánægð allan daginn, já, mjög ánægð yf- ir því, að vita loksins hvernig öðrum verður raunverulega við, þegar þeir sjá mig í fyrsta skipti. .. En þið, þið öll, þið nald ið alltaf að þið verðið að hlífa tilfinningum mínum með þess- arri fölsku nærgætni ykkar og þið teljið ykkur trú um, að þið Jólatrésseríur — 17 Ijós — NORMA amerískar SERÍUPERHR Verð kr. 3.50 stk. Jólatrésseríurnar sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hef- ir komið í ljós að vegna misjafnrar spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venju legar 16 ljósa. Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687 Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 í vetur til Vi ’60. — Herb. með morgunrétti frá kr. 12—16 pr. rúm. — í miðborginni — rétt við höfnina séuð góð við mig með hinni við- bjóðslegu nærgætni ykkar........ En haldið þið gð ég hafi ekki augu í höfðinu? Haldið þið að ég finni ekki bak við mastrið í ykk- ur, hikið og stamið, sama hryll- inginn og óhugnaðinn og hjá blessaðri gömlu konunni, einu heiðarlegu manneskjunni? Hald- ið þið kannske að ég sjái ekki vandræða- og óttasvipinn á ykk- ur, þegar ég gríp hækjurnar mín ar, að ég taki ekki.eftir því, hvað þið flýtið ykkur að færa eitthvað annað í tal, svo að ég verði þess ekki vör? Ætli ég þekki ykkur ekki, ykkur og þessa Baldrian- dropa ykkar og sykur, sykur og Baldrian. Þennan viðbjóðslega óþverra. Ég veit ósköp vel, að þið andvarpið af hugarlétti, þeg ar dyrnar lokast milli mín og ykkar. Ég veit líka hvernig þið ranghvolfið augunum og andvarp ið: — Veslings barnið. — Og þið eruð alltaf svo ákaflega ánægð með sjálf ykkur, þegar þið hafið fórnað einni klukkustund, tveim ur klukkustundum af tíma ykk- a., mín vegna, vegna „aum- ingja veika barninu". En ég kæri mig ekkert um fórnir ykkar. Ég kæri mig ekkert um það, að ykk ur finnist þið þurfa að úthluta hinum daglega meðaumkunar- skammti ykkar. Ég kæri nig koll ótta um hina dýrmætu meðaumk ur ykkar og ég skal segja yður það í eitt skipti fyrir öll, að ég get vel komizt af án ykkar. Ef þér viljið koma hingað, þá komið þér bara og ef þér viljið það ekki, þá látið það vara vera. En verið þér fyrir alla muni hrein- skilinn og sleppið alveg þessum sögum yðar um hestakaup og því um líkt. Ég get ekki .. ég get ekki þolað þessa lýgi og við- bjóðslegu undanlátssemi yðar einni mínútu lengur". Síðustu orðin hrópaði hún að mér, án þess að gera sér grein fyrir því. Hún var orðin föl í framan og augun leiftruðu. En svo slotaði óveðrinu skyndilega. Hún hallaði sér örmagna aftur á bak í stólnum og smátt og smátt fengu varir hennar eðlilegan roða, en héldu samt áfram að titra. • „Jæja, ég varð hvort sem var að segja þetta einhvern tíma“, tautaði hún lágt og hálf skömm- ustulega. — „Og nú er ég búin að því. Við skulum aldrei fram- ar minnast á það. Viljið þér — viljið þér gefa mér vindling“. Og nú kom nokkuð undarlegt og óvenjulegt fyrir mig. — Að eðlisfari er ég sæmilega stilltur í skapi og hef styrkar hendur. En þessi skyndilega útrás bældra tilfinninga hafði fengið svo mjög á mig, að mér virtist hver lim- ur á líkama mínum lamaður og magnþrota. Aldrei hafði nokkurt atvik í lífi mínu gert mig jafn agndofa. Með einbeitingu allrar vilja- orku minnar tókst mér að taka vindling upp úr vindlingahylk- inu mínu og rétta henni. En þeg ar ég kveikti á eldspýtunni titr- uðu fingur mínir svo ofsalega, að ég gat ekki haldið henni stöð- ugri. Loginn blakti í lausu lofti og lognaðist út af. Ég varð að kveikja á annarri spýtu og einn- ig hún hristist ískyggilega mikið í titrandi hendi minni, áður en mér tókst að kveikja í vindlingn um hjá Edith. — Þessi aug- Ijósi klunnaskapur minn hlýtur að hafa gert henni Ijóst í hve æstu skapi ég raunverulega var og rödd hennar var undarlega breytt, þegar hún spurði hljóð- lega: „Hvað gengur að yður? Þér skjálfið eins og hrisla. .. Hvað 'hefur .. hvað hefur gert yður svona æstann..?“ Blaktandi loginn á eldspýt- unni hafði lognazt út af. Ég sett- ist aftur, án þess að segja orð. „Hvernig gat þetta heimsku- lega bull í mér haft svona mikil áhrif á yður?“ tautaði hún. — „Pabbi hefur rétt fyrir sér. Þér eruð í rauninni mjög .... mjög undarlegur maður“. Skyndilega heyrðist daufur, fjarlægur niður, fyrir aftan okk- ur. Það var lyftan á leiðinni upp til okkar. Josef opnaði dyrnar og Kekesfalva kom út, með hinn venjmlega feimnislega sektarsvip á andlitinu og óvenjulega lotinn í herðum, sem af einni eða ann- arri ástæðu var allt af mest áber andi, þegar hann nálgaðist hina sjúku dóttur sína. Að sjálfsögðu stóð ég á fætur, til að heilsa Kekesfalvi. Hann tók kveðju minni með því að kinka kolli og laut svo niður að dóttur sinni og kyssti hana á ennið. Svo varð óþægileg þögn. Það var eins og allir vissu allt um alla í þessu húsi. Gamli mað- urinn hlaut strax að hafa fundið hina hættulegu spennu, sem lá í loftinu, því að hann tvísteig órólega á gólfinu og skimaði flóttalega í kringum sig. Það leyndi sér ekki, að hann hefði heizt haft löngun til að hlaupa í burtu. Edith gerði fyrstu tilraunina til að brjóta ísinn. „Hugsaðu þér bara, pabbi. Þetta er í fyrsta skipti sem Hofmiller liðsforingi kemur hingað upp“. „Já, það er dásamlegt hérna“, sagði ég og fann um leið hversu grátlega hversdagsleg orð mín voru. Svo varð aftur algerð þögn. Til þess að leyna feimni sinni, laut Kekesfalva aftur niður að dóttur sinni. „Ég er hræddur um, að það fari að verða of kalt fyrir þig hérna uppi“, sagði hann. „Eigum við ekki heldur að fara niður?“ „Jú“, svaraði Edith. Það var okkur öllum vel þegið tækifæri, til að beina huganum að þeim handarvikum sem gera þurfti, svo sem að safna saman bókun- um, vefja teppunum utan um Edith, hringja bjöllunni, sem stóð hér á borðinu, eins og hvar vetna annars staðar í húsinu. Að tveimur mínútum liðnum kom lyftan suðandi upp og Josef ýtti hjólastólnum gætilega inn í hana. „Við verðum komnir niður eft ir augnablik“, sagði Kekesfalva og veifaði hendinni ástúðlega til dóttur sinnar. „Þú vilt kannske hafa fataskipti fyrir kvöldverð? Við Hofmiller liðsforingi getum gengið okkur til skemmtunar úti í garðinum á meðan“. Þjónninn lokaði lyftudyrunum og sjúkrastóllinn sökk niður í djúpið eins og niður í myrka gröf. Við, gamli maðurinn og ég, litum ósjálfrátt undan. Við þögð- 1 um báðir, en allt í einu varð ég þess var, að hann nálgaðist mig hikandi. „Ef yður stæði á sama, liðs- foringi .. það er dálítið sem ég vildi tala um við yður .. það er að segja, mig langar til að biðja yður að gera mér greiða. .. Við ættum kannske að skreppa yfir í skrifstofuna mína? Ég á við, ef yður er það ekki á móti skapi. .. Sé svo, þá getum við auðvitað fengið okkur stutta göngu úti í garðinum". „Ég fullvissa yður um, að það er mér einungis sönn ánægja, hr. von Kekesfalva“, svaraði ég. Nú kom lyftan þjótandi upp aftur, til að sækja okkur. — Við fórum niður og gengum svo yfir garðinn til skrifstofunnar, Ég veitti því athygli, hversu gæti- lega Kekesfalva gekk framhjá húsinu, hvernig hann virtist þrýsta sér upp að veggnum, til að gera sem minnst úr sér, eins og hann væri hræddur við að láta sjá til ferða sinna. Ósjálf. rátt — ég gat ekki að því gert —. gekk ég á eftir honum, nákvæm- lega jafn hægt og hljóðlega. Við gengum yfir að lágu bygg- ingunni, sem ég hafði álitið vera ráðsmannsíbúðina, þar sem Kekesfalva opnaði dyrnar og bauð mér að ganga inn. Skrifstofan hans var jafn fá- tæklega búin húsmunum og her- bergið mitt í herskálunum. Ódýrt skrifborð, slitið og hrörlegt og gamlir, veðraðir tága-stólar. — Veggfóðrið var m. a. óhreint og upplitað. Jafnvel þurra fúkka- lyktin minnti mig óþægilega mik ið á skrifstofuna okkar. Við fyrstu athugun varð mér það ljóst, að þessi gamli maður veitti aðeins dóttur sinni munað og þægindi, en sparaði slíkt við sjálfan sig, eins og honum var unnt. Ég hafði nú fyrst, þegar hann gekk á undan mér, veitt því at- hygli, hversu slitnir og snjáðir olnbogarnir á svarta frakkanum hans voru orðnir. Hann hlaut að hafa notað hann daglega í síð- ustu tíu eða fimmtán árin. Kekesfalva ýtti stóra, svarta, skinnfóðraða hægindastólnum, eina þægilega sætinu í herberg- inu, fram á gólfið til mín. „Fáið þér yður sæti, hr. liðs- foringi", sagði hann með undar- lega viðkvæmri áleitni í röddinrú og settist sjálfur í annan vafa- sama tága-stólinn, áðu ren ég gat hindrað það. Nú, þegar við sát- um hér tveir einir, gat hann, varð hann, að byrja og ég beið undarrlega æstur og eftirvænting arfullur eftir því að heyra, hvað hann, þessi auðugi maður, þessi milljónamæringur, gæti þurft að biðja mig um, óbreyttan undir- foringjann. En hann hált áfram að sitja hljóður og niðurlútur, eins og hann væri að horfa á skóna sína. Ég heyrði að andardráttur hans var þungur og korrandi. HEY, TRAIL...I THOUGHT ** VOU PUT THE PAPPLES IN A SAFE PLACE...THAT PORCUPINE GOT TO 'EM / a r t ú á Broddgölturinn skaða gert, ég foi honum. getur engan Við skulum fara aftur að sofa. ðaði öllu frá Næsta morgun. Baldur, hvernig væri að þú næðir í vatn? Allt í lagi, Markús. Heyrðu, Markús . . . Ég hélt að þú hefðir sett áramar á öruggan stað. Broddgölturinn hefur kom- izt í þær. Sá hefur nagað þær sundur. Hann gleymdi að endurnýja! ■Happdrætti HÁSKÓLANS .....áparið yóur hiaup á tnHli maj-gra w:rzkuia- «ÖL (i ÖUUM HtWM! - Austurstrseti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.